18. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 5. maí 2015

18.fundur að Hlíða­vegi 6, þriðjudaginn 5. maí kl. 09:30

Mættir: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Helgi Héðinsson, Sigurður G. Böðvarsson, Friðrik Jakobsson og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAG­S­KRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Ársreikningur 2014 – fyrri umræða
 3. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hitaveitu
 4. Umsókn um rekstarleyfi
 5. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 20.apríl 2015.
 6. Fundargerð stjórnar leigufélags Hvamms frá 13. mars 2015
 7. Ályktun aðalfundar Mývatnsstofu frá 25. mars 2015
 8. Erindi Laufeyjar Sigurðardóttur dags. 22. apríl 2015
 9. Erindi Jóhanns Kristjánssonar f.h Landeigenda í Vogum, dags 22. apríl 2015
 10. Erindi stjórnar Fjöreggs dags 25. apríl 2015
 11. Erindi fjögurra landeigenda í Vogum.
 12. Skýrsla sveitarstjóra-munnleg

Til kynningar:

Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 25. mars og 7. apríl 2015.

Stjórnar Dvalarhemilisins Hvamms frá 13. mars 2015.

 

Afgreiðslur

1. Oddviti setti fund og lagði til að lið nýjum til 11, erindi fjögurra landeigenda í Vogum yrði bætt á dagskrá. Liðurinn skýrsla sveitarstjóra færist þá aftur og verður liður 12. Samþykkt samhljóða.

 

2. Til fundar er mættur Jón Ari Stefánsson frá KPMG. Jón Ari kynnti ársreikning A –hluta sveitarsjóðs og B-hluta fyrirtækja sveitarfélagsins ásamt sundurliðunarreikningum og endurskoðunarskýrslu. Þá svaraði hann fyrirspurninum sveitarstjórnarmanna varðandi einstaka liði reikningsins. Jón Ari vék af fundi.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Skútustaðahrepps og fyrirtækja, A og B hluta til síðari umræðu. Samþykkt samhljóða.

 

3. Lögð fram fundargerð Skipulagsnefndar ó.d sem samþykkt var á milli funda í tölvupósti frá nefndarmönnum. Fundargerðin er í einum lið. Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn samþykkir erindi frá Jóni Óskari Péturssyni, sveitarstjóra, f.h. Veitustofnunar Skútustaðahrepps kt. 481007-1510 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna lagningar hitaveitu frá Kálfaströnd (Óhappinu) að Garði skv. uppdráttum 07215.M22.009 og 010 frá VERKÍS verkfræðistofu. Samþykkt samhljóða.

 

4. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar umsögn Skútustaðahrepps vegna umsóknar Gísla Rafns Árnasonar, kt. 280873-5199, Hafnarstræti 3, 600 Akureyri, f.h Kaffikletts ehf. kt 520315-0980 Hafnarstræti 3, 600 Akureyri um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga og veitingu veitinga í flokki III í Veiðiheimilinu Hofi, 660 Mývatn.
Samkvæmt 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007 er óskað umsagnar sveitarstjórnar um umsókn þessa.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn.

 

5. Lögð fram fundagerð frá stjórnarfundi 20. apríl 2015 og ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2014. Fundargerðin er í 6 liðum.
Vegna liðar 3. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps gerir ekki athugasemdir við drög að ársreikningi 2014.

Vegna liðar 6.

Sveitarstjórn fagnar ákvörðun stjórnar um að halda orkufund í haust í Mývatnssveit og að yfirheiti hennar verði „Orka og ferðaþjónusta“.

Ekki voru gerðar bókanir vegna annarra liða fundargerðarinnar.

 

6. Lögð fram fundargerð stjórnar leigufélags Hvamms ehf frá 13. Mars 2015. Fundargerðin er í 4. Liðum. Vegna a. liðar bar oddviti upp eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir í styðja áfram við rekstur leigufélags Hvamms ehf í samræmi við eignarhlut sveitarfélagsins í félaginu. Samþykkt samhljóða.

 

7. Lögð fram ályktun aðalfundar Mývatnsstofu frá 25. Mars 2015 þar sem skorað er á samgögnuyfirvöld að bæta vetrarþjónustu á ferðamannaleiðum í Mývatnssveit. Sveitarstjórn tekur undir ályktunina og skorar á Vegagerðina að bæta vetrarþjónustu í Mývatnssveit.

 

8. Í bréfinu eru reyfaðar áhyggjur bréfritara af vaxandi ágangi ferðamanna í Höfða. Að mati bréfritara er nú svo komið að svæðið þoli ekki þennan mikla fjölda fólks sem þar kemur og viðrar hugmyndir um gjaldtöku eða takmörknun á opnunartíma í Höfða sem leiðir til að draga úr ágangi. Sveitarstjórn þakkar bréfritara og felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

9. Lagt fram eftirfarandi bréf Jóhanns Kristjánssonar f.h Landeigenda í Vogum, dags 22. apríl 2015.

„Vísað er til uppsagnar landeigenda í Vogum á árinu 1992 á samningi á milli landeigenda í Vogum og Skústustaðahrepps f.h. Hitaveitu Reykjahlíðar frá 1. júlí 1971. Þá er vísað til tilrauna aðila til þess að gera nýjan samning, síðast með tillögum lögmanns landeigenda haustið 2014.

Þann 10. febrúar 2015 höfðaði Skútustaðahreppur mál gegn landeigendum og var þannig ágreiningi aðila fundinn farvegur fyrir dómstólum. Af þeim sökum sætir furðu að Skústustaðahreppur reyni að þvinga fram greiðslu með aðför gegn stórum hópi Vogunga áður en niðurstaða dómstóla liggur fyrir.

Með þessu er Skútustaðahreppur að kynda ófriðarbál, hindra möguleika á sáttum, lengja ferli ágreinings og auka bæði eigin kostnað og kostnað íbúa í Vogum. Erfitt er að sjá hvernig þessi ákvörðun samræmist skyldum um ráðvendni, réttlæti og ábyrga meðferð á almannafé samkvæmt siðareglum kjörinna fulltrúa.

Með bréfi þessu er skorað á sveitastjórn Skútustaðahrepps að taka formlega ákvörðun um að auka ekki á ósættið og afturkalla þessi beiðni um aðför eða a.m.k. fresta aðfararmálinu þar til efnisniðurstaða dómstóla liggur fyrir. Skal vakin athygli á því að aðfararbeiðnin verður tekin fyrir þann 4. maí n.k. hjá sýslumanninum á Norðulandi eystra“.

Vegna framangreinds vill sveitarstjórn Skútustaðahrepps taka eftirfarandi fram.

Eins og fram kemur hefur ágreiningur um lögmæti uppsagnar á samningi landeigenda í Vogum og Skútustaðahrepps f.h Veitustofnunar Skútustaðahrepps, verið uppi í yfir 20 ár eða frá árinu 1992. Á þessu tímabili hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir til lausnar á umræddum ágreiningi en án árangurs. Í óformlegum tillögum lögmanns landeigenda frá haustinu 2014 sem vísað er til komu að mati sveitarstjórnar ekki fram neinar nýjar hugmyndir eða tillögur sem leitt gætu til lausnar. Því er það mat sveitarstjórnar að farsælast sé fyrir báða aðli að leita atbeina dómstóla við lausn deilunnar.
Varðandi þá fullyrðingu að með lögtaksbeiðni sé sveitarfélagið á einhvern hátt að hindra möguleika á sáttum, lengja í ágreiningsferlinu og jafnvel að fara óvarlega með almanna fé vill sveitarstjórn benda á að um er að ræða kröfur vegna ógreiddra hitaveitugjalda sem sveitarfélagið telur sig vera í fullum rétti til að innheimta, líkt og önnur ógreidd hitaveitugjöld sem eru útistandandi hjá viðskiptavinum Veitustofnunar Skútustaðahrepps. Bæði sveitarfélaginu og Veitustofnun Skútustaðahrepps ber að gæta jafnræðis í samskiptum við íbúa þ.m.t þegar kemur að innheimtumálum. Í því ljósi telur sveitarstjórn að fengnu áliti lögfræðinga, óforsvaranlegt annað en að innheimta köfurnar sem hún telur réttmætar. Með því að aðhafast ekkert, væri sveitarstjórn að bregðast hlutverki sínu um ábyrga meðferð fjármuna sveitarfélagsins. Í 2. gr. siðareglna kjörinna fulltrúa í Skútustaðahreppi, sem vikið er að í ofangreindu bréfi, kemur fram að kjörnum fulltrúum ber „að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum, hvort heldur er sínum eigin, annarra einstaklinga eða einstaka hópa“. Í 5. gr. sömu reglna kemur fram að kjörnum fulltrúum ber „að virða fjárhagsáætlun og grundvallarreglur um fjármálastjórnun til að tryggja réttmæta og ábyrga meðferð á almannafé“. Þá vill sveitarstjórn taka fram að ágreiningur um gildi samnings annars vegar og ágreiningur um greiðslu hitaveitugjalda hins vegar eru tvö aðgreind mál, þannig að fyrra málið leysir ekki sjálfkrafa það seinna.

Í ljósi framangreinds hafnar sveitarfélagið því f.h. Veitustofnunar Skútustaðahrepps, að afturkalla umrædda beiðni eða frestun á aðfararmálinu þar til efnisatriði dómstóla liggja fyrir. Sveitarstjórn leggur áherslu á að hún er á öllum tíma tilbúin til samninga um lausn deilna þessara ef nýjar hugmyndir eða tillögur koma fram, en leggur áherslu á að hún lítur svo á að frumkvæðið að slíku sé hjá Landeigendafélagi Voga ehf.

Sveitarstjórn telur að óbreyttu heillavænlegast fyrir báða aðila að halda málinu í núverandi farvegi þannig að endanleg niðurstaða fáist um þetta gamla deiluefni.

 

10. Í bréfinu er óskað svara sveitarstjórnar við fimm spruningum er snúa að drögum að Kerfisáætlun Landsnets 2015-2023 og virkjanaáformum í Bjarnarflagi og Kröflu. Sveitarstjórn þakkar bréfriturum og felur oddvita og sveitarstjóra að svara bréfriturum í samræmi við umræður á fundinum.

 

11. Lagt fram tölvubréf, Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, lögmanns Veitustofnunar Skútustaðahrepps dags, 4. maí 2015 þar sem gert er grein fyrir sáttaumleitunum milli hennar og Jónasar Fr. Jónssonar, lögmanns Landeigendafélags Voga ehf fyrir hönd fjögurra landeigenda í Vogum til greiðslu þeirrar kröfu sem lögtaksbeiðni Veitustofnunar lýtur að. Sveitarstjórn samþykkir að falla frá innheimtukostnaði og veita að auki 30% afslátt af dráttarvöxtum vegna umræddra krafna. Jafnframt ítrekar sveitarstjórn að ofangreind samþykkt gildir um aðra gjaldendur ógreiddra hitaveitukrafna í Vogum.

 

12. Sveitarstjóri fór yfir helstu mál sem unnið hefur verið að á frá síðasta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11.00

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020