7. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 22. október 2014

7.fundur. að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 22. október kl. 09:15

Mættir: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik K. Jakobsson og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

DAG­S­KRÁ:

 1. Fundarsetning.
 2. Fundargerðir
 3. Skólanefndar frá 23. september 2014
 4. Skipulagsnefndar frá 13. október 2014
 5. Landbúnaðar og girðinganefndar frá 16. október 2014
 6. Fjárhagsáætlun 2015
 7. Bréf Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit frá 16. október 2010
 8. Bréf Skipulagsstofnunar frá 30. september 2014
 9. Bréf Innanríkisráðuneytisins 22. september 2014
 10. Ályktun Félags héraðsskjalavarða frá 26. september 2014
 11. Loftgæði í Mývatnssveit
 12. Ráðgjafarnefnd um friðlýst svæði í Mývatnssveit – Tilnefning fulltrúa
 13. Þjónustusamningur vegna málaflokks fatlaðra
 14. Þjónustusamningur við Mývatnsstofu – endurnýjun
 15. Uppsögn á leiguhúsnæði á Múlavegi 1
 16. Hluthafafundur Mývatnsstofu


Efni til kynningar

Fundargerð hluthafafundar Sorpsamlags Þingeyinga frá 29.september 2014

Fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga frá 29. september 2014

Fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 8. október 2014

 

Afgreiðslur

1. Oddviti setti fund og lagði til að liðum 9, 10,11,12 og 13 yrði bætt á dagskrá. Auk þess yrði fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 8. október 2014 tekin á dagskrá undir liðnum efni til kynningar.Samþykkt.

 

2. Fundargerðir

a. Fundargerð skólanefndar frá 23. september 2014. Fundargerðin er í 10 liðum. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

b. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 13. október 2014. Fundargerðin er í 3 liðum. Vegna liðar 2 í fundargerðinni var eftifarandi bókun samþykkt. Sveitarstjórn samþykkir erindi dags 7. október 2014 frá Davíð Örvari Hanssyni f.h. Umhverfisstofnunar þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna stígagerðar í landi Kálfastrandar. Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

c. Fundargerð Landbúnaðar og girðinganefndar frá 15. október 2014. Fundargerðin er í 3 liðum. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

3. Rætt um forsendur fjárhagsáætlunar 2015. Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Stefnt er að því að leggja fram fjárhagsáætlun 2015 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2016, 2017 og 2018 á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar þann 12. nóvember.

 

4. Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, hefur ákveðið að leita eftir styrkjum . Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í einstaka verkefnum þegar þau eiga við skv. lið a í umræddu bréfi, en vísar þessu erindi annars til gerðar fjárhagsáætlunar 2015. Undir þessum lið var einnig lögð fram þýðing á skýrslu sendifara ráðgjafa Ramsar nr 76 sem Fjöregg færir sveitarfélaginu að gjöf. Sveitarstjórn færir Fjöreggi þakkir fyrir góða gjöf.

 

5. Lagt fram til kynningar afrit af bréfi Skipulagsstofunar til Landsvirkjunnar, þar sem kynnt að vinna við endurskoðun matsskýrslu vegna Bjarnarflagsvirkjunnar hafi af ýmsum ástæðum reynst tímafrekari en í upphafi var áætlað. Gert er ráð fyrir að skýrslan liggi fyrir í lok október mánaðar.

 

6. Í bréfinu er staðfest samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Skútustaðahrepps nr. 690/2013. Um er að ræða breytingu á 1. mgr. 8.gr og breytingar á 39. gr. Breytingin hefur verið send til birtingar í B-deild Stjórnartíðina.

 

7. Lögð fram ályktun ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða sem haldinn var í Vestmannaeyjum 24.-26.september 2014 þar sem samþykkt var að fara fram á að framlag ríkissjóðs til reksturs héraðsskjalasafna árið 2015 verði endurskoðuð í ljósi yfirlýstrar stefnu Alþings frá 1946 um að tryggja fullburða og vel rekin héraðsskjalasöfn um allt land. Einnig er brúnt að auka framlögin í ljósi aukinna krafna og verkefna sem falin voru héraðsskjalasöfnunum með samþykkt nýrra laga um opinber skjalasöfn nr.77/2014. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps tekur undir ályktunina.

 

8. Rætt um upplýsingar sem fram komu á íbúafundi um áhrif eldsumbrotanna í Holuhrauni sem haldinn var í Skjólbrekku miðvikudaginn 15. október s.l. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps óskar eftir við Umhverfisstofnun að komið verði á ítarlegri mælingum á loftgæðum í Mývatnssveit í ljósi þeirra óvenjulegu aðstæðna sem nú eru uppi vegna eldsumbrota í Holuhrauni og óvíssu um hversu lengi það ástand varir. Borið hefur á að íbúar finni fyrir einkennum af völdum mengunnar sem ekki kemur fram í núverandi mælingum.

 

9. Sveitarstjórn tilnefnir Sigurð Guðna Böðvarsson sem fulltrúa í ráðgjafarnefndina.

 

10. Lagður fram tölvupóstur frá sveitarstjóra Norðurþings dags. 21. október 2014. Þar er þess farið á leit við sveitarfélögin, Skútustaðahrepp, Þingeyjarsveit, Langanesbyggð og Tjörneshrepp að þau taki afstöðu til umsóknar um áframhaldandi undanþágu vegna landfræðilegra aðstæðna frá 8000 íbúa lágmarki þjónustusvæða sem sett var við yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélagana árið 2011. Undanþágan fellur úr gildi um næstu áramót.Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir áframhaldandi undanþágu frá 8000 íbúa lágmark vegna landfræðilegra aðstæðna i í samstafi við Norðurþing, Þingeyjarsveit, Langanesbyggð og Tjörneshrepp.

 

11. Lögð fram drög að endurnýjuðum þjónustusamningi við Mývatnsstofu sem gildir frá 1.maí – 31.desember 2014. Mánaðargreiðslur sveitarfélagsins nema kr.100 þúsund á mánuði auk þess sem sveitarfélagið greiðir húsaleigu fyrir Mývatnsstofu að Hraunvegi 8. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun. Guðrún Brynleifsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

 

12. Borist hefur tölvupóstur frá Alkemia dags. 17. október þar sem fyrirtækið segir upp húsaleigu á herbergi í Múlavegi 1 frá 1. nóvember 2014. Sveitarstjóra falið að auglýsa húsnæðið laust til útleigu.

 

13. Boðað er til hluthafafundar Mývatnsstofu sem haldinn verður í húsi Björgunarsveitarinnar Stefáns þriðjudaginn 4. nóvember kl 13:00. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 10:45


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020