47. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 21. desember 2016

47. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 21. desember 2016 og hófst hann kl. 10:30

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta fimm málum á dagskrá með afbrigðum.
1612031 - Landvernd: Kæra vegna synjunar á vinnugögnum vegna Kröfulínu 4
1612030 - Landvernd: Kæra nr. 167/2016, vegna stöðuleyfis fyrir vinnubúðum á hóteli í landi Grímsstaða
1612029 - Landvernd: Stöðvunarkrafa og viðbót við kæru nr.161/2016 vegna hótels í landi Grímsstaða í Skútustaðahreppi
1611022 - Skipulagsnefnd: Fundargerðir
1612032 - Upplýsingagjöf til ferðamanna
Samþykkt samhljóða að bæta málunum undir dagskráliðum 10, 11, 12, 13 og 14.

1. Fjarskiptafélag Mývatnssveitar - 1612002

KPMG ehf. hefur að beiðni Skútustaðahrepps tekið saman minnispunkta um stöðu og starfsemi Fjarskiptafélags Mývatnssveitar ehf. sem Skútustaðahreppur á ásamt Landeigendafélagi Reykjahlíðar.
Sveitarstjórn samþykkir að ljúka við fyrsta skref, þ.e. klára yfirfærslu eigna miðað við upphafleg áform, í samræmi við umræður á fundinum. Sveitarstjóra og oddvita falið eftirfylgni málsins í samráði við endurskoðendur og lögfræðinga. Helgi Héðinsson vék af fundinum við afgreiðslu málsins.

 

2. Gjaldskrá Vatnsveitu: 2017 - 1612024

Tillaga að gjaldskrá Vatnsveitu Skútustaðahrepps fyrir árið 2017 lögð fram.

Gjaldskrá Vatnsveitu Skútustaðahrepps 2017:
1. gr. Vatnsgjald.
Af öllum fasteignum í Skútustaðahreppi sem tengdar eru vatnsveitu Skútustaðahrepps, ber að greiða vatnsgjald árlega til sveitarfélagsins, nema sérstaklega sé um annað samið.

2. gr. Stofn til álagningar vatnsgjalds.
Stofn til álagningar vatnsgjalds skal vera 0,15% af fasteignamati allra húsa og lóða samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001.

3. gr. Gjalddagar.
Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og gjalddagar fasteignagjalda og greiðist vatnsgjaldið með fasteignagjöldum.

4. gr. Breytingar á gjöldum
Ákvörðun um vatnsgjald samkvæmt 2. gr. er tekin árlega af sveitarstjórn samhliða ákvörðun um álagningarstuðla fasteignagjalda.

5. gr. Ábyrgð á greiðslu gjalda.
Vatnsgjald greiðist af hús - og íbúðareiganda, lóðareiganda ef um eignarlóð er að ræða en af leigutaka ef um leigulóð er að ræða og bera þessir aðilar ábyrgð á greiðslu gjaldsins.
Vatnsgjald nýtur aðfararheimildar skv. 2. mgr. 9. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, sbr. 10. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1989, og má gera aðför í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta.
Vatnsgjald nýtur lögveðréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði. Notkunargjald og leigugjald, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum, má taka fjárnámi.

6. gr. Gildistaka
Gjaldskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt 10. gr. laga nr. 32/2004, sbr. 11. gr. reglugerðar um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005, og tekur gildi frá 1. janúar 2017. Frá sama tíma falla úr gildi eldri gjaldskrár fyrir vatnsgjald í Skútustaðahreppi.

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.

 

3. Fuglasafn Sigurgeirs: Endurnýjun á rekstrarleyfi - 1612023

Samkvæmt 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007, óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra umsagnar Skútustaðahrepps um eftirfarandi umsókn:
Stefanía Halldóra Stefánsdóttir, kt. 270860-2069, Tjarnarholti, 660 Mývatni, sækir um sem forsvarsmaður fyrir Fuglasafnið Sigurgeirs ses. kt. 521107-0300, endurnýjun á rekstrarleyfi og breyting á forsvarsmanni í Fuglasafni Sigurgeirs, Mývatni, í flokki II.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn að uppfylltum skilyrðum sem skipulags- og byggingafulltrúi og aðrir umsagnaraðilar kunna að setja.

 

4. Jarðböðin hf: Endurnýjun á rekstrarleyfi - 1612021

Samkvæmt 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007, óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra umsagnar Skútustaðahrepps um eftirfarandi umsókn:
Guðmundur Þór Birgisson, kt. 020574-4969, Skútahrauni 17, 660 Mývatni, sækir um sem forsvarsmaður fyrir Jarðböðin hf. kt. 700498-2399, endurnýjun á rekstrarleyfi breyting á kt. og nýr forsvarsmaður á Jarðböðin / Kaffi Kvika, 600 Mývatni, í flokki II.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn að uppfylltum skilyrðum sem skipulags- og byggingafulltrúi og aðrir umsagnaraðilar kunna að setja.

 

5. Innheimtuþjónusta: Tilboð - 1612014

Lögð fram tvö tilboð, frá Inkasso og Motus, um innheimtuþjónustu fyrir Skútustaðahrepp.
Þar sem bókhaldskerfi sveitarfélagsins verður uppfært á nýju ári er afgreiðslu málsins frestað.

 

6. Fjárhagsáætlun: Beiðni um viðauka - 1612026

Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 lögð fram, vegna gatnagerðaframkvæmda í Klappahrauni, sem hér segir:
Viðauki við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 21.156.661 kr. vegna vegna hækkunar fjárfestingar eignasjóðs í gatnagerð.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða, að fjárhæð 21.156.661 kr. sem mætt verður annars vegar með handbæru fé samtals 19.213.448 og hins vegar með hækkun skammtímaláns samtals 1.943.213 kr. Áætlað er að gatnagerðagjöld standi undir gatnagerðaframkvæmdunum.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.
 

7. Stjórnsýsluskoðun: 2016 – 1612027

Stjórnsýsluskoðun KPMG fyrir árið 2016 lögð fram. Í skýrslunni eru athugasemdir og ábendingar sem taldar eru geta komið að gagni varðandi innra fyrirkomulag og stjórnsýslu, auk athugasemda/ábendinga og tillagna um úrbætur.
Sveitarstjóra falið að fylgja skýrslunni eftir.

 

 

8. LSR: Umsögn um frumvarp til laga - 1612028

Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sem sambandið styður og leggur ríka áherslu á að það verði að lögum fyrir áramót.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

9. Skýrsla sveitarstjóra – 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

10. Landvernd: Kæra vegna synjunar á vinnugögnum vegna Kröfulínu 4 – 1612031

Bréf frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem tilkynnt er um kæru Landverndar vegna synjunar um aðgang að gögnum.
Sveitarstjóra, oddvita og skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.
Helgi Héðinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

11. Landvernd: Kæra nr. 167/2016, vegna stöðuleyfis fyrir vinnubúðum á hóteli í landi Grímsstaða – 1612030

Bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 16. des. þar sem fyrir var tekið mál nr. 167/2016, þar sem kært er stöðuleyfi fyrir vinnubúðum á framkvæmdasvæði hótels í landi Grímsstaða í Skútustaðahreppi. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.
Samþykkt samhljóða að fela skipulagsfulltrúa, sveitarstjóra og oddvita í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins að fylgja málinu eftir. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

12. Landvernd: Stöðvunarkrafa og viðbót við kæru nr.161/2016 vegna hótels í landi Grímsstaða í Skútustaðahreppi - 1612029

Bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 16. des. 2016 ásamt afriti af viðbótarkröfu Landverndar er varðar frárennslismál við hótelbyggingu á verndarsvæði Mývatns, dags. 15. desember 2016, við kæru nr. 161/2016 sem barst nefndinni 5. desember sl., þar sem kærð er ákvörðun Skipulagsstofnunar um að hótel í landi Grímsstaða í Skútustaðahreppi skuli ekki sæta umhverfismati. Í kærunni er gerð krafa um frestun réttaráhrifa til bráðabirgða.
Samþykkt samhljóða að fela skipulagsfulltrúa, sveitarstjóra og oddvita í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins að fylgja málinu eftir. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

13. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Fundargerð frá 33. fundi skipulagsnefndar frá 19. desember 2016 lögð fram. Fundargerðin er í fimm liðum.
Liður 2. Vogar 1. Breyting á deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi Voga 1, skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og jafnframt felur hún skipulags- og byggingarfullltrúa að grenndarkynna breytinguna fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. fyrrgreindra laga mælir fyrir um.
Liður 3. Vikraborgir við Öskju. Tillaga að deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi á áningastað í Vikraborgum í Öskju og felur jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

14. Upplýsingagjöf til ferðamanna – 1612032

Farið yfir stöðu upplýsingamiðstöðvar í Mývatnssveit. Sveitarstjórn leggur áherslu á að veittar verði upplýsingar til ferðamanna í Mývatnssveit allt árið um kring. Það er mikilvægt með tilliti til ferðaþjónustu í Mývatnssveit, öryggis ferðamanna og náttúruverndar. Sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri við þar til bærra aðila í samræmi við umræður á fundinum.

 

15. Mývatnsstofa: Hluthafafundur - 1612015

Fundargerð frá hluthafafundi Mývatnsstofu 8. desember 2016 lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020