20. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 10. júní 2015

20.fundur að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 10. júní kl. 09:15

Mættir: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Helgi Héðinsson, Arnheiður R. Almarsdóttir varamaður Sigurðar G. Böðvarssonar, Friðrik Jakobsson og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAG­S­KRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerð Skipulagsnefndar frá. 4. maí 2015
 3. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 1. júní 2015
 4. Fundargerð Gróðurskoðunarnefndar frá 1. júní 2015
 5. Bréf Umhverfisstofnunar dags 20. maí 2015
 6. Bréf varasjóðs húsnæðismála dags 21.maí 2015
 7. Bréf Atvinnuvegaráðuneytisins dags 20. maí 2015
 8. Tilboð um hönnun götu í Reykjahlíðarþorpi
 9. Múlavegur 1
 10. Flugklasinn Air66
 11. Skýrsla sveitarstjóra-munnleg
 12. Kynning á Náttúrustofu Norðausturlands – Þorkell Lindberg Þórarinsson

Til kynningar:

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 15. apríl 2015

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 6. maí 2015

Fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 29. maí 2015

 

Afgreiðslur

1.Oddviti setti fund og lagði til að fundargerð Skipulagsnefndar frá 4. maí 2015 yrði bætt á dagskrá undir lið 2 og jafnframt yrði erindi Flugklasans Air66 bætt á dagskrá undir lið 10. Samþykkt samhljóða.

 

2. Lögð fram fundargerð Skipulagsnefndar frá 4. maí 2015. Fundargerðin er í fimm liðum.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu vegna liðar 3.

Liður 3. Svartárvirkjun í Bárðardal. Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023.

Sveitarstjórn samþykkir að leitað verði samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir málsmeðferð vegna óverulegrar breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar samþykki landeigenda liggur fyrir, þar sem fyrirhuguð breyting hefur ekki verulega breytingu á landnotkun í för með sér og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Sveitarstjórn felur jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúa að uppfylltum fyrrgreindum skilyrðum að annast málsmeðferð vegna aðalskipulagsbreytingarinnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

3. Lögð fram fundargerð Skipulagsnefndar frá 1. júní 2015. Fundargerðin er í tveim liðum.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu vegna liðar 1.

Liður 1. Deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar. Breyting á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn heimilar að lokið verði við gerð deiliskipulags þéttbýlis Reykjahlíðar eins og ráðgert var í upphafi. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að samið verði við Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónsson og félaga ehf um að ljúka verkinu í samræmi við þær hugmyndir sem rætt var um á fundinum.

Samþykkt samhljóða

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu vegna liðar 2.

Liður 2. Svartárvirkjun í Bárðardal. Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps.

Sveitarstjórn staðfestir ákörun skipulagsnefndar um að samþykki allra landeigenda þurfi að liggja fyrir áður en leitað verði samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir málsmeðferð vegna óverulegrar breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn felur jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúa að uppfylltum fyrrgreindum skilyrðum að annast málsmeðferð vegna aðalskipulagsbreytingarinnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

Samþykkt samhljóða.

 

4. Lögð fram fundar Gróðurskoðunarnefndar frá 1. júní 2015. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

5. Í bréfinu er lagður fram viðauki við samning UST og Skútustaðahrepps um endurgreiðslu vegna refaveiða 2014-2016, þar sem fram kemur að endurgreiðsluhlutfall hækkar um 2%, fer úr 33% í 35%. Sveitarstjórn fagnar auknum endurgreiðslum vegna refaveiða og samþykkir framlagðan viðauka.

 

6. Í bréfinu er tilkynnt um lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félaglegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði

.

7. Í bréfinu er óskað umsagnar um drög að breytingum á reglum um staðfestingu ráðherra á gjaldskrám hitaveitna. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við drögin.

 

8. Lagðar fram niðurstöður verðkönnunar vegna hönnunar gatna, lagnakerfa og gerð mæliblaða í þéttbýlið í Reykjahlíð.Eftirfarndi tilboð bárust:

Efla: 2.850.000.-

Mannvit: 4.473.920.-

Verkís: 4.712.000.-

Öll verð eru með vsk.

Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Eflu á grundvelli lægsta boðs.

 

9. Lagt fram kauptilboð frá Karli Viðari Pálssyni kt: 140547-4419 í fasteignina Múlaveg 1 fastanr. 216-3404 að upphæð kr. 23.000.000.

Sveitarstjórn samþykkir kauptilboðið og veitir Jóni Óskari Péturssyni, sveitarstjóra kt:190775-6079 fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita hvers kyns skjöl f.h sveitarfélagsins vegna sölunnar. Arnheiður R. Almarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

 

10. Fyrir tekið erindi Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air 66 en erindið var áður á dagskrá sveitarstjórnar þann 25. mars 2015. Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að styðja við markaðsstarf MN og Air 66 við að koma á reglubundu millilandaflugi til og frá Akureyri. Stuðningurinn nemur 300 kr pr íbúa og gildir árin 2015-2017 og færist af lið . Samþykkt samhljóða.

Viðauki 2. Sveitarstjóri lagði fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2015 um hækkun á útgjöldum til atvinnumála lið 13-81-9490 vegna framangreindrar ákvörðunar. Útgjöldum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Samþykkt samhljóða.

 

11. Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu málum sem unnið hefur verið að frá síðasta fundi sveitarstjórnar.

 

12. Til fundarins er mættur Þorkell Lindberg Þórarinsson frá Náttúrustofu Norðausturlands og kynnti starfsemi stofnunarinnar og svaraði fyrirspurnum. Þorkell vék af fundi að kynningu lokinni.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 11:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020