49. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 24. janúar 2017

49. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 24. janúar 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir oddviti, Sigurður Böðvarsson aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum:
Fráveitumál í Skútustaðahreppi - 1701019
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við undir dagskrárlið nr. 16.

 

1. Landvernd: Kæra nr. 10/2017 vegna Hótel Laxár – 1701016

Bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 13. janúar 2017 þar sem fyrir var tekið mál nr. 10/2017, þar sem kærðar eru ákvarðanir byggingafulltrúa Skútustaðahrepps um hótelbyggingu Hótel Laxár ehf. og tengdar framkvæmdir. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.
Samþykkt samhljóða að fela skipulagsfulltrúa, sveitarstjóra og oddvita í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins að fylgja málinu eftir.

 

2. Landvernd: Kæra nr. 11/2017 vegna Sel-Hótels - 1701015

Bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 13. janúar 2017 þar sem fyrir var tekið mál nr. 11/2017, þar sem kærðar eru ákvarðanir byggingafulltrúa Skútustaðahrepps um endurbyggingu Sel-Hótels og tengdar framkvæmdir. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.
Samþykkt samhljóða að fela skipulagsfulltrúa, varaoddvita og sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins að fylgja málinu eftir.
Yngvi Ragnar Kristjánsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

3. Álagning fasteignagjalda: Íbúðarhúsnæði með leyfi til rekstur gististaðar í flokki I - 1701018

Frá og með síðustu áramótum var heimagisting í flokki I ekki lengur leyfisskyld hjá sýslumanni, hún er eingöngu skráningarskyld. Sérstakt lagaákvæði er komið um að heimagisting sem uppfyllir skilyrði laganna telst ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Frá og með áramótum var því bannað að setja álagningu fasteignaskatts á gististöðum í flokki I (heimagistingu) í atvinnuflokk. Öll rekstrarleyfi sem voru gefin út fyrir áramót á grundvelli laga nr. 85/2007 um gististaði o.fl. (sem breyttust síðan um áramótin) halda gildi sínu þar til þau renna út. Vegna þessara lagabreytinga og úrskurðar yfirfasteignamatsnefndar nr. 21/2016 er eftirfarandi tillaga lögð fram:

Álagning fasteignagjalda á fasteignir sem leyfi hafa til reksturs gististaða
Ef afnotum fasteignar sem metin er sem ein heild er á þann veg háttað að greiða ber fasteignaskatt af henni samkvæmt fleiri en einum gjaldflokki, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995, ákveður byggingarfulltrúi hlutfallslega skiptingu milli gjaldflokka, sbr. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 að viðbættu álagi sbr. 4. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 sem Skútustaðahreppur hefur nýtt sér. Skal eiganda veittur andmælaréttur áður en hlutfallsleg skipting er ákveðin í upphafi eða henni breytt.
Samþykkt samhljóða.

Lagðar fram verklagsreglur um álagningu fasteignagjalda á húsnæði nýtt til útleigu ferðamanna.
Samþykkt samhljóða.

 

4. Mývatnsstofa: Samningamál - 1611033

Lögð fram beiðni Mývatnsstofu um nýjan þjónustusamning við Skútustaðahrepp ásamt greinargerð og rekstraráætlun. Atvinnumálanefnd og félags- og menningarmálanefnd hafa tekið erindið til umfjöllunar að beiðni sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og varaoddvita að ræða við Mývatnsstofu um framhald málsins í samræmi við umræður á fundinum og bókanir nefndanna varðandi mögulegar útfærslur á nýjum samningi eða starfshlutfall á vegum sveitarfélagsins sem taki á menningartengdum viðburðum að hluta.
Jafnframt leggur sveitarstjórn áherslu á að upplýsingagjöf til ferðamanna verði fram haldið og er í því samhengi fyrirhugað samtal við þar til bærar stofnanir.

 

5. Héraðsnefnd Þingeyinga: Sameiginleg barnaverndarnefnd - 1701017

Aðildarsveitarfélög HNÞ bs. hafa falið fulltrúaráði byggðasamlagsins að kjósa sameiginlega barnarverndarndarnefnd, Barnavernarnefnd Þingeyinga, á grundvelli 3. mgr. 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, skv. tilnefningum sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn gerir athugasemdir við samsetningu nefndarinnar og telur nauðsynlegt að öll sveitarfélögin eigi þar sinn fulltrúa eða varafulltrúa á fundum nefndarinnar. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir í framkvæmdastjórn HNÞ.

 

6. Endurnýjun yfirdráttarheimildar: 2017 - 1701004

Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til að sækja um yfirdráttarheimild hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga, allt að 45 milljónir króna, til daglegrar fjármálastjórnunar ef þörf krefur. Heimildin gildi til 31. desember 2017. Sambærileg heimild var lítið notuð á síðasta ári.

 

7. Fjármál: Rekstrarniðurstaða 2016 - 1701005

Lagt fram til kynningar bráðabirgðayfirlit um rekstur sveitarfélagsins fyrir árið 2016 og samanburður við fjárhagsáætlun. Reksturinn var almennt í samræmi við áætlanir.

 

8. Málefni Skútusjóðs - 1701014

Í samræmi við ráðleggingar endurskoðanda er lagt til að sjóðnum verði slitið enda samrýmist það ekki starfsemi sveitarfélaga að standa í lánastarfsemi. Þær eignir sem kunni að vera eftir renni til góðs málefnis í anda sjóðsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að slíta Skútusjóði og felur félags- og menningarmálanefnd að koma með tillögu um ráðstöfun sjóðsins.

 

9. Lögreglusamþykkt: Endurskoðun - 1612020

Lögð fram drög að lögreglusamþykkt fyrir Skútustaðahrepp.
Sveitarstjórn samþykkir að hún fari í frekari rýni og verði lögð fram að nýju á næsta sveitarstjórnarfundi til fyrri umræðu. Á milli umræðna verði lögreglusamþykktin birt á heimasíðu hreppsins og óskað eftir athugasemdum frá íbúum Skútustaðahrepps.

 

10. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

11. Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1701001

Fundargerð frá 12. fundi félags- og menningarmálanefndar frá 17. janúar 2017 lögð fram. Fundargerðin er í þremur liðum.
Liður 1: Mývatnsstofa - samningamál. Sá liður hefur þegar verið tekinn til umfjöllunar sveitarstjórnar undir dagskrárlið 4.
Liður 2: Bárðarbás - umsókn um styrk frá Laufeyju Sigurðardóttur. Sveitarstjórn samþykkir að félags- og menningarmálnefnd aðstoði Laufeyju að sækja um styrk í verkefnið í Uppbyggingarsjóð sem er er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019. Sjóðurinn veitir verkefnastyrki m.a. til menningarverkefna.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti og tekur undir bókun nefndarinnar í 3. lið að hvetja íbúa og samtök sveitarfélagsins til að sækja um í sjóðinn, umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar n.k.

 

12. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Fundargerð skipulagsnefndar frá 17. janúar 2017. Fundargerðin er í sex liðum.
Liður 5. Reykjahlíð. Nafngift á nýrri götu.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að ný gata sem liggur til vesturs frá Múlavegi milli Múlavegar 1 og 3 verði nefnd Sniðilsvegur.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

13. Atvinnumálanefnd: Fundargerðir - 1611049

Fundargerð frá 5. fundi skipulagsnefndar frá 23. janúar 2017 lögð fram. Fundargerðin er í einum lið. Sá liður hefur þegar verið tekinn til umfjöllunar sveitarstjórnar undir dagskrárlið 4.

 

14. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerð frá stjórn Eyþings frá 6. janúar 2017 lögð fram.

 

15. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Glærur frá forstöðumannafundi 17. janúar 2017 lagðar fram.

 

16. Fráveitumál í Skútustaðahreppi – 1701019

Oddviti fór yfir stöðu fráveitumála í sveitarfélaginu en unnið hefur verið að þessum málum á vegum umhverfisráðuneytisins og sveitarfélagsins. Beðið er eftir skýrslu frá EFLU og þá munu sveitarstjóri og oddviti hitta umhverfisráðherra og starfsmenn ráðuneytisins í næstu viku vegna málsins til að fylgja því eftir.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:35


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020