12. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 28. janúar 2015

12.fundur að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 28. janúar kl. 09:15

Mættir: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Sigurður G. Böðvarsson, Helgi Héðinsson í forföllum Jóhönnu Katrínar Þórhallsdóttur, Guðrún Brynleifsdóttir, Elísabet Sigurðardóttir í forföllum Friðriks K. Jakobssonar og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAG­S­KRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Erindi Menningarfélagsins Gjallanda dags 8. janúar 2015
 3. Bréf Greiðrar leiðar ehf. dags 13. janúar 2015 – hækkun hlutafjár
 4. Erindi Þórs Kárasonar dags. 11. janúar 2015
 5. Erindi Nemendafélags Framhaldsskólans á Laugum, ódagsett
 6. Landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2015- breytt tímasetning
 7. Aðalfundur Samorku 2015-fundarboð
 8. Samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi
 9. Erindi forstöðumanns íþróttamiðstöðvar dags. 21. janúar 2015
 10. Hækkun á yfirdráttarheimild
 11. Skýrsla sveitarstjóra –munnleg
 12. Menningarmiðstöð Þingeyinga-kynning

Efni til kynningar

Fundargerðir stjórnar Eyþingis frá 19. nóvember 2014 og 17. desember 2014

Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga dags. 12. janúar 2015

 

Afgreiðslur

1. Oddviti setti fund.

Lagt fram erindi Menningarfélagsins Gjallanda þar sem óskað er eftir aðstöðu fyrir starfsemi félagsins í Félagsheimilinu Skjólbrekku. Jafnframt fylgir erindinu ályktun stjórnar Menningarfélagsins Gjallanda þar sem m.a er vakin athygli á ástandi og nýtingu Félagsheimilisins Skjólbrekku ásamt því að vakin er athygli á að í ár eru 60 ár frá vígslu félagsheimilisins n.t.t 9. júlí 1955. Það er von stjórnar Menningarfélagsins að á stórafmælisári verði stigið skref um framtíð félagsheimilisins Skjólbrekku verið helguð félags-og menningarmálum, íbúum öllum til hagsældar. Jafnframt lýsir stjórnin sig reiðubúna til að leggja sín lóð á vogarskálarnar við framtíðarskipulagningu á starfssemi hússins.

Sveitarstjórn þakkar erindið og þann áhuga sem stjórn Gjallanda sýnir málefnum Skjólbrekku. Sveitarstjórn minnir á að í gildi er leigusamningur um Skjólbrekku en sá samningur rennur út í árslok 2015. Í því ljósi telur sveitarstjórn rétt að taka tillit til óska Menningarfélagsins Gjallanda við mögulega endurnýjun leigusamningins. Jafnframt beinir sveitarstjórn því til stjórnar Gjallanda að ræða við til núverandi leigutaka að kanna ítarlega ,hvaða möguleikar eru til staðar varðandi aðstöðu fyrir starfssemi félagsins í húsinu. Varðandi ályktun félagsins um framtíðarhlutverk Skjólbrekku þá vísar sveitarstjórn því erindi til skoðunar og umræðu í Félags-og menningarmálanefnd. Guðrún Brynleifsdóttir og Elísabet Sigurðardóttir véku af fundi undir þessum lið. Samþykkt með þremur atkvæðum.

 

3. Í bréfinu er sveitarfélaginu boðið að nýta forkaupsrétt í á óseldu hlutafé í Greiðri leið ehf í samræmi við eignarhlut í félaginu. Nafnverð óselds hlutafjár er kr.11.979.812. Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti.

 

4. Í erindinu óskar Þór Kárason eftir því að Sveitarstjórn Skútustaðahrepps beiti sér fyrir fyrir því að jörðin Hofsstaðir verði einungis seld hverjum þeim sem hyggst nýta jörðina til landbúnaðar með vísan til ákvæða í gildandi Aðalskipulag. Sveitarstjórn þakkar bréfritara og tekur fram að þessum sjónarmiðum hefur þegar verið komið á framfæri við forsætis og fjármálaráðherra, sem og við þingmenn kjördæmisins með bréfi dags. 8. janúar 2015. Í niðurlagi þess bréfs stendur eftirfarandi“ Hin síðari ár hefur jörðin einnig verið mikilvæg hefðbundnum landbúnaði þar sem bændur í sveitinni hafa nýtt ræktað land jarðarinnar til heyskapar, en góð tún eru af skornum skammti í sveitinni. Því má fullyrða að jörðin er mjög mikilvæg landbúnaðarstafsemi í Mývatnssveit sem stendur í blóma og er afar mikilvæg atvinnugrein.

Að framansögðu er það ljóst að jörðin Hofstaðir gegnir mikilvægu hlutverki á margvíslegan hátt fyrir atvinnu og mannlíf í sveitarfélaginu. Því er það skoðun sveitarstjórnar að mikilvægt sé að jörðin verði áfram nýtt í þágu atvinnu og menningarlífs í Mývatnssveit. Því vill sveitarstjórn koma þeirri skoðun á framfæri að við ákvörðun um framtíðareignarhald jarðarinnar verði sérstaklega horft til mikilvægis hennar m.t.t framangreindra þátta og ríkisvaldið, sem eignaraðili jarðarinnar tryggi að svo verði um ókomna framtíð“.

 

5. Í erindinu er óskað fjárstyrks vegna Tónkvíslarinnar 2015. Sveitarstjórn vísar styrkumsókninni til afgreiðslu Félags og menningarmálanefndar.

 

6. Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að af óviðráðanlegum ástæðum hafi þurft að fresta XXIX landsþingi Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Þingið verður haldið í Salnum í Kópavogi föstudaginn 17. Apríl 2015. Sveitarstjórn samþykkir að oddviti fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

 

7. Lagt fram aðalfundarboð Samorku sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 20. febrúar 2015. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

 

8. Lagt fram bréf bæjarstjóra Akureyrarbæjar f.h starfshóps um framtíðarskipulag Flokkun Eyjafjarðar ehf og forstöðumanns Flokkunar Eyjarfjarðar ehf f.h Verkefnisstjórnar um gerð svæðisáætlunar fyrir meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Í bréfinu,sem er sent til allra þeirra 18 sveitarfélaga sem í gegnum samning milli Húnaþings vestra, Norðurár bs, Flokkunar Eyjafjarðar ehf og Sorpsamlags Þingeyinga eru reifaðar hugmyndir um stofnun formlegs samstarfs sveitarfélagana um gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Sveitarstjórn lýsir áhuga á að kanna möguleika á þátttöku í slíku samstarfi og felur sveitarstjóra að sækja fundinn.

 

9.Lögð fram greinargerð forstöðumanns IMS þar sem kynntar eru hugmyndir um mótun Lýðheilsustefnu fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að skipa sérstakan starfshóp sem hafi það hlutverk að móta drög að umræddri stefnu og leggja fyrir sveitarstjórn. Starfshópinn skipi eftirtaldir: Bjarni Jónasson, Elísabet Sigurðardóttir, Soffía Björnsdóttir, Dagbjört Bjarnadóttir og Brynja Hjörleifsdóttir. Hópurinn skili niðurstöðum eigi síðar en 1. júní 2015. Formaður hópsins er Bjarni Jónasson og kalli hann hópinn saman. Guðrún Brynleifsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

 

10.Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um yfirdráttarheimild kr. 40 milljónir hjá Sparisjóði Suður Þingeyinga.

 

11. Sveitarstjóri fór yfir helstu mál sem unnið hefur verið að frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

 

12. Til fundarins er mætt Sif Jóhannesdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Kynnti hún hlutverk og starfsemi Menningarmiðstöðvarinnar og svaraði fyrirspurnum. Sveitarstjórn þakkar Sif áhugaverða kynningu. Sif yfirgaf fundinn.

 

Fleira ekki gert. Fundu slitið kl. 11.00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020