22. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 26. ágúst 2015

22. fundur haldinn að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 26. ágúst. 2015, kl 09:15.

Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Friðrik Jakobsson.

DAG­­SKRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags 13.júlí 2015
 3. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 10.júlí 2015
 4. Bréf Umhverfisstofnunar dags.14. júlí 2015
 5. Samstarfssamningur um almannavarnir í Þingeyjarsýslum.
 6. Þekkingarsetur í Mývatnssveit - afgreiðsla Uppbyggingarsjóðs Eyþings
 7. Tillaga að kerfisáætlun Landsnets 2015-2024
 8. Málefni leikskóla
 9. Umsókn um framkvæmdaleyfi á Kröflusvæði dags. 12. ágúst 2015
 10. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 17. ágúst 2015
 11. Fundargerð Landbúnaðar- og girðinganefndar frá 18. ágúst 2015
 12. Nafn á nýju hrauni og gígum norðan Vatnajökuls

Efni til kynningar

Fundargerð aðalfundar Dvalarheimilis aldraðra sf. í Þingeyjarsýslum frá 1.júlí 2015

Fundargerð aðalfundar leigufélags Hvamms frá 1. júlí 2015

Fundargerð stjórnarfundar leigufélags Hvamms frá 1. júlí 2015

Fundargerð stjórnarfundar Dvalarheimils aldraðra sf. í Þingeyjarsýslum frá 1. júlí 2015

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 3. júlí 2015

Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 15. maí, 20. maí, 16. júní og 26. júní 2015

 

1. liður

Oddviti setti fund.

 

2. liður

Borist hefur bréf frá eftirlitsnefnd Alþingis dags. 13. júlí 2015 er varðar fjármál sveitarfélagsins þar sem koma fram áhyggjur af stöðu sveitarfélagsins. Eins og greint var frá í greinargerð með ársreikningi sveitarfélagsins á 19. fundi sveitarstjórnar 27. maí 2015 þarf að sýna aðhald ásamt því að óvenjulegar aðstæður voru uppi um síðustu áramót við uppgjör síðasta árs sem skýra málið að hluta.

Samþykkt að fela sveitarsjóra að svara bréfinu.

 

3. liður

Borist hefur bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 10. júlí 2015.

Samkvæmt áætlun Jöfnunarsjóðs mun framlag sjóðsins til Skútustaðahrepps nema 56,7 milljónum en fyrri áætlun gerði ráð fyrir 61 milljón. Slíkar sveiflur milli áætlana eru verulegar fyrir ekki stærra sveitarfélag og lýsir sveitarstjórn áhyggjum með þá þróun sem hefur orðið á framlögum Jöfnunarsjóðs til Skútustaðahrepps á undanförnum árum.

 

4. liður

Bréf Umhverfisstofnunar dags.14. júlí 2015 varðandi breytingar á áformum um að byggja þriggja hæða viðbyggingu við núverandi íbúðarhús á Geiteyjarströnd yfir í það að búa til íbúðir fyrir ábúendur og afkomendur.

Skútustaðahreppur lítur svo á að nú þegar sé til staðar byggingarleyfi fyrir stækkun þessarar byggingar frá 10. september 2009. Sveitarstjórn finnst ánægjuleg þróun að ábúendur fari þá leið að búa sér til íbúðarhús í húsinu í stað hótels.

Sveitarstjórn felur skipulagsfultrúa að fara yfir spurningu UST varðandi aðalskipulag og mun svara spurningum stofnunarinnar í framhaldinu.

Helgi Héðinsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðs.

 

5. liður

Samstarfssamningur um almannavarnir í Þingeyjarsýslum.

Samþykkt að fela sveitarsjóra að undirrita samninginn.

 

6. liður

Þekkingarsetur í Mývatnssveit, afgreiðsla Uppbyggingarsjóðs Eyþings.

Í bréfinu kemur fram að Skútustaðahreppur hljóti styrk upp á eina milljón til að vinna að undirbúningi þekkingarseturs í Mývatnssveit.

Sveitarstjórn fagnar þessari styrkveitingu og mun undirbúningsnefnd, í samstarfi við sveitarstjóra, halda áfram með málið og aðlaga framvindu að styrkveitingunni.

 

7. liður

Tillaga að kerfisáætlun Landsnets 2015-2024.

Umræður urðu um málið. Landsnet hefur lengt umsagnarfrest til 15.september og afgreiðslu því frestað til næsta fundar.

 

8. liður

Málefni leikskóla.

Sú ánægjulega þróun hefur orðið í Mývatnssveit að börnum á leikskólaaldri hefur fjölgað verulega á undaförnum árum og er staðan núna sú að leikskólinn Ylur er fullur og biðlisti byrjaður að myndast. Eitt barn hefur nú þegar fengið inni í leikskóla á Laugum og útlit fyrir að fleiri börn muni þurfa að bíða eftir plássi í leikskóla á næstu misserum. Markmið sveitarfélagsins er að bjóða upp á sem besta þjónustu fyrir barnafólk í sveitarfélaginu og er leikskólinn mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni. Unnið er að framtíðarútfærslu varðandi samspil leikskóla og grunnskóla sem mun væntanlega verða íbúum til hagsbóta inn í framtíðina. Núverandi vandi felst í húsnæðisskorti og aðstöðu fyrir leikskólann, tvær leiðir eru til skoðunar. Annars vegar að færa efstu árganga leikskóla upp í skóla líkt og gert var fyrir nokkrum misserum og ná með því að létta á leikskólanum. Hin leiðin er að færa skrifstofu Skútustaðahrepps og auka pláss leikskólans í núverandi húsnæði og leysa þar með vandann meðan unnið er að framtíðarlausn.

Oddviti leggur til að skrifstofur Skútustaðahrepps verði fluttar upp í smíðastofu í norðurenda grunnskólans, smíðastofan verði þá færð til innan skólans. Leikskólinn fær svo aukið rými í núverandi byggingu sem ætti að geta gert það að verkum að biðlistar á leikskólanum muni ekki þurfa að myndast á næstu árum og betri vinnuaðstaða skapist innan leikskólans.

Sveitarsjóra og skipulagsfulltrúa í samstarfi við leikskólastjóra, skólastjóra grunnskólans ásamt formanni skólanefndar falið að fara yfir málið og koma með tillögur að framkvæmdaáætlun og kostnaðarmati á verkefninu svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið.

 

9. liður

Umsókn um framkvæmdaleyfi á Kröflusvæði dags. 12. ágúst 2015.

Borist hefur erindi frá Landsvirkjun um borun á tveimur holum við Kröflu, K-41 og K-42. Báðar holurnar eru innan núverandi vinnslusvæðis Kröflustöðvar. Ábending hefur borist frá stjórnarformanni landeigenda Reykjahlíðar ehf. um að engin ósk um umræddar framkvæmdir hafi borist landeigendum Reykjahlíðar. Skipulagsfulltrúi hefur komið ábendingunni á framfæri til leyfisbeiðanda.

Sveitarstjórn frestar málinu þar til sýnt hefur verið fram á yfirráð yfir viðkomandi vinnslusvæði.

 

10. liður

Fundargerð Skipulagsnefndar frá 17. ágúst 2015

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina fyrir utan 4.lið í fundargerðinni sem er frestað í samræmi við bókun á 9. lið hér að framan.

Undir 1.lið vék Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir af fundi.
 

Undir 2.lið lagði Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir fram eftirfarandi bókun: Ég leggst gegn svo auknu byggingamagni vatnsmegin vegar, verði það til að skerða útsýni á þessum stað, sem skipar mjög stóran sess í umgjörð Reykjahlíðarþorps. Afstaða þessi er í samræmi við andstöðu mína við deiliskipulag svæðisins sem samþykkt var á vordögum.

 

11. liður

Fundargerð Landbúnaðar- og girðinganefndar frá 18. ágúst 2015.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

12. liður

Nafn á nýju hrauni og gígum norðan Vatnajökuls.

Samþykkt að stofna nefnd um nafngiftina. Nefndina skulu skipa tveir fulltrúar frá Skútustaðahreppi, fulltrúi örnefnanefndar, fulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs auk fulltrúa jarðvísindageirans. Nefndin skal skila tillögum til sveitarfélagsins til staðfestingar fyrir 10. október 2015. Sveitarstjóra falið að koma málinu til framkvæmdar.

 

Fundi slitið kl. 11:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020