28. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 15. desember 2015

28. fundur

Haldinn að Hlíða­vegi 6, þriðjudaginn 15. desember 2015, kl 09:30.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik Jakobsson og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

DAGSKRÁ:

 

 1. Fundarsetning

 2. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 9. desember 2015

 3. Fundargerð Skólanefndar frá 10. desember 2015

 4. Fundargerð Landbúnaðar- og girðinganefndar frá 8. desember 2015

 5. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015

 6. Snjómokstur í Reykjahlíð - niðurstaða útboðs

 7. Vátryggingar sveitarfélagsins – niðurstaða útboðs

 8. Bréf forstöðumanns ÍMS dags. 1. desember 2015

 9. Bréf Snorraverkefnisins dags. 30. október 2015

 10. Bréf Flokkunar dags. 6. nóvember 2015

 11. Samningur um kostnaðarskiptingu vegna Náttúrustofu Norðausturlands

 12. Rekstrarsamningur Skútustaðahrepps við HSÞ 2016-2019

 13. Rekstraráætlun og stofnsamningur Héraðsnefndar Þingeyinga bs. 2016

 14. Gatnagerðargjöld í Klappahrauni í Reykjahlíð

 15. Niðurstöður nefndar um nafngift á nýju náttúrufyrirbæri norðan Vatnajökuls

 16. Frumvarp til laga um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu (sameining stofnana), 371. mál.

 17. Bréf Skipulagsstofnunar dags 4. desember 2015- Sprengisandslína

 18. Bréf Skipulagsstofnunar dags 7. desember 2015- Svartárvirkjun

 19. Fjárhagsáætlun 2016-2019 – síðari umræða

 20. Skýrsla sveitarstjóra- munnleg

   

  Efni til kynningar

  Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 9. október 2015, 21.október 2015, 18. nóvember 2015

   

 1. Oddviti setti fund og lagði til að nýjum lið 17. bréf Skipulagsstofnunar dags. 4. desember 2015-Sprengisandslína,og nýjum lið 18. bréf Skipulagsstofnunar dags. 7. desember 2015-Svartárvirkjun yrði bætt á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem þessu nemur. Jafnframt að undir lið 13 yrði bætt samþykkt stofnsamnings Héraðsnefndar Þingeyinga bs. Samþykkt samhljóða.

 2. Fundagerðin er í 9. liðum. Eftirfarandi bókanir voru gerðar vegna fundargerðarinnar:

  Liður 3. Hofsstaðir. Tillaga að deiliskipulagi.

  Sveitarstjórn heimilar Minjastofnun Íslands að láta vinna deiliskipulag á sinn kostnað skv. framkominni skipulagslýsingu. Jafnframt felur sveitarstjórn skipulags- og byggingafulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

   

   

  Liður 4. Vikraborgir við Öskju. Tillaga að deiliskipulagi.

  Sveitarstjórn heimilar Vatnajökulsþjóðgarði að láta vinna deiliskipulag á sinn kostnað skv. framkominni skipulagslýsingu. Jafnframt felur sveitarstjórn skipulags- og byggingafulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

  1. 5. Vogajörðin. Deiliskipulag sameignarlands.

  Sveitarstjórn heimilar landeigendum Voga að láta vinna deiliskipulag á sinn kostnað skv. framkominni skipulagslýsingu. Jafnframt felur sveitarstjórn skipulags- og byggingafulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

  Liður 6. Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023. Textabreyting

  Sveitarstjórn samþykkir að gerðar verði óverulegar textabreytingar í Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem heimilað verði að byggja allt að 30 m² salernis- og/eða aðstöðuhús í óbyggðum á áningar- og áfangastöðum ferðamanna án breytinga á aðalskipulagi eða sérmerkingar á aðalskipulagsuppdrætti. Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna breytingarinnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

  Liður 8. Dettifoss þjónustusvæði. Stofnun lóðar.

  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að stofna hana í fasteingargrunni Þjóðskrár.

   

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

3. Fundargerðin er í 7 liðum.

Eftirfarandi bókanir voru gerðar vegna fundargerðarinnar.

Liður 1.Fjárhagsáætlun 2016

Sveitarstjórn tekur undir með Skólanefnd varðandi möguleika á hagræðingu í akstri starfsmanna til vinnu.

Liður 3. Húsnæðismál leikskóla

Sveitarstjórn samþykkir að starfsemi leikskólans Yls verði flutt í húsnæði Reykjahlíðarskóla á árinu 2016. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi flutningsins verði í janúar 2016 og flutningum verði að fullu lokið á haustmánuðum 2016. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir fjármagni í breytingar vegna flutningsins auk þess sem gert er ráð fyrir viðbótarstöðugildi á leikskólann. Ástæða breytinganna er sú ánægjulega þróun á nemendafjölda í leikskólanum Yl. Miðað er við að ný aðstaða geti rúmað allt að 25 nemendur og er það von sveitarstjórnar að með þessum breytingum sé starfsemi leikskólans komin í framtíðaraðstöðu sem býður uppá áhugaverða möguleika á samþættingu í skólastarfi í Mývatnssveit.

Liður 6. Innritunarreglur í leikskólann Yl

Sveitarstjórn samþykkir framlagðar innritunarreglur í leikskólann Yl. Reglurnar verða birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

4. Fundargerðin er í 4.liðum. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

5. Sveitarstjóri lagði fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2015, sem greinist þannig:

Fræðslu- og uppeldismál: 2.950 þús. kr. hækkun launakostnaðar aukinnar kennslu í tónlistarskóla og vegna kjarasamninga.

Æskulýðs- og íþróttamál: 8.000 þús. kr. hækkun annars rekstrarkostnaðar.

Veitustofnun: 3.000 þús. kr. hækkun annars rekstrarkostnaðar.

Eignfærðar gatnaframkvæmdir eignasjóðs: hækkun um 600 þús. kr.

Seld fasteign í eignasjóði: söluverð 23.000 þús. uppgreiðsla lána nemur 14.500 þús. kr. og söluhagnaður nemur 5.075 þús. kr.

Fastafjármunir að fjárhæð 69.044 þús. kr. færðir frá þjónustustöð til veitustofnunar. Jafnframt hækka afskriftir veitustofnunar um 2.071 þús. kr.

Viðauki fjármagnaður með hækkun skammtímalána að fjárhæð 6.050 þús. kr.

Samþykkt samhljóða.

6. Eitt tilboð barst, frá Jóni Inga Hinrikssyni ehf. sem er svohljóðandi:

Dráttarvél 135 hestöfl, með tönn eða skólfu kr. 13.500

Dráttarvél 135 hestöfl, með blásara kr 19.500

JCB 4x4 árgerð 2008, með tönn eða skóflu, kr. 12.000

Hjólaskófla Komatzu 500 árgerð 2003, með tönn eða skóflu kr.23.000

Vörubílar árgerð 2000-2015 með undirtönn og sanddreifara kr 20.997

Öll verð eru án vsk.

Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Jón Inga Hinriksson ehf. á grundvelli tilboðsins. Sveitarstjóra falin afgreiðsla málsins.

 

7. Lögð fram niðurstaða verðfyrirspurnar vegna vátrygginga sveitarfélagsins 2016-2018 sem framkvæmd var af Consello ehf. Fjögur tilboð bárust. Öll verð eru heildarverð þ.e. iðgjöld að viðbættum opinberum gjöldum.

 

VÍS kr: 2.165.575

Sjóvá kr: 3.091.000

TM kr: 2.920.359

Vörður kr: 2.720.000

Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við VÍS á grundvelli lægsta tilboðs. Þess má geta að veruleg lækkun náðist frá fyrra ári. Sveitarstjóra falin afgreiðsla málsins.

 

8.  bréfinu tilkynnir Bjarni Jónasson uppsögn á starfi forstöðumanns ÍMS frá 1. desember 2015. Sveitarstjórn þakkar Bjarna Jónassyni góð og vel unnin störf á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar. Guðrún Brynleifsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

9. Í bréfinu er óskað fjárstyrks vegna Snorraverkefnisins 2016. Sveitarstjórn getur ekki orðið við beiðninni.

10. Í bréfinu vill stjórn Flokkunar Eyjafjörður kanna áhuga sveitarfélaganna á Norðurlandi um stofnun byggðasamlags eða félags til að halda utan um úrgangsmál og fylgja eftir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að kanna möguleika á auknu samstarfi í úrgangsmálum á Norðurlandi.

11. Framlag Skútustaðahrepps á árinu 2015 nemur 530.533 kr skv. samningi milli ríkisins, Norðurþings, Skútustaðahrepps og Tjörneshrepps frá 2012 þar sem sveitarfélögin leggja sameiginlega fram 30% af grunnrekstrarfé stofnunarinnar. Sveitarstjórn staðfestir kostnaðarskiptinguna enda er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2015.

12. Lagður fram styrktarsamningur við HSÞ dags. 26.11.2015. Samningurinn er undirritaður af sveitarstjóra með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Samkvæmt samningnum mun Skútustaðahreppur styrkja starfsemi HSÞ um upphæð sem nemur 600 kr. pr. íbúa árin 2016-2018. Samningurinn kemur til endurskoðunar í tengslum við fjárhagsáætlun ár hvert. Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

13. Lögð fram rekstraráætlun Héraðsnefndar Þingeyinga fyrir árið 2016. Framlag Skútustaðahrepps nemur kr. 288.562. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við áætlunina.

Undir þessum lið voru einnig lagðar fram til staðfestingar stofnsamþykktir Héraðsnefndar Þingeyinga bs. sem samþykktar voru á stjórnarfundi Héraðsnefndar Þingeyinga þann 25. nóvember 2015. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps staðfestir samþykktirnar fyrir sitt leyti.  

Á grundvelli bráðabirgðaákvæðis um skipan í fulltrúaráð samþykkir sveitarstjórn að tilnefna Yngva R. Kristjánsson og Jóhönnu Katrínu Þórhallsdóttur sem aðalmenn og til vara Sigurð G. Böðvarsson og Guðrúnu Brynleifsdóttur.

 

14. Sveitarstjórn samþykkir að fresta innheimtu 40% hluta gatnagerðargjalda vegna lóða í Klappahrauni í Reykjahlíðarþorpi þar til gatnagerð er að fullu lokið með lagningu varanlegs yfirborðs á götuna. Tengi- og byggingarleyfisgjöld skulu greidd að fullu. Gerður skal samningur við lóðahafa um þetta atriði.

15. Guðrún Brynleifsdóttir gerði grein fyrir starfi starfshóps um nafn á nýja náttúrufyrirbærinu norðan Vatnajökuls. Lögð fram samantekt starfshópsins ásamt umsögn Örnefnanefndar.Greidd voru atkvæði um eftirfarandi nöfn. Holuhraun, Urðarbruni, Nornahraun og Flæðahraun. Atkvæðagreiðsla fór þannig að nafnið Holuhraun fékk 2 atkvæði, Nornahraun fékk 1 atkvæði og Urðarbruni fékk 1 atkvæði. Niðurstaðan er því að nafn á nýja hraunið norðan Vatnajökuls verði Holuhraun.

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir vék af fundi og tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.

 

16. Oddviti bar upp eftirfarandi bókun.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps leggst gegn áformum um sameiningu RAMÝ og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Að mati sveitarstjórnar hefur ekki verið sýnt fram á hvernig boðuð sameining muni efla starfsemi RAMÝ í Mývatnssveit. Í því sambandi er vert að benda sérstaklega á að í athugasemdum við frumvarpið kemur fram að með sameiningunni er horft til samnýtingar á húsnæði, búnaði og starfsfólki.

Ekki verður annað séð út frá þessum orðum en að með sameiningu muni starfsemi RAMÝ að endingu flytjast úr Skútustaðahreppi og þar með fjarri viðfangsefni RAMÝ og tengingum við nærsamfélagið í Mývatnssveit.

Sveitarstjórn ítrekar fyrri skoðun um að brýnt sé að efla og auka rannsóknarstarf í héraði m.a. með aukinni samvinnu/samstarfi RAMÝ og Náttúrustofu Norðausturlands. Slíkt samstarf mætti útfæra í sérstökum þjónustusamningi.

 

17. Fyrir fundinum liggur tillaga að matsáætlun um Sprengisandslínu og erindi frá Jakobi Gunnarssyni f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 4. desember 2015 þar sem óskað er eftir afstöðu Skútustaðahrepps um hvort Sprengisandslína og aðrar fyrirhugaðar framkvæmdir s.s. Kröflulína 3. og 4. auk annarra framkvæmda eigi að fara í sameiginlegt umhverfismat í samræmi við 2. mgr. 14. gr. laga nr. 106/2000. Óskað er að umsögn berist fyrir 18. desember 2015. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir lengri umsagnarfresti og felur Skipulagsnefnd að fara yfir málið.

 

18. Fyrir fundinum liggur erindi frá Sigurði Ásbjörnssyni f.h. Skipulagsstofnunar dags 7. desember 2015 þar sem óskað er umsagnar Skútustaðahrepps um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdir við Svartárvirkjun skuli háðar mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka og í samræmi við 6. gr laga nr. 106/2000 og reglugerðar nr. 1123/2005. Óskað er eftir að umsögn berist fyrir 22. desember. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir lengri umsagnarfresti og felur skipulagsfulltrúa að fara yfir málið.

 

19. Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi greinargerð vegna fjárhagsáætlunar 2016 og þriggja ára áætlunar fyrir árin 2017-2019.

Fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps 2016-2019

Greinargerð.

Fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps fyrir árin 2016-2019 var lögð fram til fyrri umræðu þann 11. nóvember 2015 og samþykkt við síðari umræðu þann 15. desember 2015.

Fjárhagsáætlun þessi hefur verið unnin af sveitarstjórn, sveitarstjóra og skrifstofustjóra auk þess sem samráð var haft við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins.

Markmið áætlunarinnar er að reksturinn verði í jafnvægi og íbúum sveitarfélagsins verði tryggð sem best grunnþjónusta samhliða uppbyggingu í þágu íbúa og samfélags. Mikilvægt er að gæta áfram fyllsta aðhalds og leita leiða til þess að auka skilvirkni í rekstri. Þar sem rekstur sveitarfélagsins er viðkvæmur verður leitast við að halda lántökum í lágmarki og jafnvel er eftirsóknarvert að draga enn frekar úr skuldsetningu. Samkvæmt 64. gr. sveitarstjórnarlaga skulu samanlögð útgjöld vegna rekstrar A og B hluta ekki vera hærri en sem nemur reglulegum tekjum á hverju þriggja ára tímabili og hefur Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga gert athugasemdir við rekstrarstöðu sveitarfélagsins. Umtalsverður halli varð af rekstri sveitarfélagsins á árinu 2014 auk þess sem kostnaðarhækkanir vegna kjarasamninga hafa verið miklar á árinu 2015. Þetta gerir það að verkum að sveitarfélagið hefði að óbreyttu ekki getað uppfyllt fyrrgreint ákvæði þrátt fyrir jákvæðan viðsnúning í rekstri á árinu 2015. Því er það mat sveitarstjórnar að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða til að snúa þróuninni við strax á árinu 2016.

Helstu aðgerðir eru þessar:

Íþróttamannvirki: Fyrir liggur að mikill leki er úr sundlaugarkarinu og streymir klórmengað vatn út í nærliggjandi jarðveg. Ekki hefur tekist að gera við þennan leka þrátt fyrir tilraunir og þarf að skipta karinu út ef á að halda áfram að reka sundlaug. Einnig er stjórnbúnaður laugarinnar úr sér genginn og ljóst að við svo verður ekki búið lengur. Áætlaður kostnaður við endurbætur er um 150 milljónir króna. Ákveðið hefur verið að tæma sundlaugina í byrjun janúar 2016 og loka þeim hluta starfseminnar um óákveðinn tíma.

Sundkennsla grunnskólabarna mun fara fram á Laugum í Reykjadal. Gert er ráð fyrir að við lokunina muni afkoma sveitarsjóðs batna um 10-15 milljónir á ári.

Viðhald: Stærri viðhaldsverkefnum á eignum sveitarfélagsins verður frestað. Þó er rétt að ítreka að veruleg viðhaldsþörf er á mörgum fasteignum sveitarfélagsins og ljóst er að leita þarf leiða til þess að ráðast í brýnt viðhald á allra næstu árum.

Eignasala: Kannaðir verði möguleikar á sölu á einhverjum fasteigna sveitarfélagsins.

Á árinu 2016 verður starfsemi grunn- og leikskóla sameinuð undir einu þaki í húsnæði Reykjahlíðarskóla. Ráðist verður í nokkrar endurbætur á aðstöðu þessu samfara. Áfram verður rekstur þessara stofnana aðskilinn en væntingar eru um jákvæð rekstrarleg samlegðaráhrif af þessari breytingu. Á árinu 2016 er gert ráð fyrir að tölvubúnaður nemenda verði endurnýjaður. Þá er í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir fé til þess að bjóða uppá akstur fyrir eldri borgara í tengslum við félagsstarf. Á árinu 2016 verður nýtt flokkunarkerfi sorps innleitt og gámavöllur byggður.

Tölulegar forsendur fjárhagsáætlunar 2016 gera ráð fyrir að útsvarstekjur hækki um 8,9% milli áranna 2015 og 2016 skv. staðgreiðsluáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga. Álagningarhluföll útsvars og fasteignaskatta verða sem hér segir;

Útsvar : 14.52%

Fasteignaskattur A 0,625% af fasteignamati

Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati

Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati

Vatnsgjald, 0,15% af fasteignamati.

Holræsagjald, 0,225% af fasteignamati.

Lóðaleiga, kr. 10,00 á m2.

Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 15.000- verði 8, sá fyrsti 1. mars. 2016. Gjalddagi gjalda undir kr. 15.000- verði 1. maí.

Verði fasteignagjöld að fullu greidd fyrir eindaga fyrstu greiðslu sem er 31. mars 2016, verður veittur 3,5% staðgreiðsluafsláttur.

Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði, sem eigandi býr í, skal felldur niður/lækkaður hjá elli- og örorkulífeyrisþegum samkv. eftirfarandi reglum:

100% lækkun:

Einstaklingar með (peninga) tekjur allt að kr. 3.047.000-

Hjón með (peninga) tekjur allt að kr. 4.255.000-

80% lækkun:

Einstaklingar með (peninga) tekjur frá kr. 3.047.000- til kr. 3.496.000-

Hjón með (peninga) tekjur frá kr. 4.255.000- til kr. 4.738.000-

50% lækkun:

Einstaklingar með (peninga) tekjur frá kr. 3.496.000- til kr. 4.071.000-

Hjón með (peninga) tekjur frá kr. 4.738.000- til kr. 5.659.000-

 

Gjaldskrár hækka almennt um 4% sem er í takti við spár um verðlagshækkanir. Gjaldskrá leikskóla verður lækkuð sem því nemur að jafnað verði út á öll skólaár því gjaldfrelsi sem verið hefur fyrir 5 ára börn. Að auki verður systkinaafsláttur hækkaður til samræmis við nærliggjandi sveitarfélög. Gjaldskrá vegna gatnagerðargjalds, stofngjalds holræsa, byggingaleyfisgjalds, gjalda vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjalda tekur mið af hækkun byggingarvísitölu sbr.1. gr samþykktar Skútustaðahrepps um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfigjald, gjalds vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu-og þjónustugjalda frá 23. júní 2011. Gjaldskrár verða birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Áætlunin 2016 gerir ráð fyrir jafnvægi í rekstri. Heildartekjur samstæðunnar (A+B hluta) nemi 395,3 milljónum, þar af nema tekjur A-hluta 364,5 milljónum. Rekstrargjöld samstæðu fyrir fjármagnsliði nema 385,2 milljónum, þar af nema rekstrargjöld A-hluta 366,1 milljón. Fjármagnsliðir nettó þ.e. fjármagnsgjöld nema 7 milljónum, þar af nema fjármagnsgjöld A-hluta 2,1 milljón. Rekstrarniðurstaða samstæðu er jákvæð um 2,6 milljónir, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 5,3 milljónir. Veltufé frá rekstri samstæðu nemur 31,2 milljónum eða 8 %. Handbært fé frá rekstri samstæðu nemur 30 milljónum eða 7,6%. Skuldahlutfall samstæðu nemur 63,4%.

Fjárfestingaáætlun 2016:

Slökkvibíll 3.600.000
Bygging gámavallar 25.000.000
Breytingar á leikskóla 12.000.000
Endurnýjun á bifreið áhaldahúss 700.000
Eignasjóður óskilgreint 800.000
Samtals 43.500.000

Ekki er gert ráð fyrir nýjum langtímalántökum á árinu og verða langtímaskuldir greiddar niður um 8 milljónir króna.

Fjárhagsáætlun 2017-2019

Í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir jafnvægi í rekstri og jákvæðri afkomu samstæðunnar á öllum árum áætlunarinnar. Ekki er gert ráð fyrir frekari lántökum á tímabilinu og því verður unnið að hagræðingu í rekstri með það að markmiði að greiða niður skuldir sveitarfélagsins og er gert ráð fyrir að skuldahlutfall fari lækkandi á gildistíma áætlunarinnar. Þó ber þess að geta að nokkur óvissa ríkir um fjárfestingar m.a. vegna fráveitu og verður fjárfestingaþörfin því endurmetin árlega á gildistíma áætlunarinnar.

 

Mývatnssveit 14. desember 2015.

Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri.

 

Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps fyrir árið 2016. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn framlagða þriggja ára áætlun fyrir árin 2017-2019.

 

20. Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu málum sem unnið hefur verið að frá síðasta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

 

Fundi slitið kl. 11:15


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020