13. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 11. febrúar 2015

13.fundur að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 11. febrúar kl. 09:15

Mættir: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Guðrún Brynleifsdóttir Sigurður G. Böðvarsson, Friðrik K. Jakobsson og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAG­S­KRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Fundargerðir
 3. Umhverfisnefndar frá 26. janúar 2015
 4. Skipulagsnefndar frá 2. febrúar 2015
 5. Hótel Gígur- deiliskipulag lóðar
 6. Bréf Hildu Kristjánsdóttur dags. 8. janúar 2015
 7. Bréf Jóhanns F. Kristjánssonar dags 29. janúar 2015
 8. Bréf ríkisendurskoðunar dags 30.janúar 2015
 9. Skýrsla sveitarstjóra - munnleg

Efni til kynningar.

Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 12. nóvember og 18. desember 2014.

Fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 30. janúar 2015.

 

Afgreiðslur

1. Oddviti setti fund

2.

a. Lögð fram fundargerð Umhverfisnefndar frá 26. janúar 2015. Fundargerðin er í 6 liðum. Vegna liðar 3 vill sveitarstjórn taka fram að Skútustaðahreppur er aðili að sameignlegri náttúruverndarnefnd sveitarfélagana í Þingeyjarsýslum og fer sú nefnd með lögbundin hlutverk náttúruverndarnefnda.

Oddviti bar upp eftirfarndi tillögu. Sveitarstjórn Skútustaðhrepps lýsir furðu á fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til landvörslu í sveitarfélaginu. Í ljósi stöðugar fjölgunar ferðamanna er þörfin fyrir öfluga landvörslu í sveitarfélaginu afar brýn. Sveitarstjórn skorar á Umhverfisstofnun og stjórnvöld að endurskoða boðuð áform um 30% niðurskurð á fjárveitingum til landvörslu í sveitarfélaginu án tafar. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn staðfestir aðra liði fundargerðarinnar.

b. Lögð fram fundargerð Skipulagsnefndar frá 2. febrúar 2015. Fundargerðin er í 4 liðum.

Liður 3. Dettifoss, áningarsvæði. Umsókn um stofnun spildu undir bílastæði. Sveitarstjórn samþykkir stofnun spildunar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna hana í fasteignagrunni Þjóðskrár.

Liður 4. Geiteyjarströnd. Umsókn um stofnun lóðar/spildu.

Sveitarstjórn samþykki stofnun lóðarinnar/spildunnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna hana í fasteignagrunni Þjóðskrár.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðarina að öðru leyti.

 

3. Tekið fyrir að nýju en afgreiðslu erindisins var frestað á 11. fundi sveitarstjórnar 14. janúar 2015. Aflað hefur verið tveggja lögfæðiálita um lóðarmál Hótels Gígs, annars vegar frá Berglindi Svavarsdóttur hrl og hins vegar frá Jóni Jónssyni hrl og er niðurstaða þeirra samhljóða um að hótelið hafi yfir landréttindum að ráða með vísan í kaupsaming milli Skútustaðahrepps og Lykilhótela dags 2. apríl 1998 og ekki sé unnt að líta svo á að samningur eigenda Skútustaða og Skútustaðahrepps hafi byggst á því skilyrði að lóðin og bygging hennar yrðu einungis nýttar til skólahalds. Gildir þetta hvort sem samningurinn teldist fela í sér afsal á landi eða grunnleigurétt. Í umræddum kaupsamningi kemur fram að fasteignin er seld ásamt tilheyrandi „fylgifé og lóðarréttindum“ og beri að túlka þetta þannig að lóðin hafi fylgt með í kaupunum og sé þar af leiðandi eign hótelsins.

Borist hafa athugasemdir frá Birni og Gylfa Yngvasonum, Skútustöðum 2, þar sem þeir mótmæla hugmyndum að stækkun Hótels Gígs og ítreka áður fram komnar athugasemdir vegna samnings milli eigenda og ábúenda Skútustaða og Skútustaðahrepps frá 7. apríl 1973 um lóðarréttindi fyrir barna- og unglingaskóla Skútustaðahrepps sem þeir telja að hafi byggst á því skilyrði að lóðin og bygging hennar yrðu einungis nýttar til skólahalds.

Eftirtalin gögn voru lögð fram undir þessum lið.

 • Lögfræðiálit Jóns Jónssonar hrl dags. 2. apríl 2007
 • Lögfræðiálit Berglindar Svavarsdóttur hrl. dags. 30. desember 2014.
 • Kaupsamningur milli Skútustaðahrepps og Lykilhótela ehf um kaup á fasteigninni Barnaskóli í Skútustaðahreppi dags. 2.apríl 1998.
 • Samningur milli eigenda og ábúenda Skútustaða annarsvegar, og Skútustaðahrepps hins vegar, um lóðarréttindi fyrir barna og unglingaskóla Skútustaðahrepps dags 7. apríl 1973.
 • Bréf Gylfa Yngvasonar og Björns Yngvasonar til oddvita sveitarstjórnar dags. 8. desember 2005.
 • Grunnlóðauppdráttur Skútustaðaskóla dags 3 apríl 1998, fylgiskjal með kaupsamningi dags 2. apríl 1998.
 • Tölvupóstsamskipti sveitarstjóra og skipulags og byggingafulltrúa Skútustaðahrepps og Jóns Jónssonar hrl dags. 3 febrúar 2015.
 • Afsal vegna lóðaspildu úr landi Álftagerðis dags. 23. apríl 1962.
 • Bréf Jóns Jónssonar hrl f.h Skútustaðahrepps til Hótels Valhallar ehf dags. 15. október 2007
 • Bréf Jóns Jónssonar hrl f.h Skútustaðahrepps til Axels Kristjánssonar hrl dags. 12. Mars 2008.
 • Bréf Gylfa Yngvasonar og Björns Yngvasonar dags 24. janúar 2015

Yngvi Ragnar Kristjánsson og Sigurður G. Böðvarsson lýstu yfir vanhæfi til umfjöllunar málsins og véku af fundi. Þeirra sæti tóku Elísabet Sigurðardóttir varamaður og Arnheiður Almarsdóttir varamaður. Varaoddviti Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir tók við fundarstjórn. Varaoddviti bar upp eftirfarandi tillögu.

Með vísan í framangreind gögn og lögfræðiálit um að Hótel Gígur hafi yfir landréttindum að ráða fellst sveitarstjórn á að heimila umsækjanda að gera deiliskipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Hótel Gíg í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.

Elísabet Sigurðardóttir og Arnheiður Almarsdóttir véku af fundi og Yngvi Ragnar Kristjánsson og Sigurður G. Böðvarsson tóku sæti á ný. Oddviti, Yngvi Ragnar Kristjánsson tók við fundarstjórn á ný.

 

4. Í bréfinu er m.a spurst fyrir um ástæðu hækkunar leikskólagjalda sem og ýmis atriði er snúa að innra starfi leikskólans Yls. Þá hvetur bréfritari sveitarstjórn til að boða til fundar með foreldrum leikskólabarna þar sem rædd yrðu málefni leikskólans Yls. Sveitarstjórn þakkar bréfritara og samþykkir að boða til opins fundar um málefni leikskóla við fyrsta tækifæri. Sveitarstjóra og varaoddvita falið að auglýsa og undirbúa fundinn. Undir þessum lið kynnti varaoddviti niðurstöðu skoðunarkönnunar sem gerð var meðal foreldra um fyrirkomulag sumaropnunar leikskólans. Sveitarstjóra og varaoddvita falið að vinna áfram í málinu í samráði við leikskólastjóra.

 

5. Í bréfinu greinir bréfritari frá að honum hafi borist reikningur frá Veitustofnun Skútustaðahrepps dags. 27. janúar 2014. Telur hann að umræddur reikningur sé rangur og tilhæfulaus þar sem bréfritari sé ekki viðskiptavinur Veitustofnunar Skútustaðahrepps og engir útreikningar liggi til grundvallar umræddri kröfu. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

 

6. Í bréfinu er vakin athygli á að Ríkisendurskoðun hafi ekki borist ársreikningur fyrir sjóðinn Skúta, en sjóðum og stofnunum sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá sbr. lög nr 19/1988 með síðari breytingum ber að skila ársreikningi nýliðins árs til ríkisendurskoðunar. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við endurskoðanda sveitarfélagsins.

 

8. Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni og stöðu einstakra mála frá síðasta fundi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 11:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020