14. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 25. febrúar 2015

14.fundur að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 09:15

Mættir: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Guðrún Brynleifsdóttir Sigurður G. Böðvarsson, Böðvar Pétursson í forföllum Friðriks K. Jakobssonar og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAG­S­KRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerð Atvinnumálanefndar frá 10. febrúar 2015
 3. Fundargerð Félags og menningarmálanefndar frá 13. janúar 2015
 4. Fundargerð Félags og menningarmálanefndar frá 17. febrúar 2015
 5. Afgreiðsla umsóknar Skútustaðhrepps til Landbótasjóðs 2015
 6. Bréf þjóðgarðsvarðar Vatnajökulsþjóðgarðs dags. 4. febrúar 2015
 7. Bréf Gafls, félags um þingeyskan byggingararf dags. 12. febrúar 2015
 8. Þjónustusamningur Skútustaðahrepps og Mývatnsstofu
 9. Sorpmál í Skútustaðahreppi
 10. Snjómokstursreglur í Skútustaðahreppi – drög
 11. Skýrsla sveitarstjóra-munnleg
 12. Fulltrúar Vegagerðarinnar mæta til fundar

Til kynningar:

Gjaldskrá Sorpsamlags Þingeyinga tímabilið 1. febrúar-31. maí 2015

Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 14. janúar og 4. febrúar 2015

 

Afgreiðslur

1. Oddviti setti fund og lagði til að 12.lið, Fulltrúar Vegagerðarinnar mæta til fundar ,yrði frestað þar sem fulltrúar Vegagerðinnar komast ekki til fundarins. Jafnframt lagði oddviti til að fundargerð Félags og menningarmálanefndar frá 13. janúar 2015 yrði tekin á dagskrá sem liður 3. Aðrir liðir færast aftur um einn.Samþykkt samhljóða.

 

2. Lögð fram fundargerð Atvinnumálanefndar frá 10. febrúar 2015. Fundargerðin er í 5 liðum. Vegna liðar 2 samþykkir sveitarstjórn að skipa starfshóp sem kanna á möguleika á uppbyggingu „Fræðaseturs“ í Mývatnssveit. Vinnuhópinn skipi Sigurður G. Böðvarsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Bjarni Jónasson og Ásta Kristín Benediktsdóttir. Hópurinn skili niðurstöðu til sveitarstjórnar fyrir lok apríl 2015.

Varðandi mótun atvinnustefnu þá beinir sveitarstjórn því til nefndarinnar að hefja vinnu við mótun atvinnustefnu þegar stefnumótun í ferðaþjónustu liggur fyrir.

Vegna liðar 3. Til skýringar vill sveitarstjórn taka fram að nefndin fjalli um fasteignamál og nýbyggingar á vegum sveitarfélagsins í þeim tilfellum þar sem þau tengjast atvinnumálum. Sveitarstjórn beinir því til nefndarinnar að fjalla um málefni Múlavegar 1 með mögulega sölu í huga.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leiti.

 

3. Lögð fram fundargerð Félags og menningarmálanefndar frá 13. janúar 2015. Fundargerðin er í 5 liðum. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina

 

4. Lögð fram fundargerð Félags og menningarmálanefndar frá 18. febrúar 2015. Fundargerðin er í 5 liðum.

Vegna liðar 3. Sveitarstjórn felur Félags og menningarmálanefnd að hefja undirbúning að 60. ára afmælishátíð félagsheimilisins Skjólbrekku árið 2015. Nefndin leiti samstarfs við Menningarfélagið Gjallanda varðandi mótun dagskrár.

Vegna liðar 4. Sveitarstjórn samþykkir tillögu Félags og menningarnefndar varðandi styrkveitingu til menningarverkefna. Veittir eru styrkir til sex verkefna og nemur heildarupphæð styrkveitinga 400 þúsund krónum.

Guðrún Brynleifsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leiti.

 

5. Lagt fram bréf Landgræðslunar þar sem fram kemur að styrkveiting til Skútustaðahrepps vegna umsóknar í landbótasjóð á árinu 2015 nemur 1.770 þúsund krónum. Sveitarstjórn felur Landbúnaðar og girðingarnefnd umsjón og eftirfylgni með ráðstöfun styrkveitingarinnar og ábyrgð á framkvæmd landgræðsluverkefna í sveitarfélaginu sem undir styrkveitinguna falla.Sveitarstjóri gerði grein fyrir að gengið hefur verið frá pöntun á áburði í samræmi við styrkveitinguna.

 

6. Í bréfi þjóðgarðsvarðar Vatnajökulsþjóðgarðs er sveitarstjórn Skútustaðahrepps hvött til að hefja vinnu við nafngift á nýja hrauninu í Holuhrauni í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð hið fyrsta. Sveitarstjórn þakkar bréfritara og tekur undir mikilvægi þess að gefa náttúrufyrirbærinu nafn sem fyrst. Sveitarstjórn bendir þó á að samkvæmt gildandi lögum er það örnefnanefnd sem fer með nafngift nýrra náttúrfyrirbæra. Hins vegar er til meðferðar á Alþingi frumvarp til laga um örnefni. Í því frumvarpi er gert ráð fyrir að sveitarfélög hafi frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra að fenginni umsögn örnefnanefndar. Meðan frumvarpið hefur ekki verið lögfest telur sveitarstjórn Skútustaðahrepps sig ekki hafa lögsögu í málinu og leggur því til að sveitarfélagið og Vatnajökulsþjóðgarður sendi sameiginlegt erindi til örnefndanefndar varðandi nafngiftina.

 

7. Í bréfinu hvetur stjórn Gafls, félags um þingeyskan byggingararf, sveitarfélög í Þingeyjarsýslu til þes að láta gera könnun í sveitarfélögunum með það fyrir augum að varðveita merk mannvirki og fella þau að skipulagi. Eins eru sveitarfélögin hvött til að veita þeim viðurkenningu sem vel standa að endurgerð og viðhaldi gamalla mannvirkja. Sveitarstjórn þakkar bréfritara og vísar erindinu til umfjöllunar í Skipulagsnefnd.

 

8. Lögð fram drög að samstarfssamningi Skútustaðahrepps og Mývatnsstofu.

Þjónustusamningur þessi felur í sér eftirtalin verkefni:

a. Upplýsingagjöf til ferðafólks.

b. Viðburðastjórnun eða aðkoma að undirbúningi og framkvæmd viðburða innan sveitarfélagsins samkvæmt samkomulag milli viðkomandi aðila hverju sinni.

c. Almenn kynning og markaðssetning á Mývatnssveit. Sérstök áhersla verði lögð á kynningu verndarsvæðisins, umgengnisreglur og þjónustu s.s sorpflokkun og salernisaðstöðu í bæklingi Visit Mývatn, sem gefin er út á hverju ári.

d. Umsjón með sameiginlegu kynningaefni um Mývatnssveit.

e. Aðkoma að vinnu við endurnýjun heimasíðu Skútustaðahrepps.

f. Önnur verkefni samkvæmt nánara samkomulagi sem rúmast innan þessa samnings og markmiða félagsins.

Greiðslur Skútustaðahrepps til Mývatnsstofu ehf samkvæmt þessum samningi eru kr. 150.000 á mánuði. Skútustaðahreppur greiðir húsaleigu fyrir Mývatnsstofu í húsnæði UST að Hraunvegi 8.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun.

 

9. Oddviti og sveitarstjóri fóru yfir vinnu í undanfarinna vikna varðandi framtíðarfyrirkomulag sorpmála í samstarfi við Þingeyjarsveit. Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu.

„Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir að framtíð sorphirðu í sveitarfélaginu taki mið að aukinni endurvinnslu og flokkun úrgangs. Markmiðið verði að minnka urðun úrgangs með því að flokka og endurvinna og verða til fyrirmyndar í umhverfismálum. Þetta fyrirkomulag muni leiða til fjárhagslegs ávinnings fyrir sveitarfélagið þegar frammí sækir. Lagt er til að öll heimili verði tunnuvædd. Stefnt verði að því að fækka eins og kostur er, opnum gámasvæðum í sveitarfélaginu. Þess í stað verði um lokað/vaktuð gámaplan að ræða. Þá leggur sveitarstjórn áherslu á mikilvægi þess að kynna breytingar og fyrirkomulag sorphirðu vel fyrir íbúum sveitarfélagsins en lykillinn að góðum árangri eru góðar upplýsingar til íbúa og samvinna.

Sveitarstjórn samþykkir að taka núverandi samning við Gámaþjónustu Norðurlands til endurskoðunar með það að markmiði að gera þróunarsamning til loka árs 2015 um sorphirðu og innleiðingu flokkunarkerfis með fyrrgreindu markmiði að leiðarljósi. Í lok árs 2015 verði staðan metin, hvort þróunarsamningur verði framlengdur um eitt ár. Stefnt verði á útboð á sorphirðu í framhaldinu.“

Sveitarstjóra falið að ganga til viðræðna við Gámaþjónustu Norðurlands um endurskoðun gildandi samnings í samvinnu við sveitarstjóra Þingeyjarsveitar“.

Samþykkt samhljóða.

 

10. Lögð fram drög að snjómoksturreglum í Skútustaðahreppi. Umræður urðu um málið. Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við þá aðila sem vinna í snjómokstri fyrir sveitarfélagið.

 

11.Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta fundi sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 11:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020