34. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 20. apríl 2016

34. fundur. Haldinn að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 20. apríl 2016, kl 09:15.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Helgi Héðinsson varamaður Jóhönnu Katrínar Þórhallsdóttur, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik Jakobsson, og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 18. mars 2016
 3. Umsókn um rekstarleyfi gististaðar í flokki I
 4. Bréf Jóhönnu Katrínar Þórhallsdóttur dags. 8. apríl 2016
 5. Bréf Sambands Íslenskra sveitarfélags dags. 31. mars 2016
 6. Málefni Dvalarheilisins Hvamms
 7. Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps
 8. Aðalfundarboð Mýsköpunar 2016
 9. Hluthafafundur Mývatnsstofu
 10. Bréf framkvæmdasjóðs ferðamannastaða dags. 31. Mars 2016
 11. Ársreikningur Skútustaðahrepps 2015- fyrri umræða
 12. Skýrsla sveitarstjóra-munnleg

Efni til kynningar

 • Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 9. mars 2016
 • Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 6. apríl 2016
 • Efni frá Aðalfundi Mývatsstofu
 • Ársreikningur Mývetnings 2015

 

1. Oddviti setti fund og lagði til að nýjum lið 9. Hluthafafundur Mývatnsstofu og nýjum lið 10. Bréf framkvæmdasjóðs ferðamannastaða dags. 31. mars 2016, yrði bætt á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur. Samþykkt samhljóða.

 

2. Fundargerð skipulagsnefndar frá 18. apríl 2016. Fundargerðin er í sex liðum.

Liður 1 . Kröflulína 4. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn samþykkir umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Kröflulínu 4 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Sveitarstjórn áréttar bókun skipulagsnefndar um að æskilegra hefði verið að hluti línunnar hefði verið lagður í jörð þar sem um er að ræða óraskað land. Jafnframt vekur sveitarstjórn athygli á að með kerfisáætlun og breytingu á raforkulögum 65/2003 sbr. 9 gr. c. hefur sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélga verið skertur verulega sem leiðir af sér að áhrif sveitarfélaga á ákvörðun um landnoktun eru verulegum annmörkum háðar. Helgi Héðinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Liður 2. Sorpflokkunarsvæði í landi Grímsstaða. Breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við lýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Liður 3. Olnbogaás 1, Hótel Laxá. Breyting á aðal- og deiliskipulagi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögurnar á þessu stigi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna kynningar, auglýsingar og staðfestingar á tillögunum eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

3. Nadia Hamdan Chentouf, kt.160974-4279, sækir um nýtt rekstrarleyfið til sölu heimagistingar í flokki I í Helluhrauni 5, 660 Mývatn.

Samkvæmt 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007 er óskað umsagnar sveitarstjórnar um umsókn þessa. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn að uppfylltum skilyrðum sem skipulags- og byggingafulltrúi og aðrir umsagnaraðilar kunna að setja.

 

4. Í bréfinu óskar Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir varaoddviti eftir leyfi frá stöfum í sveitarstjórn tímabilið 15. apríl – 1. september 2016 vegna fæðingarorlofs. Sveitarstjórn samþykkir beiðni um leyfi umrætt tímabil. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að Helgi Héðinsson taki sæti aðalmanns í sveitarstjórn tímabilið 15. apríl -1. september 2016. Sigurður G. Böðvarsson mun gegna embætti varaoddvita á umræddu tímabili.

 

5. Í bréfinu er kallað eftir afstöðu sveitarfélagana til vegna fyrirkomulags heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga í tengslum við frumvarp til breytingar á lögum um hollustuhætti og vinnustaði nr 7/1998. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps sér ekki ástæðu til breytinga á núverandi fyrirkomulagi heilbrigðiseftilits sveitarfélaga og leggur áherslu á að eftirlit með starfsleyfisskyldri starfsemi skuli að meginstefnu sinnt af staðbundum stjórnvöldum.

 

6. Viðvarandi taprekstur hefur verið hjá Leigufélaginu Hvammi á liðnum árum og miðað við fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2016
verður áfram tap á rekstri þess. Samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningi fyrir árið 2015 kemur fram í efnahagsreikningi félagins að eigið fé
félagsins er neikvætt um 54 mkr., sem að mestu er tilkomið vegna virðisrýrnunar á fasteignum félagsins á árinu 2014. Eiginfjárhlutfall félagsins
er neikvætt um 30% auk þess sem veltufjárhlutfall félagsins í árslok er einungis 0,02. Félagið reiðir sig því á stuðning frá eigendum
sínum til að tryggja áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár (2016).
Þess er því óskað að eigendur félagsins lýsi því yfir skriflega að þeir muni styðja við félagið a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár og þar með leggja
grunn að forsendum reikningsskila félagsins sem miðast við áframhaldandi rekstur.
Stjórnendur félagsins munu á núverandi rekstrarári áfram leita leiða til þess að finna lausn á viðvarandi taprekstri félagsins

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir að styðja við rekstur Leigufélgs Hvamms út rekstarárið 2016 í samræmi við eignarhlut.

 

7. Drög lögð fram til kynningar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

8. Í bréfinu er boðað til Aðalfundar Mýsköpunar sem haldinn verður þann 25. apríl 2016 í húsnæði björgunarsveitarinnar Stefáns og hefst kl 16:00. Sveitarstjóra falið að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

9. Í bréfinu er boðað til hluthafafundar Mývatnsstofu sem haldinn verður í Hótel Reynihlíð miðvikudaginn 4. maí kl 13:00. Samþykkt að Friðrik Jakobsson fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

10. Í bréfinu er tilkynnt um afgreiðslu sjóðsins á umsókn Skútustaðahrepps vegna 1. áfanga verkefnisins Hjóla- og göngustígur umhverfis Mývatn. Samþykkt styrkupphæð er kr 4.000.000. Skv. reglum sjóðsins er krafist 20% mótframlags. Sveitarstjóra falið að vinna tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun vegna mótframlagsins og leggja fyrir sveitarstjórnarfund. Sveitarstjóra og Skipulags- og byggingafulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

 

11. Til fundarins er mættur Arnar Árnason endurskoðandi hjá KPMG. Arnar kynnti ársreikning Skútustaðahrepps fyrir árið 2016 og lagði fram endurskoðunarskýrslu.Umræður urðu um ársreikninginn og svaraði Arnar fyrirspurunum sveitarstjórnar um einstaka liði. Arnar vék af fundi að loknum umræðum. Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.

 

12. Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

Fundi slitið kl 11:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020