41. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 20. september 2016

41. fundur. Haldinn að Hlíða­vegi 6, þriðjudaginn 20. september 2016, kl 09:15.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Helgi Héðinsson, Friðrik Jakobsson, og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 19. september 2016
 3. Umsókn um rekstarleyfi gististaðar í flokki II
 4. Alþingiskosningar 2016- utankjörfundaratkvæðagreiðsla
 5. Bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 29. ágúst 2016
 6. Fjárhagáætlun 2016- forsendur
 7. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016
 8. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016
 9. Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2016
 10. Stefnumótun í úrgangsmálum - skýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga
 11. Málefni Skjólbrekku
 12. Trúnaðarmál
 13. Vegamál í Mývatnssveit
 14. Sameiginleg yfirlýsing sveitarstjórna Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Norðurþings
 15. Skýrsla sveitarstjóra

1. Oddviti setti fund og lagði til að nýjum lið 2, fundargerð skipulagsnefndar frá 19. september 2016 yrði bætt á dagskrá. Aðrir liðir færast aftar sem því nemur. Einnig að nýjum lið 13. Vegamál í Mývatnssveit og liður 14 Sameiginleg yfirlýsing sveitarstjórna Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Norðurþings.Aðrir liðir færast aftur sem því nemur. Samþykkt samhljóða.

 

2. Lögð fram fundargerð Skipulagsnefndar frá 19. september 2016. Fundargerðin er í einum lið. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

3. Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra þar sem óskað umsagnar Skútustaðahrepps vegna umsóknar Gísla Sverrissonar, kt. 180561-7069, Fossagili 11, 603 Akureyri, 603 Akureyri, forsvarsmaður fyrir Hlíð ferðaþjónustu ehf. kt. 660595-2369, sem sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi gististaðar í flokki II, til sölu gistingar í Hlíð ferðaþjónustu, 660 Mývatni.

Samkvæmt 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007 er óskað umsagnar sveitarstjórnar um umsókn þessa. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn að uppfylltum skilyrðum sem skipulags- og byggingafulltrúi og aðrir umsagnaraðilar kunna að setja.

 

4. Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 2. september sl., var lagt fram minnisblað sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs sambandsins um utankjörfundar-atkvæðagreiðslu hjá sveitarfélögum vegna forsetakosninga 2016, ásamt greinargerðum frá þeim sveitarfélögum og byggðasamlögum sem tóku þátt í tilraunaverkefni Sýslumanna-félags Íslands og sambandsins um aukið aðgengi að atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í tengslum við forsetakosningarnar fyrr í sumar. Lagt fram til kyningar.

 

5. Í bréfinu kemur fram ósk um að tilraunaverkefni um utankjörfundaratkvæðagreiðslu sbr. lið 4. verði framlengt fram yfir næstu alþingiskosningar með sömu skilmálum og áður. Innanríkisráðuneytið telur að með því móti fáist aukin reynsla af þessari framkvæmd, sem og svigrúm til að vinna úr henni, auk þess sem kjósendum verði þannig tryggt sambærilegt þjónustustig og við forsetakosningarnar. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í tilrauna verkefninu um utankjörfundaratkvæðagreiðslu fram yfir kosningar til Alþingis þann 29. október 2016.

 

6. Lagt fram til kynningar minnisblað Hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um helstu forsendur fjárhagsáætlunargerðar 2017-2020.

 

7. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hótel Hilton í Reykavík dagana 22.-23.september 2016. Oddviti, sveitarstjóri og skrifstofustjóri munu sækja ráðstefnuna.

 

8. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn á Hótel Hilton í Reykjavík miðvikudaginn 21. september kl 16:00. Sveitarstjóri mun sækja fundinn.

 

9. Ársfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn á Hótel Hilton miðvikudaginn 21. september kl 14:30. Sveitarstjóri fer með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

 

10. Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps Sambands Íslenskra sveitarfélaga um stefnu í úrgangsmálum.

 

11. Frestað til næsta fundar

 

12. Sjá trúnaðarbók

 

13. Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun. Sveitarstjórn Skútustaðarhepps skorar á Alþingi, Innanríkisráðherra og Vegagerðina að auka stórlega viðhaldsfé til vegamála þannig að hægt verði hefla malarvegi í sveitarfélaginu. Jafnframt skorar sveitarstjórn á fyrrgreinda aðila að beita sér fyrir að bundið slitlag verði lagt á alla malarvegi í sveitarfélaginu á næstu þremur árum og að auknu fé verði veitt í framkvæmdir sem snúa að bættu umferðaröryggi við vinsæla ferðamannastaði í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða.

 

14.

 

15. Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta fundi.

Þá lagði sveitarstjóri fram eftirfarandi bókun.

Þar sem þetta er síðasti sveitarstjórnarfundur minn í embætti sveitarstjóra vil ég nota tækifærið og þakka sveitarstjórn, starfsfólki og íbúum ánægjulegt samstarf undanfarin rúm tvö ár og óska Mývetningum allra heilla í framtíðinni.

Jón Óskar Pétursson

Undir þessum lið bar oddviti upp eftirfarandi bókun. Sveitarstjórn þakkar sveitarstjóra fyrir vel unnin störf undan farin tvö ár og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

 

Fundi slitið kl 23:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020