60. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 23. ágúst 2017

60. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 23. ágúst 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður, Anton Freyr Birgisson varamaður, Böðvar Pétursson varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti etir því að bæta tveimur málum á dagskrá með afbrigðum:
Gámasvæði í landi Grímsstaða - 1705032
Forstöðumannafundur: Fundargerðir - 1611048
Samþykkt samhljóða að bæta málunum á dagkrá undir dagskrárliðum 20 og 21 og færast aðrir dagskrárliðir neðar sem því nemur.

1. Staða fráveitumála - 1701019

Sameiginlegri úrbótaáætlun Skútustaðahrepps og rekstraraðila vegna fráveitu í Skútustaðahreppi árin 2017-2022 með lagalegum fyrirvörum og fyrirvara um fjárhagslega aðkomu ríkisvaldsins, var hafnað á 193. fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra 29. júní s.l. Í bókun nefndarinnar kemur fram:
"Heilbrigðisnefnd lýsir ánægju sinni með þá sameiginlegu framtíðarsýn Sveitarfélagsins Skútustaðarhrepps og rekstraraðila að vera til fyrirmyndar í fráveitumálum til að lágmarka áhrif mannsins á lífríki Mývatns.
Sömuleiðis lýsir heilbrigðisnefnd ánægju með þá undirbúningsvinnu sem birtist í skýrslu samstarfshóps um Mývatn; ástand mála, orsakir vanda og mögulegar aðgerðir (júní 2016) og skýrslu Eflu um fráveitumál við Mývatn; úttekt á núverandi stöðu og tillögur að úrbótum í ljósi ofauðgunar (21. mars 2017).
Í sameiginlegri úrbótaáætlun Skútustaðahrepps og rekstraraðila sem barst heilbrigðisnefnd þann 15. júní 2017, kemur fram að gert er ráð fyrir 5 ára framkvæmdatíma og jafnframt kemur fram að fjármögnun framkvæmda liggur ekki fyrir og þá eru gerðir lagalegir fyrirvarar.
Heilbrigðisnefnd lýsir yfir vonbrigðum með að fjármögnun til úrbóta skuli ekki vera tryggð til verkefnisins, en bendir jafnframt á að slíkar forsendur geta ekki seinkað kröfum nefndarinnar á sveitarfélagið eða rekstraraðila. Heilbrigðisnefnd getur því ekki fallist á umrædda úrbótaáætlun með þeim fyrirvörum sem hún er byggð á. Heilbrigðisnefnd fer fram á að Sveitarfélagið Skútustaðahreppur og rekstraraðilar skili inn fjármagnaðri úrbótaáætlun vegna
fráveitumála og er frestur til þess veittur til 15.september n.k."
Sveitarstjórn lýsir yfir miklum vonbrigðum með afgreiðslu heilbrigðisnefndarinnar, sem samkvæmt bókun nefndarinnar hvílir á athugasemdum um fjármögnun fráveituframkvæmda sem áætlunin gerir ráð fyrir. Hvað sem líður lagalegum forsendum nefndarinnar til krafna um úrbótaáætlun, telur sveitarstjórn að nefndin hafi ekki forsendur til að hafna úrbótaáætlun með vísan til fjármögnunar. Með þessu hefur heilbrigðisnefnd byggt ákvörðun sína á ómálefnalegum sjónarmiðum um höfnun úrbótaáætlunar, sem leiðir til ógildingar ákvörðunarinnar.
Ákvörðun Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra hefur þegar verður kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála af hálfu sveitarfélagsins, samkvæmt 31. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Sveitarstjórn bendir jafnframt á ákvæði 32. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, þar sem gert er ráð fyrir að ágreiningi milli heilbrigðisnefndar og sveitarfélags, verði skotið til ráðherra. Telji úrskurðarnefndin að kæruefni falli ekki undir valdsvið nefndarinnar, verður kærunni vísað til ráðherra.
Óli Halldórsson varaþingmaður VG sendi skriflega fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðherra í vor um fráveitumál og á friðlýstum svæðum (þingskjal 1115, 604. mál). Svar ráðherra barst í síðustu viku og má lesa á vef Alþingis (http://www.althingi.is/altext/146/s/1115.html).
Þar segir m.a.: "Ljóst er að staðan nú varðandi Mývatn er nokkuð sérstök. Þar eru í gildi sérlög um vernd Mývatns og Laxár og vísbendingar eru um hnignun lífríkisins, sem er sérstætt og verðmætt á heimsvísu, m.a. vegna fráveitna. Krafa er uppi af hálfu stjórnvalda um úrbætur og framkvæmdir þar sem kostnaðarmat er hátt og mörg álitamál uppi. Því er þörf á sértækri úrlausn á þeim málum og er unnið að henni með aðkomu sveitarstjórnar og ríkisvaldsins."

 

2. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Endurskoðun reglugerðar nr. 798/1999 um fráveitur og skólp - Beiðni um umsögn - 1707008

Drög að endurskoðaðri reglugerð um fráveitur og skólp ásamt greinargerð eru nú til umsagnar hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 1. september.
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað með umsögn Skútustaðahrepps um endurskoðaða reglugerð. Skútustaðahreppur telur ástæðu til að mótmæla sérstaklega ákvæði 12. gr. í reglugerðardrögum.
Umsögnin samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að senda hana inn til ráðuneytisins.

 

3. Rekstraryfirlit: Janúar-júní 2017 - 1707007

Sveitarstjóri gerði grein fyrir rekstraryfirliti Skútustaðahrepps og stofnana fyrir tímabilið janúar til júní 2017. Reksturinn er að mestu leyti í samræmi við fjárhagsáætlun.

 

4. Reykjahlíðarskóli: Ókeypis skólagögn - 1708004

Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að frá og með hausti 2017 verði öllum börnum í Reykjahlíðarskóla veittur hluti nauðsynlegra námsgagna þeim að kostnaðarlausu (s.s. ritföng, reikningsbækur, stílabækur, límstifti, skæri, plast/teygjumöppur og vasareiknar).
Áætlaður kostnaður er 250.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar samhljóða. Viðaukinn verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns og bókast á lykil 4320-2050.

 

5. Sparisjóður Suður-Þingeyinga: Stofnfjáraukning - 1708003

Framhald frá 40. fundi sveitarstjórnar. Á aðalfundi Sparisjóðs Suður- Þingeyinga sem haldinn var þann 2. maí 2016 var samþykkt að auka stofnfé sjóðsins um allt að 140 milljónir króna. Í bréfinu var þess óskað að Skútustaðahreppur taki þátt í stofnfjáraukningunni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í stofnfjáraukningu sem nemur tveimur milljónum króna. Viðaukinn verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns.

 

6. Þéttbýli Reykjahlíðar: Breyting á aðal- og deiliskipulagi vegna nýrrar lóðar undir hreinsistöð - 1705014

Lagður fram undirskriftalisti með nöfnum 59 íbúa þar sem staðarvali fyrirhugaðrar skólphreinsistöðvar við Sniðilsveg er mótmælt.
Sveitarstjórn vísar undirskriftarlistunum til umfjöllunar í skipulagsnefnd í tengslum við breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna skólphreinsistöðvarinnar í Reykjahlíð.

 

7. Markaðsstofa Norðurlands: Áfangastaðaáætlun DMP - 1708005

Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Norðurlands vegna vinnu við áfangastaðaáætlunar DMP. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

8. Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Mývatnssveit - 1708007

Eins og fram kom í bókun á síðasta sveitarstjórnarfundi hefur stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkt að koma upp gestastofu í Mývatnssveit. Fram undan er ákvörðunarferli staðarvals og útfærsla á gestastofu ásamt mögulegri samþættingu.
Sveitarstjórn telur að gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Mývatnssveit sé best til þess falin að rísa við félagsheimilið Skólbrekku miðað við núverandi aðal- og deiliskipulag í Skútustaðahreppi og ýmsa möguleika á samþættingu við starfsemi Skjólbrekku og hugmyndir um Þekkingasetur.
Sveitarstjórn samþykkir að oddviti, sveitarstjóri og formenn atvinnumálanefndar, umhverfisnefndar og félags- og menningarmálanefndar skipi undirbúningshóp um gestastofu í Mývatnssveit fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

9. Greið leið ehf: Lokaáfangi hutafjáraukningar - 1708001

Lagt fram bréf frá Greið leið ehf. vegna lokaáfanga hlutafjáraukningar Vaðlaheiðarganga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða hlutafjáraukningu Skútustaðahrepps sem nemur 265.153 kr. Viðaukinn verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns.

 

10. Umhverfisstofnun: Beiðni um umsögn. Lokun náttúrusvæða - 1707005

Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun frá 12. júlí s.l. vegna umsagnar um lokun þriggja ferðamannastaða í landi Reykjahlíðar og svarbréf Skútustaðahrepps frá 17. júlí s.l.
Sveitarstjórn staðfestir svarbréfið.

 

11. Slægjufundur 2017 - 1707006

Sveitarstjórn felur Margréti Höllu Lúðvíksdóttur að kalla saman undirbúningsnefnd Slægjufundar 2017.

 

12. Höfði: Minnisblað - 1708006

Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra og Rúnari Ísleifssyni skógaverði um málefni Höfða. Fram kemur í minnisblaðinu að mikilvægt sé að móta stefnu/stjórnunaráætlun í málum Höfða til næstu 10-20 ára og sækja um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til frekari uppbyggingar á innviðum.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra frekari framgang málsins.

 

13. Náttúrustofa Norðausturlands: Rekstur 2017 - 1707004

Sveitarfélögin Norðurþing og Skútustaðahreppur reka Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) skv. samningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið með aðkomu Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps.
Lagt fram samkomulag um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands fyrir árið 2017. Hlutur Skútustaðahrepps er 603.884 kr.
Sveitarstjórn staðfestir samkomulagið, framlag Skútustaðahrepps er samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2017.
Jafnframt lagt til kynningar ársskýrsla og ársreikningur frá Náttúrustofu Norðausturlands fyrir árið 2016.

 

14. Skútustaðahreppur: Starfsmannamál - 1706018

Sveitarstjórn staðfestir ráðningu Margrétar Höllu Lúðvíksdóttur í starf skrifstofustjóra Skútustaðahrepps og býður hana velkomna til starfa. Sveitarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi við hana. Friðrik Jakobsson vék af fundi undir þessum lið.

 

15. Fjarskiptafélag Mývatnssveitar - 1612002

Fundargerð og ársreikningur aðalfundar Fjarskiptafélags Mývatnssveitar frá 19. júlí s.l. lögð fram.

 

16. Landsnet: Kröflulína 3 - 1707002

Lagt fram bréf frá Landsneti sem vinnur að undirbúningi Kröflulínu 3, frá Kröflu að Fljótdal. Óskað er eftir þátttöku Skútustaðahrepps í verkefnisráði Kröflulínu 3.
Sveitarstjórn samþykkir að Friðrik Jakobsson verður fulltrúi Skútustaðahrepps í verkefnisráðinu.

 

17. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði - 1706026

Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði. Óskað er eftir afstöðu og samþykki Skútustaðahrepps um að norðursvæði stækki í samræmi við tillögu svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir nánari gögnum frá ráðuneytinu.

 

18. ÁTVR: Áfengisverslun - 1706025

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR þar sem óskað er eftir heimild sveitarfélagsins til að opna áfengisverslun í Mývatnssveit með vísan til 10 gr. laga nr. 86/2011 um verslun ríkisins með áfengi og tóbak.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi beiðni ÁTVR.

Friðrik Jakobsson yfirgaf fundinn kl. 10:52.

 

19. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

20. Gámasvæði í landi Grímsstaða - 1705032

Lagður fram undirritaður samningur við landeigendur á Grímsstöðum um leigu á landi undir gámasvæði.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
Jafnframt lagt fram samkomulag við Gámaþjónustuna um lokafrágang á gámasvæðinu.
Sveitarstjórn samþykkir samkomulagið samhljóða.
Anton Freyr Birgisson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

21. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð forstöðumannafundar Skútustaðahrepps frá 16. ágúst 2017 lögð fram.

 

22. Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir - 1612009

Fundargerð 11. fundar landbúnaðar- og girðinganefndar dags. 3. ágúst 2017 lögð fram. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

23. Skólanefnd: Fundargerðir - 1611045

Fundargerð 18. fundar skólanefndar dags. 17. ágúst 2017 lögð fram. Fundargerðin er í fimm liðum.
Liður 1 í fundargerð skólanefndar hefur þegar verið tekinn fyrir og afgreiddur af sveitarstjórn (sjá liður 4 í þessari fundargerð).
Liður 5: Leikskólinn Ylur - Starfsmannamál (1705007)
Leikskólastjóri fór yfir þróun barnafjölda á leikskólanum næsta starfsár. Um áramót er gert ráð fyrir því að barnafjöldi verði 31 miðað við núverandi umsóknafjölda og hefur því fjölgað um sex börn frá síðasta starfsári. Verið er að stækka leikskólann og taka í notkun eina kennslustofu í Reykjahlíðarskóla til að geta tekið á móti auknum barnafjölda. Leikskólastjóri óskar eftir því að bæta við einu stöðugildi við leikskólann á næsta starfsári til að geta mannað leikskólann miðað við þennan barnafjölda og minnka þörf á afleysingum.
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að bætt verði við einu stöðugildi við leikskólann út þetta starfsár og staðan verði endurmetin þá.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að bæta við einu stöðugildi við leikskólann til 31. júní 2018. Viðauki við fjárhagsáætlun að upphæð 2.250.000 kr. verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

 

24. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerð 297. fundar stjórnar Eyþings dags. 14. ágúst 2017 lögð fram.
Sveitarstjórn tekur undir bókun stjórnar Eyþings um drög að frumvarpi um póstþjónustu að í frumvarpinu verði íbúum í dreifbýli tryggt ásættanlegt þjónustustig og að verð á póstþjónustu eigi að vera það sama um allt land.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hafnar því að dreifing alþjónustuveitanda skuli vera að lágmarki einu sinni í viku. Sveitarstjórn telur æskilegt að lágmarkið verði þrisvar sinnum í viku og á föstum vikudögum.

 

25. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerðir 850. og 851. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 19. maí og 30. júní 2017 lagðar fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020