4. fundur atvinnumálarnefndar haldinn mánudaginn 28. nóvember 2016 kl. 16:00 í Kaffiborgum, Dimmuborgum.
Mættir: Friðrik Jakobsson formaður, Anton F. Birgisson, Arnþrúður Dagsdóttir og Arnheiður R. Almarsdóttir. Einnig sat Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri fundinn og ritaði fundagerð. Gestur á fundinum var Guðmundur Þór Birgisson.
Dagskrá:
1. Íbúðarhúsnæði sveitarfélagsins, viðhald eða nýbyggingar
Að beiðni sveitarstjórnar var farið yfir stöðu á viðhaldi á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins og hugsanlegum nýbyggingum og stuðst m.a. við úttekt frá 2011. Alls á sveitarfélagið fimm einbýlishús í misjöfnu ástandi og er brýn viðhaldsþörf á a.m.k. tveimur þeirra. Einbýlishúsin eru leigð til starfsmanna sveitarfélagsins. Um er að ræða Skútahraun 2, Helluhraun 10 og 18 og Birkihraun 6 og 9. Eitt einbýlishúsið mun losna á næstu vikum.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að Helluhraun 18 verði auglýst til sölu. Ekki verði ráðist í nýbyggingu íbúðarhúsnæðis að sinni.
2. Annað húsnæði sveitafélagsins.
Viðhaldsþörf er á öðru húsnæði í eigu sveitarfélagsins eins og grunnskóla og íþróttamiðstöð. Búist er við að gert verði ráð fyrir viðhaldi á fjárhagsáætlun 2017 og telur nefndin mikilvægt að það gangi eftir.
3. Önnur mál
Ráðgert er að nefndin haldi hér eftir fjóra fundi á ári og verða þeir settir inn í væntanlegt fundadagatal á vegum sveitarfélagsins.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.10.