4. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 27. ágúst 2014

4.fundur. að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 09:15

Mættir: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik K. Jakobsson og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

DAG­S­KRÁ:

 1. Fundarsetning.
 2. Ráðningarsamningur sveitarstjóra
 3. Siðareglur sveitarstjórnar og erindisbréf nefnda
 4. Fundargerðir nefnda
  Fundargerð atvinnumálanefndar frá 17. ágúst 2014
  Fundargerð landbúnaðar og girðingarnefndar frá 13.ágúst 2014
  Fundargerð skipulagsnefndar frá 21. ágúst 2014
 5. Bréf Innanríkisráðuneytisins frá 18.júní 2014, viðaukar við fjárhagsáætlanir
 6. Bréf Jafnréttisstofu frá 14.ágúst 2014, skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum.
 7. Bréf framkvæmdastjóra Eyþings frá 18. júlí 2014
 8. Bréf Sigurbjörns Reynis Björgvinssonar mótt. 30.maí 2014
 9. Breyting á Aðalskipulagi 2011-2023, Hverir
 10. Deiliskipulag, Hverir 
 11. Sorpsamlag Þingeyinga, fjármögnun afborgunar lána 2014.
 12. Endurgreiðsla til sveitarfélaga vegna refaveiða 2014-2016.
 13. Slægjufundur 2014
 14. 14. Hofsstaðir sjálfseignarfélag
 15. 15. Vinnuhópur um fráveitumál

Efni til kynningar

Fundargerð Aðalfundar Greiðrar leiðar ehf frá 10.júlí 2014.

Stjórnar Eyþings frá 14. Júlí 2014.

Ársskýrsla Náttúrustofu Norðausturlands 2013

 

Afgreiðslur

1. Oddviti setti fund og leggur til að liðum 14.15 og 16 verði bætt á dagskrá. Samþykkt.

2. Lagður fram ráðningasamingur við Jón Óskar Pétursson kt 190776-6079 um að gegna starfi sveitarstjóra kjörtímabilið 2014-2018. Sveitarstjórn samþykkir samninginn. Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið.

3. Lögð fram drög að siðareglum til fyrri umræðu. Markmið reglnanna er að skilgreina það hátterni og viðmót sem kjörnum fulltrúum ber að sýna við störf sín á vegum Skútustaðahrepps. Reglurnar ná til sveitarstjórnarfulltrúa og annarra sem kjörnir eru til setu í nefndum og ráðum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn ræddi drögin og fól oddvita og sveitarstjóra að vinna úr þeim ábendingum sem fram komu á fundinum og vísaði þeim síðan til annarrar umræðu. Umræða varð einnig um erindisbréf nefnda. Sveitarstjóra falið að semja og yfirfara erindisbréf nefnda samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins í samvinnu við formenn einstakra nefnda.

4.

a. Fundargerð Atvinnumálanefndar frá 17. júlí 2014. Fundargerðin er í 2 liðum. Eftirfarandi bókun var samþykkt vegna 2. liðar. Sveitarstjórn samþykkir aðild Skútustaðahrepps að samstafssamningi Nýsköpunarmiðstöðvar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Sveitarfélagsins Norðurþings um aukna samvinnu og þróunarverkefni á skilgreindum sviðum nýsköpunar, tækni-og atvinnuþróunar. Jafnframt tilnefnir sveitarstjórn Anton Frey Birgisson sem tengilið við verkefnið. Að öðru leiti staðfestir sveitarstjórn fundargerðina.

b. Fundargerð Landbúnaðar og girðingarnefndar frá 13. ágúst 2014. Fundargerðin er í 3 liðum. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

c. Fundargerð skipulagsnefndar frá 21.ágúst 2014. Fundargerðin er í 8 liðum. Eftirfarandi bókanir voru samþykktar vegna fundargerðarinnar.

4 liður. Deiliskipulag, Sel Hótel Mývatn.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna svo breytta og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast gildistöku hennar eins og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Yngvi Ragnar vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

5 liður. Hringvegur um Jökulsá á Fjöllum. Deiliskipulag.

Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa deiliskipulagstillöguna eins og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um. (Tillagan verður auglýst samhliða í Skútustaðahreppi og Norðurþingi þar sem deiliskipulassvæðið er á sveitarfélagamörkum).

6 liður. Garður II. Tillaga að deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa deiliskipulagstillöguna eins og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leiti.

 

5. Í bréfinu er vakin athygli sveitarstjórna að verklagi við gerða viðauka við fjárhagsáætlanir samkvæmt 63. grein laga nr. 138/2011, sveitarstjórnarlaga. Í 63. grein sveitarstjórnarlaga segir að óheimilt sé að víkja frá fjárhagsáætlun nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina. Á þetta við um um hvers kyns ákvarðanir, samninga eða aðrar fjárhagslegar ráðstafanir sem hafa í för með sér breytingar á tekjum, útgjöldum, skuldbindingum eða tilfærslum milli liða í þegar samþykktri fjárhagsáætlun. Þá eru í bréfinu kynntar leiðbeiningar um gerð og framsetningu viðauka við fjárhagsáætlun og þeim tilmælum beint til sveitarstjórna að yfirfara verklag við gerð viðauka við fjárhagsáætlanir með hliðsjón af þeim upplýsingum sem kynntar eru í bréfinu.

Bréfið var að öðru leiti til kynningar og ekki gerðar sérstakar bókanir vegna þess.

 

6. Í bréfinu er vakin athygli á skyldum sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008.

Bréfið var til kynningar og ekki gerðar sérstakar bókanir vegna þess.

 

7. Í bréfinu eru sveitarfélögin á starfssvæði Eyþings hvött til virkrar þátttöku í starfi Eyþings og vakin athygli á fyrirkomulagi kosninga fulltrúa á aðalfund Eyþings og skipunar fulltrúaráðs.

Bréfið var til kynningar og ekki gerðar sérstakar bókanir vegna þess.

 

8. Í bréfinu segir Sigurbjörn Reynir Björgvinsson upp störfum sem sundlaugarvörður íþróttamiðstöðvar Skútustaðahrepps frá 1. júní 2014. Sveitarstjórn móttekur erindið og þakkar Sigurbirni vel unnin störf á liðnum árum.

 

9. Aðalskiplag Hverir

Oddviti leggur til að liðir 9 og 10 verði afgreiddir saman samkvæmt eftirfarandi bókun.

Sveitarstjórn er að leggja upp í vinnu við stefnumótun í ferðaþjónustu í Mývatnssveit og mun nýta hana til að gera nýjan kafla í aðalskipulag sem gildir til 2024 um ferðaþjónustu í Mývatnssveit. Sveitarstjórn vísar þessari tillögu aftur til skipulagsnefndar til frekari skoðunar með það fyrir augum að hafa samtal við Landeigendur og skipulagsráðgjafa um útfærslu mannvirkja við hverasvæðið. Leitast verður við að samrýma þarfir ferðamanna, álag á stöðum, uppbyggingu og sambýli við heimamenn svo þessir þættir fari sem best saman inn í framtíðina. Nefndin kalli fulltrúa landeigenda til fundar sem fyrst og sveitarstjóri ásamt oddvita verði með í þessari samræðu.

 

10. Deiliskipulag Hverir. Sjá afgreiðslu liðar 9.

 

11. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga frá 7.júlí 2014. Í 2. lið fundargerðarinnar leggur stjórn Sorpsamlagsins til við eigendur að þeir láni 15 milljónir króna til félagsins til þess að fjármagna afborganir lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga árið 2014. Láninu yrði síðan breytt í hlutafé. Lagt er til að eigendur láni í hlutfalli við eignarhlut í félaginu. Sveitarstjórn samþykkir að lána Sorpsamlagi Þingeyinga kr 1.662.630 til þess að standa straum afborgana lána félagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Upphæðin nemur 11,08% af áætlaðri fjárþörf og er í samræmi við eignarhlut Skútustaðahrepps í félaginu.

 

12. Lagður fram samningur milli Umhverfisstofnunar og Skútustaðahrepps vegna endurgreiðslu til sveitarfélagsins vegna refaveiða árin 2014-2016. Markmið samningsins er að hafa yfirsýn og fyrirsjáanleika á þeim aðgerðum sem þarf til að stemma stigu við fjölgun refa og draga úr tjóni af þeirra völdum. Samkvæmt samningnum nemur endurgreiðsluhlutfall Skútustaðahrepps 33% af kostnaði, þó að hámarki kr1.760.220 fyrir árið 2014, kr 1.848.000 fyrir árið 2015 og kr 1.940.400 fyrir árið 2016. Sveitarstjórn fagnar samningnum og felur sveitarstjóra undirritun.

 

13. Sveitarstjórn felur Arnheiði Rán Almarsdóttur að kalla saman til fyrsta fundar Slægjunefndar 2014. Undirbúningssvæði er frá Laxá upp að Eldá. Slægjufundur fer fram eins og áður fyrsta vetrardag, laugardaginn 25.október 2014.

 

14. Lögð fram hugmynd undirbúningshóps um stofnun sjálfseignarfélags um jörðina Hofsstaði í þágu rannsókna á svæðinu. Sveitarstjórn lýsir ánægju með framtakið og hvetur undirbúningsnefnd til þess að halda áfram á sömu braut.

 

15. Sveitarstjórn samþykkir að skipa oddvita, Margréti Hólm Valsdóttur og Ólaf Þröst Stefánsson í vinnuhóp um fráveitumál. Hópurinn skili tillögum til sveitarstjórnar fyrir fengitíð 2014.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 11:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020