10. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 10. desember 2014

10.fundur að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 10. desember kl. 09:15

Mættir: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik K. Jakobsson og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAG­S­KRÁ:

 1. Fundarsetning.
 2. Fundargerðir
 3. Félags og menningarmálanefndar frá 15. nóvember 2014
 4. Landbúnaðar og griðinganefndar frá 8. desember 2014
 5. Skipulagsnefndar frá 8. desember 2014
 6. Fundargerð skólanefndar frá 8. desember 2014
 7. Fráveitumál
 8. Málefni Fjarskipafélags Mývatnssveitar
 9. Viðauki við fjárhagsáætlun 2014
 10. Málefni dvalarheimilisins Hvamms-hækkun á yfirdráttarheimild.
 11. Málefni Greiðrar leiðar ehf – hækkun hlutafjár
 12. Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði í Þingeyjarsýslum um þjónustu við fólk með fötlun
 13. Tilnefning aðalfulltrúa í skólanefnd
 14. Næsti fundur sveitarstjórnar

Efni til kynningar:

Fundargerðir Héraðsnefndar Þingeyinga frá 5 maí 2014, 27. ágúst 2014, 14. nóvember 2014.

Fundargerð Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 21.nóvember 2014

Stefnumörkun Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2014-2018

 

Afgreiðslur

1. Oddviti setti fund og lagði til að liðum 2. c og d, 8 9 og 10 yrði bætt á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

 

2. Fundargerðir

a.  Lögð fram fundargerð Félags og menningarmálanefndar frá 15. nóvember 2014. Fundargerðin er í 4 liðum. Vegna liðar 3. staðfestir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar að styrkveitingum til lista og menningarmála til Menningarfélagsis Gjallanda kr. 200 þúsund og Bjarna Jónassonar kr 240 þúsund. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leiti. Guðrún Brynleifsdóttir og Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir véku af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

b. Lögð fram fundargerð fundargerð Landbúnaðar og girðinganefndar frá 8. desember 2014. Fundargerðin er í 3. liðum. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

c. Lögð fram fundargerð Skipulagsnefndar frá 8. desember 2014. Fundargerðin er í 3 liðum.

Vegna liðar 1- Deiliskipulag Reykjahlíðar

bar upp eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi svo breytta og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagsins eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

Samþykkt með 4 atkvæðum.

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

liðar 2 - Deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar. Tillaga að deiliskipulagi.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi svo breytta og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagsins eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

d. Lögð fram fundargerð skólanefndar frá 8. desember 2014.Fundargerðin er í 8 liðum. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir kynnti fundargerðina. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

3. Oddviti gerði grein fyrir starfi vinnuhóps um fráveitumál og lagði fram drög að skilagrein starfshópsins. Sveitarstjórn samþykkir að framlengja skipunartíma starfshópsins til 31. Maí 2015. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að veita starfshópnum heimild, í samráði við sveitarstjóra, til þess að kaupa sérfræðiráðgjöf vegna þeirrar vinnu sem framundan er, enda er gert ráð fyrir fjárveitingu til verkefnisins í fjárhagsáætlun 2015.

 

4. Til fundarins eru mættir Karl Emil Sveinsson stjórnarformaður og Gísli Sigurðsson starfsmaður Fjarskiptafélags Mývatnssveitar. Karl og Gísli fóru yfir framkvæmdina við ljósleiðaralagningu kynnti þjónustusamning milli FMÝ og Tengis hf um rekstur og þjónustu við ljósleiðaranet. Umræður urðu um málefni FMÝ. Karl og Gísli véku af fundi.

 

5. Lagður fram eftirfarandi viðauki við fjárhagsáætlun 2015 vegna Fjarskiptafélags Mývatnssveitar.

Þjónustustöð selur ljósleiðara á 37.971.933 kr. til nýstofnaðs B-hluta fyrirtækis, Fjarskiptafélags Mývatnssveitar ehf. Söluhagnaður nemur 7.917.264 kr. Aðalsjóður fær greitt með hlutafé í félaginu að fjárhæð 24.800.000 kr., með langtímaláni 11.532.000 kr. og peningagreiðslu að fjárhæð 1.639.933 kr.

Áætlaður rekstur Fjarskiptafélags Mývatnssveitar ehf. (FMÝ) greinist þannig á árinu 2014:

Rekstrartekjur -7.924.000

Annar rekstrarkostnaður 1.870.000

Afskriftir 1.554.000

Fjármagnsliðir 1.115.000

Hlutdeild minnihluta 1.147.000

Tekjuskattur 366.000

Hagnaður 1.872.000

Hagnaður að fjárhæð 1.872.000 kr. færist til hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé.

Gert er ráð fyrir fjárfestingu hjá FMÝ í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 103.600.000 kr. á árinu 2014. Hlutafé félagsins nemur 40.000.000 kr. og nemur hlutur Skútustaðahrepps 62%, eða 24.800.000 kr. Gert er ráð fyrir lántöku frá aðalsjóði Skútustaðahrepps að fjárhæð 11.532.000 kr., lántöku frá öðrum tengdum aðilum að fjárhæð 7.068.000 kr. og lántöku frá fjármálastofnun að fjárhæð 45.000.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

 

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Dvalarheimilisins Hvamms frá 18. nóvember 2014. Í 9. lið fundargerðarinnar óskar stjórn DH eftir heimild eigenda til þess að endurfjármagna yfirdrátt krónur 35 milljónir vegna tapreksrtar síðastliðinna ára. Stjórn DH hefur samþykkt tilboð Landsbankans um verðtryggt langtímalán til 15 ára. Sveitarstjórn samþykkir umbeðna heimild fyrir sitt leiti. Fundargerðin var að öðru leiti til kynningar.

 

7. Lagt fram bréf stjórnarformanns Greiðrar leiðar ehf þar sem þess er óskað að hluthafar falli frá forkaupsrétti vegna nýrra hluta, samtals kr. 1 milljón vegna kaupa nýs hluthafa á hlutafé í Greiðri leið ehf. Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti. Í bréfinu minnir stjórnarformaður einnig á að samkvæmt lánasamningi Vaðlaheiðarganga ehf og ríksins beri Greiðri leið ehf að auka hlutafé árlega um 40 milljónir, árlega á árabilinu 2013-2017, samtals 200 milljónir króna. Sveitarstjórn samþykkir að nýta forkaupsrétt á nýju hlutafé í samræmi við 1,2% eignarhlut í félaginu, samtals kr. 466.060 að nafnvirði.

 

8.Lagður fram samningur um sameiginlegt þjónustusvæði í Þingeyjarsýslum um þjónustu við fólk með fötlun. Sveitarstjórn staðfestir samninginn og samþykkir að vísa honum til kynningar í Félags og menningarmálanefnd.

 

9. Sveitarstjórn tilnefnir Þuríði Helgadóttur sem aðalmann í skólanefnd út kjörtímabilið í stað Hörpu Barkardóttur sem beðist hefur lausnar frá setu í nefndinni vegna flutnings úr sveitarfélaginu.

 

10. Sveitarstjórn samþykkir að fella niður næsta reglubundna fund sveitarstjórnar. Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 14. janúar.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn sendir íbúum Skútustaðahrepps bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári með þökkum fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 11:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020