43. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 26. október 2016

43. fundur. Haldinn að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 26. október 2016, kl. 09:15.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Böðvar Pétursson og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

1. Fundarsetning
2. Framkvæmdaleyfisumsókn Landsnets vegna Kröflulínu 4
3. Bréf frá Minjastofnun: Umsögn varðandi sorpflokkunarstöð í landi Grímsstaða
4. Bréf frá Ríkiseignum: Matsskýrsla Ríkiskaupa vegna Hofsstaða
5. Bréf frá Ingibjörgu Helgu Jónsdóttur vegna húsnæðismála
6. Fjárhagsáætlun 2017
7. Bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna eftirfylgni skilyrðis framkvæmdaleyfis hreppsins frá 2004
8. Fundargerð skipulagsnefndar frá 17. október 2016.
9. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 24. október 2016
10. Skýrsla sveitarstjóra - munnleg.
11. Fjárbeiðni frá Stígamótum fyrir árið 2017
12. Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum
13. Erindi frá Embætti Landlæknis: Heilsueflandi samfélag
14. Bréf frá Mývatnsstofu ehf
15. Efni til kynningar:

Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 21. sept. 2016.

 

1. Oddviti setti fund og lagði til að fimm nýjum málum yrði bætt aftan við dagskrá fundarins með afbrigðum, sjá töluliði 11, 12, 13, 14 og 15 á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

 

2. Fyrir sveitarstjórn liggur til afgreiðslu að nýju erindi dags 18. mars 2016 frá Guðmundi Inga Ásmundssyni forstjóra, f.h. Landsnets þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4, 220 kV háspennulínu, sbr. einnig staðfestingu Landsnets á fundi með fulltrúum Skútustaðahrepp, dags. 11. október 2016, um að framkvæmdaleyfisumsókn skuli tekin til málsmeðferðar að nýju, eftir að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 10. október 2016, í máli nr. 46/2016, felldi ákvörðun sveitarstjórnar, dags. 20. apríl 2016, úr gildi. Erindið var tekið fyrir í skipulagsnefnd 24.10.2016. Eftirfarandi er afgreiðsla skipulagsnefndar: „Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umsókn Landsnets vegna Kröflulínu 4 verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og að auglýsa framkvæmdaleyfið.“

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir vakti athygli á mögulegu vanhæfi vegna persónulegra tengsla við landeigendur á Grímsstöðum. Sakv. áliti lögfræðinga er ekki um vanhæfi að ræða og fyrir Jóhönnu ekki sýnilegt að landeigendur á Grímsstöðum hafi hag af sinni afstöðu en óskar engu að síður eftir atkvæðagreiðslu fundarmanna um mögulegt vanhæfi. Vanhæfiskrafa borin upp til atkvæða. Samþykkt samhljóða að Jóhanna Katrín er ekki vanhæf í málinu.

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:

„Vegna orlofs kom ég fyrst að máli umræddrar framkvæmdaleyfisveitingar þann 10. október sl. Tíminn síðan þá er skammur, en vegna bráðra veikinda á því tímabili hafði ég ekki tök á undirbúningi þessa máls svo sem ég hefði viljað viðhafa en byggi afstöðu mína á þeim gögnum sem mér hefur reynst unnt að rýna.

Ég tel stóra ágalla á ákvarðanaferlinu eins og því er uppstillt í stjórnkerfinu. Að ákvarðanir skuli ekki kæranlegar fyrr en við útgáfu framkvæmdaleyfis heftir aðkomu hagsmunaaðila og þrengir stöðu sveitarfélaga, sér í lagi þegar umsóknir um framkvæmdaleyfi berist seint í ferlinu.

Fyrirliggjandi minnisblað frá 20. október 2016 „Umhverfisáhrif jarðstrengs“ um Leirhnjúkshraun vegna Kröflulínu 4, er að mínu mat ónóg úttekt á áhrifum jarðstrengs á umræddu svæði. Myndir sem sýna loftlínur og mannvirkjabelti jarðstrengs eru ekki samanburðarhæfar með tilliti til umhverfisáhrifa. Að mínu mati er gildi landslagsheildarinnar við Leirhnjúk fyrir ferðaþjónustu vanmetin.

Ekki þykir sýnt að kostur á legu jarðstrengs sunnan Hlíðarfjalls (um leið C-2, þ.e. kostur C-2 + C-2 skv. svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum), hafi verið metinn að ráði, einnig með það í huga að núverandi byggðalína yrði lögð í jörð. Vegna þeirra framfara sem orðið hafa við lagningu jarðstrengja frá gerð svæðisskipulags háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007, þyrfti fyrir veitingu framkvæmdaleyfis þess sem nú er til umfjöllunar og úrskurð um „ásættanleg umhverfisáhrif“, að bera saman þessa kosti.

Lagning loftlínu um Leihnjúkshraun kæmi til með að hafa mjög neikvæð umhverfisáhrif og að miklu leyti óafturkræf með tilheyrandi skerðingu landslagsheilda, víðerna og röskun nútímahrauna, þar með talið á fjölsótta ferðamannastaði við Leirhnjúk. Vegna þess er að mínu mati þörf á rýni með tilliti til legu raflína í jörðu eftir leiðum C-1 og C-2 áður en ákvörðun um ásættanleg umhverfisáhrif framkvæmdaleyfisumsóknar þeirrar sem nú er til umfjöllunar er verjandi.“

Sigurður Guðni Böðvarsson bókar:

Undirrituðum finnst mikilvægt að fram komi við afgreiðslu þessa máls að fyrri stjórnvöld hafa komið þessum málum í þann farveg, með Kerfisáætlun byggða á raforkulögum, að sveitarstjórnarstigið hefur lítið ef nokkurt val um ákvarðanatöku í þessum málum.“

Allir tóku til máls. Fram kom að í aðdraganda afgreiðslunnar hafa farið fram miklar umræður innan sveitarstjórnar á öllum stigum málsins.

Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum gegn einu fyrirliggjandi tillögu og bókun skipulagsnefndar. Jóhanna Katrín greiðir atkvæði á móti.

 

3. Borist hefur bréf frá Minjastofnun varðandi sorpflokkunarstöð í land Grímsstaða þar sem liggur fyrir umsögn um tillögu að breyttu aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023. Minjastofnun gerir ekki athugasemd við breytingu þessa á aðalskipulagi en engar skráðar minjar eru innan þess svæðis sem aðalskipulagsbreytingin nær til. Bréfið lagt fram.

 

4. Lögð fram matsskýrsla Ríkiskaupa frá Ríkiseignum vegna óska Skútustaðahrepps um kaup á ríkisjörðinni Hofstaðir, Skútustaðahreppi, sbr. 35. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Samkvæmt matsskýrslunni er verðmat kr. 290.000.000 kr. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til matsins fyrir 10. janúar n.k.

 

5. Bréf Ingibjargar Helgu Jónsdóttur og Halldórs Helga Ingvasonar vegna húsnæðismála lagt fram. Guðrún Brynleifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Oddvita falið að vinna í málinu.

 

6. Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Vinnu- og tímaáætlunin byggir á því að fyrri umræða fari fram 23. nóvember og endanleg fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og rammaáætlun 2018 - 2020 verði samþykktar í sveitarstjórn 7. desember 2016.

 

7. Kæra úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna eftirfylgni skilyrðis framkvæmdaleyfis hreppsins samþykkt 2004 um að fjarlægja vegslóða að borplani við rannsóknarborholu nefnda KV-1 í Leirhnjúkshrauni.

Lögfræðingi sveitarfélagsins hefur þegar verið falið að svara nefndinni í framhaldi af erindi frá Fjöreggi og Landvernd á síðasta sveitarstjórnarfundi.

 

8. Fundargerð skipulagsnefndar frá 17. október 2016 lögð fram. Fundargerðin er í fimm liðum.

Liður 1. Kálfaströnd. Umsókn UST um framkvæmdaleyfi vegna stígagerðar.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfullltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir stígagerðinni eins og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 mæla fyrir um. Sveitarstjórn tekur undir afstöðu skipulagsnefndar og beinir því til aðstandenda umrædds svæðis að unnið verði deiliskipulag sem dregur fram framtíðarsýn fyrir svæðið í heild sinni.

Liður 2: Drekagil. Umsókn um stofnun lóða undir tjaldsvæði.

Sveitarstjórn leggst ekki gegn erindi forsætisráðuneytisins um stofnun tveggja lóða fyrir tjaldsvæði við Drekagil og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðirnar í Fasteignaskrá.

Liður 3: Hofstaðir: Deiliskipulag.

Sveitarstjórn samþykkir að tillaga að deiliskipulagi minjasvæðis í landi Hofstaða verði auglýst og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna auglýsingarinnar eins og 1. mgr. 41. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Liður 4: Sorpflokkunarsvæði í landi Grímsstaða. Breyting á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 vegna nýs sorpflokkunarsvæðis í landi Grímsstaða og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar ásamt athugasemdum og umsögnum sveitarstjórnar um þær. Jafnframt verði honum falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar um athugasemdir og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn telur að staðarvalið hafi verið vel ígrundað og staðsetning á sorpflokkunarsvæðinu í landi Grímsstaða besti kosturinn af þeim fjölmörgu sem komu til álita.

Jóhanna Katrín bókar:

„Ég tel mikilvægt að staðsetning gámasvæðis verði ekki til að rýra upplifun frá mikilvægum útsýnisstöðum með tilliti til mögulegra byggingareita í framtíðinni.“

Liður 5: Samskipti Skútustaðahrepps og Umhverfisstofnunar í skipulags- og byggingamálum innan verndarsvæðisins.

Sveitarstjórn tekur undir áskorun skipulagsnefndar og fagnar frumkvæði hennar sem hefur að markmiði að skerpa á verklagi og meðferð á veitingu leyfa til framkvæmda í Skútustaðahreppi. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur þegar hafið undirbúningsvinnu með Umhverfisstofnun um málið. Stefnt er að því að afurðin verði sameiginlegt leiðbeiningarskjal með yfirliti yfir það ferli sem framkvæmdaraðilar þurfa að vinna eftir þegar sótt er um framkvæmdaleyfi. Einnig er unnið að því að skerpa línur varðandi skilning á hlutverki aðila varðandi lög og reglur sem gilda um framkvæmdir í Mývatnssveit með það að markmið að koma í veg fyrir árekstra og misskilning.

 

9. Fundargerð skipulagsnefndar frá 24. október 2016 lögð fram. Fundargerðin er í einum lið, efni fundarins hefur þegar verið tekið til afgreiðslu sveitastjórnar undir dagskrárlið 2 í þessari fundargerð.

 

10. Sveitarstjóri gerði grein fyrir ýmsum verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta reglubundna fundi.

 

11. Beiðni um styrk frá Stígamótum fyrir næsta starfsár. Samþykkt að veita 30.000 kr. styrk til Stígamóta.

 

12. Alþingi hefur sett fram lög um gerð landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegra minja nr. 20/2016. Lögð hefur verið fram landsáætlun vegna verkefna 2017 þar sem er að finna áætluð verkefni til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum á ferðamannastöðum. Samkvæmt henni eru tvö verkefni sem snúa að Skútustaðahreppi, bæði í samstarfi við LR, annars vegar Hverir-Hverarönd og hins vegar Leirhnjúkur. Landsáætlunin lögð fram.

 

13. Vinnustofa Heilsueflandi samfélags fyrir sveitarfélög á Norðurlandi verður haldin þann 31. október 2016 kl. 10.00 – 14.30 á Akureyri. Vinnustofunum er ætlað að styðja sveitarfélög í að vinna markvisst heilsueflingarstarf í samfélaginu. Heilsueflandi samfélag er samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum. Samþykkt samhljóða að Skútustaðahreppur taki þátt í vinnustofunni og sveitarstjóra falið undirbúningi þess.

 

14. Mývatnsstofa ehf. óskar eftir því að Skútustaðahreppur kaupi auglýsingu í Visit Mývatn 2017. Bæklingnum verður dreift í 40 þúsund eintökum og á allar helstu upplýsingamiðstöðvar á landinu. Áherslan að þessu sinni verður á Norðurljósin, Mývatn – The Northern Lights Capital of Iceland. Guðrún vék af fundi við afgreiðslu málsins. Samþykkt að kaupa auglýsingu fyrir sama verð og á síðasta ári.

Efni til kynningar:
Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 21. sept. 2016.

Fundi slitið kl. 10.35.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020