50. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 8. febrúar 2017

50. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 8. febrúar 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

1. Lögreglusamþykkt: Endurskoðun - 1612020

Lögð fram tillaga að nýrri lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið Skútustaðahrepp til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að á milli umræðna verði lögreglusamþykktin birt á heimasíðu hreppsins og óskað eftir athugasemdum frá íbúum Skútustaðahrepps.
Sveitarstjórn vísar tillögunni að öðru leyti til síðari umræðu sveitarstjórnar.

Fundarhlé gert kl. 11:00 til 13:00.

 

2. Staða fráveitumála - 1701019

Í júní 2016 lagði vinnuhópur fram skýrslu að ósk þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra með lykilupplýsingum um ástand mála í Mývatni, orsakir þess vanda sem þar er nú við að etja og hugsanlegar aðgerðir til að bæta þar úr, m.a. á sviði fráveitumála. Tilgangur samantektarinnar er liður í ákvarðanatöku varðandi mögulegar aðgerðir sem gætu komið að gagni til að draga úr álagi af manna völdum á lífríki vatnsins. Í 1. gr. laga nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár segir m.a. að markmið laganna sé að stuðla að náttúruvernd á Mývatns- og Laxársvæðinu í samræmi við meginregluna um sjálfbæra þróun og tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum. Jafnframt segir í 9. gr. að kostnaður við framvæmd laga þessara greiðist úr ríkissjóði.
Sveitarstjóri, oddviti og sveitarstjórnarfulltrúi hittu nýjan umhverfis- og auðlindaráðherra, stofnanir, þingmenn og fleiri í síðustu viku til þess að fylgja málinu eftir og fara yfir stöðu fráveitumála við Mývatn. Nýr umhverfis- og auðlindaráðherra lagði fram fyrstu drög að nýrri úttekt á vegum ráðuneytisins á núverandi stöðu og tillögur að úrbótum. Ljóst er að stofnkostnaður við innleiðingu aukinnar skólphreinsunar svo ákvæði reglugerða um verndun Mývatns og Laxár og um fráveitur og skólp verði uppfyllt hleypur á hundruðum milljóna.
Sveitarstjórn leggur áherslu á aðkomu ríkisins að málinu enda er það sveitarfélaginu fjárhagslega um megn að kosta þær skólphreinsunarframkvæmdir sem reglugerðin kveður á um að þurfi að fara í.

 

3. Upplýsingagjöf til ferðamanna - 1612032

Líkt og kom fram í bókun sveitarstjórnar á síðasta fundi 24. janúar síðastliðinn leggur sveitarstjórn áherslu á að upplýsingagjöf til ferðamanna í Mývatnssveit verði fram haldið í ljósi breytinga hjá Mývatnsstofu ehf. Sveitarstjóri og oddviti fóru yfir stöðu mála eftir fundi m.a. með Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarði og framkvæmdastjóra Ferðamálastofu og er fullur vilji hlutaðeigandi að finna lausn á málinu.

 

4. Skútustaðahreppur: Fasteignir - 1701022

Lagt fram kauptilboð frá Tryggva Hólm Árnasyni í Helluhraun 10 og skýrsla HNE um Helluhraun 18.
Vegna nýrra gagna samþykkir sveitarstjórn samhljóða að hætta við sölu á Helluhrauni 10 og hafna tilboðinu. Jafnframt samþykkt samhljóða að setja Helluhraun 18 á sölu.
Samþykkt samhljóða að veita sveitarstjóra og oddvita umboð til að selja Helluhraun 18 samkvæmt verðmati fasteignasala.

 

5. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

6. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Fundargerð frá 5. fundi umhverfisnefndar frá 23. janúar 2017 lögð fram. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

7. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1611030

Fundargerð frá 2. fundi framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga bs. lögð fram. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Liður 2: Erindisbréf barnaverndarnefndar og liður 3: Ráðgjafarsamningur um félags- og skólaþjónustu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipuð verði sameiginleg barnaverndarnefnd aðildarsveitarfélaga Héraðsnefndar Þingeyinga bs. á grundvelli 3. mgr. 10. gr. barnaverndalaga nr. 80/2002, sbr. bókun fulltrúaráðs byggðasamlagsins 18. nóvember 2016 og bætist svohljóðandi liður við verkefnalista 3. gr. stofnsamnings byggðsamlagsins: "Barnaverndarnefnd skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002."
Um frekari útfærslu er vísað til erindisbréfs fyrir nefndina sem framkvæmdastjórn byggðasamlagsins hefur samið í umboði fulltrúaráðsins.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

8. Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra: Fundargerðir - 1611012

Frestað.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020