27. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 11. nóvember 2015

27. fundur

Haldinn að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 11. nóvember, 2015, kl 09:15.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik Jakobsson, Helgi Héðinsson í fjarveru Sigurðar G. Böðvarssonar og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

DAGSKRÁ:

 

 1. Fundarsetning

 2. Fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 17. september 2015

 3. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 2. nóvember 2015

 4. Fundargerð Skólanefndar frá 10. nóvember 2015

 5. Erindi Greiðrar leiðar ehf. dags 4. nóvember 2015

 6. Skýrsla Eflu-verkfræðistofu um fráveitumál í Reykjahlíðarþorpi

 7. Bréf Landgræðslunnar dags 29. október 2015

 8. Bréf Vegagerðarinnar dags 28. október 2015

 9. Fjárhagsáætlun 2016-2019, fyrri umræða

 10. Skýrsla sveitarstjóra - munnleg

   

  Efni til kynningar

  Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélga frá 11. september og 30. október 2015

  Fundargerðir svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs frá 27. apríl og 25. september 2015

  Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 27. október 2015

  Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 7.október 2015

   

 1. Oddviti setti fund og lagði til að eftirfarandi yrði bætt á dagskrá fundarins, Liður 4. Fundargerð Skólanefndar frá 10. nóvember. Aðrir liðir í áður boðaðri dagskrá færast aftur sem þess nemur. Samþykkt samhljóða.

 2. Lögð fram fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 17. september 2015. Fundargerðin er í 6 liðum. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 3. Lögð fram fundargerð Skipulagsnefndar frá 2. nóvember 2015.

Fundargerðin er í 7 liðum.
 

 1. 3. Reykjahlíð. Nafngift á nýrri götu.

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu Skipulagsnefndar um að gatan verði nefnd Klappahraun.

 

Liður 4. Grímsstaðir. Tillaga að deiliskipulagi hótellóðar og breyting á aðalskipulagi.

Tillögurnar voru auglýstar eins og 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um frá og með 4. september með athugasemdafresti til og með 16. október 2015.

 

Athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:

Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (HNE), Kristínu Sverrisdóttur, Landeigendum Grímsstaða og Umhverfisstofnun (UST).

Minjastofnun:

Athugasemdir/umsagnir

Svar skipulagsnefndar

Engar þekktar fornleifar eru á skipulagsreitnum og hefur Minjastofnun Íslands ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir.

 

Gefur ekki tilefni til svara.

 

Vegagerðin:

Athugasemdir/umsagnir

Svar skipulagsnefndar

 1. Vegagerðin fellst ekki á að vörumóttaka verði við þjóðveginn, Hringveginn, en leggur til að hún verði við hinn nýja aðkomuveg að hótellóðinni.

 

Vegna fleiri athugasemda sem gerðar hafa verið við þetta fyrirkomulag óskar nefndin eftir því að umrædd vörumóttaka verði felld brott af deiliskipulagi og að vörumóttakan verði í tengslum við sjálfa hótelbygginguna.

 1. Hönnun tengingar aðkomuvegar við Hringveg í hæð og plani verði í samræmi við norskar veghönnunarreglur þar að lútandi og í samráði við Vegagerðina á Akureyri. Aðkomuvegurinn verður væntanlega héraðsvegur og skal hönnun hans lögð fyrir Vegagerðina til samþykktar.

 

Nefndi samþykkir að eftirfarandi verði bætt inn í greinargerð deiliskipulagsins:

 

Hanna skal aðkomuveg í samráði við Vegagerðina á Akureyri og skv. þeim stöðlum og reglugerðum sem Vegagerðin mælir fyrir um.

 

 

 

 

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra:

 

Athugasemdir/umsagnir

Svar skipulagsnefndar

 1. tveggja eða þriggja hæða bygging. HNE telur að sjónræn áhrif verði veruleg af tveggja hæða byggingu, sem mundi sjást mjög víða og sé þriðj hæðinni bætt ofan á er eins líklegt að mannvirkið myndi blasa við hvarvetna á Mývatnssvæðinu. Þess vegna telur HNE að ekki ætti að leyfa þriggja hæða byggingu á þessu svæði sem er óraskað að öðru leyti en því að þarna er ófrágengin malarnáma.

 

Bæði núverandi og fyrrverandi skipulagsnefndir Skútustaðahrepps hafa fjallað ítarlega um þessi atrið og m.a. farið á fyrirhugaðan byggingarstað og látið gera tölvumyndir sem sýna ásýnd hússins frá þjóðveginum. Það er niðurstaða skipulagsnefndar að þriggja hæða bygging með sama byggingarmagni og tveggja hæða bygging muni hafa í för með sér minni röskun á landi og með góðri hönnun, aðlögun að landi og efnisvali sem fellur vel að landi megi draga umtalsvert úr ásýnd þriggja hæða byggingar.

 1.  

Fram kemur í lýsingu að hótelbyggingin er innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár og því þurfi að hreinsa skólp með ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa, s.br. ákvæði reglugerðar nr. 665/2012 um verndun Mývatns og Laxár. Staðsetning, frágangur og stærð hreinsistöðvar skal vera í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.

HNE minnir á að þegar er mikið álag á lífríki Mývatns vegna frárennslis frá byggðinni og því mikilvægt að vel verði staðið að vali á hreinsivirki sem uppfyllir þær auknu kröfur sem reglugerð 665/2012 kveður á um.

 

Skipulagsnefnd tekur undir þessa sjónarmið HNE og óskar eftir að eftirfarandi ákvæðum verði bætt inn í deiliskipulagsgreinargerð:

 

Framkvæmdaaðili skal leggja fram hönnunargögn og greinargerð þar sem nákvæm grein verður gerð fyrir fráveitu og hreinsivirki. Gera skal séstaka grein fyrir því hvernig staðið verður að hreinsun köfnunarefnis og fosfórs og annarra áburðarefna úr fráveitu. Auk þessa skal

kanna m.a. möguleika á að aðskilja fráveitu frá salernum frá annarri fráveitu ef það muni auðvelda þá hreinsun sem gerðar eru kröfur um. Leggja skal hönnunargögn og greinargerð fyrir HNE og skipulags- og byggingarfulltrúa til samþykktar áður en framkvæmdir hefjast.

 

 

Kristín Sverrisdóttir:

Athugasemdir/umsagnir

Svar skipulagsnefndar

„Geri stórkostlega athugasemd og mótmæli að láta sér detta í hug að leyfa utanaðkomandi fjársterkum gróðahyggjumönnum að fara hænufet inn á verndarsvæði Mývatns !!!!!!!!!!!

 

Óefnisleg athugasemd sem hvorki varðar tillögu að deiliskipulagi né breytingu á aðalskipulagi.

Lágmark að vernda verndarsvæðið !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 

Fyrirhuguð hótelbygging er á ytri mörkum verndarsvæðisins á röskuðu landi og að mati nefndarinnar ekki líkleg til að hafa veruleg umhverfisáhrif innan verndarsvæðisins.

Mótmæli þriggja hæða byggingu upp á hól NEI TAKK of hátt.“

 

Bæði núverandi og fyrrverandi skipulagsnefndir Skútustaðahrepps hafa fjallað ítarlega um þessi atrið og m.a. farið á fyrirhugaðan byggingarstað og látið gera tölvumyndir sem sýna ásýnd hússins frá þjóðveginum. Það er niðurstaða skipulagsnefndar að þriggja hæða bygging með sama byggingarmagni og tveggja hæða bygging muni hafa í för með sér minni röskun á landi og með góðri hönnun, aðlögun að landi og efnisvali sem fellur verl að landi megi draga umtalsvert úr ásýnd þriggja hæða byggingar.

 

Landeigendur Grímsstaða: Elín Steingrímsdóttir Grímsstöðum 1 og 4, Herdís Steingrímsdóttir Grímsstöðum 1, Erlingur Ragnarsson Grímsstöðum 2, Birgir Hauksson Grímsstöðum 2 og 3 og Steinunn Ósk Stefánsdóttir Grímsstöðum 2 og 3.

Athugasemdir/umsagnir

Svar skipulagsnefndar

Fyrst og fremst viljum við ítreka að fari verði algerlega eftir lið 3.8 „Byggingarreitur“ um aðgát og umgengni náttúru staðarins en þar segir:

 • Að sýna aðgát í umgengni við náttúruleg landslagseinkenni á svæðinu.
 • Að fella ný mannvirki að landslagi og leggja áherslu á góða hönnun á hinu manngerða umhverfi.
 • Nýjar byggingar skal fella að landi og virðing í umgengni við náttúruna sýnd í hvívetna.
 • Heildarskipulag og hugmyndir um frágang lóðar skulu miða að því að landið haldi sínu yfirbragði sem ósnert náttúra eins og kostur er. Íslenskur fjallagróður og hraun sem eru einkennandi fyrir svæðið er viðkvæm náttúra og því ber að varast öll óþarfa spjöll við verklegar framkvæmdir.

 

Skipulagsnefnd er mjög meðvituð um þessi mikilvægu atriði og mun hafa þau

að leiðarljósi hér eftir sem hingað til í þeim málum sem undir nefndina heyra.

 

 

 

 1. 1: Við eru alfarið á móti því að geymslur og þjónustuhús verði staðsettar við afleggjara upp að hótelinu. Vörumóttaka verði upp við hótelið sjálft. Við vísum í málsgrein í „1 Inngangur“ um þjónustuhús og „3.1 Umferð og bílastæði“ um vöruútskot við þjóðveginn.

 

 

Vegna fleiri athugasemda sem gerðar hafa verið við þetta fyrirkomulag óskar nefndin eftir því að umrædd vöruútskot/vörumóttaka verði felld brott af deiliskipulagi og vörumóttakan tengd sjálfri hótelbyggingunni.

 1. 2: Við erum alfarið á móti því að lagnaleið sem lýst er í kafla „3.5 Vatn og rafmagn“ sé lögð meðfram hraunkanti að þjóðvegi. Okkur þykir eðlilegra að vegslóðinn frá malarnámu sé nýttur alla leið niður að þjóðvegi og lögnin síðan lögð meðfram þjóðvegi að veitubrunni. Svæðið meðfram hraunkambinum er algjörlega ósnortið í dag og er eðlilegra að nýta svæði sem er nú þegar raskað.

 

Nefndin samþykkir að eftirfarandi grein verði bætt inn í kafla „3.5 Vatn og rafmagn“:

 

Við lagningu vatns, rafmagns og annarra lagna í jörðu skal forðast lagnaleiðir á ósnortnu og óröskuðu landi. Hafa skal samráð við fulltrúa landeigenda Grímsstaða og Skútustaðahrepp um val á lagnaleiðum.

 

 

Umhverfisstofnun: (Útdráttur úr athugasemdum, sem í heild sinni eru hluti fundargagna)

Tilkynningaskyld framkvæmd

Í greinargerð kemur fram að ofangreind framkvæmd fellur undir flokk B í viðauka laga nr. 106/2000 og ber því að tilkynna til Skipulagsstofnunar sem framkvæmd sem kann að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Umhverfisstofnun hefur ekki fengið slíka tilkynningu til umsagnar. Umhverfisstofnun áskilur sér allan rétt til að koma með athugasemdir umfram þær sem eru í þessari umsögn ef viðbótarupplýsingar um umhverfisáhrif ofangreindrar framkvæmdar koma fram í tilkynningu framkvæmdarinnar til Skipulagsstofnunar.

 

Við gerð deiliskipulagsins hefur verið haft samráð við Skipulagsstofnun þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir flokk B í viðauka laga nr. 106/2000. Kafla 12. Ferðalög og tómstundir gr. 12.05. „Þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn á hálendi og á verndarsvæðum á láglendi utan þéttbýlis, orlofsþorp, hótel (o.s.frv.)...........“

 

Náttúruminjar

Náttúra Mývatns og Laxár og umhverfi þessara staða er einstakt á heimsvísu. Eins og fram kemur í ofangreindri tillögu er lóð fyrir áætlað hótel innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár. Lög um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu nr. 97/2004 eiga m.a. að tryggja verndun landslags á verndarsvæðinu. Að mati Umhverfisstofnunar hefur áætluð hótelbygging neikvæð áhrif á landslag með stærð sinni. Einnig mun áætlunin hafa neikvæð áhrif á verndarsvæðið með röskun og framkvæmdum.

 

Skipulagsnefnd er mjög meðvituð um mikilvægi þess að vernda viðkvæma náttúru og lífríki Mývatns og sveitarfélagsins í heild sinni. Má í því sambandi benda á ýmis markmið og ákvæði í Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2022 þar sem lögð er áhersla á verndun náttúru og umhverfis og á góða hönnun og samspil náttúru og hins manngerða umhverfis svo það raski ekki náttúrulegum landslageinkennum á svæðinu.

Í aðalskipulagi er heimild fyrir allt að tveggja hæða hótelbyggingu á reit 363-V.

Skipulagsnefnd er meðvituð um að svo umfangsmiklar byggingarframkvæmdir og hér um ræðir munu hafa áhrif á náttúru og umhverfi og bendir á að fyrirhugað hótel er á röskuðu landi á ytri mörkum verndarsvæðisins og ekki á nútímahrauni eins og stór hluti byggingarlands í Mývatnssveit.

Tillaga að deiliskipulagi hótels í landi Grímsstaða, Mývatnssveit.

Áætlað er að reisa hótel u.þ.b. 11 metra hátt og verður byggingarmagn alls 5000 m². Í upphafi umhverfisskýrslu kemur fram að metnir voru tveir kostir og umhverfisáhrif þeirra. Annar kosturinn var að byggja hótel á tveim hæðum sem yrði þá u.þ.b. 8 m hátt, en hinn kosturinn sem var skoðaður var að byggja hótelið á þrem hæðum u.þ.b. 11 metra hátt. Umhverfisstofnun felst ekki á að munur á kostunum sé óverulegur. Byggingin mun verða sýnileg og sjónræn áhrif því meiri eftir því sem byggingin er hærri.......

 

...........Umhverfisstofnun tekur undir að jákvætt er að staðsetja hótel að hluta til á röskuðu svæði. Í umhverfisskýrslu kemur fram að byggingar eigi að vera hlutlausar, einfaldar og stílhreinar. Umhverfisstofnun bendir á að áætluð bygging eins og hún er sýnd á tölvumyndum stingur í stúf við aðrar byggingar á svæðinu hvað stærð á einingu varðar. Einnig mun byggingin blasa alls staðar við á Mývatnssvæðinu og því mun 3ja hæða bygging hafa verulega neikvæð sjónræn áhrif. Stofnunin bendir á að umhverfi Mývatns tekur sífellt meira á sig mynd manngerðs umhverfis og því er mikilvægt að lágmarka sjónræn áhrif og að byggingar séu hvorki áberandi stórar eða háar.

 

 

 

 

Bæði núverandi og fyrrverandi skipulagsnefndir Skútustaðahrepps hafa fjallað ítarlega um þessi atrið og m.a. farið á fyrirhugaðan byggingarstað og látið gera tölvumyndir sem sýna ásýnd hússins frá þjóðveginum.

Það er niðurstaða skipulagsnefndar að þriggja hæða bygging með sama byggingarmagni og tveggja hæða bygging muni hafa í för með sér minni röskun á landi. Það er einnig mat nefndarinnar að það verði óverulegur sjónarmunur á tveggja og þriggja hæða byggingu. Með góðri hönnun, aðlögun að landi og efnisvali sem fellur vel að umhverfinu megi draga umtalsvert úr ásýnd byggingarinnar.

 

Skipulagsnefnd óskar eftir að eftirfarandi kafla verði bætt inn í byggingarskilmála:

Við hönnun byggingarinnar og umhverfis hennar skal gæta þess að ljósmengun verði í algjöru lágmarki. Einnig skal forðast stóra spegilfleti í útveggjum byggingarinnar.

Fráveita:

Í umhverfisskýrslu kemur fram að áætlanir um að reisa hótel í landi Grímsstaða innifeli einnig framkvæmdir við hreinsivirki sem reisa á á hótellóðinni og að áætluð er meir en tveggja þrepa hreinsun á fráveitu frá hóteli. Að mati Umhverfisstofnunar er mikilvægt að fram komi hvert hið þriðja þrep hreinsunar er áætlað og rökstuðningur fyrir vali á þriðja þrepi hreinsunar. Einnig er mikilvægt að fram komi hversu margar persónueiningar eru áætlaðar frá hótelinu. Eins og fram kemur hér að ofan er ofauðgun frá mannlegri starfsemi talin ógna lífríki Mývatns. Að mati Umhverfisstofnunar ætti ekki að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum nema að uppfylltar séu kröfur um fráveitu

 

Sakvæmt umsögn frá HNE „kemur fram í lýsingu að hótelbyggingin er innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár og því þurfi að hreinsa skólp með ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa, s.br. ákvæði reglugerðar nr. 665/2012 um verndun Mývatns og Laxár. Staðsetning, frágangur og stærð hreinsistöðvar skal vera í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.

HNE minnir á að þegar er mikið álag á lífríki Mývatns vegna frárennslis frá byggðinni og því mikilvægt að vel verði staðið að vali á hreinsivirki sem uppfyllir þær auknu kröfur sem reglugerð 665/2012 kveður á um.“

 

Til að árétta mikilvægi þessa máls óskar nefndin eftir að eftirfarandi ákvæðum verði bætt inn í deiliskipulagsgreinargerð:

 

Framkvæmdaaðili skal leggja fram hönnunargögn og greinargerð þar sem nákvæm grein verður gerð fyrir fráveitu og hreinsivirki. Gera skal séstaka grein fyrir því hvernig staðið verður að hreinsun köfnunarefnis og fosfórs og annarra áburðarefna úr fráveitu.kolvetna og flúors úrfráveitu. Auk þessa skal kanna m.a. möguleika á að aðskilja fráveitu frá salernum frá annarri fráveitu ef það muni auðvelda þá hreinsun sem gerðar eru kröfur um. Leggja skal hönnunargögn og greinargerð fyrir HNE og skipulags- og byggingarfulltrúa til samþykktar áður en framkvæmdir hefjast.

Tölvugerðar myndir

Að mati Umhverfisstofnunar er til fyrirmyndar að sýna tölvugerðar myndir af áætluðum framkvæmdum. Hins vegar er gagnrýnivert að á tölvumyndum er ekkert til viðmiðunar t.d. fólk, ökutæki eða slíkt sem gæfi stærðarviðmið. Einnig er hótelið alltaf sýnt úr mikilli fjarlægð, betra væri að einnig væru sýndar myndir þar sem sýnt er nærumhverfi hótels með fólki og/eða tækjum inni á svo skynja megi stærðir.

Skipulagsnefnd lét gera tölvumyndir til að tryggja eins og kostur er vandaða málsmeðferð við ákvörðun um hæðafjölda fyrirhugaðrar byggingar. Ásýnd byggingarinnar miðst við sjónarhorn þeirra sem aka um þjóðveginn. Gluggasetning á módelmynd gefur skýrari mynd af umfangi byggingarinnar heldur en fólk og tæki miðað við fyrrgreint sjónarhorn.

 

Niðurstaða:

..................Að mati Umhverfisstofnunar er komið að þeim tímapunkti að sveitarstjórn Skútustaðahrepps móti sér stefnu varðandi það hvort áframhald eigi að vera á uppbyggingu innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár. Nú þegar er hafið samtal og samvinna milli Umhverfisstofnunar og Skútustaðahrepps um það að kortleggja núverandi mannvirki og vinna að ákveðnari framtíðarsýn hvað varðar framkvæmdir á svæðinu. Umhverfisstofnun lýsir sig reiðubúna til að halda áfram þeirri vinnu.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ákveðið að gera viðauka við Aðalskipulag Skútustaðahrespps 2011-2022 þar sem sérstaklega verði tekið á málum ferðaþjónustunnar og uppbyggingu í tengslum við hana í sveitarfélaginu. Í þeirri vinnu bindur sveitarfélagið vonir við gott samstarf við Umhverfisstofnun í því verkefni sem og öðrum sem tengjast samspili manns og náttúru í sveitarfélaginu.

 

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi og samsvarandi breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 með þeim breytingum sem fram koma í fyrrgreindum svörum Skipulagsnefndar við innkomnum athugasemdum. Jafnframt felur sveitarstjórn skipulags- og byggingafulltrúa að annast gildistöku tillagnanna svo breyttum eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um. Sveitarstjórn leggur áherslu á að vandað verði til allrar hönnunar þar sem tekið verði sérstakt tillit til sjón- og ljósmengunar auk þess sem litaval byggingarinnar falli að umhverfinu.

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

4. Lögð fram fundargerð skólanefndar frá 10. nóvember 2015. Fundargerðin er í 5 liðum. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

5. Í bréfinu er Skútustaðahreppi boðnir til kaups óseldir hlutir í Greiðri leið ehf. í samræmi við eignarhlut sveitarfélagsins í félaginu. Sveitarstjórn hafnar erindinu með vísan til fyrri samþykktar.

6. Lögð fram lokaskýrsla Eflu-verkfræðistofu um forhönnun og kostnaðarmat á byggingu fráveitukerfis og hreinsistöðvar í Reykjahlíðarþorpi og næsta nágrenni sem uppfyllir kröfur um þriðja stigs hreinsun skv. ákvæðum reglugerðar um verndun Mývatns og Laxár nr. 655/2012. Samkvæmt skýrslunni má gera ráð fyrir að kostnaður við verkefnið nemi á bilinu 250-325 milljónum króna. Oddviti greindi frá fundum sem hann og sveitarstjóri áttu með fjárlaganefnd Alþings, Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra vegna fráveitumála þar sem óskað var aðkomu ríksins að fjármögnun verkefnisins.

 

7. Í bréfinu er óskað styrks vegna verkefnisins Bændur græða landið og annarra verkefna í Skútustaðahreppi á árinu 2015 kr. 330 þúsund. Sveitarstjórn samþykkir styrkbeiðnina.

 

8. Í bréfinu er tilkynnt um fyrirhugaða niðurfellingu Hofsstaðavegar nr 8839-01 af vegaskrá frá og með næstu áramótum. Föst búseta er ekki lengur fyrir hendi á Hofsstöðum og því uppfyllir vegurinn ekki tilgreint skilyrði þess að teljast til þjóðvega. Sveitarstjórn er gefinn kostur á að koma með athugasemdir um ákvörðunina fyrir 26. nóvember 2015. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir.

 

9. Sveitarstjórn ræddi helstu forsendur að drögum að fjárhagsáætlun ársins 2016 sem og áætlun áranna 2017-2019. Farið var yfir tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2016. Að loknum umræðum var samþykkt að vísa þeim til síðari umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að efna til íbúafundar milli umræðna miðvikudaginn 2. desember þar sem til umræðu yrðu helstu málefni í rekstri sveitarfélagsins.

 

10. Sveitarstjóri skýrði frá helstu málum sem unnið hefur verið að frá síðasta reglubundna fundi sveitarstjórnar. Undir þessum lið var m.a. rætt um bágt ástand sundlaugar.

 

Fundi slitið kl. 10:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020