15. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 11. mars 2015

15.fundu að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 11. mars kl. 09:15

Mættir: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Helgi Héðinsson varamaður í forföllum Guðrúnar Brynleifsdóttur, Sigurður G. Böðvarsson, Friðrik K. Jakobsson og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAG­S­KRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 2. mars 2015
 3. Fundargerð Skólanefndar frá 5. mars 2015
 4. Fjármál sveitarfélagsins – fyrstu niðurstöður rekstar 2014
 5. Málefni tónlistarskóla
 6. Málefni leikskóla – sumaropnun 2015-2018
 7. Málefni Dvalarheimilisins Hvamms – framlög eignaraðila 2015
 8. Erindi Air66 flugklasa frá 25. febrúar 2015
 9. Samningur um seyrulosun í landi Litlu-Strandar
 10. Skýrsla sveitarstjóra - munnleg
 11. Vegamál í Skútustaðahreppi- fulltrúar Vegagerðarinnar mæta til fundar
 12. Aðalfundur Mývatnsstofu ehf
 13. Nafngift á nýju náttúrfyrirbæri norðan Vatnajökuls

Til kynningar:

Minnipunktar af fundi um úrgangsmál á Norðurlandi frá 11. febrúar 2015

Fundargerð stjórnar Eyþings frá 4. febrúar 2015

Fundargerð sameiginlegs fundar stjórna Eyþings og SSA með þingmönnum NA kjördæmis frá 15. febrúar 2015

Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 20. og 27. febrúar 2015

Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilisins Hvamms frá 4 og 11 febrúar 2015

 

Afgreiðslur

1. Oddviti setti fund og lagði til að lið 12 og 13, Aðalfundur Mývatnsstofu 2015 og Nafngift á nýju náttúrufyrirbæri norðan Vatnajökuls yrði bætt á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

 

2. Lögð fram fundargerð skipulagsnefndar frá 2. mars s.l. Fundargerðin er í sjö liðum. Eftirfarandi bókanir voru gerðar vegna fundargerðarinnar.

Liður 4. Námaskarð. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. Vakin er athygli umsækjanda á því að í aðalskipulagi eru skilyrði um að sett verði sérstök ákvæði um umgengni og frágang námunnar á vinnslutíma.

Liður 5. Vogar. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Björk.

Sveitarsjórn samþykkir að deilskipulagstillagan verði auglýst eins og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Jafnframt felur hún skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna deiliskipulagsbreytingarinnar eins og fyrrgreind lög mæla fyrir um.

Liður 6. Vogar 2. Umsókn um stofnun lóðarhluta.

Sveitarsjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðarhlutann í fasteignagrunni Þjóðskrár.

Liður 7. Vogar 4. Umsókn um stofnun lóðarhluta.

Sveitarsjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðarhlutann í fasteignagrunni Þjóðskrár.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðarina að öðru leyti.

 

3. Lögð fram fundargerð Skólanefndar frá 5. mars 2015. Fundargerðin er í 10 liðum. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

4. L ögð fram útskrift úr aðalbók rekstar sveitarfélagsins og undirstofnanna fyrir árið 2014. Sveitarstjóri fór yfir helstu liði og skýrði helstu frávik frá áætlun. Ljóst er að nokkur halli verður af rekstri sveitarfélagsins á árinu 2014. Helstu skýringar má rekja til gjaldfærslu í tengslum við sölu og uppgjör á Sorpsamlagi Þingeyinga, auk þess sem framlag jöfnunarsjóðs er lægra en ráð var fyrir gert. Nokkrar umræður urðu undir þessum lið en ekki voru gerðar sérstakar bókanir.

 

5. Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að veita nemendum í tónlistarnámi afslátt á þátttökugjöldum í tónlistarnámi á vorönn 2015 í ljósi 5 vikna verkfalls tónlistarkennara á haustönn 2014 sem nemur þeim tíma sem kennsla féll niður vegna verkfallsins. Þátttökugjöld þeirra nemenda sem hætt hafa námi verða endurgreidd miðað við tímalengd verkfallsins.

Viðauki 1. Sveitarstjóri lagði fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2015 um lækkun á tekjum tónlistarskólans vegna framangreindar ákvörðunar að fjárhæð 430.000 á lykil 04-51-0580. Tekjutapi verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Samþykkt samhljóða.

 

6. Oddviti kynnti lokaskýrslu nefndar sem vann að úttekt á möguleikum til frítöku leikskólabarna í kjölfar óska foreldra um frí utan sumarmánuða. Mat var lagt á hag barna, óskir foreldra (með skoðanakönnun), hag sveitarfélagsins í víðu samhengi og fyrirkomulag annarra sveitarfélaga á leikskólafríum. Sveitarstjórn samþykkir, að þrátt fyrir auðsýnda þörf ákveðins hluta foreldra, sé hagur barna og sveitarfélagsins á endanum metinn meiri með því að loka leikskólanum Yl í fjórar vikur í júlí og ákveðið að svo skuli verða árin 2015-2018. Jafnframt felur sveitarstjórn varaoddvita í samráði við sveitarstjóra og leikskólastjóra að útfæra tillögur að gjaldfrjálsum fjögurra vikna samfelldum frítökurétti yfir vetrarmánuðina til þess að koma til móts við þær fjölskyldur sem geta ekki notið samvista í sumarleyfi á þeim tíma sem leikskólinn verði lokaður. Tillögurnar skulu lagðar fyrir sveitarstjórn fyrir lok marsmánaðar. Samþykkt samhjlóða.

 

7. Lögð fram áætlun stjórnar DH varðandi framlög eignaraðila vegna afborgana og vaxta vegna ársins 2015. Framlag Skútustaðahrepps nemur kr. 2.014.010. Sveitarstjórn samþykkir framlagða áætlun fyrir sitt leyti.

 

8. Í erindinu er starfsemi flugklasans Air 66 kynnt og þess farið á leit að sveitarfélög á starfssvæði Markaðsstofu Norðurlands styrki starfsemi flugklasans til þriggja ára með fjárframlagi sem nemur 300 kr/pr. íbúa. Jafnframt bjóðast forsvarsmenn flugklasans til að funda með sveitarstjórn til að kynna málið frekar. Sveitarstjórn samþykkir að bjóða forsvarsmönnum flugklasans til fundar við fyrsta tækifæri.

 

9. Lagður fram samningur við Birgi Steingrímsson um leyfi fyrir seyrulosunarstað í landi Litlu- Strandar í Mývatnssveit. Starfsleyfi hefur hlotið samþykki Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Samkvæmt samningnum greiðir Skútustaðahreppur kr. 150.000 á ári og er sú upphæð bundin vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Jafnframt ber Skútustaðahreppur alla ábyrgð og kostnað sem fylgir seyrulosunarstaðnum. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun.

 

10. Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta reglubundna fundi sveitarstjórar.

 

11. Til fundarins eru mættir Gunnar Helgi Guðmundsson, Guðmundur Heiðreksson og Pálmi Þorsteinsson frá Vegagerðinni. Einnig sat Böðvar Pétursson vara sveitarstjórnarfulltrúi og formaður Landbúnaðar og girðinganefndar fundinn undir þessum lið. Umræður urðu um vegamál, viðhalds og nýframkvæmdir í sveitarfélaginu. Gunnar, Guðmundur, Pálmi og Böðvar yfirgáfu fundinn.

 

12. Lagt fram aðalfundarboð Mývatnsstofu ehf sem haldinn verður þann 25. mars 2015. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

13. Umræður urðu um hvernig standa skuli að nafngift á nýja náttúrufyrirbærinu sem myndast hefur í kjölfar eldsumbrotana norðan Vatnajökuls. Í nýsamþykktum lögum um örnefni skal sveitarstjórn hafa frumkvæði af nafngift í samráði við örnefnanefnd. Sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um hvernig standa skuli að málum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 11:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020