19. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 27. maí 2015

19.fundur að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 27. maí kl. 09:15

Mættir: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Helgi Héðinsson, Sigurður G. Böðvarsson, Friðrik Jakobsson og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAG­S­KRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Ársreikningur 2014 – síðari umræða
 3. Rekstarstaða jan-apríl 2015
 4. Fundargerð Skólanefndar frá 11. maí 2015
 5. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 21. maí 2015
 6. Leikskóli- reglur um gjaldfrjálsan frítökurétt utan sumarlokunar
 7. Sorpmál
 8. Umsókn um rekstarleyfi
 9. Verksamningur vegna endurnýjunar Hitaveitu.
 10. Erindi Péturs Snæbjörnssonar dags 6. maí 2015
 11. Erindi Laufeyjar Sigurðardóttur dags. 17. maí 2015
 12. Aðalfundarboð Greiðrar leiðar ehf.
 13. Tilnefning fulltrúa í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs
 14. Erindi Fjöreggs frá 25. apríl 2015
 15. Skýrsla sveitarstjóra-munnleg

Til kynningar:

Fundargerð aðalfundar Mýsköpunar frá 27. mars 2015

Fundargerðir stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 4. nóvember 2014

Fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 8. apríl 2015

Fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 8. maí 2015

Fundargerð aðalfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 8. maí 2015

Ársrekningur Félags eldri Mývetninga 2014

Ársskýrsla og ársreikningur UMF Mývetnings 2014

 

Afgreiðslur

1. Oddviti setti fund og lagði til að lið 14. Erindi Fjöreggs frá 25. apríl 2015 yrði bætt á dagskrá. Skýrsla sveitarstjóra færist aftur og verði liður 15. Samþykkt samhljóða.

2. Lagt fram endurskoðunarbréf KPMG vegna vinnu við gerð ársreiknings Skútustaðahrepps árið 2015. Sveitarstjóri kynnti ársreikning sveitarfélagsins og stofnana þess árið 2014.

Ársreikningur Skútustaðahrepps er lagður fram til síðari umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn (samstæðu). Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru Veitustofnun Skútustaðahrepps, leiguíbúðir og Fjarskiptafélag Mývatnssveitar ehf. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 36,9 millj.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 26,27 millj.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu. Rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 40,4 millj.kr en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 20,9 millj.kr.

Rekstrartekjur samstæðu námu 363,2 millj.kr en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 370,5 millj.kr. Rekstrartekjur A hluta námu 344,2 millj.kr en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 350,4 millj.kr.

Rekstrargjöld samstæðu námu 398,6 milljónum sem er 6,3 milljónum umfram fjárhagsáætlun. Rekstrargjöld A hluta námu 385 milljónum sem er 12,2 milljónum umfram fjárhagsáætlun.

Helstu skýringar neikvæðrar niðurstöðu má rekja til 15,7 milljóna króna gjaldfærslu í A-hluta vegna uppgjörs Sorpsamlags Þingeyinga. Þá var tekin ákvörðun um 8,2 milljóna króna niðurfærslu í eignasjóði vegna hönnunarkostnaðar leikskóla sem unnin var á árunum 2002-2005. Þá voru laun og launatengd gjöld 4 milljónum umfram áætlun. Þar vegur þyngst að breyting lífeyrisskuldbindinga var 5,2 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Annar rekstrarkostnaður var 3,8 milljónum lægri en gert var ráð fyrir og skýrist af frávikum frá ýmsum gjaldaliðum og vega þar þyngst lægra viðhald í íþróttamiðstöð og lægri kostnaður vegna rekstrar Sorpsamlags. Í tengslum við uppgjör Sorpsamlags Þingeyinga tók Skútustaðahreppur yfir skuldbindingar í samræmi við eignarhlut og nam sú skuldbinding 33,3 milljónum króna sem mætt var með lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Fjármagnsliðir voru 1,6 milljónum kr. hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir. Skýrist það einkum af lægri verðbólgu en gert var ráð fyrir auk þess sem ekki þurfti að nýta lántöku vegna framkvæmda B-hluta fyrirtækja sem gert var ráð fyrir í áætlun.

Veltufé til rekstrar samstæðu nam 3,3 milljónum króna og handbært fé til rekstrar nam 9,6 milljónum króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðu, þ.e fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum að frádregnu söluverði rekstrarfjármuna og breytingu langtímakrafna, námu 79,3 milljónum. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum námu 82,5 milljónum þar bar hæst fjárfesting í endurnýjun hitaveitu og lagningu ljósleiðara. Fjármögnunarhreyfingar samstæðu þ.e. ný lántaka að frádregnum afborgunum langtímalána og greiðslum vegna lífeyrisskuldbindinga nam 93,6 milljónum. Tekin voru ný langtímalán að upphæð 78,3 milljónum króna. Handbært fé í árslok nam 11,2 milljónum.

Eiginfjárhlutfall samstæðu nam í árslok 55,3%. Samkvæmt 64.gr sveitarstjórnarlaga nr.138/2011 ber sveitarstjórn að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að sveitarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum. Framangreindri skyldu skulu sveitarstjórnir m.a. fullnægja með því að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta séu ekki hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum. Skuldahlutfall samstæðu nam í árslok 68% og hefur hækkað verulega milli ára.

Þrátt fyrir að niðurstaða ársreiknings 2014 valdi vonbrigðum gera áætlanir ráð fyrir jákvæðri afkomu í rekstri sveitarfélagsins á komandi árum og lækkun skulda. Þrátt fyrir það er ljóst að reksturinn á komandi árum er afar næmur fyrir utanaðkomandi þáttum s.s. verðbólgu og launahækkunum. Mikilvægt er að bæta rekstur A-hluta, en tekjur A-hluta þ.e. skatttekjur,eiga að standa undir rekstri lögbundinna málaflokka. Framlegð, þ.e. tekjur að frádregnum gjöldum fyrir afskriftir og fjármagnsliði, er óviðundandi til lengri tíma litið og því er afar brýnt að bæta þar úr með hagræðingu. Þrátt fyrir að skuldastaða sveitarfélagisns sé vel viðundandi í samanburði við 150% skuldahlutfall er skuldsetningin þó í efri mörkum þess sem reksturinn í núverandi mynd stendur undir. Því er afar brýnt að fara varlega í frekari lántökur og eftirsóknarvert að greiða niður skuldir á komandi árum.

Sveitarstjórn samþykkir ársreikning sveitarfélagsins og stofnana þess með fimm samhljóða atkvæðum.

 

3. Sveitarstjóri kynnti rekstrarniðurstöðu málaflokka tímabilið janúar-apríl 2015 í samanburði við fjárhagsáætlun fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Rekstrarniðurstaða fyrstu fjögurra mánaða ársins er að mestu í samræmi við fjárhagsáætlun og því telur sveitarstjórn ekki tilefni til grípa til sérstakra aðgerðra.

 

4. Lögð fram fundargerð Skólanefndar frá 11. maí 2015. Fundargerðin er í 6

liðum.

Liður 4.

Sveitarstjórn felur varaoddvita og sveitarstjóra að útfæra erindisbréf fyrir starfshópinn fyrir næsta reglubundna fund sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

Lögð fram fundargerð Skipulagsnefndar frá 21. maí 2015. Fundargerðin er í 2 liðum.

Liður 1.

Sveitarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna fyrir sitt leyti og felur skipulags- og byggingafulltrúa að leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum og að kynna hana fyrir almenningi eins og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um þegar samþykki landeigenda fyrir skipulagsgerðinni liggur fyrir.

Liður 2.

Sveitarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulags- og byggingafulltrúa að leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum og að kynna hana fyrir almenningi eins og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

6. Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu um reglur um gjaldfrjálsan frítökurétt á leikskólanum Yl utan sumarlokunar. Sveitarstjórn samþykkir að heimiluð verði gjaldfrjáls fjögurra vikna samfelld frítaka utan lokunartíma leikskóla. Umsóknir um gjaldfrjálsa frítöku berist til leikskólastjóra að lágmarki fjórum vikum fyrir áætlaða frítöku. Samþykkt samhljóða.

 

7.Sveitarstjóri fór yfir viðræður með sveitarstjóra Þingeyjarsveitar við fulltrúa Gámaþjónustu Norðurlands varðandi gerð þróunarsamnings um sorphirðu í sveitarfélögunum. Fyrir liggja drög um fyrirkomulag sorphirðu frá heimilum og lögbýlum sveitarfélaginu ásamt drögum að kostnaðarmati. Stefnt er að því að ljúka samningsgerðinni í júní. Miklar umræður urðu um málið og var sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu. Í ljósi þess að innleiðing nýs sorphirðukerfis hefur reynst tímafrekari en ráð var fyrir gert samþykkir sveitarstjórn á grundvelli bókunar sem samþykkt var við gerð fjárhagsáætlunar 2015 að leggja sorphirðugjald á fyrirtæki í sveitarfélaginu fyrir tímabilið júlí-desember 2015 samkvæmt óbreyttri gjaldskrá sem er eftirfarandi.

Fyrirtæki

a 20.607 kr.

b 56.697 kr.

c 103.376 kr.

d 189.674 kr.

e 284.625 kr.

f 370.013 kr.

g 561.110 kr.

Sveitarstjórn raðar fyrirtækjum í flokka eftir eðli og umfangi starfsemi þeirra.

Samþykkt samhljóða.

 

8. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Skútustaðahrepps vegna umsóknar Hörpu Barkardóttur, kt. 060278-3779, Helgafelli , 601 Akureyri, f.h Alkemia ehf. kt 610297-2349 um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II í Birkihrauni 1, 660 Mývatn.
Samkvæmt 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007 er óskað umsagnar sveitarstjórnar um umsókn þessa.

Sveitarstjórn leggst gegn því að umrætt leyfi verði veitt með vísan til ákvæða í gildandi deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps þar sem eftirfarandi kemur fram í kafla 4.10. „ Innan skipulagssvæðisins verður ekki heimilt að reka gistiheimili eða hótel á íbúðalóðum. Sala á gistingu er einungis leyfileg í formi heimagistingar þar sem heimilismaður/fjölskylda hefur fasta búsetu og lögheimili í íbúðinni/húsinu, sem nýtt er undir starfsemina. Heimagisting er nánar skilgreind í reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 585/2007“. Samþykkt samhljóða.

 

9. Lagður fram verksamningur við Jón Inga Hinriksson vegna endurnýjunar hitaveitulagnar frá Kálfaströnd í Garð. Samingurinn byggir á útboði sem framkvæmt var árið 2012. Gert er ráð fyrir verklokum 30. júní 2015. Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

 

10. Lagt fram erindi frá Pétri Snæbjörnssyni dagsett 6. maí 2015, þar sem spurst er fyrir um hugmyndir um úrbætur í fráveitumálum og kynningum til fyrirtækja á þeim sem voru til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl 2015. Í erindinu er hvatt til þess að úrbótum í fráveitumálum verði hraðað. Sveitarstjórn þakkar bréfritara og felur sveitarstjóra funda með bréfritara um fráveitumál og mögulega aðkomu fyrirtækja að þeim málum. Sveitarstjóri fór yfir samskipti við fulltrúa Icelandairhotels um aðkomu að úrbótum í fráveitumálum í Reykjahlíðarþorpi í tengslum við fyrirhugaða stækkun hótels Reykjahlíðar.

 

11. Lagt fram erindi Laufeyjar Sigurðardóttur, dags 17. maí 2015 þar sem gerðar eru athugasemdir við svör sveitarstjóra vegna erindis Laufeyjar varðandi málefni Höfða sem var til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar þann 5. maí 2015. Sveitarstjórn ítrekar þau sjónarmið sem fram koma í svarbréfi sveitarstjóra dags. 11. maí 2015 varðandi málefni Höfða.

 

12. Lagt fram aðalfundarboð Greiðrar leiðar ehf sem haldinn verður föstudaginn 29. maí kl 11:00 að Hafnarstræti 91, Akureyri. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

13. Í bréfinu er óskað tilnefningu eins fulltrúa í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs til fjögurra ára. Á grundvelli 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr 10/2008 tilnefnir sveitarstjórn Böðvar Pétursson og Arnheiði Rán Almarsdóttur.

 

14. Fyrir tekið erindi Fjöreggs frá 25. apríl 2015, en afgreiðslu þess var frestað á síðasta fundi. Eftirfarandi bréf barst sveitarstjórn.

Stjórn Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt samfélag í Mývatnssveit, hefur fengið upplýsingar um að til standi að byggja tvær nýjar 90 MW jarðvarmavirkjanir í Mývatnssveit á tímabilinu 2021 til 2024, eða alls 180 MW. Upplýsingar um þetta er að finna í kerfisáætlun Landsnets 2015 til 2024 og fréttum fjölmiðla um málið.

Á síðasta almenna upplýsingafundi um fyrirhugaða byggingu virkjunar í Bjarnarflagi sem haldinn var í Mývatnssveit í september 2013 og ennfremur í glærukynningu frá sama fundi kom fram að í áformum Landsvirkjunar stæði til varfærin uppbygging 45 MW virkjunar í Bjarnarflagi. Einnig var sagt að í framhaldinu yrði svæðið vaktað með tilliti til áhrifa á náttúru og lífríki Mývatns og frekari framkvæmdir yrðu byggðar á niðurstöðum þeirrar vöktunar.

Sömuleiðis var óskað eftir opnu samtali og samskiptum milli hagsmunaaðila og Landsvirkjunar undir stjórn Ragnheiðar Árnadóttur. Sú tilhögun hefur ekki enn litið dagsins ljós, það er við vitum, en stefnt var á að boða til fundar fyrir árslok 2013.

Í ljósi mikils misræmis milli annars vegar framkvæmdaáætlana í ofangreindum skjölum Landsnets og hins vegar áðurboðaðra virkjanauppbygginga í Mývatnssveit þar sem varfærni og samráð átti að hafa að leiðarljósi – sjá hériv – óskar stjórn Fjöreggs eftir skýrum svörum sveitarstjórnar við eftirfarandi spurningum varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir í Bjarnarflagi og Kröflu. Ennfremur munum við óska eftir viðbrögðum Landsvirkjunar ásamt því að senda afrit af þessu bréfi til Landverndar.

Er sveitarstjórn kunnugt um ofangreindar breytingar á virkjanaáformum?

Var sveitarstjórn Skútustaðahrepps boðið að koma athugasemdum á framfæri vegna kerfisáætlunar Landsnets 2015 til 2024?

3. Hefur Landsvirkjun haft samráð við sveitarstjórn Skútustaðarhrepps vegna nýrra virkjanaáforma eins og þau koma fram í matsskýrslu kerfisáætlunar Landsnets 2015 til 2024?

4. Hver er afstaða sveitarstjórnar til málsins?

5. Hyggst sveitarstjórn bregðast við framkomnum upplýsingum á einhvern hátt?

Svar sveitarstjórnar:

Landsvirkjun stendur að virkjanagerð og -áætlunum og Landsnet kosti til dreifingar raforkunnar. Í kerfisáætlun Landsnets koma því fram áætlanir um flutning á raforku. Sveitarstjórn telur ekki nema eðlilegt að flutningsgeta miði við það rafmagn sem ákveðið verði að framleiða á svæðinu. Landsvirkjun hefur ekki haft samband við sveitarstjórn vegna breyttra virkjanaáforma miðað við þau áform sem vitnað er til og voru kynnt á íbúafundi 2013.

Skútustaðahreppur fékk Kerfisáætlun Landsnets til umsagnar, líkt og á við um önnur sveitarfélög. Samkvæmt vinnuferlum sveitarfélagsins beindi sveitarstjóri því til skipulags- og byggingafulltrúa, sem lagði mat á erindið miðað við gildandi aðalskipulag. Hugmyndir sem fram koma í kerfisáætlun Landsnets falla innan þess ramma sem fram kemur í aðalskipulagi Skútustaðahrepps og var því ekki talin ástæða til athugasemda.

Almennt varðandi nýjar virkjanir í sveitarfélaginu telur sveitarstjórn mikilvægt að ekki verði tekin áhætta varðandi umhverfisáhrif með tillit til heilsu fólks og lífríki Mývatns. Óyggjandi niðurstöður þess efnis verða því að liggja fyrir, verði virkjanaleyfis óskað í Bjarnarflagi sem öðrum stöðum.

Sveitarstjórn mun óska fundar með Landsvirkjun og Landsneti um virkjanamál og dreifingu raforku í sveitarfélaginu. Í kjölfar þess mun fara fram umræða um mögulega þörf á breytingu aðalskipulags.

 

15. Sveitarstjóri fór yfir helstu mál sem unnið hefur verið að frá síðasta reglubundna fundi sveitarstjórnar.
 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 12:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020