35. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 11. maí 2016

35. fundur. Haldinn að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 11. maí 2016, kl 09:15.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Helgi Héðinsson, Arnheiður R. Almarsdóttir varamaður Sigurðar G. Böðvarssonar Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik Jakobsson, og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerð Skólanefndar frá 28. apríl 2016
 3. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 14. apríl 2016
 4. Bréf Sýslumannsins á Norðurlandi eystra dags. 18. apríl 2016
 5. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. maí 2016
 6. Vinabæjarsamstarf
 7. Samgögnuáætlun 2015-2018
 8. Ályktun aðalfundar Veiðifélags Laxár og Krákár dags. 30. apríl 2016 . Veiðifélags Mývatns frá 4. maí 2016. Ályktun Fjöreggs frá 8. maí 2016 og áskorun Landverndar dags. 4. maí 2016
 9. Starfsmannamál
 10. Mývatnsstofa – hlutafjáraukning
 11. Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps
 12. Ársreikningur Skútustaðahrepps 2015 – síðari umræða
 13. Skýrsla sveitarstjóra – munnleg

 

1. Oddviti setti fund og lagði til að nýjum lið 10 Mývatnsstofa- hlutafjáraukning og nýjum lið 11. Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps yrði bætt á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur. Samþykkt samhljóða.

 

2. Fundargerðin er í 4 liðum. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

3. Á aðalfundi Lánasjóðsins þann 8. apríl síðastliðinn var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna góðrar afkomu ársins 2015. Hlutur Skútustaðahrepps er 0,211% og arðgreiðsla nemur því 1.103.530 kr. Í samræmi við lög nr. 94/1996 skal halda eftir 20% fjármagnstekjuskatti og því koma 882.824 kr. til útborgunar sem arður frá Lánasjóðnum.

 

4. Í bréfinu er kynnt viljayfirlýsing sýslumanna og Sambands ísleskra sveitarfélaga dags. 18. apríl 2016 um aukið aðgengi íbúa að utankjörfundaratkvæðagreiðslu í tengslum við forsetakosningar þann 25. júní 2016. Í yfirlýsingunni er m.a gert ráð fyrir að þau sveitarfélög sem vilja taka þátt í tilraunaverkefni um aukna þjónustu við íbúa geti geti óskað eftir að sýslumaður í viðkomandi umdæmi skipi ákveðinn starfsmann eða starfsmenn í viðkomnadi sveitarfélags sem kjörstjóra við utankjörfundaratkvæðagreiðsluna. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir að taka þátt í tilrauninni og sveitarstjóra falið að óska eftir því við sýslumann að Rannveig Ólafsdóttir verðandi skrifstofustjóri verði skipuð kjörstjóri vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Skútustaðahreppi.

 

5. Í bréfinu er kynnt fyrirkomulag vinnu við gerð landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum á grundvelli nýsamþykktra náttúruverndarlaga. Sveitarstjórn tilnefnir Guðrúnu Brynleifsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa og framkvæmdastjóra Mývatnsstofu sem tengilið við verkefnið.

 

6. Lagður tölvupóstur frá sveitarstjórn Sör Frön í Noregi þar sem boðið er til vinabæjamóts í byrjun ágúst 2016. Samþykkt að sveitarstjórnarfulltrúum og skólastjóra Reykjahlíðarskóla sé boðið að sæki fundinn fyrir hönd Skútustaðahrepps.

 

7. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá forgangsröðun framkvæmda sem fram kemur í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2015-2018. Dettifossvegur er gríðarlega mikilvæg samgöngubót til að tengja saman byggðir á Norðausturhorninu, jafnframt sem hann gegnir veigamiklu hlutverki í áfamhaldandi þróun ferðaþjónustu á svæðinu. Vegakerfið gegnir lykilhlutverki í því markmiði að ná fram dreifingu ferðamanna og jákvæðri upplifun auk þess sem hér er um öryggsmál að ræða. Sveitarstjórn leggur áherslu á að auknu fé verði veitt til vegamála þannig að hægt verði að klára Dettifossveg á tímabilinu.

 

8. Undir þessum lið voru lagðar fram ályktanir aðalfunda Veiðifélags Laxár og Krákár frá 30. apríl 2016, Veiðifélags Mývatns frá 4. maí 2016. Ályktun Fjöreggs frá 8. maí 2016 og áskorun Landverndar dags. 4. maí 2016 til ríkisstjórnar Íslands um aðgerðir til björgunar lífríki Mývatns. Allir framangreindir aðilar lýsa yfir áhyggjum af þróun lífríkis Mývatns og skora á yfirvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til þess að bjarga viðkvæmu lífríki Mývatns m.a með úrbótum í fráveitumálum og auknum rannsóknum.

Undir þessum lið greindu oddviti og sveitarstjóri frá fundi sem þeir áttu með Umhverfis og samgöngunefnd alþings þann 9. maí s.l þar sem málefni Mývatns voru til umræðu.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps tekur undir áhyggjur er fram koma í ályktunum og áskorunum Veiðifélags Laxár og Krákár, Veiðifélags Mývatns, Fjöreggs og Landverndar og skorar á umhverfisyfirvöld og Alþingi að tryggja fjárstuðning við Skútustaðahrepp þannig að hægt sé að uppfylla ákvæði 24. gr reglugerðar 664/2012 um ítarhreinsun fráveitu. Jafnframt skorar sveitarstjórn á Alþingi að stórauka fjárframlög til Rannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, RAMÝ og fjölga stöðugildum í Mývatnssveit, til þess að stofnuninni verði gert kleyft að efla rannsóknir á fjölbreyttu og viðkvæmu lífríki Mývatns og Laxár líkt og kveðið er á um í lögum nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár.

 

9. Sveitarstjórn staðfestir ráðningu Rannveigar Ólafsdóttur í starf skrifstofustjóra Skútustaðahrepps og býður hana velkomna til starfa.Sveitarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi við hana. Helgi Héðinsson vék af fundi undir þessum lið.

 

10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Mývatnsstofu þar sem fram kemur að á aðalfundi Mývatnsstofu þann 4. Maí 2016 hafi verið samþykkt að auka hlutafé félagsins um 10 milljónir króna. Sveitarfélaginu er boðið að nýta forkaupsrétt á nýju hlutafé í Mývatnsstofu í samræmi við núverandi eignarhlut, samtals 1.240.597. Sveitarstjórn samþykkir að nýta forkaupsrétt á kaupum á nýju hlutafé fyrir kr 400 þúsund en falla frá forkaupsrétti á fleiri hlutum. Sveitarstjórn vill koma á framfæri að samkvæmt gildandi þjónustusamningi Mývatnsstofu og Skútustaðahrepps leggur sveitarfélagið árlega til reksturs stofunnar um 2,5 milljónir króna í formi fjárframlags og greiðslu húsaleigu. Guðrún Brynleifsdóttir og Helgi Héðinsson véku af fundi undir þessum lið.

 

11. Lögð fram drög að Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps fyrir árin 2014-2018 ásamt framkvæmdaáætlun. Áætlunin er unnin af Félags- og menningarmálanefnd. Sveitarstjórn samþykkir áætlunina og felur sveitarstjóra að kynna hana fyrir stjórnendum sveitarfélagsins. Einnig verður áætlunin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

12. Sveitarstjóri kynnti ársreikning Skútustaðahrepps 2015. Rekstartekjur samstæðu námu 408,8 milljónum króna. Þar af námu rekstartekjur A hluta 378,8 milljónum. Rekstargjöld fyrir afskriftir og fjármagnsliði námu 367,4 milljónum, þar af námu rekstargjöld A hluta 352,2 milljónum. Afskriftir, fjármagnsgjöld, tekjuskattur og hlutdeild minnihluta námu samtals 33,5 milljónum í samstæðu þar af 19,8 milljónir í A hluta. Rekstarniðurstaða samstæðu var því jákvæð um 7,9 milljónir þar af var rekstur A hluta jákvæður um 4,9 milljónir. Veltufé frá rekstri samstæðu nam 37,5 milljónum þar af nam veltufé frá rekstri A hluta 24,6 milljónum. Fjárfestingar á árinu námu 40,5 milljónum króna. Engin ný langtímalán voru tekin á árinu og voru langtímalán greidd niður um 21,8 milljónir. Eigið fé samstæðu í árslok nam 316,2 milljónum. Skuldahlutfall samkvæmt sveitarstjórnarlögum var 55,5% en var 68,0 % árið 2014. Þetta hlutafall skal ekki vera hærra en 150% af tekjum samkvæmt 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr 138/2011. Samkvæmt 64. gr laga ber sveitarstjórn að sjá til þess að samanlagðar tekjur A og B hluta skuli á hverju þriggja ára tímabili ekki vera hærri en sem nemur samanlögðum tekjum. Tímabilið 2015-2017 mun þetta skilyrði verða uppfyllt gangi áætlanir eftir um 18 milljónir. Til samanburðar var halli tímabilið 2014-2016 um 26 milljónir.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með niðurstöðu ársreiknings 2015. Mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstri sveitarfélagsins frá árinu 2014 og er ánægjulegt að sjá jákvæða niðurstöðu þrátt fyrir gríðarlegar launahækknir á árinu 2015. Útsvarstekjur vaxa umtalsvert milli ára í samræmi við jákvæða íbúaþróun. Rekstarkostnaður fyrir utan laun hefur lækkað mikið og nemur um 42,5% af tekjum. Þetta hlutfall var 53% árið 2014. Ljóst er að ráðdeild og aðhald í rekstri ásamt auknum tekjum hafa leitt til þess að jafnvægi hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins. Mikilvægt er að svo verði áfram og ganga áætlanir sveitarstjórnar útá að svo verði. Með ábyrgð í rekstri getur sveitarfélagið til framtíðar veitt íbúum góða þjónustu og fjárfest í þágu uppbyggingar í sveitarfélaginu.Sveitarstjórn þakkar starfsfólki fyrir góðan árangur í rekstri sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Skútustaðahrepps fyrir árið 2015 með undirskrift sinni.

 

13. Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

Fundi slitið kl 10:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020