59. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 28. júní 2017

59. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 28. júní 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta þremur málum á dagskrá með afbrigðum:
1611036 - Umhverfisnefnd: Fundargerðir
1706022 - Samningur um sérstakt eftirlit Umhverfisstofnunar með framkvæmdum Landnets vegna framkvæmda við Þeystareykjalínu 1 og Kröflulínu 4
1611022 - Skipulagsnefnd: Fundargerðir
Samþykkt samhljóða að bæta málunum á dagskrá undir dagskrárliðum nr. 23, 24 og 25.

1. Staða fráveitumála - 1701019

Tímasettri umbótaáætlun um fráveitumál í Skútustaðahreppi sem sveitarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum var skilað inn til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra þann 17. júní síðastliðinn. Þar með hefur sveitarfélagið í samstarfi við 15 rekstraraðila í sveitarfélaginu, sem fengu einnig kröfu um tímasetta úrbótaáætlun, uppfyllt kröfur heilbrigðiseftirlitsins. Áætlunin er sett fram með þeim fyrirvara og athugasemdum eins og bókað var á fundi sveitastjórnar þann 22. mars síðastliðinn að hún er algjörlega háð fjármögnun frá ríkisvaldinu eins og sveitarstjórn hefur ítrekað bókað á síðustu sveitarstjórnarfundum. Kröfur um úrbætur í fráveitumálum eins og Heilbrigðiseftirlitið vísar til, má að verulegu leyti rekja til verndarlaganna um Mývatn og Laxá, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 665/2012.
Þann 26. júní síðastliðinn sendi sveitarstjóri erindi þar sem óskað er eftir fundi með fjármálaráðherra um framhald málsins og hvernig hugmyndin er að viðræðum á milli sveitarfélagsins og fjármálaráðherra verði framhaldið. Þá verður fundur með Norðurorku í næstu viku.
Svar umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn sveitarstjórnar um ítarlegri vöktun á Mývatn og Laxá líkt og umhverfisráðherra hafði boðað barst 23. júní síðastliðinn. Þar kemur fram að í sumar verður farið í viðbótar mælingar miðað við það sem verið hefur á vegum RAMÝ. Þar er um að ræða:
1) kortlagningu næringarefna í grunnvatni,
2) mælingar á næringarefnum í Mývatni og
3) skoða árstíðasveiflu næringarefna í lindum neðan og ofan byggðar.
Einnig á að efla vöktun á blábakteríu- og þörungasvifi í Mývatni.
Sveitarstjórn fagnar auknum fjármunum til vöktunar og ítrekar að ein af helstu forsendum þess að ráðist er í svo kostnaðarsamar framkvæmdir í fráveitumálum hlýtur að vera að vöktun á lífríki Mývatns verði aukin til muna til að meta stöðuna og áhrif framkvæmdanna á lífríkið til framtíðar.

 

2. Fjarskiptafélag Mývatnssveitar - 1612002

Stjórn Fjarskiptafélags Mývatnssveitar boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 19. júlí 2017 kl. 11:00.
Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með umboð sveitarstjórnar á fundinum.

 

3. Gámasvæði í landi Grímsstaða - 1705032

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um gámasvæðið í landi Grímsstaða. Einnig lagður fram samningur við landeigendur á Grímsstöðum um lóð undir gámavöll/endurvinnslumótttöku í landi Grímsstaða.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra undirritun hans.

 

4. Hlíðavegur 6: Sala á eldra leikskólahúsnæði - 1706017

Lagt fram bréf frá sparissjóðsstjóra Sparisjóðs Suður-Þingeyinga þar sem fram kemur að stjórn sparisjóðsins samþykkti samhljóða að ganga til samninga við Skútustaðahrepp um makaskipti á hluta skrifstofuhúsnæðisins við Hlíðarveg (þar sem leikskólinn var áður) og íbúð sjóðsins í Skjólbrekku.
Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum að fela sveitarstjóra og oddvita að vinna að framgangi málsins í samræmi við umræður á fundinum.
Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir greiðir atkvæði á móti og bókar eftirfarandi:
Í skýrslu starfshóps sveitarstjórnar um þekkingarsetur í Mývatnssveit (útg. maí 2016), eru raktar forsendur og fjölþætt tækifæri á sviði slíkrar stofnunar (þekkingarstarfsemi og aukin tækifæri til náms). Forsendurnar eru sem stendur afar sterkar í sveitinni, þar sem þegar eru starfandi einkaaðilar og ríkisstofnanir, en hver í sínu horni. Sameining þeirra krafta á einn stað, væri innspýting í fjölbreyttara atvinnulíf í sveitinni. Hjá öðrum sveitarfélögum hefur sýnt sig að slíkt hleður hratt utan á sig. Mat starfshóps um Þekkingarsetur var að slíkt myndi verða tilfellið í Skútustaðahreppi - en til þess þarf að gefa boltanum færi á að rúlla af stað.
Í Skútustaðahreppi er húsnæðisskortur. Fyrir liggur að skrifstofuhúsnæði er til staðar á Hlíðarvegi 6 og hefur aðstaðan raunar þegar verið boðin aðilum til þekkingarstarfsemi. Sterkur kjarni hreppsskrifstofu er til staðar, sem myndi verka sem segull í hugmynd um þekkingarsetur hvað varðar vinnustaðamenningu, samtal og samnýtingu á aðstöðu. Byggt á reynslu annarra, yrði húsnæði hreppsins búið að sprengja utan af sér á tveimur árum - og þrýstingur kominn á varanlegt húsnæði, sem líkur eru á að gætu fallið að stærri hugmyndum ríkisstofnana um uppbyggingu á svæðunum.
Enginn vafi leikur á að starfsemi Sparisjóðs Suður-Þingeyinga og Póstsins er samfélaginu dýrmæt. Í dag er aftur á móti aðstaða fyrir þá starfsemi, en hún gæti sem slík vel farið saman með hugmynd um þekkingarsetur. Miðað við núverandi hugmyndir um aðstöðu, virðist sem erfitt væri að koma slíku fyrir með þekkingarsetri í núverandi húsnæði.
Enginn vafi leikur á því í mínum huga að jarðvegur fyrir þekkingarsetur í Mývatnssveit er frjóastur í umræddu húsnæði að Hlíðavegi 6. Ég tel forsendur sölu þessa húsnæðis hreppsins á þessum tímapunkti vera afar hæpnar en lýsi yfir ánægju minni með að reynt verði að semja um rými fyrir þekkingarsetur í afmarkaðan tíma.

 

5. Steindór og Anna ehf: Rekstur gistiheimilis - 1706015

Lagt fram bréf frá Steindóri og Önnu ehf. í kjölfar þess að beiðni þeirra um lóð að Sniðilsbraut fyrir gistiheimili var hafnað af skipulagsnefnd og sveitarstjórn. Þar sem umrædd lóð er skilgreind sem athafnasvæði í Aðalskipulagi Skútustaðhrepps 2011-2023 og sú skilgreining heimilar ekki rekstur gistiheimila var beiðninni hafnað.
Sveitarstjórn bendir bréfritara á að samkvæmt núverandi skipulagi í Reykjahlíð er ekki gert ráð fyrir frekari gistiheimilum í flokki II og ofar. Unnið er að stefnumótun í ferðaþjónustu þar sem aðalskipulagið er m.a. til endurskoðunar. Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að ræða við bréfritara um aðra möguleika í stöðunni.

 

6. Hænsnahald: Reglugerð – 1703015

Lögð fram reglugerð um hænsnahald í þéttbýli Skútustaðahrepps.
Sveitarstjórn samþykkir reglugerðina samhljóða.

 

7. Skútustaðahreppur: Sumarleyfi sveitarstjórnar - 1706013

Sveitarstjórn samþykkir að fella niður reglubundna fundi í júlí og fyrri fund í ágúst 2017 vegna sumarleyfa. Næsti reglubundni fundur sveitarstjórnar er fyrirhugaður miðvikudaginn 23. ágúst 2017.

 

8. Skútustaðahreppur: Starfsmannamál - 1706018

Lagt fram bréf Rannveigar Ólafsdóttur dags. 16. júní 2017 þar sem tilkynnt er um uppsögn á starfi skrifstofustjóra. Sveitarstjórn þakkar Rannveigu vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Sveitarstjóra falið að auglýsa starf skrifstofustjóra laust til umsóknar.

 

9. Leikskólinn Ylur: Þróun barnafjölda - 1705006

Líkt og fram kom í fundargerð skólanefndar frá 26. júní 2017 fundar er sú óvenjulega staða uppi að nú er ekkert barn á elsta ári á leikskólanum sem fer í grunnskólann í haust og börnum hefur fjölgað mikið og verða þau 26 í haust og er leikskólinn þá full setinn. Eins og staðan er núna stefnir í að þrjú börn verði á biðlista fyrir áramót sem þarf að bregðast við en um tímabundið ástand er að ræða því haustið 2018 færast fimm börn upp í grunnskólann.
Skólanefnd tekur undir tillögur leikskólastjóra þess efnis að breytingar verði gerðar á leikskólahúsnæði þannig að tengibygging leikskólans verði stækkuð til austurs, nýtt verði ein stofa í Reykjahlíðarskóla í samráði við skólastjóra og breytingar gerðar á innra skipulagi. Þá leggur nefndin áherslu á að eldri borgarar verði áfram með aðstöðu fyrir félagsstarf sitt í Reykjahlíðarskóla.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skólanefndar.
Í tengslum við gerð breytingar á húsnæði leikskólans samþykkir sveitarstjórn viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 5.900.000 kr. Viðaukinn verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns og bókast sem eignfærð fjárfesting.

 

10. Vogabú ehf: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - 1706021

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 22. júní s.l. þar sem Ólöf Þórelfur Hallgrímsdóttir f.h. Vogabús ehf. sækir um rekstrarleyfi í flokki IV, gististaður með áfengisveitingum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

11. Þéttbýli Reykjahlíðar: Breyting á aðal- og deiliskipulagi vegna nýrrar lóðar undir hreinsistöð - 1705014

Lögð fram ný lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundi skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna svo breytta og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og að kynna hana fyrir almenningi eins og skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 mæla fyrir um.

 

12. Miðhálendisþjóðgarður: Kynning á vinnu nefndar - 1706016

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga boðuðu til fundar þar sem kynnt var vinna nefndar á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis um könnun á forsendum fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Markmið fundarins var að fá fram sjónarmið kjörinna fulltrúa þeirra sveitarfélaga sem eiga land að miðhálendinu um verndun miðhálendisins og hugmynda um þjóðgarð. Böðvar Pétursson og Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir sátu fundinn fyrir hönd sveitarstjórnar Skútustaðahrepps. Jóhanna Katrín kynnti það helsta sem fram fór á fundinum.
Sveitarstjórn er jákvæð gagnvart stofnun þjóðgarðs á miðhálendinum en leggur áherslu á að ríkið tryggi nægt fjármagn í verkefnið, bæði hvað varðar stofnframlag og rekstur.

 

13. Tónlistarskólinn á Akureyri: Umsókn um nám - 1706020

Lagt fram bréf frá Tónlistarskólanum á Akureyri dags. 5. júní 2017 þar sem farið er fram á að sveitarfélagið greiði kostnað vegna tónlistarnáms utan lögheimilis nemenda, Helga James P. Þórarinssonar. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga kemur til með að greiða kennslukostnaðinn að hluta.
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina.

 

14. Deiliskipulag Bjarnarflagsvirkjunar: Breytt afmörkun - 1702020

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breyttri afmörkun á deiliskipulagi Bjarnarflagsvirkjunar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

 

15. Umsögn: Tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir - 1706009

Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 414. mál. Gert er ráð fyrir að ráðherra leggi stefnuna fyrir þingið í formi þingsályktunartillögu eigi síðar en 1. október 2017.
Sveitarstjórn tekur undir að mótuð verði eigendastefna ríkisins fyrir bújarðir. Markmið tillögu þessarar er einkum það að ríkið marki sér stefnu sem tryggi möguleika fólks til að hefja búskap.

 

16. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

17. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga: Aðalfundur - 1706010

Lagðir fram ársreikningar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga fyrir árið 2016. Sveitarstjóri fór yfir það helsta sem fram kom á fundinum.

 

18. Skólanefnd: Fundargerðir - 1611045

Fundargerð 17. fundar skólanefndar frá 26. júní 2017 lögð fram.
Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 1: Skólaakstur: Reglur - 1706023. Lagðar fram reglur um fyrirkomulag skólaaksturs í Skútustaðahreppi sem byggja á reglugerð nr. 656/2009 um skólaakstur grunnskóla sem sett er með heimild í 22. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að reglugerðin verði samþykkt. Sveitarstjórn samþykkir reglugerðina samhljóða.
Liður 2 í fundargerð skólanefndar hefur þegar verið tekinn fyrir og afgreiddur af sveitarstjórn (sjá lið 9 í þessari fundargerð).
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

19. Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1701001

Fundargerð 14. fundar félags- og menningarmálanefndar frá 13. júní 2017 lögð fram.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

20. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð forstöðumannafundar Skútustaðahrepps frá 22. júní 2017 lögð fram.

 

21. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Lagt fram minnisblað Böðvars Péturssonar sem sat fulltrúaráðsfund Eyþings þar sem m.a. var fjallað um hugsanlega sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna á Norðurlandi Eystra. Einnig lögð fram skýrsla Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri um málið.

 

22. Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis - 1706019

Lagðar fram fundargerðir frá 44., 45., 46. og 47. fundi svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Á 47. fundi svæðisráðsins var eftirfarandi bókað:
"Gestastofa í Mývatnssveit
Umræða um bókun stjórnar frá 17. maí sl. Í ljósi vilja stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs til að koma upp gestastofu í Mývatnssveit og ákvæðum reglugerðar þar um, felur svæðisráð þjóðgarðsvörðum að koma á fundi með fulltrúum Skútustaðahrepps þar sem þess verði óskað að hafið verði ákvörðunarferli staðarvals og útfærslu gestastofu, ásamt mögulegri samþættingu við aðra starfsemi."
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps lýsir yfir ánægju sinni með þessa bókun.

 

23. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Fundargerð 7. fundar umhverfisnefndar frá 26. júní 2017 lögð fram.
Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 2: Ástand friðlýstra svæða. Erindinu var vísað til umsagnar umhverfisnefndar.
Lögð fram tillaga að bókun sveitarstjórnar:
"Sveitarstjórn tekur undir með Umhverfisstofnun um þær framkvæmdir sem taldar eru brýnar á friðlýstum svæðum innan Skútustaðahrepps svo viðhalda megi verndargildi þeirra. Jafnframt tekur sveitarstjórn undir með brýnni þörf á frekari rannsóknum á náttúrufari og þolmörkum í víðu samhengi. Þá fagnar sveitarstjórn þeirri viðurkenningu sem fram kemur um umbætur á þeim málaflokkum sem að sveitarfélaginu snúa - og lýsir vilja til áframhaldandi samvinnu. Sveitarstjórn tekur undir bagalegan fjárskort, sem stendur friðlýstum svæðum svo mjög fyrir þrifum varðandi rekstur og framkvæmdir. Sveitarstjórn telur brýnt að sambærileg greiningarvinna á ástandi svæða fari fram fyrir öll friðlýst svæði innan sveitarfélagsins ("rauði listinn")."
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

24. Samningur um sérstakt eftirlit Umhverfisstofnunar með framkvæmdum Landsnets vegna framkvæmda við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 – 1706022

Samningurinn lagður fram. Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

 

25. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Fundargerð 39. fundar skipulagsnefndar frá 19. júní 2017 lögð fram.
Fundargerðin er í 6 liðum.
Liðir 2 og 5 í fundargerð skipulagsnefndar hafa þegar verið teknir fyrir og afgreiddir af sveitarstjórn (sjá liðir 11 og 14 í þessari fundargerð).
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020