65. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 9. nóvember 2017

65. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 8. nóvember 2017 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður og Helgi Héðinsson aðalmaður.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun: 2018-2021 - 1709001

Í samræmi við vinnuáætlun fjárhagsáætlunar lagði sveitarstjóri fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2018-2021 og þjónustugjaldskrám.
Vinnufundur sveitarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar verður 20. nóvember n.k. Fyrri umræða í sveitarstjórn verður 22. nóvember n.k. og seinni umræða 13. desember n.k.

2. Rekstraryfirlit: Janúar-september 2017 - 1711001

Sveitarstjóri gerði grein fyrir rekstraryfirliti Skútustaðahrepps og stofnana fyrir tímabilið janúar til september 2017. Reksturinn er að mestu leyti í samræmi við fjárhagsáætlun.

3. Jarðböðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 1703017

Efnt verður til almenns kynningarfundar 27. nóvember n.k. þar sem tillaga að breytingu á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi, forsendur hennar og umhverfismat verða kynntar fyrir íbúum sveitarfélagins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um áður en þær verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn.

4. Deiliskipulag Reykjahlíðar: Breyting á deiliskipulagi - 1710024

Sveitarstjórn samþykkir að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar (Reykjahlíðarjarðarinnar) skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna grenndarkynningarinnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

5. Reykjahlíð: Umferðaröryggismál skólabarna - 1703020

Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingafulltrúa og sveitarstjóra að vinna áfram með verkefnið "Umferðaröryggismál skólabarna" með Verkís verkfræðistofu og gera kostnaðaráætlun og forgangsraða úrbótum eftir mikilvægi þeirra. Málinu er að öðru leyti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

6. Leikskólinn Ylur: Beiðni um stöðu deildarstjóra - 1710009

Sveitarstjórn samþykkir beiðni leikskólastjóra um að formlega verði skipuð staða deildarstjóra á yngri deild Leikskólans Yls. Ráðningin gildi frá 1. nóvember s.l. og á við um starfsmann sem þegar gegnir hlutverkinu og rúmast kostnaður innan fjárheimilda. Að öðru leyti er málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

7. Flugklasinn: Áfangaskýrsla - 1710023

Lagt fram minnisblað frá flugklasanum Air 66N um það helsta í starfseminni frá 10. mars til 19. okt 2017.

8. Landeigendur Reykjahlíðar ehf: Hitaveitureikningur - 1710025

Lagt fram bréf og reikningur frá Ólafi H. Jónssyni verkefnisstjóra Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf. vegna uppgjörs leigu hitaveitu 2017 að upphæð 3.330.672 kr.
Sveitarstjórn hafnar reikningi LR ehf. og þeim forsendum sem þar liggja að baki og felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
Helgi Héðinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

9. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga: Smávirkjanakostir - 1710019

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga dags. 23.10.2017. Samkvæmt Sóknaráætlun Norðurlands eystra er atvinnuþróunarfélögunum falin ábyrgð á því verkefni að skoða möguleika á sjálfbærni í raforkumálum með smávirkjunum (verkefni 5.1.2 í aðgerðaáætlun sóknaráætlunar). Samkvæmt aðgerðaáætluninni á að liggja fyrir greining á möguleikum smávirkjana í landshlutanum. Verkið felst í frumúttekt á smávirkjanakostum á Eyþingssvæðinu þar sem metnir verða 50-60 kostir og mun úttektin fela í sér kortlagningu vatnsfalla skv. loftmyndakorti og áætlað vatnasvið. Helstu kennistærðir verða metnar, s.s. rennsli, fallhæð afl og framleiðsla og mat lagt á miðlunarmöguleika. Smávirkjanir eru allar virkjanir sem eru undir 10 MW og þurfa að jafnaði ekki í umhverfismat.
Áður en lengra er haldið með málið óskar Atvinnuþróunarfélagið eftir afstöðu sveitarfélaganna og landeigenda til verkefnisins.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps gerir ekki athugasemd við kortlagningu smávirkjanakosta á þessu stigi og tekur undir þá áherslu að umhverfisáhrif verði vandlega metin og mat lagt á tengingar við dreifikerfi eins og kemur fram í verkefnalýsingu.

10. Stígamót: Fjárbeiðni fyrir 2018 - 1710018

Lögð fram beiðni um styrk frá Stígamótum fyrir næsta starfsár, 2018.
Sveitarstjórn samþykkir að veita 30.000 kr. styrk til Stígamóta.

11. Svartárvirkjun: Beiðni um umsögn - 1709006

Framhald frá síðasta fundi. Erindi dags 5. september 2017 frá Skipulagsstofnun þar sem vísað er til þess að SSB Orka ehf. hafi tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um allt að 9,8 MW Svartárvirkjun í Bárðardal, Þingeyjarsveit.
Með erindinu fylgir frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar. Með frummatsskýrslu fylgja teikningar og viðaukar.
Samkvæmt 10. gr. laga nr. 106/2000 óskar Skipulagsstofnun eftir að Skútustaðahreppur gefi umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Í umsögn skal umsagnaraðili á grundveli starfssviðs síns gera grein fyrir hvort hann telji að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim, þörf á að kanna tiltekin atriði frekar, mótsvægisaðgerðum og vöktun.
Sjá heimasíðu Skipulagsstofnunar:
http://www.verkis.is/thjonusta/umhverfi-og-oryggi/mat-a-umhverfisahrifum/verkefni-i-kynningu/svartarvirkjun-i-bardardal
Á síðasta sveitarstjórnarfundi var samþykkt að leita eftir umsögn Náttúruverndarnefndar Þingeyinga um skýrsluna og óska í því samhengi eftir framlengingu á skilafresti til Skipulagsstofnunar, sem og fékkst.
Í ljósi umsagnar Náttúruverndarnefndar Þingeyinga telur sveitarstjórn Skútustaðahrepps að í frummatsskýrslu virkjunar Svartár í Bárðardal sé ekki á fullnægjandi hátt gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og áhrifum hennar á umhverfi. Í ljósi líklegra neikvæðra áhrifa framkvæmdarinnar á bústofna alþjóðlega mikilvægra andastofna húsanda og straumanda og hæpnum forsendum fyrirhugaðra mótvægisaðgerða tekur sveitarstjórn undir með Náttúruverndarnefnd Þingeyinga í því að rétt sé að hverfa frá framlögðum hugmyndum um virkjun Svartár í Bárðardal. Það yrði Íslendingum, ekki síst Þingeyingum sem á sínum tíma vörðu Mývatn og Laxá, mikill álitshnekkir að heimila slíka framkvæmd í ljósi sérstöðu svæðisins og ótvíræðs verndargildis.

Yngvi Ragnar Kristjánsson fór af fundi og Sigurður Böðvarsson varaoddviti tók við stjórn fundarins.

12. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

13. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Fundargerð 42. fundar skipulagsnefndar frá 30. október 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 5 liðum.
Liðir 1, 3 og 4 hafa þegar verið teknir fyrir og afgreiddir af sveitarstjórn (sjá liðir 3, 4 og 5 í þessari fundargerð).
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

14. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð forstöðumannafundar frá 25. október 2017 lögð fram.

15. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1611030

Fundargerðir 6. og 7. funda framkvæmdastjórnar HNÞ bs. lagðar fram. Rekstraráætlun HNÞ og safnahússins fyrir árið 2018 vísað til gerðar fjárhagsáætlunar sveitarstjórnar. Jafnframt lýsir sveitarstjórn yfir ánægju sinni með drög að erindisbréfi fyrir Náttúruverndarnefnd Þingeyinga en hún starfar skv. lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 og 37. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

16. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerð 300. fundar stjórnar Eyþings dags. 25. október 2017 lögð fram.

17. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð 853. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 27. október 2017 lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:50


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020