21. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 24. júní 2015

21.fundur að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 27. júní kl. 09:15

Mættir: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Elísabet Sigurðardóttir varamaður Jóhönnu Katrínar Þórhallsdóttur, Helgi Héðinsson, Sigurður G. Böðvarsson, Friðrik Jakobsson og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAG­S­KRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 23. júní 2015
 3. Fundargerð Gróðurskoðunarnefndar frá 10. júní 2015
 4. Fundaargerð Gróðurskoðunarnefndar frá 18. júní 2015
 5. Skipun starfshóps um húsnæðismál leik og grunnskóla
 6. Bréf Margrétar Bóasdóttur dags. 12. júní 2015
 7. Bréf framkvæmdastjóra Mýsköpunar dags 16. júní 2015
 8. Þróunarsamningur um sorphirðu í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit.
 9. Gjaldskrá leikskóla
 10. Upplýsingaskilti við aðkomuleiðir
 11. Málefni RAMÝ
 12. Aðalfundarboð Dvalarheimils aldraðra í Þingeyjarsýslum
 13. Aðafundarboð leigufélags Hvamms
 14. Sumarleyfi sveitarstjórnar
 15. Skýrsla sveitarstjóra-munnleg

 

Afgreiðslur

1. Oddviti setti fund

 

2. Lögð fram fundargerð Skipulagsnefndar frá 23. júní. Fundargerðin er í 9 liðum.

1. Dimmuborgir. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 17. apríl 2015 með athugasemdafresti til og með 29. maí 2015. Umsagnir án athugasemda bárust frá Umhverfisstofnun. Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Eftirfarandi athugasemdir bárust frá Vegagerðinni:

Vegagerðin gerir athugasemd við að það þurfi meiri upplýsingar um fyrirhugaða breytingu á bílastæðum við Dimmuborgir en koma fram í deiliskipulagsgreinargerð.

Í texta er fjallað um hnitaskrár 1 og 2 sem eru ekki sýndar á uppdrætti.

Svar: Hnitaskrár 1 og 2 hafa verið settar inn á uppdrátt.
 

Í texta er umfjöllun um breytingu á lóðamörkum. Breytingarnar eru ekki sýndar á uppdrætti. Fylgir skipulagssvæði nýjum lóðamörkum?

Svar: Skipulagssvæðið fylgir ekki lóðamörkum (landamörkum)

Í gildandi deiliskipulagi kemur fjöldi bílastæða fram í texta en ekki í nýju deiliskipulagi.

Svar: Fjöldi bílastæða hefur verið færður inn á uppdrátt.

Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 55 fólksbílastæðum og 6 rútustæðum. Í nýja deiliskipulaginu er miðað við 61 fólksbílastæði og 6 rútustæði.

Svar: Fjöldi bílastæða hefur verið færður inn á uppdrátt.
 

Í texta þarf að koma greinilegar fram að verið er að bæta við nýju bílastæði á svæðinu, þannig að bílastæði verði þrjú, á þremur svæðum, efsta-, mið- og neðsta svæði.

Svar: Kemur fram í greinargerð.

Við stækkun bílastæða og flutningi rútustæða á neðsta pall, hefði átt að verða meiri fjölgun fólksbílastæða á efsta palli.

Svar: Fjöldi bílastæða hefur verið endurskoðaður og færður inn á uppdrátt.

Nýting svæðis á efsta palli er ekki nógu góð.

Svar: Fjöldi bílastæða hefur verið endurskoðaður og færður inn á uppdrátt. Bílastæði á efsta palli snúið lítillega til að auðvelda aðkomu á rútum. Svæði fyrir gangandi fólk á efsta palli stækkað.
 

Telja má að miðað við þann fjölda fólksflutningabifreiða sem nú er lagt á svæðinu, þyrfti að gera ráð fyrir fjölgun stæða fyrir þær.

Svar: Fjöldi bílastæða hefur verið færður inn á uppdrátt.
 

Hvergi er gert ráð fyrir húsbílum eða fólksbílum með aftanívagna, sem talsverður hluti ferðamanna nota.

Svar: Skilgreind hafa verið þrjú bílastæði ætluð bílum með tengivagn.

Bílastæði fyrir hreyfihamlaða vantar á uppdrátt.

Svar: Tvö bílastæði fyrir hreyfihamlaða hafa verði skilgreind næst þjónustumiðstöð
 

Við enda bílastæðis á mið svæðinu mætti gera ráð fyrir útskoti, þannig að auðveldara sé að snúa innstu bílunum við.

Svar: Tekið er tillit til athugasemdar.

Í texta þyrfti að koma fram hvernig umferð á svæðinu er hugsuð. Aðallega þó í tengslum við umferð fólksflutningabifreiða.

Svar: Texta í greinargerð bætt við. Er undir fyrirsögninni „Umferð“.
 

Mjög slæmt er að gert sé ráð fyrir að fólksflutningabifreiðar stöðvi aftan við bíla sem lagt er í stæði á efsta palli. Með því er komið í veg fyrir akstur til og frá stæðunum á meðan farþegum er hleypt út- og inn.

Svar: Tekið er tillit til ábendingar. Bílastæði á efsta palli snúi ð lítillega. Við það verður til svigrúm aftan við bíla á efsta palli.

Það vantar meiri upplýsingar um gönguleiðir á deiliskipulagssvæðinu, bæði í texta og á teikningu.

Svar: Gönguleiðir innan skipulagsmarka eru skilgreindar. Bætt við gönguleið (aðkomu) að þjónustumiðstöð.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna svo breytta, þar sem komið hefur verið til móts við framangreindar athugasemdir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.Samþykkt samhljóða

Liður 2. Grímsstaðir. Tillaga að deiliskipulagi hótellóðar og breyting á aðalskipulagi.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi og samsvarandi breytingu á aðalskipulagi samhliða að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytinga á aðalskipulagi. Jafnframt felur sveitarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa tillögurnar eins og fyrrgreind lög mæla fyrir um.Samþykkt samhljóða.

3. Vaðalda. Tillaga að deiliskipulagi og umsókn um framkvæmdaleyfi.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn samþykkir að umsækjanda verið heimilað að vinna deiliskipulag skv.meðfylgjandi deiliskipulagslýsingu. Jafnframt felur hún skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi og einnig er honum falið að leita umsagnar um matslýsinguna hjá umsagnaraðilum. Samþykkt samhljóða.

4. Austurleið (F910). Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna breyttrar legu vegstæðis.

Oddviti bar upp eftir farandi tillögu.

Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfisumsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. Samþykkt samhljóða.

5,6,7 og 8. Grímsstaðir 1-4. Umsóknir um stofnun lóðarhluta.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við erindin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðarhlutana í fasteignagrunni Þjóðskrár. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

3. Lögð fram fundargerð Gróðurskoðunarnefndar frá 10. júní. Eftirfarandi bókun var samþykkt. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ákveðið, að fengnu áliti Gróðurskoðunarnefndar að heimila sleppingu búfjár í Mellönd frá og með fimmtudeginum 11. júní 2015. Þó eru þær takmarkanir settar að heimilt er að sleppa 15% fjársins á þessum tíma og mælst er til þess að bændur flytji féð sem syðst í stykkin. Fimmtudaginn 18. júní n.k mun staðan verða endurmetin og framhald sleppinga ákveðið í samráði við Gróðurskoðunarnefnd.

Framangreind tillaga var áður staðfest í tölvupósti dags. 10. júní 2015. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

4. Lögð fram fundargerð Gróðurskoðunarnefndar frá 18. júní. 2015. Eftirfarandi bókun var samþykkt.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir að fengnu áliti Gróðurskoðunarnefndar að heimila frekari sleppingu búfjár í Mellönd frá og með föstudeginum 19. Júní 2015. Heimilt verði að sleppa 25% fjársins frá og með þessum tíma og verði því fé að mestu sleppt í Mellöndin. Jafnframt heimilar sveitarstjórn bændum frekari sleppingar frá og með Jónsmessu í hæfilegum slöttum.

Framangreind tillaga var áður staðfest í tölvupósti dags 18. júní 2015

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

5. Á fundi Skólanefndar Skútustaðahrepps sem haldinn var þann 11. maí 2015 var rætt um möguleika á flutningi leikskólans Yls í húsnæði Reykjahlíðarskóla. Nefndin lýsti yfir eindreignum vilja til að möguleikar á flutningi leikskólans Yls í húsnæði Reykjahlíðarskóla yrðu skoðaðir. Nefndin lagði til að skipuð yrði nefnd tveggja fulltrúa úr skólanefnd, skólastjórum og fulltrúa sveitarstjórnar til að vinna undirbúningsvinnu að framgangi málsins.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn samþykkir að skipa starfshóp á grundvelli vilja Skólanefndar. Starfshópinn skipa : Jóhanna K. Þórhallsdóttir formaður, , Sólveig Jónsdóttir skólastjóri Reykjahlíðarskóla, Ingibjörg Jónsdóttir, f.h leikskólans Yls, Arnar Halldórsson og Dagbjört Bjarnadóttir. Sveitarstjóri og Skipulags og byggingafulltrúi starfi með hópnum.

 • Hópurinn skal m.a skoða eftirfarandi þætti.
 • Rýmisþörf fyrir leikskóla fyrir allt að 25 börn
 • Kostnað vegna breytinga á núverandi húsnæði Reykjahlíðarskóla ásamt breytingum á lóð
 • Að greina faglegan og fjárhagslegan ávinning af tilfærslunni
 • Að leggja mat á ávinning þess að sameina leik og grunnskóla í eina stofnun
 • Að kanna reynslu annarra sveitarfélaga að slíkri sameiningu.
 • Að leggja mat á aðrar mögulegar lausnir s.s að stækka rými leikskóla á núverandi stað.
 • Starfshópurinn skili niðurstöðum til sveitarstjórnar fyrir árslok 2015

Samþykkt samhljóða

 

6. Í bréfinu sækir Margrét Bóasdóttir fyrir hönd Sumartónleika í Mývatnssveit um fjárstyrk kr 120 þúsund fyrir starfið 2015. Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu Félags-og menningarmálanefndar.

 

7.Í bréfinu er óskað eftir að Skútustaðahreppur nýti forkaupsrétt á kaupum á nýju hlutafé í Mýsköpun ehf í samræmi við nýverandi eignarhlut að nafnverði 2.500.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir að nýta forkaupsrétt að nafnvirði 500.000 kr en falla frá forkaupsrétti á öðrum hlutum.

 

8. Fyrir fundinum liggur samingur milli Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Gámaþjónustu Norðurlands um sorphirðu í sveitarfélögunum. Samningurinn felur í sér framlengingu á fyrri verkksamningi í 3 ár þ.e. frá 1. júní 2015 til 31. maí 2018. Markmið samningsaðila er að veita íbúum, fyrirtækjum og stofnunum sveitarfélaganna hagkvæma og umhverfisvæna sorphirðu­þjónustu. Áhersla er lögð á að auka skilning og vitund íbúa, stofnana og fyrirtækja um mikilvægi flokkunar, endurvinnslu og endurnýtingar, þannig að dregið verði úr urðun og sóun en stuðlað að bættu umhverfi í sveitarfélögunum. Samkvæmt samningnum skal innleiðingu á nýju sorphirðukerfi vera að fullu lokið fyrir 1. september 2016.

Nýtt fyrirkomulag verður kynnt íbúum og rekstaraðilum síðsumars með sérstökum kynningarfundum og útgáfu kynningarefnis.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps fagnar þeim áfanga sem er að nást varðandi aukna flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu á úrgangi í sveitarfélaginu þannig að dregið verði úr urðun og sóun en stuðlað að bættu umhverfi. Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir góðu samstafi við íbúa og rekstaraðila varðandi innleiðingu kerfisins og aukna flokkun úrgangs og þakkar íbúum fyrir þá þolinmæði sem þeir hafa sýnt vegna þess langa tíma sem hönnun á nýju kerfi hefur tekið. Samþykkt samhljóða.

 

9. Rætt um gjaldskrá í leikskóla m.a systkinaafslátt. Samþykkt að vísa umræðum um breytingar á gjaldskrá leikskóla til gerðar fjárhagsáætlunar 2016.

 

10. Rætt um upplýsingaskilti á aðkomuleiðum í sveitinni.

 

11. Oddviti bar upp eftirfarandi bókun.

Í ljósi fréttaflutnings um boðaða sameiningu Náttúrfræðistofnunar Íslands (NÍ) og Rannsóknarmiðstöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ) vill sveitarstjórn Skútustaðahrepps hvetja Umhverfisráðherra til að horfa frekar til sameiningar/samvinnu/samstarfs Náttúrustofu Norðausturlands og RAMÝ. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps bendir á að um árabil hefur stjórn Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) haft áhuga á því að teknar verði upp viðræður um náið samstarf Náttúrustofunnar og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ). Markmiðið verði að efla starfsemi þessara rannsóknastofnana í héraði, með aukinn svæðisbundinn slagkraft í náttúrurannsóknum, eflingu samfélags og hagræði að leiðarljósi. Starfsemi NNA er m.a fjármögnuð með framlögum sveitarfélagana í Þingeyjarsýslum.

RAMÝ er ein örfárra opinberra stofnana sem starfsemi hafa í Mývatnssveit. Stofnunin er rótgróin og nær starfsemi hennar í sveitinni aftur til ársins 1975. Samfelld starfsemi árið um kring hefur þó aldrei verið í Mývatnssveit, allan þann tíma sem stöðin hefur starfað. Það er eindreginn vilji sveitarstjórnar Skútustaðahrepps að starfsemi RAMÝ verði efld enn frekar og það mikilvæga starf sem þar hefur verið unnið á undanförnum árum verði nýtt í þágu svæðisbundinnar þekkingaruppbygginar og eflingu byggðar í Mývatnssveit og Þingeyjarsýslum.

Samþykkt samhljóða.

 

12. Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra verður haldinn þriðjudaginn 1. júlí 2015. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

13. Aðalfundur leigufélags Hvamms verður haldinn þriðjudaginn 1. júlí 2015. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

14. Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að fella niður reglubunda fundi sveitarstjórnar í júlí og fyrri reglubundinn fund í ágúst. Næsti reglubundni fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 26. ágúst. Samþykkt samhljóða.

 

15. Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 10:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020