23. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 9. september 2015

23. fundur haldinn að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 9. september. 2015, kl 09:15.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Sigurður G. Böðvarsson, Helgi Héðinsson,Arnheiður Almarsdóttir og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerð skólanefndar frá 3. september 2015
 3. Fundargerð skipulagsnefndar frá 7. september 2015
 4. Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir tvær borholur á Kröflusvæði
 5. Fjármál sveitarfélagsins
 6. Rekstaryfirlit janúar-júlí 2015
 7. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2016
 8. Erindi Laufeyjar Sigurðardóttur dags. 27. ágúst 2015
 9. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2015
 10. Aðalfundur Eyþings 2015
 11. Umsókn um viðbót á fyrra rekstarleyfi gististaðar í flokki V.
 12. Samningur um urðun úrgangs í Stekkjarvík
 13. Tillaga að Kerfisáætlun Landsnets 2015-2024
 14. Næsti reglubundni fundur sveitarstjórnar
 15. Lýðheilsustefna Skútustaðahrepps
 16. Slægjufundur 2015

 

1. Oddviti setti fund og lagði til að lið 14 Slægjufundur 2015 yrði bætt á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

 

2. Lögð fram fundargerð skólanefndar frá 3. september. Fundargerðin er í 6 liðum.

Liður 4. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps staðfestir þátttöku í Þjóðarsáttmála um læsi.

Liður 6. Sveitarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa í samráði við skólastjóra grunn- og leikskóla og formanni skólanefndar falið að vinna að útfærslu til samanburðar við ákvörðun sveitarstjórnar frá 26. ágúst 2015.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leiti.

 

3. Lögð fram fundagerð skipulagsnefndar frá 7. september 2015. Fundargerðin er í 3 liðum.

Liður 2. Kálfaströnd. Umsókn UST um framkvæmdaleyfi fyrir bílastæðum.

Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfisumsóknina og felur skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Liður 3. Kröfluvirkjun. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Sjá bókun við lið 4 í fundargerð sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu á lið 1 í fundargerðinni vegna vanhæfis.

 

4. Tekið fyrir að nýju umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna tveggja borhola á Kröflusvæði. Erindinu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 26. ágúst 2015. Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar hefur sent inn bréf dags. 25. 08. 2015 sem áréttar skoðun Landsvirkjunar um að fyrir hendi sé heimild fyrir því að borað sé á tilteknum stað við Kröfluvirkjun og vitnar þar í Hæstaréttardóm frá 2009. Skipulagsnefnd að fengnu áliti Skipulagsstofnunar og fengnu lögfræðiáliti frá Jóni Jónssyni hefur komist að þeirri niðurstöðu að heimild sé fyrir borunum á athafnasvæði Landsvirkjunar í Kröflu fyrir holu K-42 eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. Skv. túlkun Skipulagsstofnunar leikur vafi á um að borun holu K-41 hafi fengið umfjöllun í ferli mats á umhverfisáhrifum og þá hvenær. Landeigendur Reykjahlíðar véfengja það að fyrir hendi sé heimild til þessara framkvæmda án frekara samþykkis þeirra og vísa einnig í Hæstaréttardóminn frá 2009 og bókanir fyrri sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um deiliskipulag í Bjarnaflagi sbr. bréf dags. 08.09.2015. Ljóst er að hér er um ágreining milli framkvæmdaraðila og landeigenda að ræða og vill sveitarstjórn bjóða aukinn tíma fyrir málsaðila til að koma málinu á hreint þannig að sveitarstjórn geti tekið vel upplýsta ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis. Hluti umræddra gagna barst eftir fund skipulagsnefndar. Málinu frestað.

Samþykkt samhljóða. Helgi Héðinsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

 

5. Fjármál sveitarfélagsins.

Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins 1.jan-31.júlí 2015. Rekstur tímabilsins er í heild innan fjárhagsáætlunar.

Rætt um undirbúning á gerð fjárhagsáætlunar 2016.

 

6. . Lagt fram erindi Laufeyjar Sigurðardóttur dags. 27. ágúst 2015 þar sem spurt er um ýmis mál er varða Höfða. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.

 

7. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hótel Hilton í Reykjavík dagana 23-24. september n.k. Oddviti mun sækja ráðstefnuna.

 

8. Aðalfundur Eyþings verður haldinn í Félagsheimilinu Hlíðarbæ, Hörgársveit dagana 9. og 10. október nk. Oddviti og sveitarstjóri fara með atkvæðisrétt Skútustaðahrepps á fundinum.

 

9. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar sveitarstjórnar Skútustaðahrepps á grundvelli 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007 um umsókn Helga Héðinssonar, kt. 130488-3589, Geiteyjarströnd 1, 660 Mývatni, f.h. Geiteyjar ehf. Kt. 561202-2650, um viðbót við fyrra rekstrarleyfi, eitt sumarhús. Helgi er með rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga í flokki V. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn.

Helgi Héðinsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

 

10. Lagður fram samningur milli Skútustaðahrepps og Norðurár b.s um urðun sorps á sorpurðunarstaðnum í Stekkjarvík. Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun.

 

11. Tekið fyrir að nýju umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2015-2024. Erindið var áður á dagskrá sveitarstjórnarfundar 26. ágúst 2015. Oddviti bar upp eftirfarandi tilllögu. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps ítrekar þá skoðun að ávallt skuli lagðir jarðstrengir þar sem þess er kostur. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps áskilur sér rétt til að hafa skoðun á einstaka liðum og framkvæmdum kerfisáætlunar er varða Skútustaðahrepp í framtíðinni.Sveitarstjórn Skútustaðahrepps telur óraunhæft að framleiðslusviðsmynd iii(3) í Kerfisáætlun nái fram að ganga og því sé óþarft að byggja upp raforkukerfið með tilliti til þess.

Samþykkt samhljóða.

 

12. Samþykkt að næsti reglubundni fundur sveitarstjórnar verði miðvikudaginn 30. September kl 09:15.

 

13. Til fundarins er mættur Bjarni Jónasson og Dagbjört Bjarnadóttir úr starfshópi um mótun Lýðheilsustefnu Skútustaðahrepps. Bjarni og Dagbjört kynntu drög að lýðheilsustefnu sveitarfélagsins og svaraði fyrirspurninum fundarmanna. Bjarni og Dagbjört yfirgáfu fundinn að kynningu lokinni. Sveitarstjórn þakkar starfshópnum vel unnin störf og vísar um Lýðheilsustefnu til gerðar fjárhagsáætlunar 2016.

 

14. Slægjufundur 24. október 2015. Skipulag Slægjufundar er í höndum íbúa Reykjahlíðarþorps þetta árið. Sveitarstjórn samþykkir að Sigríður Jóhannesdóttir kalli saman til fyrsta fundar.

 

Fundi slitið kl. 11:40


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020