42. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 12. október 2016

42. fundur. Haldinn að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 12. október 2016, kl. 09:15.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Helgi Héðinsson, Friðrik Jakobsson og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Ráðning sveitarstjóra
 3. Skipulagsstofnun - umsögn um hótelbyggingu á Flatskalla
 4. Málefni Skjólbrekku
 5. Fjárhagsáætlun
 6. Uppbygging innviða fyrir rafbíla - umsókn í Orkusjóð í samstarfi við Norðurorku
 7. Kjörskrá vegna alþingiskosninga 29. október 2016
 8. Bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 3. október 2016
 9. Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, mál nr. 46/2006
 10. Fundargerð félags- og menningarmálanefndar frá 29. september 2016
 11. Fjárhagsleg endurskipulagning leigufélagsins Hvamms ehf.
 12. Erindi frá Landvernd og Fjöreggi vegna vegslóða að borplani við rannsóknarborholu.

 

1. Oddviti setti fund og lagði til að fjórum nýjum málum yrði bætt aftan við dagskrá fundarins með afbrigðum, sjá töluliði 9, 10, 11 og 12 á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

 

2. Gengið hefur verið frá ráðningarsamningi við Þorstein Gunnarsson sem sveitarstjóra. Hann hefur þegar tekið að sér verkefni fyrir sveitarfélagið og kemur formlega til starfa 24. október n.k. Sveitarstjórn býður Þorstein velkominn til starfa.

 

3. Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun vegna erindis frá Kaupgarði ehf, byggingaraðila hótels í landi Grímsstaða í Skútustaðahreppi, þar sem óskað er eftir að Skútustaðahreppur gefi umsögn í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/20__ og 12. gr. reglugerðar nr. 665/2015 um mat á umhverfisáhrifum um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum. Einnig óskar Skipulagsstofnun eftir því að í umsögn komi fram eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun í meðfylgjandi tilkynningarskýrslu dags 16.09.2016. Sveitarstjórn leggur áherslu á að leyfi til reksturs hótelsins verði ekki gefið út fyrr en sýnt verði fram á að virkni hreinsibúnaðar á fráveitukerfi verði samkvæmt samþykktum hönnunarforsendum og lögð verði fram áætlun um reglubundna vöktun búnaðarins.

Sveitarstjórn telur með vísan í 6. gr. laga nr. 106/20___ og 12. gr. reglugerðar nr. 665/2015 um mat á umhverfisáhrifum að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum.

Varðandi fyrirspurn um starfssvið umsagnaraðila þá hefur Skútustaðahreppur skipulagsvaldið í sveitarfélaginu og skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps gefur út byggingaleyfi í umboði sveitarstjórnar. Sveitarstjórn er einnig umsagnaraðili um útgáfu rekstrarleyfis til fyrirhugaðs hótelreksturs.

Samþykkt samhljóða. Yngvi Ragnar Kristjánsson og Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir viku af fundi við afgreiðslu málsins.

 

4. Fundargerð félags- og menningarmálanefndar frá 4. okt. s.l. lögð fram en þar var eitt mál á dagskrá; Skjólbrekka – framhaldsumræða. Nefndin leggur fram tillögur til að efla hlutverk Skjólbrekku sem menningarhúss. Tillögurnar eru í fjórum liðum:

a) Aðilar sem eiga muni í húsinu taki til í sínum fórum.

b) Ráðist verði í úrbætur í bókasafni hið fyrsta samkvæmt fylgiskjali

c) Íbúafundur verði haldinn í lok nóvember varðandi framtíðarhugmyndir um notkun hússins

d) Núverandi leigutaka verði boðinn nýr samningur til 31. ágúst

Jafnframt býðst félags- og menningarmálanefnd til þess að undirbúa íbúafundinn.

Sveitarstjórn samþykkir tillögur a), b) og d) og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir. Jafnframt samþykkt að nefndin taki að sér undirbúning og umsjón íbúafundarins.

 

5. Sveitarstjóri lagði fram vinnuáætlun fjárhagsáætlunar 2017 og þriggja ára rammaáætlun 2018-2020.

Markmið sveitarstjórnar Skútustaðahrepps:

Árin 2017 - 2020. Rekstur A-hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B-hluta, sem jafnframt standi undir framkvæmdum án lántöku þannig að skuldahlutfall fari undir 50% á tímabilinu.

Vinnu- og tímaáætlunin byggir á því að fyrri umræða fari fram 23. nóvember og endanleg fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og rammaáætlun 2018 - 2020 verði samþykktar í sveitarstjórn 7. desember 2016.

Samþykkt samhljóða.

 

6. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í umsókn Norðurorku og fleiri sveitarfélaga um styrk í Orkusjóð til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla, en með fyrirvara á breytingum sem kunna að verða á umsókninni og að fjárframlag sveitarfélagsins er háð fjárhagsáætlun hverju sinni.

 

7. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 29. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa kjörskrána.

 

8. Lagt fram bréf Innanríkisráðuneytis um form og efni viðauka við fjárhagsáætlun. Tilefni bréfsins er að skerpa á verklagi sveitarfélaga vegna gerð viðauka við fjárhagsáætlun sbr. Reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Bréfið lagt fram.

 

9. Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, mál nr. 46/2016, frá 10. október 2016 lagður fram þar sem felld er úr gildi sú ákvörðun Skútustaðahrepps frá 20. apríl 2016 að samþykkja framkvæmdaleyfi til handa Landsneti hf. fyrir Kröflulínu 4. Samkvæmt úrskurðinum var talið að við undirbúning og málsmeðferð hinnar kærðu ákvörðunar var ekki í öllu gætt ákvæða skipulagslaga og náttúruverndarlaga auk þess sem sveitarstjórn fullnægði ekki rannsóknarskyldu sinni skv. 10. gr. stjórnsýslulaga.

Sveitarstjórn tekur framkvæmdaleyfisumsókn Landsnets til umfjöllunar að nýju. Við þá málsmeðferð verða kallaðir til hagsmunaaðilar og óskað eftir frekari upplýsingum og gögnum þar sem við á.

Sveitarstjórnin telur rétt að taka fram að málsmeðferð sveitarfélagsins hefur að mestu leyti farið fram í samræmi við þær kröfur sem úrskurðarnefndin gerir. Fyrirhugaðar framkvæmdir við Kröflulínu 4 hafa fengið ítarlega umfjöllun innan Skútustaðahrepps m.a. byggða á raforkulögum, Kerfisáætlun og nýjum náttúruverndarlögum. Skortur á rökstuðningi sveitarstjórnar, sem lýst er í úrskurðinum, er því ekki vegna þess að málið hafi ekki verið gaumgæft við framkvæmdaleyfisveitinguna, heldur voru þau sjónarmið sem sveitarstjórn byggði niðurstöðu sína á, ekki listaðar eins nákvæmlega upp í ákvörðun um framkvæmdaleyfið og úrskurðarnefndin gerir kröfu um. Sveitarstjórn taldi fullnægjandi að meginsjónarmið að baki ákvörðuninni birtust m.a. í svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslu og aðalskipulagi Skútustaðahrepps.

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir bókar að hún hefur ekki komið að umfjöllun málsins fyrr en nú vegna orlofs.

 

10. Fundargerð félags- og menningarmálanefndar frá 29. september 2016 lögð fram. Fundargerðin er í fjórum liðum. Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu á 2. máli; Styrkveitingar – seinni úthlutun 2016. Að þessu sinni bárust tvær umsóknir.

Sumartónleikar og kórastefna við Mývatn 150.000 kr.

Músík í Mývatnssveit 200.000 kr.

Sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

 

11. Bréf frá Leigufélaginu Hvammi ehf, þar sem fram kemur að Íbúðalánasjóður hefur samþykkt afskrift á hluta af skuldum félagsins gegn ákveðnum skilyrðum. Afrit af bréfi Íbúðalánasjóðs fylgir bréfinu. Stjórn Leigufélagsins tók málið fyrir á sínum fundi 3. október s.l. og samþykkti tilboðið fyrir sína hönd. Stjórnin óskar eftir því að sveitarfélögin greiði umrædda skuld í samræmi við eignarhlut sinn og þá ábyrgð sem þau hafa gengist í fyrir félagið. Ekki verður stofnað til frekari skuldbindinga. Hlutur sveitarfélagsins Skútustaðahrepps er 331.500 kr.

Samþykkt samhljóða að sveitarfélagið greiði umrædda skuld. Auknum útgjöldum er mætt með hækkun skammtímaláns. Bókast á lykil 29-51-51116.

 

12. Erindi frá Fjöreggi og Landvernd vegna eftirfylgni skilyrðis framkvæmdaleyfis hreppsins samþykkt 2004 um að fjarlægja vegslóða að borplani við rannsóknarborholu nefnda KV-1 í Leikhnjúkshrauni.

Samþykkt að leita eftir áliti lögfræðings sveitarfélagsins á málinu.

Fundi slitið kl. 11:10.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020