63. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 11. október 2017

63. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 11. október 2017 og hófst hann kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður, Anton Freyr Birgisson varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta þremur málum á dagskrá með afbrigðum:
Dvalarheimili aldraðra: Fundargerðir - 1702003
Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra: Fundargerðir - 1611012
Kjörskrá vegna Alþingiskosninga 28. október 2017 - 1710007
Samþykkt samhljóða að bæta málunum á dagskrá undir dagskrárliðum 23, 24 og 25.

1. Þekkingarnet Þingeyinga: Endurnýjun á samningi sveitarfélaga í þingeyjarsýslum um stuðning við atvinnuskapandi rannsóknaverkefni háskólanema - 1710006

Lagt fram bréf frá Þekkingarneti Þingeyinga dags. 3. okt. 2017 þar sem vísað er til samninga Þekkingarnets Þingeyinga við öll sveitarfélög í Þingeyjarsýslum um fjárstuðning til atvinnuskapandi rannsóknaverkefna háskólanema í heimahéraði undanfarin ár. Einnig er vísað til nýendurnýjaðs samnings Þekkingarnets Þingeyinga og Norðurþings. Það er mat Þekkingarnets Þingeyinga að samstarfið sem um ræðir hafi skilað miklum árangri á undanförnum árum. Ár hvert hefur Þekkingarnetið ráðið til sín sumarstarfsfólk úr röðum háskólanema, sem koma til tímabundinna starfa á sínu fagsviði í heimabyggð.
Sveitarstjórn samþykkir að taka áfram þátt í þessu verkefni og vísar því gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

2. Þéttbýli Reykjahlíðar: Breyting á aðal- og deiliskipulagi vegna nýrrar lóðar undir hreinsistöð - 1705014

Sveitarstjórn samþykkir að senda tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna nýrrar lóðar undir skólphreinsistöð til Skipulagsstofnunar til athugunar eins og 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Sveitarstjórn felur jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að breytingu á deiliskipulagi að lokinni athugun Skipulagsstofnunar.
Jafnframt samþykkir skipulagsnefnd að beina því til sveitarstjórnar að skoða formlega aðra möguleika með staðsetningu hreinsistöðvar. Sveitarstjórn tekur undir bókunina og felur sveitarstjóra að fylgja því eftir í samræmi við umræður á fundinum.

3. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Tilnefning fulltrúa í fagráð Ramý - 1709029

Samkvæmt 4. gr. reglugerðar nr. 664/2012 um Náttúrurannsóknastöðina á Mývatni o.fl. skal umhverfis- og auðlindaráðherra skipa fagráð náttúrurannsóknastöðvarinnar til fimm ára í senn samkvæmt tilnefningum Háskóla Íslands, Náttúrúfræðistofnunar Íslands, Hafrannsóknastofnunar, sveitarfélaga á svæðinu og forstöðumanns náttúrurannsóknastöðvarinnar. Þeir sem tilnefndir eru skulu vera sérfræðingar á þeim sviðum sem náttúrurannsóknastöðin starfar á. Þess er óskað að Norðurþing, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit tilnefni sameiginlegan einn fulltúa í fagráðið.
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Arnheiði Rán Almarsdóttur líftækni og Dr. Helga Arnar Alfreðsson jarðefnafræðing í fagráðið fyrir hönd Skútustaðahrepps í samstarfi við Þingeyjarsveit og Norðurþing. Tilnefningin er í samræmi við 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla en þar er meðal annars kveðið á um að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu.

4. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Tilnefning varamanns í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir rekstrarsvæði 1 - 1709028

Samkvæmt lögum nr. 101/2016 um breytingum á lögum nr. 20/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð skulu sömu aðilar og tilnefna aðalmenn í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs einnig tilnefna jafnmarga varamenn sem eru skipaðir með sama hætti.
Sveitarstjórn samþykkir að Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir verði varamaður í svæðisráði fyrir rekstrarsvæði 1 í Vatnajökulsþjóðgarði.

5. Landeigendafélag Reykjahlíðar: Gámasvæði við Múlaveg, leiga og frágangur - 1710005

Lögð fram drög að samningi við LR ehf. um uppgjör vegna leigu og frágangs á gámasvæðinu við Múlaveg. Heildargreiðsla er 334.551 kr. sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2017.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning með þeim fyrirvara að LR ehf. hafi umboð allra þeirra sem eru þinglýstir rétthafar að umræddu landi, vegna þessa samnings.
Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir véku af fundi við afgreiðslu landsins.

6. Slökkvilið Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Samningur við Brunavarnir á Austurlandi - 1710004

Lögð fram drög að samstarfssamningi á milli Slökkviliðs Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar og Brunavarna á Austurlandi.
Sveitarstjórn gerir athugasemd við tímalengd samningsins. Sveitarstjórn samþykkir samninginn að öðru leyti og felur slökkviliðsstjóra að ganga frá samningnum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir sveitarstjórn að nýju til staðfestingar.

7. Jarðböðin hf: Sala á hlutabréfum - 1612003

Framhald frá 46. fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjóra og oddvita falið framgang málsins í samræmi við umræður á fundinum.

8. Vogar, ferðaþjónusta: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 - 1709008

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 14. september s.l. þar sem Þuríður Helgadóttir f.h. Vogar ferðaþjónustu, sækir um rekstrarleyfi í flokki II, gististaður án veitinga.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

9. Daddi"s pizza: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 - 1709009

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 14. september s.l. þar sem Þuríður Helgadóttir f.h. Daddi"s pizza, sækir um rekstrarleyfi í flokki II, umfangslitlir áfengisveitingastaðir.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

10. Eldá ehf, Helluhraun 9: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 - 1709026

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 25. september 2017 þar sem Gísli Sverrisson f.h. Eldá ehf. sækir um rekstrarleyfi í flokki III, gististaður með veitingum en þó ekki áfengisveitingum, að Helluhrauni 9.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

11. Eldá ehf, Helluhraun 8a: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 - 1709025

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 25. september 2017 þar sem Gísli Sverrisson f.h. Eldá ehf. sækir um rekstrarleyfi í flokki II, gististaður án veitinga, að Helluhrauni 8a.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

12. Eldá ehf, Helluhraun 8: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 - 1709024

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 25. september 2017 þar sem Gísli Sverrisson f.h. Eldá ehf. sækir um rekstrarleyfi í flokki II, gististaður án veitinga, að Helluhrauni 8.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

13. Eldá ehf, Helluhraun 7a: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 - 1709023

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 25. september 2017 þar sem Gísli Sverrisson f.h. Eldá ehf. sækir um rekstrarleyfi í flokki II, gististaður án veitinga, að Helluhrauni 7a.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

14. Eldá ehf, Helluhraun 7: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 - 1709022

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 25. september 2017 þar sem Gísli Sverrisson f.h. Eldá ehf. sækir um rekstrarleyfi í flokki II, gististaður án veitinga, að Helluhrauni 7.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

15. Eldá ehf, Helluhraun 15: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 - 1709021

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 25. september 2017 þar sem Gísli Sverrisson f.h. Eldá ehf. ehf. sækir um rekstrarleyfi í flokki II, gististaður án veitinga, fyrir Helluhraun 15.
Sveitarstjórn hafnar erindinu enda samrýmist þessi starfsemi, gististaður án veitinga í flokki II, ekki gildandi deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð sbr. kafla 4.10 í greinargerð en þar segir: "Innan skipulagssvæðisins verður ekki heimilt að reka gistiheimili eða hótel á íbúðarlóðum. Sala á gistingu er einungis leyfileg í formi heimagistingar þar sem heimilismaður/fjölskylda hefur fasta búsetu og lögheimili í íbúðinni/húsinu, sem nýtt er undir starfsemina."

16. Eldá ehf, Helluhraun 16: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 - 1709020

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 25. september 2017 þar sem Gísli Sverrisson f.h. Eldá ehf. ehf. sækir um rekstrarleyfi í flokki II, gististaður án veitinga, fyrir Helluhraun 16.
Sveitarstjórn hafnar erindinu enda samrýmist þessi starfsemi, gististaður án veitinga í flokki II, ekki gildandi deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð sbr. kafla 4.10 í greinargerð en þar segir: "Innan skipulagssvæðisins verður ekki heimilt að reka gistiheimili eða hótel á íbúðarlóðum. Sala á gistingu er einungis leyfileg í formi heimagistingar þar sem heimilismaður/fjölskylda hefur fasta búsetu og lögheimili í íbúðinni/húsinu, sem nýtt er undir starfsemina."

17. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

18. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Fundargerð skipulagsnefndar frá 25. september 2017 lögð fram. Fundargerðin er í sex liðum.
Liður 1 hefur þegar verið tekinn fyrir og afgreiddur af sveitastjórn (sjá lið 2 í þessari fundargerð).
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

19. Almannavarnanefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1706004

Lögð fram fundargerð frá stjórnarfundi Almannavarna Þingeyinga frá 26. september 2017 þar sem sveitarstjóri sat fundinn fyrir hönd Skútustaðahrepps.

20. Fjarskiptafélag Mývatnssveitar - 1612002

Fundargerð stjórnar FMÝ frá 21. september 2017 lögð fram.

21. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: Ársfundur 2017 - 1709011

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fór fram 4. október s.l. Sóttu hann fulltrúar sveitarstjórna landsins, fulltrúar Jöfnunarsjóðs og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins auk gesta.
Kynnt var skýrsla sjóðsins fyrir liðið ár, ársreikningar, tillögur nefndar um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs og fjallað var um gögn á ytri vef Jöfnunarsjóðs.

22. Samtök orkusveitarfélaga - Fundargerðir – 1611037

Fundi var frestað.

23. Dvalarheimili aldraðra: Fundargerðir - 1702003

Fundargerð Dvalarheimilis aldraðra dags. 28. ágúst 2017. Fundargerðin er í 4 liðum.

24. Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra: Fundargerðir - 1611012

Fundargerð 195. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 2. október 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 16 liðum.
Í 3. lið segir:
"Fráveitumál í Mývatnssveit, staða mála, erindi sveitarstjóra.
Alfreð Schiöth heilbrigðisfulltrúi fór yfir málið í stuttu máli og kynnti beiðni sveitarstjóra Skútustaðahrepps um frest til að skila inn umbótaáætlun. Að loknum umræðum var eftirfarandi bókað:
Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita sveitarstjórn Skútustaðahrepps frest til áramóta til að skila inn nýrri og endurbættri umbótaáætlun vegna fráveituframkvæmda í þéttbýli
við Reykjahlíð, Skútustaði og Voga. Heilbrigðisnefnd gerir kröfu til þess að rekstraraðilar utan þéttbýlis hefjist nú þegar handa við að koma upp tilskyldum hreinsivirkjum vegna eigin fráveitukerfa og fer fram á að framkvæmdum verði lokið fyrir 17. júní 2018."

25. Kjörskrá vegna Alþingiskosninga 28. október 2017 - 1710007

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 28. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa kjörskrána.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020