40. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 1. september 2016

40. fundur. Haldinn að Hlíða­vegi 6, fimmtudaginn 1. september 2016, kl 09:15.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Arnheiður R. Almarsdóttir varamaður Sigurðar G. Böðvarssonar, Guðrún Brynleifsdóttir, Helgi Héðinsson, Friðrik Jakobsson, og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 22. ágúst 2016
 3. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 29. ágúst 2016
 4. Fundargerð Landbúnaðar og girðinganefndar frá 28. júlí 2016
 5. Fundargerð Skólanefndar frá 25. ágúst 2016
 6. Rekstraryfirlit jan-júlí 2016
 7. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016
 8. Bréf Önnu V. Skarphéðinsdóttur, Birnu Björnsdóttur, Gerðar Benediktsdóttur, Rósu E. Sigurjónsdóttur, Þórunnar Einarsdóttur og Þórunnar Snæbjörnsdóttur ó.d.
 9. Bréf Framsýnar stéttarfélags til ASÍ dags. 16. júlí 2016
 10. Bréf framkvæmdastjóra Búseta á Norðurlandi dags. 15. júlí 2016
 11. Bréf Sparisjóðs Suður Þingeyinga dags. 25. júlí 2016
 12. Bréf Umhverfisstofnunar dags. 15. ágúst 2016
 13. Bréf Landeigenda Reykjahlíðar ehf dags. 10. ágúst 2016
 14. Bréf Þjóðskrár Íslands dags. 14. júní 2016
 15. Bréf skólastjóra Tónlistarskóla Akureyrar dags. 17. ágúst 2016
 16. Bréf skólastjóra Tónlistarskóla Akureyrar dags. 22. ágúst 2016
 17. Bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 24. júní 2016
 18. Fjárhagsáætlun Dvalarheimilsins Hvamms 2016
 19. Ráðning sveitarstjóra
 20. Slægjufundur 2016
 21. Skýrsla sveitarstjóra- munnleg

Efni til kynningar

 • Stjórnarfundur Eyþings frá 31. maí 2016
 • Stjórnarfundur Eyþings frá 27. júní 2016

 

1. Oddviti setti fund og lagði til að nýjum liðum 3. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 29. ágúst 2016 og 4. fundargerð Landbúnaðar og girðinganefndar frá 28.júlí 2016 . Jafnframt að nýjum lið 16. Bréf skólastjóra Tónlistaskóla Akureyrar frá 22. ágúst 2016, yrði bætt á dagskrá. Aðrir liðir færast aftar sem þessu nemur. Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð skipulagsnefndar frá 22. ágúst 2016. Fundargerðin er í níu liðum.

Liður 1. Vogar 1. Deiliskipulag.

Sveitarstjórn samþykki deiliskipulagstillöguna svo breytta, með þeim breytingum sem gerð er grein fyrir í bókun skipulagsnefndar. Jafnframt felur sveitarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Liður 2. Hótel Reykjahlíð. Breyting á aðal- og deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir breytingartillögu aðalskipulagsins með áorðnum breytingum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda tillögunna til Umhverfisstofnunar til yfirferðar eins og Skipulagsstofnun gerir kröfu um.

Liður 3. Sorpflokkunarsvæði í landi Grímsstaða. Breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn samþykkir breytingartillögu aðalskipulagsins með þeim breytingum sem fram komu í umfjöllun skipulagsnefndar og felur jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem búið er að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.

Liður 4. Olnbogaás 1, Hótel Laxá. Breyting á aðal- og deiliskipulagi.

Sveitarstjórn að samþykkir deiliskipulagstillöguna svo breytta með þeim breytingum sem gerð er grein fyrir í bókunum skipulagsnefndar. Jafnframt felur sveitarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Liður 6. Baldursheimur 2. Landskipti

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við landskiptin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna og stofnun lóðarinnar í Fasteignaskrá.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

3. Fundargerð skipulagsnefndar frá 29. ágúst 2016. Fundargerðin er í tveimur liðum.

1. Vaðalda. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn staðfestir eftirfarandi niðurstöðu skiplagsnefndar:

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skútustaðahreppur farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila og umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra.

Niðurstaða Skútustaðahrepps er að framkvæmdir við fyrirhugaða smávirkjun við Vaðöldu séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Sveitarstjórn felur jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaðri virkjun skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og á grundvelli gildandi deiliskipulags og framlagðra gagna.

Vegna ábendinga frá forsætisráðuneytinu verði eftirfarandi ákvæði sett inn í framkvæmdaleyfið: „Minnt er á að allar framkvæmdir og jarðrask innan þjóðlendna sem vara lengur en eitt ár eru háðar samþykki ráðuneytisins skv. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 58/19998 um þjóðlendur og marka eignarlendna, þjóðlendna og afrétta“

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

4. Fundargerð Landbúnaðar og girðinganefndar frá 28. Júlí 2016. Fundargerðin er í þrem liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

5. Fundargerð Skólanefndar frá 25. ágúst 2016. Fundargerðin er í sex liðum. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

6. Sveitarstjóri lagði fram rekstaryfirlit fyrstu 7 mánaða ársins 2016. Tekjur eru í samræmi við áætlun. Gjöld A-hluta eru undir áætlun og gjöld B- hluta eru í samræmi við áætlun.

 

7. Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

Félagsþjónusta
02-15-4395 Félagsleg heimaþjónusta 3.000.000 hækkun
02-30-9417 Barnaverndarnefnd 1.000.000 hækkun
Fræðslumál
04-11-1110 Laun leikskóli 1.000.000 hækkun
Umferðar- og samgöngumál
61 Snjómokstur 2.000.000 hækkun
Breytingar á leikskóla
8.000.000 hækkun

Auknum útgjöldum er mætt með hækkun skammtímaláns.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka.

 

8. Í bréfinu óska bréfritarar eftir annarri aðstöðu fyrir félagsstarf eldri Mývetninga. Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.

 

9. Í bréfinu óskar Framsýn eftir fundi með fulltrúum ASÍ og sveitarfélagana í Þingeyjarsýslum til þess að ræða möguleika á uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis á grundvelli nýsamþykktra laga um almennar leiguíbúðir. Sveitarstjórn lýsir áhuga á að fylgjast með framvindu mála og felur oddvita og sveitarstjóra að sækja umræddan fund.

 

10. Í bréfinu er lýsir Búseti á Norðurlandi yfir vilja til að eiga alvarlegar viðræður við fulltrúa sveitarfélaga á NA-landi með það fyrir augum að byggja nokkurn fjölda íbúða fyrir lágtekjufólk undir lagaramma um svokallaðar “almennar íbúðir.” Undir þessum lið voru einnig lögð fram bréf frá íbúðalánasjóði um framkvæmd laga um almennar íbúðir og einnig minnisblað frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga um áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar á sveitarfélögin. Sveitarstjórn lýsir yfir áhuga að eiga viðræður við Búseta á Norðurlandi og nágrannasveitarfélögin um málið.

 

11. Á aðalfundi Sparisjóðs Suður- Þingeyinga sem haldinn var þann 2. maí 2016 var samþykkt að auka stofnfé sjóðsins um allt að 140 milljónir króna. Áformað er að selja a.m.k helming þess stofnfjár til nýrra stofnfjárhafa. Í bréfinu er þess óskað að Skútustaðahreppur taki þátt í stofnfjáraukningunni. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að kalla eftir nánari upplýsingum frá stjórnendum sjóðsins vegna málsins.

 

12. Í bréfinu er óskað tilnefningar eins fulltrúa í samstarfshóp stjórnvalda um endurskoðunar stjórnunar og verndaráætlunar fyrir Mývatn og Laxá. Sveitarstjórn tilnefnir Helga Héðinsson sveitarstjórnarfulltrúa.

 

13. Í bréfinu er óskað þess að gengið verði frá uppgjöri á greiðslu landleigu vegna gámasvæðis við Múlaveg tíu ár aftur í tímann. Í bréfinu kemur fram að svæðið er utan landleigusamnings frá 1968 og að enginn samningur sé í gildi um svæðið sem sveitarfélagið hafi notað frá því fyrir síðustu aldamót. Þá kemur fram að sanngjörn leiga sé 50 kr pr. m2 fyrir árin 2006-2012 og 100 kr. pr. m2 fyrir árin 2012-2016. Í bréfinu er jafnframt óskað eftir að sveitarfélagið gangi frá umræddu gámasvæði fyrir árslok 2016 þannig að möl, gróður og öll mannanna verk ferð fjarlægð að því marki sem hægt er. Bréfinu fylgir jafnframt reikningur fyrir 1047 m2 fyrir umrædda leigu, dagsettur 12. ágúst 2016. Sveitarstjórn hafnar umræddum reikningi á grundvelli almenns fyringarfrests krafna sem er fjögur ár. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Landeigenda Reykjahlíðar ehf. um uppgjör vegna umrædds svæðis og frágang þess. Helgi Héðinsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

 

14. Fasteignamat allra fasteigna er endurmetið 31. maí ár hvert og tekur nýtt fasteignamat gildi 31.desember ár hvert sbr.32. gr. laga nr. 6/2001. Samkvæmt endurmatinu hækkar mat fasteigna í Skútustaðahreppi árið 2017 um 5,2% og lóðamat um 5,5%.

 

15. Í bréfinu er óskað að Skútustaðahreppur greiði kostnað vegna tónlistarnáms á miðstigi fyrir Margréti H. Egilsdóttur Vagnbrekku, Skútustaðahreppi á grundvelli samkomulags ríkis og sveitarfélaga frá 2011 um eflingu tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda. Samkvæmt umræddu samkomulagi mun jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiða þennan kennslukostnað að hluta. Sveitarstjórn samþykkir að greiða umræddan kostnað vegna skólaársins 2016-2017. Guðrún Brynleifsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

 

16. Í bréfinu er óskað að Skútustaðahreppur greiði kostnað vegna tónlistarnáms á grunnstigi fyrir Helga James P. Þórarinsson Birkihrauni 11, Skútustaðahreppi á grundvelli samkomulags ríkis og sveitarfélaga frá 2011 um eflingu tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda. Samkvæmt umræddu samkomulagi mun jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiða þennan kennslukostnað að hluta. Sveitarstjórn samþykkir að greiða umræddan kostnað vegna skólaársins 2016-2017.

 

17. Í bréfinu er vakin athygli á tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar á grundvelli 107. og 108 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Bréfið var lagt fram til kynningar.

 

18. Lögð fram rekstaráætlun Dvalarheimilis Hvamms fyrir árið 2016. Samkvæmt áætluninni er hlutur Skútustaðahrepps 3.572.314 kr. Sveitarstjórn samþykkir áætlunina fyrir sitt leiti.

 

19. Oddviti fór yfir stöðu ráðingarferlis sveitarstjóra sem unnið er í samvinnu við Capacent. Stefnt er að því að ganga frá ráðningu í fljótlega.

 

20. Sveitarstjórn felur Hrafnhildi Geirsdóttur að kalla saman undirbúningsnefnd Slægjufundar 2016.

 

21. Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta reglubundna fundi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 10:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020