44. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 9. nóvember 2016

44. fundur. Haldinn að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 9. nóvember 2016, kl. 09:15.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson formaður, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir varaformaður, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik K. Jakobsson og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti leitar heimildar að taka eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum:
Tilkynning um kæru nr.148/2016 - Framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps 26. október 2016 ásamt stöðvunarkröfu.
Samþykkt samhljóða.

DAGSKRÁ:

 1. Tilkynning um kæru nr.148/2016 - Framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps 26. október 2016 ásamt stöðvunarkröfu.
 2. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Skýrsla starfshóps um Hofstaði í Mývatnssveit
 3. Greið leið ehf: Árleg hlutafjáraukning
 4. Skipulagsnefnd: Fundargerð 7. nóv. 2016
 5. Fjárhagsáætlun: 2017
 6. Skipulagsstofnun: Landsskipulagsstefna 2015-2026
 7. Lionsklúbbur Húsavíkur: Umsókn um styrk
 8. Skútustaðahreppur: Ný heimasíða
 9. Samband ísl. sveitarfélaga: Reglur um húsnæðismál félagsþjónustu
 10. Menntamálastofnun: Ytra mat á leikskólum
 11. Þekkingarstofnun: Skýrsla um þjónustu við eldri íbúa (kynning)
 12. Kristín Þuríður Sverrisdóttir: Fundir með sveitarstjórn
 13. Ingibjörg Hólmgeirsdóttir: Erindi vegna húsnæðismála
 14. Slægjufundarnefnd: Skýrsla 2016
 15. Skútustaðahreppur: Heilsueflandi samfélag
 16. Hreyfivika UMFÍ: 2017
 17. Skýrsla sveitarstjóra
 18. Efni til kynningar
 • Aðalfundur Eyþings: 11. og 12. nóv. 2016
 • Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: Ársskýrsla 2015
 • Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra: Fundargerð 15. sept. 2016
 • Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerð 843. fundar

 

1. Lögð fram kæra nr. 148/2016 frá Landsneti og Fjöreggi, með stöðvunarkröfu vegna Kröflulínu 4. Kærð er ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um að fela skipulagsfulltrúa sínum að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. fyrir framkvæmdinni Kröflulínu 4. Samþykkt samhljóða að fela lögfræðingi sveitarfélagsins í samstarfi við oddvita og sveitarstjóra að vinna að málinu.

 

2 Skýrsla starfshóps lögð fram þar sem fjallað er um ávinning sameiginlegs þekkingarseturs á Hofstöðum. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með að þróaðar skuli hugmyndir að Þekkingarsetri og vonar að slagkrafturinn sem að þeirri vinnu fylgdi haldi sér. Jafnframt að skýrsla sem starfshópur Skútutstaðahrepps og Þekkingarnets Þingeyinga verði samtvinnuð nýútkominni skýrslu um Hofstaði og kraftur settur í þróun og uppbyggingu í Mývatnssveit.

 

3. Sveitarstjórn staðfestir þátttöku sveitarfélagsins í árlegri hlutafjáraukningu í einkahlutafélaginu Greið leið ehf. að upphæð 1.038.833 kr., forkaupshluturinn er 2,67%.

 

4. Fundargerð skipulagsnefndar frá 7. nóvember 2016 lögð fram. Fundargerðin er í þremur liðum.

Liður 1. Vogar 1. Deiliskipulag

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi með þeim breytingum sem vísað er til í bókun skipulagsnefndar. Jafnframt felur hún skipulags- og byggingarfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

5. Sveitarstjóri fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2017.

 

6. Lögð fram Landslagsskipulagsstefna 2015-2026 ásamt greinargerð sem samþykkt var á Alþingi 16. mars 2016. Landsskipulagsstefna er unnin á grundvelli skipulagslaga og reglugerðar um landsskipulagsstefnu. Samþykkt landsskipulagsstefnu felur í sér að í fyrsta sinn liggur fyrir samræmd stefna um skipulagsmál á landsvísu til leiðbeiningar fyrir skipulagsgerð sveitarfélaga og aðra áætlanagerð um landnotkun og byggðaþróun.

 

7. Beiðni frá Lionsklúbbi Húsavíkur um að styrkja forvarnarverkefni gegn ristilkrabbameini sem klúbburinn og HSN á Húsavík hafa sammælst um að standa fyrir á árunum 2017 til 2021 og felst í að bjóða öllum einstaklingum sem verða 55 ára á ári hverju og eru búsettir á svæði HSN á Húsavík, sem er frá Stórutjörnum í vestri að Brekknaheiði í austri, að gangast undir ristilspeglun hjá HSN á Húsavík. Lionsklúbbur Húsavíkur ætlar sér ekki fjárhagslegan ávinning af verkefni þessu en ber þó á því fjárhagslega ábyrgð.

Samþykkt samhljóða.

 

8. Sveitarstjóri lagði fram tilboð sem borist hafa í gerð nýrrar heimasíðu fyrir Skútustaðahrepp. Samþykkt samhljóða að taka tilboði frá Formönnum.

 

9. Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna nýrra laga um húsnæðismál sem gera ráð fyrir að sveitarfélög setji sér reglur um þau verkefni sem lögin fela þeim að framkvæma, m.a. um sérstakan húsnæðisstuðning sem sveitarfélög veita til viðbótar húsnæðisbótum. Velferðarráðuneytið er með leiðbeiningar í vinnslu. Sveitarstjóra falið að leggja fram frekari gögn fyrir næsta fund.

 

10. Menntamálastofnun mun láta gera ytra mat á sex leikskólum árið 2017, sbr. lög nr. 90/2008 um leikskóla, gildandi reglugerðir um mat og eftirlit og þriggja ára áætlanir mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úttektir á þessu skólastigi. Auglýst er eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari ytra mat á starfi leikskóla innan þeirra, sveitarfélögum að kostnaðarlausu.

Samþykkt samhljóða að sækja um úttekt fyrir leikskólann Yl.

 

11. Helena Eydís Ingólfsdóttir kynnti skýrslu sem unnin var með styrk frá Vinnumálastofnun í sumar í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga, þar sem kannað var viðhorf til þjónustu eldri íbúa sveitarfélagsins og þörf þeirra á þjónustu á komandi árum. Einnig var gerður samanburður á stöðu sveitarfélagsins miðað við önnur sveitarfélög af svipaðri stærð. Á meðal þess sem kom fram var eftirfarandi:

 • Meirihluti taldi grundvöll fyrir byggingu dvalar- og hjúkrunarheimilis.
 • 40 af 47 kjósa að búa sem lengst í eigin húsnæði með aðstoð heimahjúkrunar.
 • Aðeins um helmingur þekkir þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir eldri íbúum.
 • Þeir sem þekkja til þjónustunnar eru ánægðir með hana.

Samþykkt að vísa skýrslunni til félags- og menningarmálanefndar til frekari úrvinnslu.

 

12. Bréfritari óskar eftir einkafundi með sveitarstjórnarfulltrúum og nefndarfólki í skipulagsnefnd. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og bendir bréfritara á að hafa beint samband við viðkomandi aðila til að óska eftir fundi en þeim verður jafnframt kynnt erindið.

 

13. Bréfritari óskar eftir því að kaupa Helluhraun 10 sem er í eigu Skútustaðahrepps. Ekkert íbúðarhúsnæði í eigu Skútustaðahrepps er til sölu sem stendur. Ljóst er að skortur er á íbúarhúsnæði, bæði til kaups og leigu.

Samþykkt að atvinnumálanefnd marki stefnu hvað varðar fasteignir í eigu sveitarfélagsins, kaup, sölu, viðhald o.fl. og leggja fyrir sveitarstjórn.

 

14. Skýrsla Slægjunefndar lögð fram. Að þessu sinni voru það Vogar, Geiteyjarströnd og Kálfaströnd sem sáu um Slægjufund. Hagnaður af Slægjufund í ár var 221.102 kr. og leggur Slægjunefnd það til að ágóði af slægjufundarhaldi fari í sjóð til að endurvekja sundlaug sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn þakkar Slægjunefnd fyrir vel unnin störf.

 

15. Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um Heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum. Embætti landlæknis bauð upp á vinnustofur um þessa nálgun fyrir sveitarfélögum á Norðurlandi. Fyrir hönd Skútustaðahrepps mættu Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Soffía Kristín Björnsdóttir kennari og Jóhanna Jóhannesdóttir kennari. Lögð fram hugmynd að næstu skrefum fyrir Skútustaðahrepp. Sveitarstjórn fagnar verkefninu og samþykkir að taka þátt. Settur verður á stofn stýrihópur sem heldur utan um verkefnið sem er í anda þeirrar lýðheilsustefnu sem unnið hefur verið að í sveitarfélaginu.

 

16. Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 29. maí til 4. júní 2017. Sveitarstjórn hvetur alla Mývetninga til þess að bjóða upp á skemmtilega viðburði og taka þátt í því sem í boði verður.

 

17. Sveitarstjóri lagði fram skýrslu um verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður hér eftir birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

18. Efni til kynningar:

 • Aðalfundur Eyþings: 11. og 12. nóv. 2016
 • Samþykkt að Böðvar Pétursson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.
 • Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: Ársskýrsla 2015
 • Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra: Fundargerð 15. sept. 2016
 • Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerð 843. fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020