29. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 13. janúar 2016

29. fundur. Haldinn að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 13. janúar 2016, kl 09:15.

Mætt: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik Jakobsson, Arnheiður R. Almarsdóttir varamaður Yngva Ragnars Kristjánssonar og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerð landbúnaðar og girðinganefndar frá 7. janúar 2016
 3. Málefni Hofsstaða
 4. Umsókn um viðbót við rekstrarleyfi
 5. Snjómokstursreglur í Skútustaðahreppi
 6. Samningur um rekstur Skjólbrekku
 7. Bréf Greiðar leiðar ehf dags. 6. nóvember 2015
 8. Fundaáætlun sveitarstjórnar janúar – júní 2016
 9. Fjármál sveitarfélagsins- yfirdráttarheimild
 10. Bréf Markaðsstofu Norðurlands dags. 9. desember 2015
 11. Skýrsla sveitarstjóra-munnleg

Efni til kynningar

Fundargerð stjórnar Eyþings frá 8. desember 2015

Fundargerð stjórnar Hvamms frá 4. desember 2015

Fundargerð stjórnar leigufélags Hvamms frá 4. desember 2015

 

Afgreiðslur

1. Varaoddviti Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir setti fund og lagði til að nýjum lið 2. yrði bætt á dagskrá. Fundargerð landbúnaðar og girðinganefndar frá 7. janúar 2016. Aðrir liðir færast aftar sem þessu nemur. Samþykkt samhljóða.

 

2. Lögð fram fundargerð landbúnaðar- og girðinganefndar frá 7. janúar 2016. Fundargerðin er í 4 liðum. Eftirfarandi var samþykkt vegna liðar 3: Sveitarstjórn samþykkir að sækja um styrk til Vegagerðarinnar vegna girðinga í Grímsstaðalandi í samræmi við tillögu landbúnaðar- og girðinganefndar. Sveitarstjóra falin afgreiðsla málsins. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leiti.

 

3. Lagður fram tölvupóstur frá Óskari Páli Óskarssyni f.h. Ríkiseigna þar sem fram kemur að ríkiseignum f.h. fjármála og efnahagsráðuneytisins hefur verið fal  ið að kanna áhuga Skútustaðahrepps á að kaupa ríkisjörðina Hofsstaði í Mývatnssveit á grundvelli 35. gr. Jarðalaga um söluheimild á ríkisjörðum til sveitarfélaga. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að kanna möguleika á að kaupa jörðina Hofsstaði og felur oddvita og sveitarstjóra að vinna að málinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

4. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar sveitarstjórnar Skútustaðahrepps á grundvelli 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007 um umsókn Gylfa Yngvasonar, kt. 180956-4339, Skútustöðum 2, 660 Mývatni, f.h. Stellu Rósu um viðbót við fyrra rekstrarleyfi, eitt sumarhús. Gylfi er þegar með rekstrarleyfi til sölu gistingar í íbúð. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn.

 

5. Lögð fram drög að snjómokstursreglum í Skútustaðahreppi. Oddviti og sveitarstjóri greindu frá fundi með verktökum þar sem drögin voru rædd. Sveitarstjórn samþykkir snjómokstursreglurnar og felur sveitarstjóra að auglýsa þær.

 

6. Lagður fram samningur við Mývatn ehf. um rekstur Skjólbrekku. Samningurinn er framlenging á fyrri samningi og gildir til eins árs. Sveitarstjórn samþykkir samninginn. Sveitarstjórn felur Félags-og menningarmálanefnd að vinna tillögur að framtíðarhlutverki og nýtingu Skjólbrekku. Nefndin skili tillögum til sveitarstjórnar fyrir 1. júní 2016.

 

7. Í bréfinu er sveitarfélaginu boðið að nýta forkaupsrétt að nýju hlutafé í Greiðri leið ehf. í samræmi við eignarhlut á árinu 2015. Hlutafjáraukningin er í samræmi við ákvæði lánasamnings Vaðlaheiðarganga hf. og ríkisins þar sem Greiðri leið ber að auka hlutafé um 40 milljónir króna árlega á árinum 2013-2017. Sveitarstjórn samþykkir að nýta forkaupsrétt í samræmi við 2,67% eignarhlut, samtals 1.038.766 kr.

 

8. Fundir sveitarstjórnar tímabilið janúar-júní 2016 verða samkvæmt eftirfarandi:

Janúar 13. og 27.

Febrúar 10. og 24.

Mars 9. og 30.

Apríl 13. og 27.

Maí 11. og 25.

Júní 8. og 22.

 

9. Sveitarstjórn samþykkir að veita Jóni Óskari Péturssyni sveitarstjóra heimild til að sækja um yfirdráttarheimild hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga, allt að kr. 30 milljónir, til daglegrar fjármálastjórnunar. Heimildin gildir til 31. desember 2016.

 

10. Lagt fram erindi Markaðsstofu Norðurlands þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi sveitarfélagsins og Markaðsstofunnar. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að boða framkvæmdastjóra MN til fundar við fyrsta tækifæri.

 

11. Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta reglubundna fundi sveitarstjórnar. Undir þessum lið var eftirfarandi bókun samþykkt. Sveitarstjórn færir Félags-og menningarmálanefnd og Menningarfélaginu Gjallanda sem undirbjuggu 60. ára afmælisveislu Skjólbrekku bestu þakkir fyrir góða skemmtun.

 

Fundi slitið kl. 10:05


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020