Skipulagsauglýsingar

  • Skútustađahreppur
  • 29. ágúst 2017

Tillaga að breytingu deiliskipulags þéttbýlis Reykjahlíðar

 

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 26. júní 2019 að auglýsa breytingartillögu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Tilefni breytingarinnar er að því að sveitarstjórn stefnir að því að eldsneytissala verði færð af miðsvæði Reykjahlíðar og að stofnuð verði ný lóð að Sniðilsvegi 3 fyrir starfsemina. Fyrirhuguð lóð er innan athafnasvæðis 117-A í Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023. Mannvirki s.s. dælur, tankar og lítið aðstöðuhús verði innan byggingarreits. Gerð og frágangur mannvirkja svo og mengunarvarnir skulu vera í samræmi við ákvæði viðeigandi reglugerða. Gerð verður grein fyrir fyrirkomulagi umferðar og mannvirkja innan lóðar í hönnunargögnum vegna byggingar- og framkvæmdaleyfa.

 

Tillaga að breytingu deiliskipulagsins mun liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni frá og með fimmtudeginum 25. júlí til og með fimmtudeginum 6. september 2019.  Breytingartillagan er aðgengileg á heimasíðu Skútustaðhrepps:  http://www.skutustadahreppur.is undir Skipulagsauglýsingar (efst á forsíðu).

Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út fimmtudaginn 6. september 2019.  Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests.  Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið: gudjon@skutustadahreppur.is.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.

Guðjón Vésteinsson,

skipulagsfulltrúi Skútustaðahrepps.

Breytingartillaga


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR