36. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 25. maí 2016

36. fundur. Haldinn að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 25. maí 2016, kl 09:15.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Sigurður G. Böðvarsson, Helgi Héðinsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik Jakobsson, og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 17. maí 2016
 3. Fjármál sveitarfélagsins- rekstaryfirlit jan-apríl 2016
 4. Bréf eigenda fasteignanna Helluhrauns 12 og Helluhrauns 13 dags. 4. maí 2016
 5. Bréf Umhverfisstofnunnar vegna samings um refaveiðar dags. 5. apríl 2016
 6. Bókun heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 11. maí 2016
 7. Bréf Úrskurðarnefndar umhverfs og auðlindamála dags. 18. maí 2016
 8. Bréf Orkufjarskipta ódagsett.
 9. Aðalfundur Kjarna ehf.
 10. Skýrsla sveitarstjóra – munnleg

Efni til kynningar

 • Ársskýrsla og ársreikningur Náttúrustofu Norðausturlands 2015
 • Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. apríl 2106

Afgreiðslur.

1. Oddviti setti fund og lagði til að nýjum lið 8. Bréf Orkufjarskipta ódagsett og nýjum lið 9. Aðalfundur Kjarna ehf. yrði bætt á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur. Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð skipulagsnefndar frá 17. maí 2016. Fundargerðin er í níu liðum.

Liður 1 . Arnarvatn 1. Umsókn um stofnun lóðarhluta.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarhlutans og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna hann í landeignaskrá Þjóðskrár.

Liður 2 . Arnarvatn 2. Umsókn um stofnun lóðarhluta.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarhlutans og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna hann í landeignaskrá Þjóðskrár.

Liður 3 . Arnarvatn 3. Umsókn um stofnun lóðarhluta.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarhlutans og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna hann í landeignaskrá Þjóðskrár.

Liður 4 . Arnarvatn 4. Umsókn um stofnun lóðarhluta.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarhlutans og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna hann í landeignaskrá Þjóðskrár.

6. Vaðalda. Tillaga að deiliskipulagi og umsókn um framkvæmdaleyfi.

Skipulagnefnd telur mikla almanna- og öryggishagsmuni felast í því að tryggja rekstur fjarskiptastöðvar á Vaðöldu eins og sýndi sig við eldsumbrot í Holuhrauni á síðasta ári. Nefndin telur að sýnt hafi verið fram á að fyrirhuguð vatnsaflsvirkjun muni hafa minni umhverfisáhrif í för með sér en aðrir valkostir sem komu til álita og auk þess verða fyrirhugaðar framkvæmdir utan alfararleiðar og lítt sýnilegar nema á mjög takmörkuðu svæði. Að mati nefndarinnar eru umræddar framkvæmdir afturkræfar og auðvelt að afmá flest vegsummerki ef takast mun í framtíðinni að rafvæða fjarskiptabúnað á Vaðöldu með umhverfisvænni aðferðum. Skipulagsnefnd tekur undir sjónarmið Umhverfisstofnunar og telur brýnt að vandað verði til verka þannig að áhrif mannvirkjagerðarinnar sjálfrar verði sem minnst á jarðmyndanir og ásýnd svæðisins og dragi ekki úr jákvæðum áhrifum rafvæðingarinnar.

Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið skipulagsnefndar og samþykkir deiliskipulagstillöguna og felur jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúa að annast gildistöku hennar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

3. Lagt fram til kynningar yfirlit um fjárhagsstöðu fyrstu fjóra mánuði ársins og samanburður við fjárhagsáætlun. Reksturinn er almennt í samræmi við áætlanir.

 

4. Í bréfinu er gerð athugasemd við ákvörðun sveitarstjórnar frá 31. mars 2016 þess efnis að þau íbúaðarhús sem leyfi hafa til reksturs heimagistingar í flokki I skuli greiða fasteignagjöld skv. C flokki.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu og óskar eftir að Skipulagsnefnd taki málið til umfjöllunar.

 

5. Í ljósi þess að endurgreiðslur fyrir refaveiðar árið 2014 og 2015 voru lægri en áætlanir sveitarfélaga gerðu ráð fyrir hækka endurgreiðslur til sveitarfélaga fyrir árið 2016 um 5%.

Endurgreiðsluhlutfall Skútustaðahrepps nemur því 38% fyrir árið 2016 (var 33% fyrir árið 2014 og 35% árið 2015) sbr.samningi Umhverfisstofnunar og Skútustaðahrepps um refaveiðar árin 2014-2016.

Heildargreiðsla til Skútustaðahrepps, sbr. b-lið 2. mgr. 4. gr. samningsins, getur því numið að hámarki alls kr. 2.243.400 fyrir árið 2016. Lagður fram tilkynningar viðauki við áðurnefndan samning vegna þessa.

 

6. Í bókuninni eru ítrekuð fyrri tilmæli stofnunarinnar til Skútustaðahrepps um úrbætur í fráveitumálum með vísan til gildandi laga og reglugerða með það að markmiði að draga úr álagi í Mývatni af völdum næringarefna. Jafnframt er mælst til þess ríkisvaldið að veiti fjármagni til þessara brínu framkvæmda. Lagt fram til kynningar.

 

7. Í bréfinu er tilkynnt um stjórnvaldskæru Landverndar og Fjöreggs dags. 17. maí 2016, þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. fyrir framkvæmdinni Kröflulínu 4.

Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.

Vegna framkominnar stöðvunarkröfu er farið fram á að úrskurðarnefndin fái í hendur gögn er málið varða fyrir 25. maí nk. og er Skútustaðahrepp gefinn kostur á að tjá sig um kröfuna til sama tíma. Frestur til að gera athugasemdir vegna kærunnar að öðru leyti er 30 dagar frá dagsetningu þessarar tilkynningar, sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra ásamt Jóni Jónssyni lögmanni að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í málinu.

 

8. Lagt fram ódagsett erindi frá Jóni Bersa Ellingsen verkefnastjóra hjá Orkufjarskiptum hf, Krókhálsi 5c, 110 Reykjavík, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðarastrengs frá Þeistareykjum að Hólasandi. Fylgigögn með umsókn eru lýsing umsækjanda á framkvæmdinni, umsögn Umhverfisstofnunar, yfirlýsing milli landeigenda og Orkufjarskipta um heimild til lagningar á ljósleiðaralögn og loftmyndir sem sýna áætlaða legu strengsins.

Umsókn er með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar, það er gert til að tryggja að framkvæmdin dragist ekki inn í veturinn og verkið verði óframkvæmanlegt á þessu ári. Minjastofnun getur ekki gefið svar fyrr en útstikuð lagnaleið liggur fyrir og leið hefur verið gengin af fornleifafræðingi. Lagnaleið verður stikuð út eins fljótt og hægt er (þegar snjóa leysir) og umsókn minjavarðar mun liggja fyrir fljótlega eftir það.

Sveitarstjórn samþykkir umsókn Orkufjarskipta um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara frá Þeistareykjum að Hólasandi innan sveitarfélagamarka Skútustaðahrepps með þeim fyrirvörum sem tilgreindir eru í erindinu. Jafnframt samþykkir svetiarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 þegar endanleg lagnaleið og umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.

 

9. Aðalfundur Kjarna ehf verður haldinn þriðjudagskvöldið 31. maí kl. 20:30 í húsnæði Seiglu á Laugum. Sveitarstjórn samþykkir að Friðrik Jakobsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

 

10. Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sem unnið hefur verið að frá síðasta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 10:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020