6. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 24. september 2014

6.fundur. að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 24. september kl. 09:15

Mættir: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Sigurður G. Böðvarsson, Helgi Héðinsson, varamaður Guðrúnar Brynleifsdóttur, Friðrik K. Jakobsson og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

DAG­S­KRÁ:

 1. Fundarsetning.
 2. Siðareglur kjörinna fulltrúa Skútustaðahrepps
 3. Erindisbréf nefnda
  1. Atvinnumálanefnd
  2. Félags og menningarmálanefnd
  3. Landbúnaðar og girðinganefnd
  4. Skipulagsnefnd
  5. Umhverfisnefnd
  6. Skólanefnd
 4. Fundargerðir
  1. Skipulagsnefndar frá 15. september 2014
 5. Málefni Sorpsamlags Þingeying
 6. Bréf formanns fjárlaganefndar Alþingis frá 16. september 2014
 7. Bréf Umhverfis og auðlindaráðuneytisins frá 1. september 2014 – umsögn um drög að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða

 8. Almannavarnir vegna Bárðarbungu.

 9. Aðalfundarboð Sorpsamlags Þingeyinga.

 10. Tölvupóstur framkvæmdastjóra Mýsköpunar dags. 23. september 2014

Efni til kynningar

Fundargerð Aðalfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 27.ágúst 2014

Fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga frá 15. september 2014

 

Afgreiðslur

 1. Oddviti setti fund og lagði til að eftirtöldum liðum yrði bætt á dagskrá. 4 f. Erindsbréf skólanefndar, 8. Almannavarnir vegna Bárðarbungu, 9. Aðalfundarboð Sorpsamlags Þingeyinga, 10. Tölvupóstur framkvæmdastjóra Mýsköpunar. Samþykkt.

 2. Samkvæmt 29. sveitarstjórnarlaga nr.138/2011 skal sveitarstjórn setja sér siðareglur. Málið var áður á dagskrá sveitarstjórnarfundar þann 27. ágúst 2014. Sveitarstjórn samþykkir framlagðar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Skútustaðhrepps. Sveitarstjórn  samþykkir að vísa siðareglunum til kynningar í fastanefndum sveitarfélagsins og til staðfestingar innanríkisráðherra

 3. Lögð fram erindisbréf fyrir Atvinnumálanefnd, Félags og menningarmálanefnd, Landbúnaðar og girðinganefnd, Skipulagsnefnd, Umhverfisnefnd og Skólanefnd. Sveitarstjórn samþykkir framlögð erindsbréf og samþykkir að vísa þeim til kynningar í fastanefndum sveitarfélagsins.

 4. Lögð fram fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 15. september s.l. Fundargerðin er í fjórum liðum. 

  1. liður
   Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023. Breyting á aðalskipulagi í Reykjahlíð.
   Oddiviti bar upp eftirfarndi tillögu:
   Sveitarstjórn samþykkir breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 í Reykjahlíð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna skipulagsbreytingarinnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um. Samþykkt samhljóða.

  2. liður

Oddiviti bar upp eftirfarandi tillögu:

Deiliskipulag Reykjahlíðar
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna svo breytta og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast gildistöku hennar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.
Samþykkt með 3 atkvæðum. Sigurður Böðvarsson situr hjá. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.
3.liður

Deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar

Oddivit bar upp eftirfarandi tillögu:Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstollöguna svo breytta og felur skipulags- og bygingarfulltrúa að annast gilditöku hennar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um. Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra og oddvita að leita samkomulags við landeigendur Reykjahlíðar um endurskoðun á samningsákvæðum í samningi milli Skútustaðahrepps og landeigenda frá 20. febrúar 1969 um að ekki verði byggt norðan Hlíðavegar fyrr en önnur svæði verði fullbyggð.

Samþykkt samhljóða.
4. liður

Grímsstaðir. Breytingar á skipulagsákvæðum aðalskipulags vegna verslunar og þjónustusvæðis 363-V

                    Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að gerðar verði eftirfarandi breytingar á landnotkunarreit 363-V, verslunar- og þjónustusvæði, í kafla 6.6 í greinargerð með Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023: Í stað tveggja hæða bygginga verði heimilt að byggja allt að þriggja hæða byggingar.

 

Nr.

Stærð

Svæði

Lýsing

Skipulagsákvæði

363-V

(33) ha

Grímsstaðir norðan Kísilvegar (87)

Óbyggt svæði. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Hótel og ferðaþjónusta. Allt að þriggja hæða byggingar. Uppbygging skv. deiliskipulagi

 

Jafnframt felur sveitarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna aðalskipulagsbreytingarinnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um. Samþykkt samhljóða.

 

5. Á hluthafafundi Sorpsamlags Þingeyinga ehf. þann 25. júlí s.l. var samþykkt að slíta samstarfi sveitarfélaga í Sorpsamlaginu og lagt til að eigendur yfirtækju skuldir félagsins við Lánasjóð sveitarfélaga í hlutfalli við upphaflegan eignarhlut í félaginu.

Heildarskuld við lánasjóðinn er 310 millj.kr. Eignarhluti Skútustaðahrepps í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf. er 11,04% og yfirtaka skulda sveitarfélagsins nemur því 34,2 millj.kr.

Sveitarstjórn samþykkir yfirtöku skulda Sorpsamlags Þingeyinga ehf. vegna ábyrgðar við Lánasjóð sveitarfélaga í hlutfalli við upphaflegan eignarhlut Skútustaðahrepps í félaginu. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2014 að fjárhæð 34,2 millj.kr. vegna yfirtöku langtímalána frá Lánasjóði sveitarfélaga. 16,6 millj.kr. færast til gjalda á hreinlætismál og 17,6 millj.kr. fara til lækkunar á skammtímaskuldum aðalsjóð.

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 33.300.000 kr. til 8 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til endurfjármagna hluta láns Sorpsamlags Þingeyinga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Jón Óskar Péturssyni, kt: 190775-6079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Skútustaðahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

6. Í bréfinu er sveitarstjórnum og landshlutasamtökum boðið að eiga fundi um fjármál sveitarfélaga með fjárlaganefnd alþingis í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2015. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að eiga fund með nefndinni um málefni sveitarfélagsins.

7. Í bréfinu er óskað umsagnar og ábendinga um tillögur Mannvirkjastofnunar um starfsemi slökkviliða. Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögunum til Slökkviliðstjóra til skoðunar og umsagnar.

8. Sveitarstjóri upplýsti um fundi sem hann hefur sótt hjá Almannavörnum. Upplýsingar hafa verið settar inná heimasíðu sveitarfélagsins.Rætt um S02 mælingar í Mývatnssveit og upplýsingagjöf til íbúa varðandi viðbrögð við mengun. Sveitarstjóra falið að ræða við Umhverfisstofnun varðandi staðsetningu mæla í Mývatnssveit og ræða við sýslumann um að halda íbúafund í Mývatnssveit vegna loftgæðamála

9. Lagt fram Aðalfundarboð Sorpsamlags Þingeyinga mánudaginn 29. September kl 16:00. Sveitarstjórn samþykkir að Oddviti fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

10. Í tölvupóstinum eru hluthöfum Mýsköpunar ehf gefin kostur á að nýta forkaupsrétt í félaginu í tengslum við viðskipti með hlutabréf í félaginu. Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti hlutabréfa í félaginu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 11:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020