37. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 15. júní 2016

37. fundur. Haldinn að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 15. júní 2016, kl 09:00.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Sigurður G. Böðvarsson, Arnheiður Almarsdóttir varamaður Helga Héðinssonar, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik Jakobsson, og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Þekkingarsetur í Mývatnssveit – skýrsla starfshóps
 3. Fundargerð Skólanefndar frá 6. júní 2016
 4. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 13. júní 2016
 5. Fundargerð Gróðurskoðunarnefndar frá 3. júní 2016
 6. Bréf Umhverfis og auðlindaráðuneytisins dags. 31. maí 2016
 7. Bréf Jafnréttisstofu dags 27. apríl 2016
 8. Bréf Landgræðslu ríkisins dags. 30. maí 2016
 9. Bréf fjáreigenda á Framaafrétt dags 3. júní 2016
 10. Umsókn um rekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki I
 11. Aðalfundarboð Leigufélags Hvamms ehf.
 12. Aðalfundarboð Dvalarheimilis aldraðra sf.
 13. Kjörskrá vegna forsetakosninga þann 25. júní 2016
 14. Vegamál í Skútustaðahreppi- fulltrúar vegagerðarinnar mæta til fundarins.
 15. Skýrsla sveitarstjóra

Efni til kynningar.

 • Fundargerð Dvalarheimils aldraðra sf frá 31. maí 2016
 • Fundargerð Leigufélags Hvamms frá 31. maí 2016
 • Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. maí 2016
 • Fundargerð aðalfundar Greiðrar leiðar frá 10.maí 2016
 • Fundargerð stjórnar Eyþings frá 11. maí 2016

 

1. Oddviti setti fund og lagði til að nýjum lið 13. Kjörskrá vegna forsetakosninga þann 25. júní 2016 yrði bætt á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur. Samþykkt samhljóða.

 

2. Til fundar eru mættir Margrét Hólm Valsdóttir, Óli Halldórsson, Bjarni Jónasson og Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir og kynntu þau skýrslu vinnuhóps um Þekkingarsetur í Mývatnssveit.Sigurður G. Böðvarsson sat einnig í nefndinni. Verkefnið var styrkt af uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. Umræður urðu um málið og svörðuðu nefndarmenn fyrirspurnum. Sveitarstjórn þakkar starfshópnum gott starf. Afgreiðslu um næstu skref í málinu frestað. Margrét Hólm Valsdóttir, Óli Halldórsson, Bjarni Jónasson og Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir véku af fundi kl 9:20

 

3. Fundargerð Skólanefndar frá 6. júní 2016. Fundargerðin er í 5 liðum.

Liður 2. Fótboltavöllur.Sveitarstjórn bendir á að málið hefur verið til skoðunar um nokkurt skeið. Á fundi sveitarstjórnar þann 31. mars 2016 var m.a fært til bókar. „Ekki liggur fyrir hvaða gúmmíefni uppfylla það skilyrði að vera viðurkennd en ljóst má vera að slíkt er grundvallarforsenda fyrir að hægt sé að fá niðurstöðu í málið til framtíðar litið að viðurkennd efni séu til staðar. Sveitarstjórn mun fylgjast vel með framvindu málsins og telur eðlilegt að horft verði til niðurstöðu rannsókna Umhverfisstofunar á því hvaða efni setja eigi í stað dekkjakurls en slík vinna er í gangi hjá stofnuninni.“ Sveitarstjóri upplýsti einnig að leitað hefur verið tilboða hjá tveimur aðilum um kostnað vegna útskipta dekkjakurls á sparkvellinum. Sveitarstjórn mun áfram fylgjast með framvindu mála og stefnir að því að kröfur um öryggi á sparkvelli verði til fyrirmyndar og gæði þeirra efna sem notuð eru uppfylli ýtrustu kröfur.

Liður 4. Beiðni um stuðning í leikskóla. Sveitarstjórn samþykkir aukinn stuðning vegna tveggja barna í leikskóla um allt að 4 klst á viku frá ágúst 2016. Sveitarstjóra falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessarar ákvörðunar og leggja fyrir sveitarstjórn.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leiti.

 

4. Fundargerð skipulagsnefndar frá 13. júní 2016. Fundargerðin er í fimm liðum.

Liður 2 . Breyting á aðal og deiliskipulagi við Olnbogaás

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi með þeim breytingum sem fram koma í svörum nefndarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna gildistöku breytingartillögunnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

5. Fundargerð Gróðurskoðunarnefndar eftir ferð á Austurafrétt þann 3. júní 2016. Sveitarstjórn samþykkir sleppingar á Austurafrétt samkvæmt eftirfarandi.

15% mánudaginn 6. júní 2016

25% laugardaginn 11. júní 2016

Rest í hæfilegum hópum eftir 17. júní 2016

Framangreind tillaga og fundargerðin voru áður staðfest í tölvupósti.

 

6. Í bréfinu er óskað tilefningar eins fulltrúa Skútustaðahrepps í starfshóp Umhverfisráðherra sem greina á möguleika og vinna tillögur að hugsanlegri uppbyggingu og skipulagi á jörðinni Hofsstöðum. Á grundvelli 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu karla og kvenna er óskað tilnefningar tveggja aðila.

Sveitarstjórn tilnefnir Yngva Ragnar Kristjánsson oddvita og Jóhönnu Katrínu Þórhallsdóttur varaoddvita í starfshópinn.

 

7. Í bréfinu er Skútustaðahrepp boðin þáttaka í umsókn Jafnréttisstofu til Evrópusambandsins í verkefni sem miðar að eflingu þverfaglegs starfs þegar kemur að ofbeldi gegn konum og börnum.

Sveitarfélögum, lögreglunni, heilsugæslunni, skólum og öðrum sem vinna með kynbundið ofbeldi og afleiðingar þess á Norðurlandi eystra er boðið að taka þátt í verkefninu. Verkefnið er sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Sveitarstjórn samþykkir þátttöku og felur sveitarstjóra afgreiðslu málsins.

 

8. Í bréfinu er tilkynnt um auka úthlutun Landbótasjóðs árið 2016. Í hlut Skútustaðahrepps koma 530 þúsund.

 

9. Í bréfinu sækir Ingibjörg Björnsdóttir f.h . fjáreigenda á Framafrétt um styrk til viðhalds og endurbóta skála á Stóruflesju við Suðurá. Sveitarstjórn samþykkir að veita allt að 350 þúsund krónum til verkefnisns og felur sveitarstjóra útfærslu í samráði við fjáreigendur á Framaafrétt. Sveitarstjóri lagði fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa.

Lykill 13-21-4320 hækkar um 250 þúsund. Útgjöldum verði mætt með hækkun skammtímaláns.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka samhljóða.

Sigurður G. Böðvarsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa erindis.

 

10. Gígja Sigurbjörnsdóttir, kt. 110640-4129, Álftagerði 3, 660 Mývatni, sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu heimagistinga í flokki I að Álfagerði 3, 660 Mývatn

Samkvæmt 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007 er óskað umsagnar sveitarstjórnar um umsókn þessa

Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn að uppfylltum skilyrðum sem skipulags- og byggingafulltrúi og aðrir umsagnaraðilar kunna að setja.

 

11. Aðalfundur Leigufélagsins Hvamms ehf kt 500209-1270 verður haldinn miðvikudaginn 22. júní 2016 í húsnæði Hvamms, Vallholtsvegi 17, Húsavík (salur í Miðhvammi). Sveitarstjórn samþykkir að Sigurður G. Böðvarsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

 

12. Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra sf. í Þingeyjarsýslum verður haldinn miðvikudaginn 22. júní 2016 kl. 14:00 í húsnæði félagsins, Vallholtsvegi 17, Húsavík (salur í Miðhvammi). Sveitarstjórn samþykkir að Sigurður G. Böðvarsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

 

13. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að semja kjörskrá. Jafnframt er oddvita veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosningana 25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa kjörskránna.

 

14. Til fundar eru mættir fulltrúar vegagerðarinnar Gunnar Guðmundsson og Pálmi Þorsteinsson. Rætt um vegamál í sveitarfélaginu, helstu verkefni framundan og áherslur sveitarstjórnar. M.a var rætt um vetrarþjónustu, Hverfjallsafleggjara, afleggjara að bílastæði við Kálfaströnd og Vagnbrekku, bundið slitlag á tengivegi, hálendisvegi, salernismál, hámarkshraða, girðingar og ristahlið of.l. Gunnar Guðmundsson og Pálmi Þorsteinsson véku af fundi kl 11:30.

 

15. Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sem unnið hefur verið að frá síðasta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 11:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020