17. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 15. apríl 2015

17.fundur að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 15. apríl kl. 09:15

Mættir: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Helgi Héðinsson varamaður Guðrúnar Brynleifsdóttur, Sigurður G. Böðvarsson, Friðrik Jakobsson og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAG­S­KRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 30. mars 2015
 3. Bréf Guðrúnar Brynleifsdóttur dags 7. apríl 2015
 4. Bréf forsætisráðuneytisins dags. 25. mars 2015
 5. Bréf Landgræðslu ríksins dags 25. mars 2015
 6. Bréf Hildu Kristjánsdóttur og Garðars Finnssonar dags 9. apríl 2015
 7. Fráveitumál í Reykjahlíð
 8. Málþing um fráveitumál á viðkvæmum svæðum 8. maí 2015
 9. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2015- fundarboð
 10. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga 2015 – fundarboð
 11. Aðalfundur Baðfélags Mývatnssveitar hf 2015 – fundarboð
 12. Svæðisáætlun um meðferð úrgangs á Norðurlandi
 13. Skýrsla sveitarstjóra – munnleg

Efni til kynningar

Aðalfundargerð og annað efni frá aðalfundi Mývatnsstofu ehf frá 25. mars 2015

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 4. mars 2015

Fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 27. mars 2015

 

Afgreiðslur

1. Oddviti setti fund og lagði til að lið 12. Svæðisáætlun um meðferð úrgangs á Norðurlandi yrði bætt á dagskrá. Skýrsla sveitarstjóra – munnleg verður því liður 13. Samþykkt samhljóða.

1. Lögð fram fundargerð skipulagsnefndar frá 30. mars s.l. Fundargerðin er í fjórum liðum:

Liður 1. Geiteyjarströnd. Aðal- og deiliskipulag.

Sveitarstjórn staðfestir samþykkt skipulagsnefndar um að eftirfarandi kafla verði brætt inn í deiliskipulagsgreinargerðina vegna tilmæla minjavarðar Norðurlands eystra:

Fornleifar:

en ráðist verður í framkvæmdir skal tryggt að fullt tillit verði tekið til þeirra ráðstafana sem Minjastofnun Íslands kann að fara fram á vegna fornleifanna á skipulagssvæðinu. Þessar ráðstafanir geta falið í sér kvöð til fornleifarannsókna og / eða einhverjar breytingar á staðsetningu mannvirkja.

Vakin er athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 en þar segir: „Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.“

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna svo breytta og einnig samsvarandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðhrepps 2011-2023. Jafnframt felur sveitarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna gildistöku tillagnanna eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

Helgi Héðinsson vék af fundi undir þessum lið.

Liður 2. Dimmuborgir. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi þjónustusvæðis 338-V við Dimmuborgir verði auglýst eins og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um þar sem gerðar hafa verið breytingar á tillögunni eins og skipulagsnefnd fór fram á. Jafnframt felur sveitarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna auglýsingarinnar eins og fyrrgreind lög mæla fyrir um.

Liður 3. Umferðaröryggi við Mývatn. Minnisblað.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að framfylgja niðurstöðum af fundi oddvita og sveitarstjóra með fulltrúum Vegagerðarinnar frá 3. júlí 2013 og leita samþykkis landeigenda í þeim tilfellum sem samþykki þeirra þarf til að koma úrbótum í umferðaröryggismálum til framkvæmda. Þá tekur sveitarstjórn undir ályktun skipulagsnefndar um að sett verði merki „bannað leggja eða stöðva ökutæki“ í Markhrauni og annars staðar þar sem mikið er um blindhæðir og blindbeygjur og að vakin verði sérstök athygli á hjólandi og gangandi umferð á þjóðveginum og að áningarstaðir verði merktir sérstaklega.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðarina að öðru leyti.

 

3. Í bréfinu óskar Guðrún Brynleifsdóttir eftir tímabundnu leyfi frá stöfum í sveitarstjórn og varaformennsku í skipulagsnefnd frá og með 10. apríl til og með 1. nóvember 2015 vegna fæðingarorlofs.

Sveitarstjórn samþykkir beiðnina. Sveitarstjórn og samþykkir að Helgi Héðinsson taki sæti aðalmanns í sveitarstjórn frá 10. apríl til 1. nóvember 2015. Margrét Hólm Valsdóttir taki sæti aðalmanns í Skipulagsnefnd frá 10. apríl til 1.nóvember 2015.

 

4. Í bréfinu er boðað til fundar um þjóðlendumál fimmtudaginn 21. maí n.k. kl 10:00 að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sækja fundinn.

 

5. Lagt fram afrit af bréfi Landgræðslunnar til Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir að stóra bílastæði við Dimmuborgir verði malbikað. Sveitarstjórn tekur undir mikilvægi þess að stóra bílastæðið við Dimmuborgir verði malbikað og skorar á Vegagerðina að ráðast í það þegar í stað.

 

6. Í bréfinu er vakin athygli á ýmsum atriðum er varða öryggi gangandi vegfarenda í Reykjahlíðarþropi. Sveitarstjórn þakkar bréfriturum og vekur athygli á að unnið er að úttekt á umferðaröryggismálum í Reykjahlíð á vegum stýrihóps um Heilsueflandi grunnskóla. Þá voru umferðaröryggismál og merkingar ræddar við fulltrúa Vegagerðarinnar á fundi þann 11. mars s.l. Sveitarstjórn sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir merkingar og mögulegar úrbætur fyrir gangandi vegfarendur í Reykjahlíðarþorpi.

 

7. Lögð fram samantekt frumhönnunar og kostnaðarmats vegna fráveitukerfis í Reykjahlíð sem unnin var af Eflu verkfræðistofu. Umræður urðu um málið. Sveitarstjóra, oddvita og fráveitunefnd falið að vinna áfram að málinu. Oddviti og sveitarstjóri munu eiga fund með Umhverfisráðherra um málið þann 16. apríl n.k.

8. Lögð fram auglýsing um málþing um fráveitumál á viðkvæmum svæðum sem haldið verður í Reykjavík þann 8. maí 2015. Oddvita falið að sækja fundinn.

 

9. Lagt fram aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður í Salnum í Kópavogi 17. apríl 2015 kl 15:30. Samþykkt að oddviti fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

 

10. Lagt fram aðalfundarboð Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga sem haldinn verður í Félagsheimilinu Breiðumýri, Reykjadal mánudaginn 20. apríl 2015 kl 14:00. Samþykkt að oddviti fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

 

11. Lagt fram aðalfundarboð Baðfélags Mývatnssveitar sem haldinn verður í Jarðbaðshólum, föstudaginn 17. apríl 2015 kl 13:00. Samþykkt að Helgi Héðinsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

 

12. Lögð fram drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi sem þriggja manna verkefnisstjórn hefur unnið í samræmi við samning milli sorpsamlaga á svæðinu og sveitarfélagins Húnaþings vestra dags. 8. mars 2012. Svæðið sem um ræðir nær frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri og nær yfir 18 sveitarfélög. Sveitarstjórn samþykkir að fela verkefnisstjórninni að auglýsa áætlunina í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum og í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat á umsagnartíma.

 

13. Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 11:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020