30. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 26. janúar 2016

30. fundur. Haldinn að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 26. janúar 2016, kl 09:30.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik Jakobsson, og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 18.janúar 2016
 3. Fundargerð Umhverfisnefndar frá 25. janúar 2016
 4. Fjármál sveitarfélagsins- rekstarniðurstaða 2015
 5. Aðalfundur Samorku 2016
 6. Dreifing pósts í Skútustaðahreppi
 7. Bókun heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags.13.janúar 2016
 8. Skýrsla sveitarstjóra-munnleg

Efni til kynningar

Fundargerð stjórnar Eyþings frá 8. desember 2015

Fundargerð stjórnar Hvamms frá 4. desember 2015

Fundargerð stjórnar leigufélags Hvamms frá 4. desember 2015

 

Afgreiðslur

1. Oddviti setti fund og lagði til að nýjum lið 3. Fundargerð Umhverfisnefndar frá 25. janúar. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur. Samþykkt samhljóða.

 

2. Fundargerð skipulagsnefndar frá 18. janúar 2016. Fundagerðin er í 9 liðum.

1. Vaðalda. Tillaga að deiliskipulagi og umsókn um framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn heimilar að tillgan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og jafnframt felur hún skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna auglýsingarinnar eins og skipulaglög mæla fyrir um. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir vék af fundi undir þessum lið og tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu. Samþykkt með 4 atkvæðum.

3. Sprengisandslína, Kröflulína 3 og 4 o.fl. framkvæmdir. Fyrirspurn um sameiginlegt umhverfismat.

Sveitarstjórn tekur undir afstöðu skipulagsnefndar og telur að umræddar framkvæmdir séu í heild sinni háðar sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum í samræmi við 2. mgr. 14. gr. laga nr. 106/2000.

Liður 4. Skútustaðir 2B. Umsókn um stofnun lóða.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðanna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna þær í fasteignagrunni Þjóðskrár. Sigurður G. Böðvarsson vék af fundi undir þessum lið og tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu. Samþykkt með 4 atkvæðum.

5. Kistufell í Skútustaðahreppi. Stofnun lóðar.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna hana í fasteignagrunni Þjóðskrár.

6. Drekagil í Skútustaðahreppi. Stofnun lóða.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðanna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna þær í fasteignagrunni Þjóðskrár.

7. Reykjahlíð 2. Umsókn um stofnun lóðarhluta í óskiptu landi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarhlutans og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna hann í fasteignagrunni Þjóðskrár.

8. Reykjahlíð 4. Umsókn um stofnun lóðarhluta í óskiptu landi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarhlutans og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna hann í fasteignagrunni Þjóðskrár.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

3. Fundargerð Umhverfisnefndar frá 25. janúar. Fundargerðin er í 3 liðum.

Liður 2.

Sveitarstjórn tekur vel í hugmynd um veitingu umhverfisverðlauna og felur Umhverfisnefnd að útfæra tillöguna nánar og leggja fyrir sveitarstjórn.

Sveitarstjórn felur Landbúnaðar-og girðinganefnd að gera úttekt á ástandi gangnamannaskála í sveitarfélaginu og koma með tillögur að úrbótum.

Liður 3

Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

4. Sveitarstjóri kynnti rekstrarstöðu janúar-desember 2015 og lagði fram rekstraryfirlit einstakra rekstrareininga.

 

5. Aðalfundur Samorku verður haldinn í Reykjavík föstudaginn 19. febrúar 2016. Erindið var til kynningar.

 

6. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir harðlega boðuðum breytingum á dreifingu pósts í sveitarfélaginu. Að mati sveitarstjórnar er um grófa mismunun að ræða sem þýða mun þjónustuskerðingu fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu sem skerðir samkeppnishæfni þess. Sveitarstjórn skorar á stjórnendur Íslandspósts að endurskoða boðuð áform.

 

7. Í bókun HNE er lýst áyggjum af boðuðum breytingum á lögum nr.7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og áhrifum þess á starfsumhverfi heilbrigðisnefnda sveitarfélaga. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir bókun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og telur farsælla að efla starfsemi heilbrigðisnefnda sveitarfélaga sem tryggja mun góða nærþjónustu við fyrirtæki og íbúa um allt land.

 

8. Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta fundi sveitarstjórnar. Undir þessum lið var eftirfarandi bókun samþykkt. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sækja um hækkun á yfirdráttarheimild í Sparisjóði S-Þingeyinga um 15 milljónir króna til viðbótar við áður samþykkta heimild uppá 30 milljónir. Heimildin gildi út árið 2016.

Fundi slitið kl. 10:05


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020