25. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 28. október 2015

25. fundur. Haldinn að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 29. október 2015, kl 15:00.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik Jakobsson og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fjárhagsáætlun 2016
 3. Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags 7. október 2015
 4. Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags 8. október 2015
 5. Starfsmat 2014-2015
 6. Erindi Stígamóta dags 7. október 2015
 7. Bréf Jafnréttisstofu dag 12. október 2015
 8. Ársfundur Náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar 2015
 9. Tryggingar sveitarfélagsins
 10. Gámavöllur-staðsetning
 11. Kæra vegna veitingu framkvæmdaleyfis tveggja borholna í Kröflu.

Efni til kynningar

Stjórnarfundur Hvamms frá 16. október 2015

Stjórnarfundur leigufélags Hvamms frá 16. október 2015

Ályktanir aðalfundar Eyþings 2015

 

1. Oddviti setti fund og lagði til að lið 11. „Kæra vegna útgáfu framkvæmdaleyfis vegna tveggja borhola við Kröflu“. Samþykkt samhljóða.

 

2. Rætt um forsendur fjárhagsáætlunar 2015. Sveitarstjóri lagði fram minnispunkta um forsendur fjárhagsáætlunar 2016. Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi forsendur.

Útsvarsprósenta 14,52%

Verðlagshækkanir á rekstarliði og lán 4% m.v. verðbólguspá Seðlabanka Íslands.

Rætt um breytingar á gjaldskrám.

 

3. Í bréfinu er óskað nánari upplýsinga varðandi samanburð á fjárhagsáætlun og ársreikningi vegna 2014 á grundvelli 79. gr. sveitarstjórnarlaga auk almennra upplýsinga um verklag vegna daglegrar fjármálastjórnunar m.t.t. fjárheimilda og viðbrögðum sveitarstjórnar varðandi frávik frá fjárhagsáætlun og aðgerðum sveitarstjórnar í slíkum tilfellum. Sveitarstjóra falið að svara bréfinu.

 

4. Í bréfinu er óskað upplýsinga um hvort einhver þeirra fjárfestinga sem ráðist var í á árinu 2014 falli undir ávkæði 66. gr. sveitarstjórnarlaga um mikla fjárfestingu. Sveitarstjóra falið að svara bréfinu.

 

5. Sveitarstjóri lagði fram til kynningar niðurstöður launaleiðréttinga vegna nýs starfsmats í framhaldi af kerfisbundinni endurskoðun starfsmatskerfisins SAMSTARF. Breytingar sem leiddu til launahækkana vegna endurskoðunarinnar tóku gildi 1. maí 2014. Heildarlaun sem reiknuð voru til leiðréttingar námu rúmlega 1 milljón króna. Starfsmatið náði til alls 15 starfsmanna sem störfuðu hjá sveitarfélaginu í leikskóla, grunnskóla og íþróttamiðstöð á umræddu tímabili.

 

6. Í bréfinu er óskað fjárstuðnings vegna starfssemi samtakana. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja starfsemi Stígamóta um 20 þúsund kr.

 

7. Í bréfinu er óskað afrits af gildandi jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að svara erindinu. Bréfinu að öðru leiti vísað til umfjöllunar í Félags-og menningarmálanefnd.

 

8. Lagt fram fundarboð vegna 18. ársfundar náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar 2015 sem haldinn verður 12. nóvember 2015. Fulltrúi sveitarfélagsins mun sækja fundinn.

 

9. Sveitarstjórn samþykkir að efna til útboðs/verðfyrirspurnar vegna vátrygginga sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Consello ehf. um yfirumsjón og framkvæmd útboðsins/fyrirspurnarinnar.

 

10. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ganga til viðræðna við landeigendur í Garði um staðsetningu gámavallar á skipulögðu iðnaðarsvæði í landi Garðs. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir bar upp eftirfarandi tillögu. Óskað verði sérstaklega eftir mati umsagnaraðila m.t.t. gljúpra jarðlaga og hættu á mengunarslysum, vegna grunnvatnsstrauma útí Mývatn. Í rekstri verði sérstaklega hugað að mælingum m.t.t. mengunarhættu. Samþykkt samhljóða.

 

11. Borist hefur hefur bréf Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála dags. 29. október 2015, þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi vegna tveggja borholna á Kröflusvæði. Bréfinu fylgir afrit af kærunni undirrituð af formanni Landeigenda Reykjahlíðar ehf. Sveitarstjóra falið að senda umbeðin gögn í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins.

 

Fundi slitið kl. 15:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020