46. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 14. desember 2016

46. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 14. desember 2016 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir varaoddviti, Sigurður Böðvarsson aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta þremur málum á dagskrá með afbrigðum.
Almannavarnanefnd Þingeyinga: Staða raforkumála - 1612019
Markaðsstofa Norðurlands: Yfirlýsing vegna fjárlagafrumvarps - 1612018
Skýrsla sveitarstjóra 14. des. 2016 - 1612017
Samþykkt samhljóða að bæta málunum undir dagskráliðum 19, 20 og 25.
 

1. Fjárhagsáætlun 2017-2020: Seinni umræða - 1612012

Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2017-2020.

Greinargerð sveitarstjóra:
Á 45. fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, þann 23. nóvember 2016, var fjárhagsáætlun tekin til fyrri umræðu. Síðari umræða fór fram í sveitarstjórn þann 14. desember 2016 og þá var áætlunin samþykkt. Samhliða áætlun næsta árs er jafnframt lögð fram þriggja ára rammaáætlun Skútustaðahrepps fyrir árin 2018-2020.
Fjárhagsáætlunin er unnin út frá markmiðum sem sveitarstjórn setti sér á 42. fundi þann 12.10.2016 en þau eru:
Árin 2017 - 2020. Rekstur A-hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B-hluta, sem jafnframt standi undir framkvæmdum án lántöku þannig að skuldahlutfall fari undir 50% á tímabilinu.

Almennar forsendur:
Útsvar 14,52% (óbreytt)
Framlög úr Jöfnunarsjóði Samkvæmt áætlun Jöfnunarsjóðs
Fasteignaskattur A 0,625% af fasteignamati (óbreytt)
Fasteignaskattur B 1,32 af fasteignamati (óbreytt)
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati (óbreytt)
Vatnsgjald 0,15% af fasteignagjaldi (óbreytt)
Holræsagjald 0,225% af fasteignagjaldi (óbreytt)
Lóðaleiga 10.000 pr. ferm. (óbreytt)
Almennar gjaldskrár Almenn 4% hækkun, nema sorphirða sem lækkar

Íbúafjöldi 2015 2016 2017 2018 2019 2020
1. desember 408 408 420 425 430 435
2016 2017 2018 2019 2020
Vísitala n.verðs v. langtímalána 2,2% 3,9% 3,5% 2,8% 2,6%
Vextir innri langtímakr./skulda 4,5% 4,5% 4,5% 4,5% 4,5%

Þriggja ára rammaáætlun er á föstu verðlagi miðað við áætlun 2017 hvað varðar rekstrartekjur og rekstrargjöld og einungis áætluð áhrif magnbreytinga á rekstur og efnahag. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld byggja hins vegar á áætluðu verðlagi hvers árs samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands um áætlaða vísitölu neysluverðs.
Fjárhagsáætlun þessi hefur verið unnin af sveitarstjórn, sveitarstjóra, skrifstofustjóra auk þess sem samráð var haft við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins og endurskoðanda.
Samkvæmt 64. gr. sveitarstjórnarlaga skulu samanlögð útgjöld vegna rekstrar A-og B hluta ekki vera hærri en sem nemur reglulegum tekjum á hverju þriggja ára tímabili. Umtalsverður halli varð af rekstri sveitarfélagsins á árinu 2014, rekstrarniðurstaða ársins 2015 var jákvæð um 7,9 millj. kr. og allt stefnir í að reksturinn verði jákvæður fyrir rekstrarárið 2016 en í upphafi árs var m.a. ráðist í ýmsar hagræðingaraðgerðir, m.a. að loka sundlauginni og viðhaldsverkefnum var frestað. Þá var starfsemi grunn- og leikskóla sameinuð undir einu þaki.
Áætlunin 2017 gerir ráð fyrir ágætis jafnvægi í rekstri sem má rekja til hagræðingar í rekstri og aukinna tekna en lífeyrisskuldbindingar og hækkun launa hækka rekstrarkostnaðinn talsvert. Heildartekjur samstæðunnar (A og B hluta) nemi 462 milljónum, þar af nemi tekjur A-hluta 427 milljónum. Rekstrargjöld samstæðu fyrir fjármagnsliði nemi 407 milljónum, þar af nemi rekstrargjöld A-hluta 385 milljónum. Fjármagnsliðir nettó þ.e fjármagnsgjöld nemi 4,2 milljónum. Rekstrarniðurstaða samstæðu verði jákvæð um rétt rúmar 50 millj. kr., þar af verði rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 42,5 milljónir. Veltufé frá rekstri samstæðu nemi 18,4% og handbært fé frá rekstri samstæðu nemi 83,4 millj. kr. Skuldahlutfall samstæðu nemi 47,7%. Framlegðarhlutfall er áætlað 16,8%. Ekki er gert ráð fyrir nýjum langtímalántökum á árinu og verða langtímaskuldir greiddar niður um 8,3 milljónir króna.

Fjárfestingaáætlun 2017:
Reykjahlíðaskóli, ýmis búnaður 4.000.000
Íþróttahús, ýmis búnaður 3.000.000
Sparkvöllur, skipta um gúmmíkurl 2.000.000
Leikskólalóð, tækjakaup ofl. 3.000.000
Gámaplan, 2. áfangi 18.000.000
Birkiland, vatn 1.000.000
Gatnagerð, Klappahraun (ófyrirséð) 1.000.000
Hellur, gangstéttir, vegamálun 5.000.000
Leikskólalóð, uppgjör og frágangur 3.000.000
Skólalóð, lóðarframkvæmdir 3.000.000
Sláttutraktor 1.200.000
Stofnlögn, frágangur 2.000.000
Leikskóli, hljóðdempun, gluggar o.fl. 300.000
Hitaveituframkvæmdir 3.000.000
Rafmagn og vatn að gámasvæði 3.000.000
Samtals 52.500.000 kr.
Þá er áætlað að 14 millj. kr. fari í viðhald á fasteignum sveitarfélagsins eins og grunnskóla, íþróttahúsi og áhaldahúsi. Gert er ráð fyrir fjárfestingu í eignarhlutum í félögum að fjárhæð 1.000.000 kr. á árinu 2017.

Annað:
Í janúar á næsta ári verður boðið upp á akstur í félagsstarf eldri borgara á fimmtudögum. Þá verður skoðað í samstarfi við foreldra að bjóða upp á frístundaþjónustu eftir að skólatíma lýkur hjá grunnskólanum frá og með næsta hausti. Þá lækkar gjaldskrá fyrir sorphirðu.
Sveitarfélagið stefnir að því að selja hluti sína í hlutafélögum á næsta ári. Tilgangurinn er að borga niður skuldir sveitarfélagsins. Salan er ekki inni í fjárhagsáætlun næsta árs.
Stefnt er að því að selja eitt einbýlishús í eigu sveitarfélagsins á næsta ári. Hagnaður af því fari í viðhald á öðru húsnæði. Ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun næsta árs.

Fjárhagsáætlun 2018-2020:
Í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir jafnvægi í rekstri og jákvæðri afkomu samstæðunnar á öllum árum áætlunarinnar. Ekki er gert ráð fyrir lántökum á tímabilinu og því verður unnið að hagræðingu í rekstri með það að markmiði að greiða niður skuldir og jafnvel myndist svigrúm til lækkunar útsvars og/eða fasteignagjalda. Þó ber þess að geta að nokkur óvissa ríkir um fjárfestingar og viðhald og verður fjárfestingaþörfin því endurmetin árlega á gildistíma áætlunarinnar.

Mývatnssveit 9. desember 2017
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps 2017-2020.

 

2. Fjárhagsáætlun 2017: Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars 2017 - 1612004

Lagt til að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt á árinu 2017, þ.e. 14,52%.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

 

3. Þjónustugjaldskrá 2017 - 1612007

Tillaga að þjónustugjaldskrám Skútustaðahrepps fyrir árið 2017 lögð fram. Almennt hækka gjaldskrárliðir um 4% frá árinu 2016 í samráði við verðlagsþróun en sorphirðugjald lækkar.

Gildistaka 1. janúar 2017, nema annað sé tekið fram
Leikskólagjöld
Tímagjald pr. mánaðarklst. 3,305
Tímagjald, einstæðir foreldrar (25% afsl) 2,479
Afsláttarreglur
Systkinaafsl. 2. barn 50%
Systkinaafsl. 3. og 4. barn 75%
Afsláttur er veittur af því gjaldi sem lægra er, ef um mislanga vistun er að ræða.
Heimiluð er gjaldfrjáls fjögurra vikna samfelld frítaka utan lokunartíma. Umsóknir um gjaldfría frítöku berist leikskólastjóra að lágmarki fjórum vikum fyrir áætlaða frítöku.
Ef barn er sótt eftir að umsömdum vistunartíma lýkur er lagt á 500 kr. gjald pr. tilvik
Ef um langtímaveikindi er að ræða (4 vikur eða lengur) er hægt að sækja um niðurfellingu dvalargjalds og fæðiskostnaðar gegn framvísun læknisvottorðs.

Tónlistarskólagjöld
Fullt nám 25,146
3/4 nám 21,377
1/2 nám 16,356
Hóptímar minni (2-4) 10,069
Hópatímar stærri (5 o.fl.) 6,287
Fullorðnir greiða 20% álag
Hljóðfæraleiga 4,471
Fjölskylduafsláttur:
2. meðl. fjölskyldu fær 20% afslátt
3. meðl. fjölskyldu fær 40% afslátt
4. meðl. fjölskyldu fær 60% afslátt
Ekki er veittur afsláttur af hljóðfæraleigu
Gjaldskráin miðast við hverja önn. Nemendur greiða skólagjöld í upphafi hverrar annar. Hætti nemendur námi verður ekki um endurgreiðslur skólagjalda að ræða nema til komi veikindi eða aðrar sérstakar ástæður.
Kennsla fellur niður á starfsdögum kennara í Reykjahlíðarskóla.

Íþróttahús
Stakt gjald fullorðinna, þreksalur 1,250
10 miða kort, fullorðnir, þreksalur 8,850
* 5 vikna kort, þreksalur 6,760
* 3ja mánaða kort, þreksalur 15,600
* Ekki hægt að leggja kort inn til geymslu
Árskort, líkamsrækt, einstaklingur 33,280
Árskort, líkamsrækt, hjón 52,000
Íþróttasalur, 1 skipti 570
Íþróttasalur, 10 miða kort 4,370
Íþróttasalur, 30 miða kort 10,920
Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að loka íþróttamiðstöð í allt að 1/2 mánuð árlega til viðgerða án þess að til endurgreiðslu eða afsláttar á árskortum komi
Eldri borgarar og fatlað fólk fær 50% afslátt af verðskrá

Bókasafn
Ársskírteini 1,750
Einskiptis greiðsla (allt að 5 bækur) 250

Sorphirðu- og sorpeyðingargjald
Sorphirðu- og sorpeyðingargjald á íbúð/íbúðarhúsnæði 42,000
Sumarhús og hús þar sem ekki er föst búseta (lögheimili) 21,000
Sorptunnugjald fyrir nýja tunnu 19,000
Gjalddagar eru þeir sömu og gjalddagar fasteignagjalda
Þar sem sorphirða fer fram samkvæmt sérstakri þjónustubeiðni skal innheimta sorphirðugjaldsins vera samkvæmt reikningi fyrir sannanlegum kostnaði.
Verð á klippikorti fyrir gámasvæði (4m3 af úrgangi), heimili Ákveðið síðar
ATH! Eitt ókeypis kort fylgir hverju heimili einu sinni á ári
Verð á klippikorti fyrir gámasvæði (4m3 af úrgangi), fyrirtæki Ákveðið síðar

Félagsleg heimaþjónusta
Fullt gjald fyrir hverja unna vinnustund 2,570
Tekjumörk þjónustuþega sem búa einir kr./klst.
Allt að 214.602 kr/mán. 0
Á bilinu 214.602 - 354.093 kr/mán. 857
Á bilinu 354.093 - 378.025 kr/mán. 1,285
Yfir 378.025 kr/mán 2,570
Tekjumörk hjóna:
Allt að 321.903 kr/mán. 0
Frá 321.903 - 415.080 kr/mán. 857
Frá 415.080 - 453.942 kr/mán. 1,285
Yfir 453.942 kr. mán 2,570
Tekjumörk örorku/endurhæfingarlífeyrisþega er kr. 214.602 pr. mánuð

Hunda- og kattahald
Skráningagjald fyrir hund 10,400
Skráningagjald fyrir kött 5,200
Handsömunargjald fyrir hund og kött í fyrsta sinn 5,200
Handsömunargjald fyrir hund og kött í annað sinn 10,400

Fráveitugjald
Álagningastofn fráveitugjalds, hlutfall af fasteignamati 0,225%

Fjarskiptafélag Mývatnssveitar
Stofngjald ljósleiðaratengingar 250,000 kr. m/vsk
Mánaðarlegt afnotagjald heimili: 4,500 kr. m/vsk
Mánaðarlegt heimtaugagjald fyrirtæki 17,000 kr. m/vsk
Mánaðarlegt heimtaugagjald fyrirtæki með heimilisþjónustu 11,000 kr. m/vsk
Mánaðarlegt heimtaugagjald svartur fiber 17,000 kr. m/vsk
Mánaðarlegt afnotagjald svartur fiber eitt par pr.km: 6,000 kr. m/vsk
Mánaðarlegt afnotagjald svartur fiber einn þráður, pr.km: 4,000 kr. m/vsk
Fyrir svartan fiber er alltaf heimtaugargjald fyrirtækja þar sem heimtaugin er undir 3 km frá dreifistöðvum sem eru staðsettar í Reykjahlíð og á Skútustöðum, ef heimtaug er lengri bætist km gjald við

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.

 

4. Fasteignagjöld: Álagningarreglur 2017 - 1612008

Tillaga að álagningarreglum fasteignagjalda fyrir árið 2017 lögð fram.

Fasteignaskattur A 0,625% af fasteignamati
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati
Vatnsgjald 0,15% af fasteignamati.
Holræsagjald, 0,225% af fasteignamati.
Lóðaleiga kr. 10,00 á m2.
Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 15.000- verði 8, sá fyrsti 1. mars. 2017. Gjalddagi gjalda undir kr. 15.000- verði 1. maí.
Verði fasteignagjöld að fullu greidd fyrir eindaga fyrstu greiðslu sem er 31. mars 2017, verður veittur 3,5% staðgreiðsluafsláttur.

Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði, sem eigandi býr í, skal felldur niður/lækkaður hjá elli- og örorkulífeyrisþegum samkv. eftirfarandi reglum:
100% lækkun:
Einstaklingar með (peninga) tekjur allt að kr. 3.367.974
Hjón með (peninga) tekjur allt að kr. 4.702.454
80% lækkun:
Einstaklingar með (peninga) tekjur allt að kr. 3.367.974 til kr. 3.863.638
Hjón með (peninga) tekjur allt að kr. 4.702.454 til kr. 5.236.246
50% lækkun:
Einstaklingar með (peninga) tekjur allt að kr. 3.863.638 til kr. 4.449.104
Hjón með (peninga) tekjur allt að kr. 5.236.246 til kr. 6.252.992

Álagning fasteignagjalda á fasteignir sem leyfi hafa til reksturs gististaða í flokki I- heimagisting:
50% af flatarmáli þeirra fasteigna sem leyfi hafa til reksturs gististaða í flokki I, heimagistingu, falla í álagningarflokk C. sbr. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 að viðbættu álagi sbr. 4. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 sem Skútustaðahreppur hefur nýtt sér.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

 

5. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fjárhagsáætlun 2017 - 1612006

Lögð fram fjárhagsáætlun Héraðsnefndar Þingeyinga fyrir árið 2017. Framlag Skútustaðahrepps nemur 423.676 kr.
Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina samhljóða.

 

6. Menningarmiðstöð Þingeyinga: Fjárhagsáætlun 2017 - 1611053

Fjárhagsáætlun Menningarmiðstöðvar Þingeyinga fyrir árið 2017 lögð fram. Áætlað framlag Skútustaðahrepps er 3.144.289 kr.
Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina samhljóða.

 

7. Jarðböðin hf: Sala á hlutabréfum - 1612003

Lögð fram tillaga um sölu hlutafjár Skútustaðahrepps í Jarðböðunum hf. ef viðunandi verð fæst.
Tillagan samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra og oddvita falið framgang málsins í samræmi við umræður á fundinum.

 

8. Landvernd: Tilkynning um kæru á ákvörðunum og leyfisveitingum vegna hótels í landi Grímsstaða - 1612010

Lagt fram bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 5. des. sl. þar sem fram kemur að Landvernd hafi kært neðangreindar ákvarðanir Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Skútustaðahrepps:
1. Ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 2. nóvember 2016 um að hótel í landi Grímsstaða í Skútustaðahreppi skuli ekki sæta umhverfismati skv. lögum nr. 106/2000. Þess er krafist að ákvörðunin verði ógilt og, aðallega, að málinu verði vísað frá Skipulagsstofnun, til vara að lagt verði fyrir Skipulagsstofnun að ákveða að framkvæmdin skuli umhverfismetin, en til þrautavara að lagt verði fyrir Skipulagsstofnun að taka málið til úrlausnar að nýju.
2. Leyfi Umhverfisstofnunar frá 4. nóvember 2016 fyrir hóteli í landi Grímsstaða í Skútustaðahreppi skv. lögum nr. 97/2004. Þess er krafist að leyfið verði fellt úr gildi.
3. Byggingarleyfi Skútustaðahrepps veitt 5. nóvember 2016 fyrir hóteli í landi Grímsstaða í Skútustaðahreppi skv. lögum nr. 160/2010. Þess er krafist að byggingarleyfið verði fellt úr gildi.

Samþykkt samhljóða að fela skipulagsfulltrúa, sveitarstjóra og oddvita að fylgja málinu eftir fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

9. Tilkynning um kæru nr.148/2016: Framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps 26. október 2016 ásamt stöðvunarkröfu. - 1611032

Bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 24. nóv. þar sem fyrir var tekið mál nr. 148/2016, kæra Landverndar á ákvörðun Sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá 26. okt. 2016 um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Kröfulínu 4. Samkvæmt úrskurðinum er kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda samkvæmt hinni kærðu ákvörðun hafnað.

 

10. Laufey Sigurðardóttir: Umsókn um styrk vegna Höfða - 1612013

Bréfritari sækir um 600.000 kr. mótframlag til Skútustaðahrepps vegna væntanlegra endurbóta á vegghleðslum Bárðar Sigurðssonar í Bárðarbás við Höfða. Þetta verkefni er hluti af framkvæmd sem hófst síðastliðið sumar og verður fram haldið á komandi sumri ef styrkir fást.
Sveitarstjórn vísar málinu til umfjöllunar félags- og menningarmálanefndar. Jafnframt er óskað eftir nánari upplýsingum um framkvæmdina hjá bréfritara og hjá Minjastofnun.

 

11. Samband ísl. sveitarfélaga: Reglur um húsnæðismál félagsþjónustu - 1611017

Lagðar fram leiðbeinandi reglur frá samráðshópi um húsnæðismál til sveitarstjórna um sérstakar húsnæðisbætur ásamt viðmiðunarfjárhæðum. Sveitarstjóra falið að leggja fram drög að reglum fyrir Skútustaðahrepp.

 

12. Skútustaðahreppur: Fundadagatal 2017 - 1611050

Lögð fram drög að fundadagatali sveitarstjórnar og nefnda fyrir árið 2017.
Fundadagatalið samþykkt með áorðnum breytingum. Það verður birt á heimasíðu Skútustaðahrepps.

 

13. Holræsahreinsun og rotþróalosun: Samningur - 1611047

Lagður fram samningur um holræsahreinsun og rotþróalosun við Verkval ehf. Tveir aðilar buðu í verkið í kjölfar verðkönnunar og var tilboð Verkvals ehf. lægra.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn.

 

14. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Skýrsla starfshóps um Hofstaði í Mývatnssveit - 1611009

Framhald frá 44. fundi sveitarstjórnar 9. nóv. s.l. Samkvæmt fjárlögum Alþingis er ekki gert ráð fyrir því að Hofstaðir, sem eru í eigu ríkisins, verði seldir á næsta ári.
Sveitarstjórn óskar eftir samtali og samráði við verðandi umhverfisráðherra um deiliskipulagsferli Hofstaða, skýrslu starfshópsins og framtíðaráætlanir ríkisins.

 

15. Hótel Reykjahlíð: Breyting á aðal- og deiliskipulagi - 1611054

Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 23. nóv. 2016 þar sem fram kemur að í ljósi umsagnar Umhverfisstofnunar og með hliðsjón af lögum nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár þarf sveitarstjórn Skútustaðahrepps, að mati Skipulagsstofnunar, að taka umrædda aðalskipulagstillögu til umfjöllunar að nýju. Stofnunin telur umsögn Umhverfisstofnunar gefa tilefni til að sveitarstjórn endurskoði þau áform sem gert er ráð fyrir í tillögunni. Ákveði sveitarstjórn engu að síður að auglýsa breytingartillöguna til kynningar í núverandi mynd þurfa umsagnir Skipulagsstofnunar að vera auglýstar með tillögunni að liggja frammi með henni á þeim tíma sem gefinn er til athugasemda, ásamt umsögn Umhverfisstofnunar.
Í ljósi þess að Icelandair Group hefur kært umsögn Umhverfisstofnunar til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála er afgreiðslu málsins frestað.

 

16. Securitas: Endurnýjun samnings - 1611046

Endurnýjaður samningur við Securitas lagður fram.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

 

17. Breytingar á nefndum - 1611043

Lagðar fram eftirfarandi breytingar á embætti varaoddvita og nefndarmanna í nefndum Skútustaðahrepps:

Sveitarstjórn:
Sigurður Böðvarsson nýr varaoddviti í stað Jóhönnu Katrínar Þórhallsdóttur.

Atvinnumálanefnd:
Guðmundur Þór Birgisson nýr aðalmaður í stað Bjarna Jónassonar.

Umhverfisnefnd:
Arna Hjörleifsdóttir nýr aðalmaður í stað Margrétar H. Valsdóttur.
Ragnhildur Sigurðardóttir nýr varamaður í stað Guðrúnar Brynleifsdóttur.

Vinnuhópur um frárennslismál:
Arnheiður R. Almarsdóttir nýr aðalmaður í stað Margrétar H. Valsdóttur.

Aðalfundur Eyþings:
Þorsteinn Gunnarsson nýr aðalmaður í stað Jóns Óskars Péturssonar.
Elísabet Sigurðardóttir nýr varamaður í stað Guðrúnar Brynleifsdóttur.

Skipulagsnefnd:
Arnþrúður Dagsdóttir er nýr aðalmaður í stað Guðrúnar Brynleifsdóttur.
Jóhanna Njálsdóttir er nýr varamaður í stað Margrétar H. Valsdóttur.

Náttúruverndarnefnd Þingeyinga:
Arna Hjörleifsdóttir er nýr varamaður Skútustaðahrepps í stað Jóhönnu Katrínar Þórhallsdóttur.

Sveitarstjórn samþykkir tillögurnar samhljóða.

 

18. Klappahraun: Gatnagerð - 1611051

Lagður fram endurnýjaður samningur við Jón Inga Hinriksson ehf. vegna tilboðs hans í verkið Klappahraun-Gatnagerð 2016/2017. Heildarupphæð á nýjum samningi er 17.593.950 kr.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

 

19. Almannavarnanefnd Þingeyinga: Staða raforkumála - 1612019

Afrit af bréfi Almannavarnanefndar Þingeyinga til Landsnets um núverandi stöðu raforkumála á svæðinu lagt fram.
Sveitarstjórn tekur undir þær þungu áhyggjur sem Almannavarnanefnd Þingeyinga hefur af stöðu raforkumála, sérstaklega á svæðinu frá Húsavík og austur til Raufarhafnar. Laxárvirkjun er ekki starfhæf og eina rafmagnsöflunin á þessu svæðu er um gamla línu sem liggur frá Akureyri til Laxárvirkjunar.

 

20. Markaðsstofa Norðurlands: Yfirlýsing vegna fjárlagafrumvarps - 1612018

Lögð fram yfir yfirlýsing Markaðsstofu Norðurlands þar sem hún gagnrýnir harðlega frumvarp til fjárlaga sem nú liggur fyrir Alþingi. Í því frumvarpi er ekki gert ráð fyrir að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun og vantar þar mikið uppá. Í bréfinu kemur m.a. fram að ákvörðun ríkisins um að draga til baka fyrri ákvörðun um fjármögnun á Dettifossvegi er áfall fyrir ferðaþjónustuaðila í Þingeyjarsýslum og Norðurland í heild sinni.
Sveitarstjórn tekur undir yfirlýsingu Markaðsstofu Norðurlands.

 

21. Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir - 1612009

Fundargerð 9. fundar landbúnaðar- og girðinganefndar frá 13. desember 2016 lögð fram. Fundargerðin er í 3 liðum.
2. liður: Uppgjör fjallskila 2016
Sveitarstjórn samþykkir uppgjörið svo framarlega sem það samrýmist lögum og samþykktum.
3. liður: Önnur mál
Girðingamál - viðhald girðinga. Sveitarstjóra falið að hafa samráð við Þingeyjasveit um framhald málsins.
Hofstaðir - Þessi liður verður tekin með 14. máli í fundargerðinni.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.
Friðrik Jakobsson tók ekki þátt í afgreiðslu 2. liðs.

 

22. Atvinnumálanefnd: Fundargerðir - 1611049

Fundargerð atvinnumálanefndar frá 28. nóvember 2016 lögð fram. Fundargerðin er í þremur liðum.
1. liður: Íbúðarhúsnæði sveitarfélagsins, viðhald eða nýbyggingar
Sveitarstjórn samþykkir tillögu atvinnumálanefndar að hefja söluferli á Helluhrauni 18.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

25. Skýrsla sveitarstjóra 14. des. 2016 - 1612017

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

23. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Sveitarstjóri og forstöðumenn munu funda hér eftir mánaðarlega. Tilgangurinn er að eiga samtal og samráð um helstu mál sem snúa sameiginlega að grunnskóla, leikskóla, íþróttamiðstöð og þjónustumiðstöð sem eru helstu stofnanir sveitarfélagsins. Fundargerð rituð og hún lögð fram fyrir sveitarstjórn til upplýsinga.
Fastur fundartími: Þriðja þriðjudag í mánuði kl. 11:30.
Fundargerð fyrsta fundar frá 22. nóvember 2016 lögð fram.

 

24. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð 844. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020