8. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 12. nóvember 2014

8.fundur að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 09:15

Mættir: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik K. Jakobsson og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

DAG­S­KRÁ:

 1. Fundarsetning.
 2. Gjaldskrár 2015.
 3. Fjárhagsáætlun 2015 og þriggja ára áætlun 2016-2018 – fyrri umræða.
 4. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 10. nóvember 2014.
 5. Fundargerð Landbúnaðar og girðinganefndar frá 23. október 2014.
 6. Bréf Veritas lögmanna dags. 20. október 2014.
 7. Skipun eins fulltrúa í fulltrúaráð Eyþings.
 8. Umsóknir um húsnæði að Múlavegi 1.
 9. Vinnuskúr við Höfða.
 10. Sorpsamlag Þingeyinga - rekstarframlag

Efni til kynningar

Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 10. október 2014.

Fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 31. október 2014.

 

Afgreiðslur

1. Oddviti setti fund og lagði til að lið 10 yrði bætt á dagskrá.

 

2. Farið yfir tillögur að gjaldskrám íþróttamiðstöðvar, leikskóla, tónlistarskóla hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og sorpgjalda fyrir árið 2015.

 

3. Sveitarstjórn ræddi helstu forsendur að drögum að fjárhagsáætlun ársins 2015 sem og áætlun áranna 2016-2018. Að loknum umræðum var samþykkt að vísa þeim til síðari umræðu.

 

4. Lögð fram fundargerð skipulagsnefndar frá 10. nóvember s.l. Fundargerðin er í fjórum liðum:

1. liður. Geiteyjarströnd. Tillaga að deiliskipulagi og breyting á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna auglýsingar og kynningar á tillögu að deiliskipulagi á Geiteyjarströnd 1 og breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 til samræmis við deiliskipulagstillöguna, eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

2.liður. Skútustaðagígar. Umsókn um framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn samþykkir umsóknina þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við gildandi deiliskipulag og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið eins og viðkomandi lög og reglugerðir mæla fyrir um.

4.liður. Hverir austan Námafjalls. Aðal- og deiliskipulag

Oddviti bar upp tillögu um samþykkt fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og breytingar á aðalskipulagi til samræmis við hana og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast gildistöku tillagnanna eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um. Samþykkt með 3 atkvæðum. Sigurður Böðvarsson og Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir greiða atkvæði gegn tillögunni og leggja fram eftirfarandi bókun:

Í ljósi þeirrar þróunar á uppbyggingu ferðamannastaða (sem núverandi vinna sveitarfélagsins við stefnumótun í ferðaþjónustu mun byggja á) að staðsetja þjónustusvæði lengra frá náttúruperlum en tillagan gerir ráð fyrir, leggjumst við gegn tillögunni. Í ljósi niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar, verði við hönnun mannvirkja lögð enn ríkari áhersla á að þau falli að umhverfinu.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

5. Lögð fram fundargerð landbúnaðar og girðinganefndar frá 23. október 2014. Fundargerðin er einn liður – Landbótaráætlun Austurafréttar í Skútustaðahreppi 2015-2024. Áætlunin er unnin af framleiðendum sem nýta Austurafrétt til beitar og eru í gæðastýrði sauðfjárframleiðslu. Áætlunin er unnin í samvinnu við sveitarstjórn Skútustaðahrepps.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða landbótaráætlun fyrir Austurafrétt í Skútustaðahreppi 2015-2024 og felur sveitarstjóra að senda hana til umsagnar Matvælastofnunnar.

 

6. Í bréfinu óskar Laufey Sigurðardóttir hdl fyrir hönd umbjóðanda síns Sigurðar Jónasar Þorbergssonar landeiganda Reykjahlíðar eftir skýringu á hvaða réttarheimildir liggi að baki þeirri niðurstöðu lögfræðiáltis Jóns Jónssonar hrl hjá Sókn lögmannsstofu sem unnið var í tengslum við deiliskipulag þéttbýlis í Reykjahlíð að réttur til bygginga á umdeildu svæði nái einungis til erfingja Sigurðar Einarssonar sem nú eru látnir og eftir atvikum, afriti af umræddu lögfræðiáliti Sóknar lögmannsstofu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara bréfritara í samráði við Sókn lögmannsstofu.

 

7. Í bréfinu er óskað skipunar eins fulltrúa Skútustaðahrepps í fulltrúaráð Eyþings. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins í fulltrúaráði Eyþings.

 

8. Lagðar fram umsóknir um laust atvinnuhúsnæði sveitarfélagsins að Múlavegi 1. Tvær umsóknir bárust frá Antoni Frey Birgissyni f.h Saga Travel og Karli Viðar Pálssyni. Sveitarstjórn samþykkir að leigja Karli Viðari Pálssyni húsnæðið að Múlavegi 1 og felur sveitarstjóra undirritun leigusamnings.

 

9. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa til sölu vinnuskúr við Höfða. Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

 

10. Lagt fram bréf Sorpsamlags Þingeyinga þar sem stjórn óskar eftir rekstarframlagi frá hluthöfum uppá kr. 5.000.000 með vísan til samþykktar þess efnis á hluthafafundi þann 29.09.2014. Skipting miðast við eignarhlut og nemur hlutur Skútustaðahrepps kr 554.150 eða 11,08%. Sveitarstjórn samþykkir greiðslu umbeðins rekstarframlags.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 11:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020