Skipulagsauglýsingar

  • Reykjahlíđarskóli
  • 29. ágúst 2017

Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023.

Söfnun skólps, hreinsun og nýting á Hólasandi

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 26. september 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps leggur til að breyting verði gerð á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 þannig að gert verði ráð fyrir aðstöðu fyrir söfnun salernisskólps í lokaðan geymslutank á Hólasandi og nýtingu þess til uppgræðslu á sandinum. Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting nær til aðstöðu fyrir söfnunar- og geymslutank með tilheyrandi búnaði á Hólasandi.

Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni frá og með fimmtudeginum 10. janúar 2019 til og með fimmtudeginum 21. febrúar 2019.  Þá eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðhrepps:  http://www.skutustadahreppur.is/ undir ,,Skipulagsauglýsingar“.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.  Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út fimmtudaginn 21. febrúar 2019.  Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið: gudjon@skutustadahreppur.is.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni  samþykkir.

 Aðalskipulagsbreyting vegna seyrulosunarsvæðis á Hólasandi

Guðjón Vésteinsson

Skipulagsfulltrúi

 

Auglýsing um breytingu á aðal- og deiliskipulagi

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 12. desember 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar og samhliða breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023, skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tilefni breytingarinnar er breytt lega á Kröflulínu 3 í nánd við Kröflustöð. Breytingin felst í því að lega línunnar breytist frá Sandabotnaskarði að Kröflustöð og er breytt lega línunnar færð inn á deiliskipulagsuppdrætti A og B. Þá eru mannvirki sem byggð hafa verið á skipulagssvæðinu frá því deiliskipulagið öðlaðist gildi færð inn á deiliskipulagsuppdrátt B. Um er að ræða tengivirki innan byggingarreits við Kröflustöð og viðbyggingu við starfsmannahús sem einnig er innan byggingarreits. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla sem er unnin skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Samhliða er lögð fram breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 sem felst í breyttri legu Kröflulínu 3 og fjórum nýjum efnistökusvæðum hennar vegna. Við hönnun og umhverfismat línunnar var valin línuleið sem víkur frá núgildandi aðalskipulagi næst Kröflustöð auk þess sem óveruleg breyting er á legu línunnar um 6-7 km austan Kröflusvæðisins.

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni frá og með föstudeginum 25. janúar 2019 til og með föstudeginum 8. mars 2019.  Þá eru tillögurnar einnig aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðahrepps:  http://www.skutustadahreppur.is undir Skipulagsauglýsingar (efst á forsíðu).

Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 8. mars 2019.  Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests.  Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið: gudjon@skutustadahreppur.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir.

 

Tillaga að breytingu aðalskipulags vegna Kröflulínu 3

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar

Greinargerð

Uppdráttur A

Uppdráttur B

Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi

 

Framkvæmdir við heimarafstöð austan Drekagils

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 28. nóvember 2018 umsókn Neyðarlínunnar ohf. um framkvæmdaleyfi vegna byggingar heimarafstöðvar við Drekagil og tengdar framkvæmdir með ákveðnum skilyrðum. Í því felst að í  samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur sveitarfélagið Skútustaðhreppur farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Málið var tekið fyrir að nýju hjá sveitarstjórn þann 9. janúar 2019 þar sem fjallað er um niðurstöðu sveitarfélagsins. Niðurstaða sveitarfélagsins Skútustaðahrepps  er að bygging heimarafstöðvar við Drekagil sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. Kærufrestur er til 11. febrúar 2019.

 

Deiliskipulagsauglýsingar

Skipulagsnefnd Skútustaðahrepps kynnir hér með eftirfarandi skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar í Skútustaðahreppi:

Deiliskipulag Höfða:

Markmið deiliskipulagstillögunnar er að vinna skipulag af útvistarsvæðinu Höfða til að móta stefnu um uppbyggingu stíga og áningarstaða og ákvarða forsendur um framkvæmdir og rekstur á svæðinu. Markmiðið er að Höfði og Kálfaströnd verði bætt sem útivistarsvæði og áningarstaður og tryggt verði að umferð gesta spilli hvorki umhverfi né menningarminjum. Áhersla verður lögð á bætt aðgengi og þar með betri stýringu gesta um svæðið í þeim tilgangi að minnka og dreifa álagi. Bæta á gönguleiðir og tryggja aðgengi fyrir alla þar sem því verður komið við og lögð verður áhersla á fjölbreytni svæðisins og einkenni. Gert verið ráð fyrir aðstöðu til fræðslu um sögu svæðisins og umhverfi og fyrir ferðamenn og þjónustu við þá, m.a. með salernum og aðgangsstýringu þar sem við á.

Skipulagslýsing

 

Deiliskipulag Tengivirkis á Hólasandi:

Bygging tengivirkis á Hólasandi er hluti af framkvæmdum við Hólasandslínu 3, sem áætlað er að liggi á milli tengivirkis á Rangárvöllum á Akureyri og fyrirhugaðs tengivirkis á Hólasandi. Jafnframt munu núverandi raflínur frá Kröflu og Þeistareykjum tengjast tengivirkinu.

Hólasandslína 3 verður hluti meginflutningskerfis raforku. Tilgangur Landsnets með byggingu línunnar er að auka flutningsgetu og bæta stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi, auka hagkvæmni í orkuvinnslunni með sterkari samtengingu virkjanasvæða og þjóna núverandi starfsemi á Norður- og Austurlandi auk þeirrar uppbyggingar sem reikna má með á næstu áratugum. Framkvæmdirnar eru einnig mikilvægar fyrir flutningskerfi landsins í heild sinni þar sem um er að ræða mikilvægan lið í styrkingu á veiku flutningskerfi utan suðvesturhornsins. Línan mun bæta afhendingaröryggi raforku til notenda á Norður- og Austurlandi

Skipulagslýsing

 

Breyting á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar:

Tillaga að breyttu deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar er sett fram þar sem óskað hefur verið eftir stækkun á verslun Samkaupa. Einnig er áætlað  að byggja þjónustukjarna  á svæðinu þar sem m.a. gert er ráð fyrir veitingastað, skrifstofuhúsnæði, áfengisverslun, bankastofnun, almennum snyrtingum o.fl.. Mikill fjöldi ferðamanna sækir þjónustu sem þarna er boðið uppá og skapast oft á tíðum vandamál með bíla- og rútustæði. Nauðsynlegt er að stækka bílastæði og gera ráð fyrir sérstökum stæðum fyrir rútur og bíla með ferðavagna. Í breytingartillögunni verða metnir byggingarmöguleikar vestan Helluhrauns. Þar kemur til greina að byggja lágreist íbúðarhús sem falla vel að aðliggjandi byggð.

Skipulagslýsing

 

Athugasemdir við skipulagslýsingar:

Þegar vinna við gerð deiliskipulagstillögu hefst, skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu. Í skipulagslýsingu koma fram áherslur sveitarstjórn við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

Skipulagslýsingar skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps frá og með fimmtudeginum 31. janúar 2019 til og með fimmtudeginum 21. febrúar 2019. Lýsingarnar verða einnig aðgengilegar á sama tíma á heimasíðu Skútustaðahrepps: www.skutustadahreppur.is undir: Skipulagsauglýsingar (hnappur efst á forsíðu). Þeim sem vilja gera athugasemdir við lýsingarnar eða koma með ábendingar er gefinn frestur til og með 21. febrúar 2019 til að koma þeim skriflega á framfæri til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn og/eða á tölvupósti á netfangið: gudjon@skutustadahreppur.is

Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Guðjón Vésteinsson

Skipulagsfulltrúi Skútustaðahrepps


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Nýjustu fréttir