38. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 29. júní 2016

38. fundur. Haldinn að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 29. júní 2016, kl 09:15.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Sigurður G. Böðvarsson, Elísabet Sigurðardóttir varamaður Helga Héðinssonar, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik Jakobsson, og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 27. júní 2016
 3. Bréf Þórs Kárasonar dags. 20. júní 2016
 4. Bréf Umhverfis og auðlindaráðuneytisins dags. 10. júní 2016
 5. Bréf Landgræðslu ríkisins dags. 7. júní 2016
 6. Bréf framkvæmdastjóra Búseta á Norðurlandi dags. 26. maí 2016
 7. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. júní 2016
 8. Lögreglusamþykkt Skútustaðahrepps
 9. Samningur um móttökustöð sorps
 10. Samningur um tónlistarkennslu
 11. Þjónustusamningur við Markaðsstofu Norðurlands 2016-2018
 12. Skýrsla starfshóps umhverfisráðherra um Mývatn
 13. Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði sem hafa leyfi til reksturs gististaða í flokki I
 14. Bréf Mývatnsstofu dags. 1. júní 2016
 15. Bréf Ferðamálastofu dags.24. júní 2016
 16. Framkvæmdir 2016
 17. Sumarleyfi sveitarstjórnar
 18. Skýrsla sveitarstjóra-munnleg

Efni til kynningar.

 • Fundargerð aðalfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 4. maí 2016
 • Viljayfirlýsing um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

 

1. Oddviti setti fund og lagði til að þrem nýjum liðum yrði bætt á dagskrá. Lið 13. Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði sem hafa leyfi til reksturs gististaða í flokki I. Lið 14. Bréf Mývatnsstofu dags. 1. júní 2016. Lið 15. Bréf Ferðamálastofu dags. 24. júní 2016. Aðrir liðir færast aftur sem þessu nemur. Samþykkt samhljóða.

 

2. Fundargerð skipulagsnefndar frá 28. júní 2016. Fundargerðin er í sex liðum.

2. Hótel Reykjahlíð. Breyting á aðal- og deiliskipulagi.

felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa samhliða breytingu á deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi, að lokinni athugun Skipulagsstofnunar á breytingartillögu aðalskipulagsins, eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

Liður 4. Vikraborgir við Öskju. Tillaga að deiliskipulagi.

Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi eins og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Jafnframt samþykkr sveitarstjórn óverulega breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við deiliskipulagstillöguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna aðalskipulagsbreytingarinnar.

Liður 5. Svartárvirkjun í Bárðardal. Breyting á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar og gerir ekki athugasemdir við efnistök í tillögu að matsáætlun. Jafnframt ítrekar sveitarstjórn að lagning jarðstrengs í gegnum Skútustaðahrepp er háð breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 og útgáfu framkvæmdaleyfis að hálfu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

3. Í bréfinu gerir bréfritari athugasemdir við málsmeðferð sveitarfélagsins í málefnum Hofsstaða. Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps minnir á að á 29. fundi sveitarstjórnar þann 13. janúar 2016 var tekið til afgreiðslu erindi Ríkiseigna þar sem óskað var eftir afstöðu sveitarfélagsins til kaupa á jörðinni Hofsstöðum. Sveitarstjórn tók jákvætt í að kanna möguleika á því að sveitarfélagið keypti jörðina. Það ferli er enn í gangi. Einnig vekur sveitarstjórn athygli bréfritara á bókun sveitarstjórnar á 12. fundi þann 28. janúar 2015 þar sem til umfjöllunar var erindi bréfritara um málefni Hofsstaða. „Sveitarstjórn þakkar bréfritara og tekur fram að þessum sjónarmiðum hefur þegar verið komið á framfæri við forsætis og fjármálaráðherra, sem og við þingmenn kjördæmisins með bréfi dags. 8. janúar 2015. Í niðurlagi þess bréfs stendur eftirfarandi“ Hin síðari ár hefur jörðin einnig verið mikilvæg hefðbundnum landbúnaði þar sem bændur í sveitinni hafa nýtt ræktað land jarðarinnar til heyskapar, en góð tún eru af skornum skammti í sveitinni. Því má fullyrða að jörðin er mjög mikilvæg landbúnaðarstafsemi í Mývatnssveit sem stendur í blóma og er afar mikilvæg atvinnugrein.

Að framansögðu er það ljóst að jörðin Hofstaðir gegnir mikilvægu hlutverki á margvíslegan hátt fyrir atvinnu og mannlíf í sveitarfélaginu. Því er það skoðun sveitarstjórnar að mikilvægt sé að jörðin verði áfram nýtt í þágu atvinnu og menningarlífs í Mývatnssveit. Því vill sveitarstjórn koma þeirri skoðun á framfæri að við ákvörðun um framtíðareignarhald jarðarinnar verði sérstaklega horft til mikilvægis hennar m.t.t framangreindra þátta og ríkisvaldið, sem eignaraðili jarðarinnar tryggi að svo verði um ókomna framtíð“.

Samþykkt samhljóða.

 

4. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur skipað verkefnishóp til þess að undirbúa tillögu til ríkisstjórnarinnar um tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs og hluta gosbeltisins á heimsminjaskrá UNESCO. Ráðuneytið býður þeim sveitarfélögum sem hafa aðkomu að þjóðgarðinum, þ.á.m. Skútustaðahreppi, að taka þátt í samráði meðan á vinnslu tillögunnar stendur og óskar jafnframt eftir upplýsingum um sjónarmið sveitarstjórna til þessarar tilnefningar.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og tilnefnir sveitarstjóra sem tengilið við verkefnið.

 

5. Í bréfinu er sveitarstjórn Skútustaðahrepps hvött til að virða ákvæði samnings Vegagerðarinnar, Skútustaðahrepps og Landgræðlu ríksins frá 10. október 2010 um Reykjahlíðargirðingu. Í 6. gr. umrædds samnings skal Skútustaðahreppur auglýsa lausagöngubann búfjár innan Reykjahlíðargirðingarinnar og fjarlægja búfé af svæðinu jafnskjótt og þess verður vart. Landgræðslan lítur svo á að samningur Landgræðslu ríksins frá 25. september 1989 sé enn í fullu gildi þrátt fyrir uppsögn eins landeiganda Reykjahlíðar á umræddum samningi. Sveitarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi.

 

6. Í bréfinu eru reifaðir möguleikar á byggingu almennra leiguíbúða í gegnum íbúðafélög neytenda- samvinnufélög eða sameignarfélög með aðkomu sveitarfélaga á grunnu nýsamþykktra laga um almennar félagsíbúðir. Sveitarstjórn lýsir áhuga á að fylgjast nánar með framvindu mála og felur sveitarstjóra að ræða málið við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og nágrannasveitarfélög.

 

7. Í bréfinu er tilkynnt um mótun samráðs og ráðgjafahóps um framfylgd Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og óskar tilnefningar á tengilið sveitarfélagsins við hópinn. Sveitarstjórn tilnefnir sveitarstjóra sem tengilið.

 

8. Lögð fram drög að Lögreglusamþykkt Skútustaðahrepps. Umræður urðu um drögin. Sveitarstjóra falið að vinna áfram í drögunum m.t.t. umræðna og ábendinga á fundinum.

 

9. Lögð fram drög að samningi við landeigendur á Grímsstöðum um land undir sorpflokkunarvöll. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun.

 

10. Lögð fram drög að samningi við Tónlistarskóla Húsavíkur vegna tónlistarkennslu við Tónlistaskóla Mývatnssveitar skólaárið 2016-2017. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög og veitir sveitarstjóra umboð til að ljúka samningagerðinni og undirrita samninginn.

 

11. Lagður fram þjónustusamningur við Markaðsstofu Norðurlands fyrir árin 2016-2018. Markmið samningsins er að vinna að fjölgun ferðamanna til Skútustaðarhepps og Norðurlands til hagsbóta fyrir atvinnulíf á svæðinu. Samningurinn er uppseigjanlegur árlega með þriggja mánaða fyrirvara og miðast uppsögn við áramót. Skútustaðahreppur greiðir árlega til MN sem nemur 500 kr á íbúa og miðast greiðsla við íbúafjölda 1. desember árið á undan. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun.

 

12. Lögð fram skýrsla starfshóps Umhverfisráðherra um málefni Mývatns.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps lýsir yfir ánægju með útkomna skýrslu og telur hana góðan umræðu grundvöll vegna frekari vinnu sem miðar að verndun lífríkis Mývatns og Laxár. Sveitarstjórn leggur áherslu á að umræðan um málefni Mývatns sé hófstillt, byggð á staðreyndum, á bestu fyrirliggjandi þekkingu og að rannsóknir verði efldar. Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna til samstarfs við ríkisvaldið um frekari vinnu m.a um útfærslur fráveitumála á grundvelli skýrslunnar og leggur áherslu á mikilvægi þess að ríkisvaldið komi með afgerandi hætti að fjármögnun fráveituframkvæmda í sveitarfélaginu í ljósi þeirrar sérstöðu og sérlaga sem gilda um Mývatn og Laxá. Skýrslan er aðgengileg á eftirfarandi vefslóð https://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/MYVATNSSKYRSLA-LOKAEINTAK-20062016.pdf

 

13. Fyrir tekið að á ný erindi frá eigendum fasteigna Helluhrauns 12 og 13 dags. 4. maí 2016, þar sem gerð er athugasemd við þá ákvörðun sveitarstjórnar frá 31. mars 2016 þess efnis að þær fasteignir sem leyfi hafa til reksturs gististaða í flokki I, heimagisting falli í C. flokk fasteignagjalda. Umræddum fasteignaeigendum var gefin kostur á að veita andmæli vegna þessarar ákvörðunar.

Erindið var áður á dagskrá á 36. fundi sveitarstjórnar þann 25. maí 2016. Sveitarstjórn leitaði álits Skipulagsnefndar sem tók ekki afstöðu til málsins. Undir þessum lið voru lagðir fram til kynningar nýlegir útskurðir yfirfasteignamatsnefndar í málum 1-9/2016 og bréf Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 10. júní 2016 um ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt of.l á mannvirki í ferðaþjónustu.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir að frá og með álagningartímbili fasteignagjalda árið 2016 skuli 50% af flatarmáli þeirra fasteigna sem leyfi hafa til reksturs gististaða í flokki I, heimagistingu, falla í álagningarflokk C. sbr. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 að viðbættu álagi sbr. 4. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 sem Skútustaðahreppur hefur nýtt sér.

Samþykkt samhljóða.

 

14. Í bréfinu er Skútustaðahreppi boðið að nýta forkaupsrétt á óseldu hlutafé í Mývatnsstofu ehf í samræmi við eignahlut. Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti. Guðrún Brynleifsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

 

15. Í bréfinu er óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið um framhald verkefnis sem gengið hefur undir nafninu „Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar“. Megintilgangurinn er að skráningin geti nýst sveitarfélögum og öðrum þeim sem koma að skipulagsmálum ferðaþjónustunnar og gera þannig tilraun til að greina á kerfisbundinn hátt hvar auðlindir ferðaþjónustunnar og tækifæri liggja til framtíðar. Um er að ræða viðamikið og metnaðarfullt verkefni sem vonandi getur nýst við þróun og uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu, bæði opinberum stofnunum og einkaaðilum, auk sveitarfélaganna.

Sveitarstjórn samþykkir þátttöku og tilnefnir Guðrúnu Brynleifsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa og framkvæmdastjóra Mývatnsstofu sem tengilið við verkefnið. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að þóknun vegna verkefnavinnunnar sem greidd er af Ferðamálastofu renni til Mývatnsstofu.

 

16. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu helstu framkvæmda sem unnið er að. M.a breytingar á leikskóla, gámasvæði og almenn viðhaldsverkefni.

 

17. Sveitarstjórn samþykkir að fella niður reglubundna fundi í júlí og ágúst 2016. Næsti reglubundni fundur sveitarstjórnar er fyrirhugaður miðvikudaginn 31. ágúst 2016.

 

18. Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta fundi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 10:40


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020