48. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 11. janúar 2017

48. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 11. janúar 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

1. Nýtt gámasvæði: Reglur og gjaldskrá - 1612033

Lögð fram uppfærð gjaldskrá fyrir sorphirðu í Skútustaðahreppi 2017:

1. gr.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er heimilt að leggja á árlegt sorphirðugjald til að standa undir kostnaði sveitarfélagsins af sorphirðu og sorpeyðingu.
2. gr.
Sorphirðugjaldið er lagt á hverja íbúð í lögsagnarumdæmi Skútustaðahrepps og er það innheimt með fasteignagjöldum eða á annan hátt eftir því sem við verður komið og þá með sömu gjalddögum og fasteignagjöld. Auk þess er með sama hætti innheimt hálft gjald af frístundahúsum.
3.gr
Gjaldskrá í Skútustaðahreppi er sem hér greinir:
a) Sorphirðu- og sorpeyðingargjald á íbúð/íbúðarhúsnæði 42.000 kr.
b) Frístundahús og hús þar sem ekki er föst búseta (lögheimili) 21.000 kr.
c) Sorptunnugjald fyrir nýja tunnu 19.000 kr.
Gjalddagar eru þeir sömu og gjalddagar fasteignagjalda
Þar sem sorphirða fer fram samkvæmt sérstakri þjónustubeiðni skal innheimta sorphirðugjaldsins vera samkvæmt reikningi fyrir sannanlegum kostnaði.
d) Verð á klippikorti fyrir gámasvæði (4 m3 af úrgangi), fyrir heimili 8.500 kr.
Eitt ókeypis kort fylgir hverju heimili einu sinni á ári.
e) Gjöld rekstraraðila vegna úrgangs sem tekið er í endurvinnslustöð er eftirfarandi:
- Fyrir áætlað lágmarks magn allt að 100 kg. eða 1,5 m3 skal greiða í móttöku og flutningsgjald kr. 4.100 og í urðunargjald kr. 4.400 eða samtals kr. 8.500.
- Fyrir hvert kíló umfram 100 kg greiðist samtals í móttöku og flutningsgjald 37,12 kr. og 44,10 kr. í urðunargjald og fyrir hvern 1,5 m3 umfram 1,5 m3 bætist 4.100 kr. fyrir móttöku og flutningsgjald og 4.400 kr. í urðunargjald.
- Ekki er tekið gjald fyrir móttöku á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald, þar má nefna: pappaumbúðir, plastumbúðir, hjólbarðar, heyrúlluplast, ýmis spilliefni og úrelt ökutæki.
4. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af sveitarstjórn Skútustaðahrepps, er staðfest samkvæmt heimild í 8. gr. samþykktar um sorphirðu sveitafélaga á Norðurlandi eystra nr. 541/2000, samkvæmt lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, ásamt síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Jafnframt fellur fyrri gjaldskrá um sorphirðu úr gildi.

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.

 

2. Fjarskiptafélag Mývatnssveitar - 1612002

Málinu frestað þar sem afstaða Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf. liggur ekki endanlega fyrir.

 

3. Hilda Kristjánsdóttir: Mál yfirfasteignamatsnefndar nr. 21/2016 - 1611010

Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar lagður fram. Ákvörðun Skútustaðahrepps dags. 29. júní 2016, um álagningu fasteignagjalda vegna Helluhrauns 12 fyrir árið 2016, er felld úr gildi og lagt fyrir Skútustaðahrepp að taka málið til meðferðar að nýju.
Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsnefnd falið að leggja fyrir sveitarstjórn nýjar álagningareglur ásamt verklagsreglum um álagningu fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði sem nýtt er í útleigu til ferðamanna í formi heimagistingar.

 

4. Starfsmannastefna og starfsmannamál - 1612034

Sveitarstjóri lagði fram verkefnisáætlun um undirbúning starfsmannastefnu sveitarfélagsins en hjá Skútustaðahreppi eru ýmis tækifæri til þess að efla mannauðsmál. Rannsóknir sýna að aukin útgjöld til mannauðsmála skila sér margfalt til baka.
Samþykkt að setja á stofn stýrihóp um gerð starfsmannastefnu sem lögð verði fyrir sveitarstjórn. Stýrihópinn skipa sveitarstjóri sem stýrir vinnunni, einn sveitarstjórnarfulltrúi og tveir fulltrúar starfsfólks. Jafnframt samþykkt að Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir verði fulltrúi sveitarstjórnar í stýrihópnum.

 

5. Lögreglusamþykkt: Endurskoðun - 1612020

Lögð fram fyrstu drög að lögreglusamþykkt fyrir Skútustaðahrepp. Samþykkt að hún fari í frekari rýni og verði tekin til fyrri umræðu á næsta sveitarstjórnarfund. Að því loknu liggur hún frammi til kynningar og athugasemda fyrir íbúa fyrir seinni umræðuna.

 

6. Stefnumótun í ferðaþjónustu - 1701003

Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að stefnumótun í ferðaþjónustu í Skútustaðahreppi. Sveitarstjóri og Helgi Héðinsson sveitarstjórnarfulltrúi fóru yfir stöðuna á vinnunni.

 

7. Hlíðavegur 6: Skrifstofuaðstaða í opnu rými - 1612025

Í desember var auglýst eftir aðilum sem kynnu að hafa áhuga á að leigja skrifstofuaðstöðu í opnu rými að Hlíðavegi 6, samkvæmt nánara samkomulagi. Nokkrir aðilar hafa sýnt því áhuga.
Sveitarstjóra falið að vinna að framgangi málsins í samræmi við umræður á fundinum.

8. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga: Starfs- og rekstraráætlun 2017 - 1611034

Starfs- og rekstraráætlun Atvinnuþróunarfélags Þingeyingar hf. fyrir árið 2017 lögð fram.
Hlutur Skútustaðahrepps samkvæmt rekstraráætluninni er 1.368.981 kr. og var gert ráð fyrir honum í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2017.

 

9. Landgræðsla ríkisins: Bændur græða landið - 1701002

Árleg beiðni Landgræðslunnar um fjárstyrk vegna verkefnisins Bændur græða landið.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið, líkt og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2017.

 

10. Samstarfssamningur: Félagsþjónusta/skólaþjónusta - 1612035

Lögð fram samningsdrög um samvinnu Skútustaðahrepps og fleiri sveitafélaga við Norðurþing á sviði sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla og velferðarþjónustu.
Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir í samvinnu við skólastjórnendur.

 

11. Sérstakur húsnæðisstuðningur: Reglugerð - 1612036

Lögð fram reglugerð Skútustaðahrepps um sérstakan húsnæðisstuðning. Félagsþjónusta Norðurþings, f.h. Skútustaðahrepps, hefur annast afgreiðslu umsókna um sérstakan húsnæðisstuðning samkvæmt gildandi reglugerð, í samræmi við samstarfssamning um samvinnu sveitarfélaganna á sviði sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla og velferðarþjónustu.
Samkvæmt lögunum ber sveitarfélögum jafnframt að veita sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sérstakur húsnæðisstuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila sem samkvæmt reglugerð skal nema 65% af leigufjárhæð. Sækja skal um á skrifstofu Skútustaðahrepps á þar til gerðu eyðublaði. Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram afrit af staðfestum húsaleigusamningi og staðfestingu á námi barns.
Félags- og menningarmálanefnd hefur samþykkt reglugerðina fyrir sitt leyti.
Sveitarstjórn samþykkir reglugerðina samhljóða.

 

12. Skútasjóður: Umsókn - 1612037

Umsókn sem lá fyrir í Skútusjóð hefur verið dregin til baka.

 

13. Mývatnsstofa: Samningamál - 1611033

Lögð fram greinargerð og beiðni um þjónustusamning við sveitarfélagið frá Mývatnsstofu ehf.
Sveitarstjórn samþykkir að beina erindi Mývatnsstofnu til umfjöllunar í atvinnumálanefnd og félags- og menningarmálanefnd.

 

14. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

15. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð frá 2. forstöðumannafundi Skútustaðahrepps frá 21. desember 2017 lögð fram.

 

16. Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1701001

Fundargerð frá 11. fundi félags- og menningarmálanefndar frá 5. janúar 2017 lögð fram. Fundargerðin er í fimm liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

17. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerðin lögð fram.

 

18. Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra: Fundargerðir - 1611012

Fundargerðir nr. 187 og 188 lagðar fram. Samkvæmt áætlaðri kostnaðarskiptingu sveitarfélaga vegna reksturs Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra er hlutur Skútustaðahrepps fyrir árið 2017 samtals kr. 1.898.064.
Sveitarstjórn samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti en hún er samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2017.

 

19. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð nr. 845 lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020