51. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 22. febrúar 2017

51. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 22. febrúar 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskar varaoddviti, sem stýrir fundi, eftir því að bæta við einu máli á dagskrá með afbrigðum:
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fulltrúar á XXXI. landsþing - 1702019
Skýrsla sveitarstjóra - 1611024
Samþykkt samhljóða að bæta málunum á dagskrá undir dagskrárliðum 19 og 20.

1. Staða fráveitumála - 1701019

Lögð fram skýrsla umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um "Fráveitumál við Mývatn - Úttekt á núverandi stöðu og tillögur að úrbótum í ljósi ofauðgunar."
Ljóst er að fráveitur í Skútustaðahreppi standast ekki strangar kröfur til hreinsunar fráveituvatns sem fram koma í reglugerðum um verndun Mývatns og Laxár og um fráveitur og skólp. Þessar kröfur taka meðal annars til hreinsunar á næringarefnum sem geta valdið ofauðgun í viðkvæmum viðtökum á borð við Mývatn. Stofnkostnaður við innleiðingu aukinnar skólphreinsunar í Reykjahlíð, í Vogum og á Skútustöðum, svo ákvæði reglugerða um verndun Mývatns og Laxár og um fráveitur og skólp verði uppfyllt getur að mati höfunda legið á bilinu frá 500 milljónum til 700 milljóna. Rekstrarkostnaður nýrra fráveitumannvirkja á þessum stöðum er talin geta legið á bilinu frá 10 milljónum til 15 milljóna. Til viðbótar við þessa staði, þar sem vísir er af þéttbýli, er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta á nokkrum stöðum í grennd við vatnið. Dæmi eru um að rekstraraðilar hafi komið upp skólphreinsistöðvum á eigin kostnað á þessum stöðum, en telja höfundar að kostnaður við slíkar stöðvar nemi tugum milljóna á hverjum stað.
Sveitarstjórn átti upplýsandi fund með þingmönnum Norðausturkjördæmis í síðustu viku þar sem skýrslan var kynnt. Þar ítrekaði sveitarstjórn bókun sína frá síðasta sveitarstjórnarfundi að hún leggur áherslu á aðkomu ríkisins að málinu í samræmi við 9. grein laga nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu.

 

2. Þjóðskrá: Skráning og mat jarðhitaréttinda - 1702001

Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands og athugasemdir Landsvirkjunnar ásamt svarbréfi lögfræðings Skútustaðahrepps vegna skráningar og mat jarðhitaréttinda úr landi Voga og Reykjahlíðar.

 

3. Borg (216-2818): Sorphirðugjöld - 1702002

Erindi frá Álfdísi Stefánsdóttur sem sækir um niðurfellingu á sorphirðugjöldum á fasteigninni Borg (216-2818) sem er skráð í fasteignaskrá sem einbýlishús. Þar sem eignin hefur verið mannlaus síðan 2004 og sorp ekki verið hirt síðan þá, samþykkir sveitarstjórn erindið samhljóða.

 

4. Samband ísl. sveitarfélaga: Endurskoðun á fjármálakafla sveitarstjórnarlaga - 1702006

Lögð fram skýrsla vinnuhóps um endurskoðun fjármálakafla sveitarstjórnarlaga. Aðalviðfangsefni endurskoðunarinnar eru ákvæði 64. gr. laganna um skuldaviðmið og jafnvægisreglu. Í vinnu hópsins var farið yfir árangur í fjármálum sveitarfélaga og lagt mat á styrkleika og veikleika fjármálareglna. Jafnframt er litið til alþjóðlegrar reynslu og fræðilegra sjónarmiða sem miða að því að horfa til þess sem skynsamlegt er að þróa á næstu árum. Skýrslan og niðurstöður vinnuhópsins eru hluti af umfjöllun samráðsnefndar um efnahagsmál um fjármál sveitarfélaga og skilar vinnuhópurinn skýrslu sinni til samráðsnefndarinnar.

 

5. Skútustaðahreppur: Fasteignir - 1701022

Tvö tilboð hafa borist í gegnum fasteignasöluna Byggð í Helluhraun 18 í því ástandi sem fasteignin er sem sveitarstjórn samþykkti að setja á sölu. Samkvæmt auglýsingu var óskað eftir tilboði í eignina fyrir kl. 16:00 þann 21. febrúar. Áskilinn var réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboð 1: Samkaup hf., 14.200.000 kr.
Tilboð 2: Tryggvi Hólm Árnason, 13.000.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði frá Tryggva Hólm Árnasyni.

 

6. Þjóðskrá: Íbúaskrá 1. des. 2016 - 1702011

Rafrænt eintak af árlegri íbúaskrá sveitarfélaga miðað við 1. desember 2016 frá Hagstofu Íslands lagt fram.
Íbúar Skútustaðahrepps eru 432 talsins sem er aukning um 5,9% (úr 408) frá 2015. Fjölgun íbúa síðan 2013 er um 14,3% (úr 378).
Karlar 18 ára og eldri eru 178. Konur 18 ára og eldri eru 179. Börn 17 ára og yngri eru 75. Erlendir ríkisborgarar eru 65.

 

7. Vogar 2: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1702009

Með vísan til 2. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 2. mgr. 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra umsagnar Skútustaðahrepps um eftirfarandi umsókn:
Þórdís G. Jónsdóttir, kt. 051063-2369, Vogar 2, 660 Mývatn, sækir um fyrir hönd Miðhúss, Vogar 2 (216-3296) rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II (gististaður án veitinga).
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn að uppfylltum skilyrðum sem skipulags- og byggingafulltrúi og aðrir umsagnaraðilar kunna að setja.

 

8. Litla Rósa: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1702005

Með vísan til 2. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 2. mgr. 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra umsagnar Skútustaðahrepps um eftirfarandi umsókn:
Gylfi Hrafnkell Yngvason, kt. 180956-4339, Skútustaðir 2a, 660 Mývatni, sækir um fyrir hönd Litlu Rósu, Skútustaðir 2a (216-3194) rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II (gististaður án veitinga), um er að ræða viðbót á neðstu hæð.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn að uppfylltum skilyrðum sem skipulags- og byggingafulltrúi og aðrir umsagnaraðilar kunna að setja.

 

9. Málefni Skútusjóðs - 1701014

Ársreikningur sjóðsins Skútu í Mývatnssveit (nr. 1306 í sjóðaskrá) fyrir árin 1993 til 2016 lagður fram. Sveitarstjórn, sem er vörsluaðili sjóðsins, staðfestir ársreikninginn með áritun sinni.
Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar frá 24. janúar s.l. er sveitarstjóra falið að senda sýslumanni beiðni um slit á sjóðnum.
Sveitarstjórn hefur lagt til og samþykkt á fundi sínum 24. janúar s.l. að eignum hans verði ráðstafað til góðs málefnis í anda sjóðsins. Félags- og menningarmálanefnd sveitarfélagsins leggur til að eigu sjóðsins verði ráðstafað í að laga ytra byrði flygilsins í Skjólbrekku og smíða hirslu utan um hann. Afgangur upphæðarinnar renni í sjóð sem verður notaður til stuðnings átthagatengdum viðburðum í Mývatnssveit með áherslu á menningarlegar rætur og verði settar reglur um þann stuðning af félags- og menningarmálanefnd.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar.

 

10. Fjölís: Samningur um afritun verndaðra verka - 1702008

Lagður fram samningur um ljósritun og hliðstæða eftirgerð í sveitarfélögum á milli Fjölís og Skútustaðahrepps. Samningurinn er efnislega samhljóða öðrum samningum Fjölís við sveitarfélög sem byggður er á samningsfyrirmynd gerðri í samvinnu Fjölís og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt samningi þessum skal greiða 590 kr. fyrir hvern starfsmann sveitarfélagsins og tekur mið af breytingum á vísitölu neysluverðs.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn en hann rúmast innan fjárhagsáætlunar 2017 og bókast á lykil 21-41-4010.

 

11. Mývetningur: Aðalfundur fyrir árið 2016 - 1702010

Ársskýrsla, ársreikningur og fundargerð frá aðalfundi íþrótta- og ungmennafélagsins Mývetnings fyrir árið 2016 lögð fram.

 

12. Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1701001

Fundargerð 13. fundar félags- og menningarmálanefndar frá 16. febrúar 2017 lögð fram. Fundargerðin er í fimm liðum.
Liður 5: Slit Skútusjóðs. Sjá afgreiðslu sveitarstjórnar undir 9. lið fundargerðar sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

13. Skólanefnd: Fundargerðir - 1611045

Fundargerð frá 13. fundi skólanefndar frá 16. febrúar 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 2: Reykjahlíðarskóli: Frístundastarf. Sveitarstjórn tekur undir bókunina og samþykkir fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti en hún verður send til umsagnar hjá foreldrum/forráðamönnum í 1.-6. bekk.
Liður 3: Reykjahlíðarskóli: Tónlistarkennsla. Í fyrrasumar var gerður samningur við Tónlistarskóla Húsavíkur um tónlistarkennslu í Reykjahlíðarskóla og annarra nemenda með búsetu í Skútustaðahreppi. Endurskoða þarf samninginn fyrir lok apríl. Sveitarstjórn tekur undir bókun skólanefndar og lýsir yfir ánægju með samstarfið. Samþykkt að skólastjóri og sveitarstjóri ræði við skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur um áframhaldandi samstarf.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

14. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga frá 27. janúar 2017 lögð fram.

 

15. Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1611037

Fundargerð 28. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 20. janúar 2017 lögð fram.

 

16. Dvalarheimili aldraðra: Fundargerðir - 1702003

Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. frá 12. desember 2016 og 30. janúar 2017 og lagðar fram.

 

17. Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi: Fundargerðir - 1702004

Fundargerð frá 4. fundi stýrihóps um Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi þann 18. janúar 2017 lögð fram.

 

18. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð forstöðumannafundar Skútustaðahrepps frá 21. febrúar 2017 lögð fram.

 

19. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fulltrúar á XXXI. landsþing - 1702019
Samþykkt að Yngvi Ragnar Kristjánsson og Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir verði fulltrúa sveitarstjórnar á landsþinginu.

20. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024


Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020