45. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 23. nóvember 2016

45. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, 23. nóvember 2016

og hófst hann kl. 09:15

 

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir varaoddviti, Sigurður Böðvarsson aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun: 2017 – 1611002

Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum fjárhagsáætlunar Skútustaðahrepps 2017-2020.
Oddviti leggur til að áætluninni verði vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn 14. desember næstkomandi.
Samþykkt samhljóða

 

2. Guðrún Brynleifsdóttir: Lausn frá störfum sem sveitarstjórnarfulltrúi – 1611042

Guðrún Brynleifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi óskar eftir lausn frá störfum með vísan til 3. mgr. 30. gr sveitarstjórnarlaga, þar sem hún er að flytjast úr sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir beiðni Guðrúnar og mun Helgi Héðinsson, sem verið hefur fyrsti varafulltrúi, taka sæti hennar.
Sveitarstjórnarfulltrúar og sveitarstjóri þakka Guðrúnu Brynleifsdóttur fyrir gott samstarf og góð störf í sveitarstjórn og skipulagsnefnd Skútustaðahrepps og óska henni velfarnaðar á öðrum vettvangi.

 

3. Breytingar á nefndum – 1611043

Lagðar fram hugmyndir að breytingu á fastanefndum þar sem einstakir nefndamenn hafa beðist lausnar vegna búferlaflutninga.
Tillaga um nýja nefndaskipan verður lögð fyrir næsta fund.

 

4. Mývatnsstofa: Samningamál – 1611033

Vegna breytinga á starfsemi Mývatnsstofu liggur fyrir að gera þarf breytingar á samstarfssamningi við Skútustaðahrepp. Þá hefur húsaleigusamningi við Umhverfisstofnun verið sagt upp. Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

5. Framsýn: Keðjuábyrgð verktaka – 1611028

Bréf frá stéttarfélaginu Framsýn lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir áskorun Framsýnar að í öllum samningum verklegra framkvæmda, kaupa á þjónustu og vörum á vegum sveitarfélagsins, verði sett inn ákvæði um keðjuábyrgð þeirra seljenda sem sveitarfélagið semur við. Með þessu vill Skútustaðahreppur tryggja að allir starfsmenn, hvort sem það eru starfsmenn verktaka, undirverktaka eða starfsmannaleiga, njóti launa, trygginga og annarra réttinda í samræmi við gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Með þessu fyrirkomulagi yrði aðalverktakinn gerður ábyrgur í verksamningi fyrir að tryggja kjarasamnings- og lögbundin réttindi allra starfsmanna sem að verkinu koma. Þetta verður gert til að koma í veg fyrir undirboð og óeðlilega samkeppnishætti á vinnumarkaði.

 

6. Samband ísl. sveitarfélaga: Reglur um húsnæðismál félagsþjónustu – 1611017

Erindi frá Greiðslustofu húsnæðisbóta þar sem kynnt er að þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi þegar fyrrnefnd stofnun tekur við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt. Þjónustuskrifstofan verður staðsett á Sauðárkróki og hóf formlega starfsemi 16. nóvember s.l. og áætlað var að opna fyrir umsóknir þann 21. nóv. Óskað er eftir að eiga beint samtal við starfsfólk sveitarfélagsins sem hefur dýrmæta þekkingu og reynslu í framkvæmd húsaleigubóta. Skrifstofustjóri verður tengiliður sveitarfélagsins við Greiðslustofu húsnæðisbóta.

 

7. Skjólbrekka: Leigusamningur 2017 – 1611038

Lagður fram samningur við Mývatn ehf. um rekstur Skjólbrekku. Samningurinn er framlenging á fyrri samningi og gildir til eins árs. Jafnframt vinni félags- og menningarmálanefnd áfram að framtíðaráætlunum um nýtingu Skjólbrekku.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að skrifa undir fyrir hönd sveitarfélagsins.
Yngvi Ragnar Kristjánsson vék af fundinum við afgreiðslu málsins.

 

8. SEH: Uppsögn á starfi – 1611039

Uppsagnarbréf Sólveigar Erlu Hinriksdóttur skrifstofufulltrúa lagt fram.
Sveitarstjórn þakkar Sólveigu Erlu fyrir gott samstarf og góð og farsæl störf á skrifstofu Skútustaðahrepps í hartnær tvo áratugi og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

9. Skýrsla sveitarstjóra – 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

10. Skólanefnd: Fundargerðir – 1611045

Fundargerð skólanefndar frá 14. nóvember lögð fram. Fundargerðin er í 12 liðum.

Liður 9: Breytingar á lögum um grunnskóla, nr. 76/2016.
Samþykkt að skólastjóri og sveitarstjóri kanni hug foreldra varðandi frístundaheimili og rekstur og starfsemi þess.

Fram kom á fundi skólanefndar þakklæti til foreldra sem unnið hafa í sjálfboðavinnu við framkvæmdir á leikskólalóð og tekur sveitarstjórn heilshugar undir.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

 

11. Umhverfisnefnd: Fundargerðir – 1611036

Fundargerð umhverfisnefndar frá 14. nóvember 2016 lögð fram. Fundargerðin er í 5 liðum.

2. liður: Umhverfistiltekt.
Sveitarstjórn fagnar frumkvæði umhverfisnefndar að stofna til árlegra umhverfisverðlauna. Samþykkt að veitt verði umhverfisverðlaun fyrir þetta ár og að nefndin útfæri síðan fyrirkomulag verðlaunanna til næstu ára og að þau verði svo veitt á Slægjufundi ár hvert.

3. liður: Umhverfisstefna Skútustaðahrepps 2012.
Sveitarstjórn samþykkir að veita umhverfisnefnd heimild til að endurskoða umhverfisstefnuna og leggja tillögu fyrir sveitarstjórn í síðasta lagi 1. maí 2017. Jafnframt er formanni nefndarinnar og sveitarstjóra falið að endurskoða erindisbréf nefndarinnar í samræmi við umræður á fundinum.

4. liður: Önnur mál
Varðandi fráveitumál er rétt að fram komi að beðið er eftir tillögum umhverfisráðuneytisins til þess að meta hvert framhaldið verður.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

12. Samband ísl. sveitarfélaga: Umsögn um drög að reglugerð um heimagistingu – 1611035

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að lögfræðingar sambandsins séu að rýna drög að reglugerð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Reglugerðin er m.a. til innleiðingar á lagabreytingum sem samþykktar voru fyrr á þessu ári þar sem sett voru ákvæði um heimagistingu o.fl.
Sveitarstjórn tekur undir athugsemdir sambandsins og telur nauðsynlegt að tekið verði tillit til þeirra við lokafrágang reglugerðarinnar.

 

13. Gistiheimilið Stöng: Endurnýjun á rekstrarleyfi - 1611040

Samkvæmt 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007, óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra umsagnar Skútustaðahrepps um eftirfarandi umsókn:
Selma Drífa Ásmundsdóttir, kt. 260366-4409, Stöng 2, 660 Mývatni, sækir um sem nýr forsvarsmaður fyrir Gistiheimilið Stöng ehf. kt. 420207-0850, endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitinga á Gistiheimilinu Stöng, 660 Mývatnssveit, í flokki V.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn að uppfylltum skilyrðum sem skipulags- og byggingafulltrúi og aðrir umsagnaraðilar kunna að setja.

 

14. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir – 1611030

Fundargerðin lögð fram.

 

15. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerðin lögð fram.

 

16. Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1611037

Fundargerðin lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020