32. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 9. mars 2016

32. fundur. Haldinn að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 9. mars 2016, kl 09:15.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik Jakobsson, og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 15. febrúar 2016
 3. Fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 8. mars 2016
 4. Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 22. febrúar.
 5. Bréf Landgræðslu ríksins dags. 22. febrúar 2016
 6. Bréf Lánasjóðs sveitarfélags dags 22. febrúar 2016
 7. Bréf KEA dags 2. febrúar 2016
 8. Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 26. janúar 2016
 9. Bréf Heimilis og skóla dags 11. febrúar 2016
 10. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélags 2016
 11. Umsókn um rekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki I
 12. Umsókn um rekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki I
 13. Umsókn um viðbót við rekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki V
 14. Vetrarþjónusta á vegum í Mývatnssveit
 15. Skýrsla sveitarstjóra-munnleg

Efni til kynningar

 • Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 3. febrúar 2016
 • Fundargerð stjórar Sambands íslenskra sveitarfélags frá 26. febrúar 2016

Afgreiðslur

1. Oddviti setti fund og lagði til að nýjum liðum 3 og 4 yrði bætt við áður útsenda dagskrá.
Liður 3 fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 8. mars 2016.

Liður 4 bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 22. febrúar 2016. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur. Samþykkt samhljóða. Jafnframt leiðréttist misritun dagsetningar fundargerðar Skipulagsnefndar frá fundarboði. Rétt dagsetning fundargerðarinnar er 15. febrúar 2016.

 

2. Lögð fram fundargerð Skipulagsnefndar frá 15. febrúar 2016. Fundargerðin er í fjórum liðum.

4 . Reykjahlíð 4. Umsókn um stofnun lóðar.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna hana í fasteignagrunni Þjóðskrár.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

3. Lögð fram fundargerð Félags-og menningarmálanefndar frá 8. mars. Fundargerðin er í 7 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina. Guðrún Brynleifsdóttir vék af fundi undir 3. lið.

 

4. Í bréfinu er vísað til bréfa EFS frá 13. júlí og 30. september 2015 þar sem óskað er skýringa á hallarekstri sveitarfélagsins árið 2014. Eftirlitsnefndin hefur yfirfarið upplýsingar sveitarfélagsins og er það niðurstaða nefndarinnar að óska ekki eftir frekari upplýsingum vegna umræddrar fyrirspurnar. Lagt fram til kynningar.

 

5. Í bréfinu er tilkynnt um afgreiðslu umsóknar Skútustaðahrepps til Landbótasjóðs 2016. Landbótasjóður styrkir Skútustaðahrepp um kr. 1.800.000 vegna áburðardreifingar á 135 ha á árinu 2016. Sveitarstjórn felur Landbúnaðar- og girðinganefnd umsjón og eftirfylgni með ráðstöfun styrkveitingarinnar og ábyrgð á framkvæmd landgræðsluverkefna í sveitarfélaginu sem undir styrkveitinguna falla.

 

6. Í bréfinu er óskað eftir framboðum til setu í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga en ný stjórn verður kosin á aðalfundi sjóðsins þann 8. apríl n.k. Lagt fram til kynningar.

 

7. Í bréfinu er tilkynnt að KEA svf. hafi gert tilboð í hlut Akureyrarkaupstaðar í öll hlutabréf bæjarins í fjárfestingafélaginu Tækifæri að upphæð 99,6% fyrir hvern hlut nafnverðs. Samkvæmt samþykktum Tækifæris hafa hluthafar forkaupsrétt á hlutafé í samræmi við eignarhlut. Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti.

Í bréfinu leggur KEA svf fram tilboð í öll hlutabréf Skútustaðahrepps í fjárfestingafélaginu Tækifæri á sömu kjörum og viðskipti Akureyrarbæjar byggðust á. Fram kemur að öllum sveitarfélögum sem hlut eiga í Tækifæri hafi verið sent samsvarandi tilboð. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir að ganga að tilboði KEA svf. á kaupum á öllum hlutum sveitarfélagsins í fjárfestingafélaginu Tækifæri. Jafnframt felur sveitarstjórn Jóni Óskari Péturssyni sveitarstjóra kt. 190775-6079 fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita öll skjöl sem viðskiptunum tengjast.

 

8. Í bréfinu staðfestir Mennta-og menningarmálaráðherra á grundvelli 7. gr. laga nr. 22/2015 um örnefni, þá ákvörðun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá 15. desember 2015 að nýja hraunið norðan Vatnajökuls fái nafnið Holuhraun. Lagt fram til kynningar.

 

9. Í bréfinu er kynnt ályktun stjórnar Heimilis og skóla um niðurskurð í leik- og grunnskólum landsins. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps vill taka fram að á árinu 2016 er aukið framlag til fræðslumála í sveitarfélaginu.

 

10. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XXX. landsþings Sambandsins. Þingið verður haldið á Grand Hótel í Reykjavík föstudaginn 8. apríl. Oddviti fer með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

 

11. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Skútustaðahrepps vegna umsóknar Ólafs Þrastar Stefánssonar, kt. 010661-4989, Múlavegur 9a, 660 Mývatni, um nýtt rekstrarleyfi til sölu heimagistingar í flokki I að Múlavegi 9a, 660 Mývatni.

Samkvæmt 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007 er óskað umsagnar sveitarstjórnar um umsókn þessa. Afgreiðslu frestað.

 

12. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Skútustaðahrepps vegna umsóknar Stefáns Jakobssonar, kt. 140180-5489, Helluhrauni 12, 660 Mývatni, um nýtt rekstrarleyfi til sölu heimagistingar í flokki I í Helluhrauni 12, 660 Mývatni.

Samkvæmt 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007 er óskað umsagnar sveitarstjórnar um umsókn þessa. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn að uppfylltum skilyrðum sem skipulags- og byggingafulltrúi og aðrir umsagnaraðilar kunna að setja.

 

13. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Skútustaðahrepps vegna umsóknar Ásmundar Kristjánssonar kt. 131238-2829, Stöng 1, 660 Mývatn, sem er forsvarsmaður fyrir Gistiheimilið Stöng ehf. kt. 420207-0850, um viðbót við fyrra rekstrarleyfi á Gistiheimilið Stöng, eitt hús með 10 herbergjum og baði í flokki V.

Samkvæmt 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007 er óskað umsagnar sveitarstjórnar um umsókn þessa. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn að uppfylltum skilyrðum sem skipulags- og byggingafulltrúi og aðrir umsagnaraðilar kunna að setja.

 

14. Umræður urðu um vetrarþjónustu á leiðum að vinsælum ferðamannstöðum í Mývatnssveit. Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps skorar á samgönguyfirvöld og þingmenn NA kjördæmis að beita sér fyrir auknum fjárveitingum til vetrarþjónustu á leiðum að vinsælum náttúruperlum og ferðamannastöðum. Á undanförnum árum hefur umferð aukist stórlega yfir vetrarmánuðina án þess að þjónusta hafi aukist að sama skapi. Þetta hefur leitt til óþarfa álags á björgunarsveitir og aðra þjónustuaðila sem brugðist hafa við í hvert skipti sem vandamál koma upp. Vegakerfið gegnir lykilhlutverki í því markmiði að ná fram dreifingu ferðamanna og jákvæðri upplifun sem sett eru fram í Vegvísi ferðaþjónustunnar. Auk þess er hér um öryggismál að ræða. Snjómokstur og hálkuvarnir á vinsælum leiðum bæði, vegum og gönguleiðum, er því grundvallaratriði að þeim markmiðum, og er auk þess grundvallarforsenda fyrir því að hægt sé að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem til staðar eru í vetrarferðamennsku í Mývatnssveit og víðar á landsbyggðinni.

Samþykkt samhljóða.

 

15. Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

Undir þessum lið bar oddviti upp eftirfarandi tillögu.

Næsti reglubundni fundur sveitarstjórnar Skútustaðarhepps verður haldinn fimmtudaginn 31. mars kl 09:15. Samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl. 11:15


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020