Tónlistarskóli Mývatnssveitar

  • 4. september 2017

Umsjón: Sólveig Jónsdóttir, skólastjóri Reykjahlíðarskóla. solveig@reykjahlidarskoli.is
Tengiliður Tónlistarskóla Húsavíkur: Skólastjóri,  Árni Sigurbjarnarson. Sími  464 7290.  
Staðsetning: Reykjahlíðarskóli

Tónlistarskóli Mývatnssveitar var stofnaður 1977. Skólastjóri fyrstu árin var Sigríður Einarsdóttir. Frá 1993 hefur Tónlistarskóli Mývatnssveitar starfað í sama húsnæði og grunnskólinn. Nemendur sækja tónlistartíma á skólatíma, þegar því verður við komið. Frá haustinu 2016 hefur Tónlistarskóli Húsavíkur séð um tónlistarkennslu samkvæmt samkomulagi við Skútustaðahrepp.

Boðið er upp á fjölbreytt hljóðfæranám og söngkennslu fyrir grunnskólanemendur. Aðrir íbúar sveitarfélagsins sem sækjast eftir tónlistarnámi geta einnig stundað nám við skólann samkvæmt nánara samkomulagi.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR