3. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 9. júlí 2014

3. fundur að Hlíða­vegi 6, miðvikudaginn 9. júlí. 2014, kl 09:15.

DAG­­SKRÁ:

 1. Fundarsetning
 2. Erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, var frestað á síðasta fundi
 3. Breytingar á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins
 4. Fundargerð Skipulagsnefndar dags. 3. júlí
 5. Skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi 2011-2023, Geiteyjarströnd
 6. Breyting á Aðalskipulagi 2011-2023, Hverir
 7. Deiliskipulag, Hverir
 8. Sumartónleikar við Mývatn, styrkbeiðni
 9. Erindi frá Fljótsdalshéraði vegna dreifikerfis Landsnets
 10. Fundargerð Landbúnaðar- og girðinganenefndar
 11. Vinnuhópur um sorpmál

Til kynningar:

Fundargerð stjórnar Eyþings dags. 18. júní

Fundargerð Aðalfundar Sorpsamlags Þingeyinga dags. 26. júní

Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 27. júní

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Ne. dags. 10. júní

 

Mættir: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik K. Jakobsson.

 

1. Fundarsetning

Oddviti setti fund og óskaði eftir að málum 10 og 11 yrði bætt á dagskrána.

Samþykkt samhljóða.

 

2. Erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, var frestað á síðasta fundi

Með bréfi dags. 26. maí er óskað eftir sameiginlegri tilnefningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar í samstarfshóp um raforkumál á Norð-Austurlandi.

Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna verðandi sveitarstjóra, Jón Óskar Pétursson.

 

3. Breytingar á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins

Í 39. gr. samþykkta um stjórn sveitarfélagsins lið B.1, er kveðið á um að Skútustaðahreppur eigi einn fulltrúa í Búfjáreftirlitsnefnd á svæði BSSÞ, nú hefur þetta hlutverk verið falið Matvælastofnun.

Sveitarstjórn samþykkir þ.a.l. að fella nefnt ákvæði úr samþykktunum.

 

4. Fundargerð Skipulagsnefndar dags. 3. júlí

Undir fyrsta lið fór Skipulags- og byggingarfulltrúi yfir hlutverk og lagaumhverfi skipulagsnefndar og gerði grein fyrir helstu verkefnum hennar.

Garður II. Tillaga að deiliskipulagi

Tekið fyrir að nýju erindi dags 23. desember 2013 frá Kára Þorgrímssyni Garði II í Mývatnssveit þar sem hann óskar eftir heimild skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til að láta vinna deiliskipulag á jörð sinni Garði II á svæði sem skilgreint er sem 373 A í Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023

Skipulags- og umhverfisnefnd heimilaði umsækjanda að láta vinna deiliskipulag af umræddu svæði á fundi sínum 27. janúar s.l.

Innkomin ný gögn, skipulagslýsing dags. 26. febrúar 2014.

Skipulagslýsingin var lögð fram skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Athugasemdir um lýsinguna bárust frá Skipulagsstofnun og var þeim komið á framfæri við skipulagsráðgjafana.

Innkomin ný gögn deiliskipulagsuppdráttur með greinargerð dags. 23. maí 2014

Skipulags- og umhverfisnefnd fór fram á það á fundi sínum 2. júní s.l. að byggingarskilmálar yrðu gerðir ítarlegri en gerði ekki athugasemdir við deiliskipulagstillöguna að öðru leyti . Innkomi ný endurbætt gögn dagsett 5. júní 2014, þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir nefndarinnar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagstillöguna á þessu stigi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Hlíð, ferðaþjónusta. Umsókn um stöðuleyfi fyrir smáhýsi.

Erindi dags 29 júní 2014 frá Gísla Sverrissyni fyrir hönd Hlíð ferðaþjónustu þar sem hann sækir um stöðuleyfi fyrir 15 m² smáhýsi fyrir starfsmenn samkvæmt meðfylgjandi teikningum og samkvæmt drögum að deiliskipulagi sem nú er í ferli. Að loknu deiliskipulagsferlinu verður sótt um byggingaleyfi.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi að hámarki til eins árs eða til 1. júlí 2015. Stöðuleyfið er samþykkt þar sem unnið er að gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Vakin er athygli á því að stöðuleyfið verður ekki framlengt og framkvæmdin er alfarið á ábyrgð umsækjanda og veitir engan frekari rétt en þann sem stöðuleyfið nær til. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfið þegar staðið hefur verið skil á hönnunargögnum sambærilegum þeim sem farið er fram á við útgáfu byggingarleyfis, skv. ákvæðum byggingarreglugerðar.

Geiteyjarströnd, deiliskipulag. Deiliskiplagslýsing og breyting á aðalskipulagi.

Tekið fyrir að nýju erindi dags 29. október 2013 frá Agli Olgeirssyni hjá Mannviti ehf, f.h. landeiganda, þar sem lögð er fram tillaga að deiliskipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar á svæði sem skilgreint er í Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 sem 352-O/V opið svæði til sérstakra nota/verslunar- og þjónustusvæði. Einnig lög fram tillaga skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 til stækkunar á landnotkunarreit 325-O/V. Tillagan er unnin af Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.

Skipulags og umhverfisnefnd fjallaði um erindið á fundi sínum 11. nóvember 2013 og vísaði þá í fyrri bókun nefndarinnar frá 31. fundi 17. sept.

Nefndin lagði til við sveitarstjórn að lýsingin yrði samþykkt þegar gerðar hefðu verið breytingar á henni til samræmis við stækkun á landnotkunarreit 325-O/V og fyrri samþykktir nefndarinnar. Einnig er lögð áhersla á að gerð verði nákvæm grein fyrir hæðarsetningum á landi og byggingum og aðlögun þeirra að landi í væntanlegri tillögu að deiliskipulagi. Þá lagði nefndin til við sveitarstjórn að hún fæli skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna lýsinguna svo breytta fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Einnig verði honum falið að annast málsmeðferð vegna tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar stækkun á landnotkunarreit 325-O/V.

Vegna breyttra forsendna og athugasemda frá Umhverfisstofnun var málsmeðferð vegna breytinga á aðalskipulagi frestað þar til nánari forsendur deiliskipulagsins lægju fyrir.

Í upphafi fundar 5. maí s.l. var farið í vettvangsferð í Geiteyjarströnd og kannaðar landfræðilegar aðstæður út frá fyrirliggjandi drögum að deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd lýsti sig sammála þeim sjónarmiðum fulltrúa landeigenda sem fram komu í viðræðum hans við nefndina.

Nefndin ítrekaði þó fyrri afstöðu sína um mikilvægi þess að byggingar og aðkomustígar verði aðlöguð að landslaginu á haganlegan hátt og auk þess verði sett ákvæði um viðmiðunar-gólfkóta og hámarks mænishæð inn í deiliskipulagsskilmála.

Innkomin ný gögn endurskoðuð deiliskipulagslýsing og drög að deiliskipulagi dags 30. júní 2014 frá Agli Olgeirssyni hjá Mannviti verkfræðistofu og drög að lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi dags. 2. júlí 2014 frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.

Helgi Héðinsson vék af fundi og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins

telur að stækkun á landnotkunarreit sé það umfangsmikil að hún kalli á verulega breytingu á aðalskipulagi skv. 30.-32. gr. skipulagslaga nr. 123/ 2010. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta fullvinna lýsinguna vegna aðalskipulagsbreytingarinnar skv. framkomnum drögum og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Jafnframt er lagt til við sveitarstjórn að hún feli skipulags og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna kynningar á lýsingunni eins og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010 mælir fyrir um þegar hún hefur verið samþykkt af sveitarstjórn.

Hringvegur um Jökulsá á Fjöllum. Deiliskipulag.

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 3. janúar 2013 frá Helgu Aðalgeirsdóttur f.h. hönnunardeildar Vegagerðarinnar þar sem sótt er um heimild skv. 2. mgr. 38 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags vegna vinnubúða og athafnasvæðis framkvæmdaaðila við hringveg (1) um Jökulsá á Fjöllum. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við byggingu nýrrar brúar á Hringvegi við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og vegalagning beggja vegna hennar. Tvær námur, sín hvorum megin Jökulsár á Fjöllum, munu falla innan skipulagssvæðisins. Framkvæmdin er í Skútustaðahreppi og í Norðurþingi.

Skipulags og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum 27. janúar s.l. að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Innkomin ný gögn, deiliskipulagslýsing dags. 5. febrúar 2014 frá Helgu Aðalgeirsdóttur f.h. Vegagerðarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum11. febrúar s.l. að kynna lýsingu vegna deiliskipulagsins eins og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Innkomin ný gögn dags. 3. júní 2014, tillöguuppdráttur með greinargerð, frá Helgu Aðalgeirsdóttur, landslagsarkitekt hjá hönnunardeild Vegagerðarinnar.

Skipulagsnefnd geri ekki athugasemdir við deiliskipulagstillöguna á þessu stigi en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn. Vakin er athygli á því að þar sem deiliskipulagssvæðið er á mörkum Skútustaðahrepps og Norðurþings verður málsmeðferð vegna deiliskipulagsins rekin samhliða í báðum sveitarfélögunum.

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulagsnefndar á öllum liðum fundargerðarinnar.

 

5. Skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi 2011-2023, Geiteyjarströnd

Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi 2011-2023 í landi jarðarinnar Geiteyjarstrandar. Ferill lýsingarinnar kemur fram í fjórða lið fundargerðar Skipulagsnefndar hér að framan.

Sveitarstjórn samþykkir framkomna skipulagslýsingu að breytingu á Aðalskipulagi 2011-2023 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana eins og 1. mgr. 30. gr. laga nr. 123/2010 kveður á um.

 

6. Breyting á Aðalskipulagi 2011-2023, Hverir

Frestað.

 

7. Deiliskipulag, Hverir

Frestað.

 

8. Sumartónleikar við Mývatn, styrkbeiðni

Erindinu er vísað til Félags- og menningamálanefndar.

 

9. Erindi frá Fljótsdalshéraði vegna dreifikerfis Landsnets

Með tölvupósti óskar bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs eftir afstöðu annarra sveitarfélaga í Norðaustur kjördæmi til þess að sameiginlega þrýsti menn á um úrbætur og að dreifikerfi Landsnets verði þannig uppbyggt að það þjóni íbúum og atvinnulífi á svæðinu með fullnægjandi hætti.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en vill að leitast verið við að línur séu lagðar í jörð þar sem því verður við komið.

 

10. Fundargerð Landbúnaðar- og girðinganefndar dags. 7. júlí

Fundurinn var með afréttarnotendum á Austurfjöllum. Í öðrum lið fundargerðarinnar er rætt um gerð nýrrar Landbótaáætlunar en hún er forsenda þess að bændur haldi álagsgreiðslum vegna gæðastýringar. Fram kom óánægja bænda með vinnukort Landgræðslunnar sem sýndi ástand afréttarins. Samþykkt var að skipa þriggja manna vinnuhóp ásamt formanni nefndarinnar sem færi til viðræðna við Landgræðsluna.

Í þriðja lið kemur fram að nefndin leggi til að réttardagur næstu fjögurra ára verði fyrsti sunnudagur í september sem ber uppá 7. sept. þetta árið.

Sveitarstjórn undrast að hafa ekki fengið bréf frá Landgræðslunni þess efnis að endurskoða þurfi Landbótaáætlunina, þar sem ekki verður annað séð en að sveitarfélagið sé enn ábyrgt fyrir áætlunni.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

 

11. Vinnuhópur um sorpmál.

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var skipað í vinnuhóp um sorpmál. Sveitarstjórn leggur áherslu á að vinnuhópurinn skili tillögum um úrbætur í þeim málum til sveitarstjórnar 10. sept.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið.

Yngvi R. Kristjánsson,

Jóhanna K. Þórhallsdóttir,

Sigurður G. Böðvarsson,

Guðrún Brynleifsdóttir,

Friðrik K. Jakobsson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020