58. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 14. júní 2017

58. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 14. júní 2017 og hófst hann kl. 09:15

 

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum:
1705030 - Vatnajökulsþjóðgarður: Dettifoss, byggingaleyfisumsókn.
Samþykkt samhljóða að bæta málinu á dagskrá undir dagskrárlið nr. 8 og færast aðrir dagskrárliðir neðar sem því nemur.

 

1. Ársuppgjör 2016: Skútustaðahreppur og stofnanir - 1705022

Ársreikningur Skútustaðahrepps og stofnana hans fyrir árið 2016 tekinn til síðari umræðu. Vísað er til yfirferðar endurskoðenda við fyrri umræðu þann 1. júní síðastliðinn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning Skútustaðahrepps fyrir árið 2016 ásamt ábyrgða- og skuldbindingaryfirliti og áritar ársreikninginn því til staðfestingar.

 

2. Staða fráveitumála - 1701019

Sveitarstjóri lagði fram drög að umbótaáætlun vegna fráveitumála sem er unnin vegna krafna Heilbrigðiseftirlitsins um tímasetta áætlun um úrbætur þar sem fram kemur hvernig og fyrir hvaða tíma sveitarfélagið muni taka í notkun skólphreinsivirki fyrir þéttbýlið í Reykjahlíð og á Skútustöðum sem fullnægir kröfum um ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa. Tímasett áætlun um úrbætur skal berast HNE ekki seinna en 17. júní. Lögð er fram fimm ára tímasett umbótaáætlun sem byggir á samþættingu aðgerða. Gerðir eru ýmsir fyrirvarar á áætluninni, bæði lagalegir og ekki síst hvað varðar aðkomu ríkisvaldsins um fjármögnun. Sveitarfélagið á jafnframt í viðræðum við Norðurorku um aðkomu að veitumálum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að viðræður við ríkisvaldið og Norðurorku standi til áramóta. Verði seinkun á viðræðunum má reikna með að seinkun verði á ferlinu sem því nemur þar sem fjárhagsleg aðkoma ríkisins er ein helsta forsendan fyrir framgangi verkefnisins. Undirbúningur af hálfu sveitarfélagsins er þegar hafinn með breytingum á deiliskipulagi og fleira. Rekstraraðilar hafa einnig hafið undirbúning af sinni hálfu.
Í umbótaáætluninni er lögð er áhersla á að rannsaka og kanna frekar þann möguleika að losa fráveituvatn í borholur. Í minnisblaði sem Magnús Ólafsson jarðefnafræðingur hjá ÍSOR tók saman fyrir Skútustaðahrepp og rekstraraðila er lagt til að skoða þann möguleika vel að dæla fráveituvatni, sem almennt rennur frá hefðbundnum rotþróum niður í borholur. Þannig væri hægt að farga næringarefnaríku frárennslisvatni. Gert er ráð fyrir undirbúningi til næsta vors og gerð verði tilraun með niðurdælingu næsta sumar, fáist til þess fjármagn frá ríkisvaldinu.
Heildarkostnaður fráveituframkvæmdanna fyrir sveitafélagið er áætlaður um 500-700 m.kr. en fyrir rekstraraðila má áætla að kostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna króna. Sveitarfélagið hefur fundað með umhverfsráðherra og fjármálaráðherra um aðkomu ríkisvaldsins hvað varðar fjármögnun á hlut sveitarfélagsins og lofar fundurinn góðu um framhaldið.
Alls fengu 15 rekstraraðilar sambærilegt bréf og sveitarstjórn Skútustaðahrepps. Ákveðið var að senda inn sameiginlega umbótaáætlun þar sem unnið var út frá gildum, markmiðum og framtíðarsýn. Framtíðarsýn umbótaáætlunarinnar er að sveitarfélagið Skútustaðahreppur og rekstraraðilar verði til fyrirmyndar í fráveitumálum til að lágmarka áhrif mannsins á lífríkið í Mývatni.
Hver og einn rekstraraðili er ábyrgur fyrir sinni umbótaáætlun líkt og sveitarfélagið en helstu ástæður fyrir að skila inn sameiginlegri umbótaáætlun eru sameiginlegir hagsmunir, samlegðaráhrif, hagkvæmni og samþætting verkefnisþátta í þeim tilfellum þar sem rekstraraðilar eru staðsettir í skilgreindum þéttbýliskjarna. Samkvæmt lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna kemur fram að uppbygging fráveitna sé á ábyrgð sveitarfélaga og því er mikilvægt fyrir rekstraraðila að vita hvenær þeir geti tengt sig inn á safnkerfi fráveitu sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið bókaði á fundi sínum 22. mars 2017 að leggja fram umbótaaáætlun fyrir fyrrgreindan tíma "en með þeim fyrirvara og athugasemdum að hún er algjörlega háð fjármögnun frá ríkisvaldinu eins og sveitarstjórn hefur ítrekað bókað á síðustu sveitarstjórnarfundum. Kröfur um úrbætur í fráveitumálum er eins og Heilbrigðiseftirlitið vísar til, má að verulegu leyti rekja til verndarlaganna um Mývatn og Laxá, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 665/2012. Í 9. gr. laganna kemur fram: "Kostnaður við framkvæmd laga þessara greiðist úr ríkissjóði eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum."
Ákvæði verndarlaganna (lög nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu og fyrri lög nr. 36/1974 um sama efni) stefndu ekki að því í upphafi að leggja auknar fjárhagslegar byrðar á Skútustaðahrepp, en sýnt er að slíkar kröfur eru komnar fram sbr. krafa Heilbrigðisnefndar Norðlands eystra. Þær eru verulega íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og íbúa þess og verður að skoða út frá jafnræðissjónarmiðum og þeim grundvallar hagsmunum sem liggja að baki verndarlögunum. Vernd Mývatns má rekja til einstakrar stöðu vatnsins og alþjóðlegra skuldbindinga ríkisins gagnvart svæðinu. Kröfur um gerð umbótaáætlunar eru því einnig málefni sem varðar ríkið.
Ein af helstu forsendum þess að ráðist er í svo kostnaðarsamar framkvæmdir í fráveitumálum hlýtur að vera að vöktun á lífríki Mývatns verði aukin til muna til að meta stöðuna og áhrif framkvæmdanna á lífríkið til framtíðar. Þetta er langtímaverkefni en á fundi fulltrúa sveitarstjórnar með fjármálaráðherra og umhverfisráðherra 24. maí s.l. um fráveitumál í Skútustaðahreppi greindi umhverfisráðherra frá því að ráðuneytið muni setja aukið fjármagn í rannsóknir og vöktun Mývatns þegar árið 2017.

 

3. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála: Mál nr. 10/2017, frávísun - 1706007

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem Landvernd kærði ákvarðanir skipulags- og byggingafulltrúa Skútustaðahrepps, annars vegar að samþykkja leyfi fyrir byggingu hótels Laxár og hins vegar að veita leyfi fyrir byggingu þriggja starfsmannahúsa á lóðinni. Skútustaðahreppur gerði kröfu um frávísun málsins m.a. á þeim forsendum að þeir einir geti kært stjórnvaldsákvarðanir til úrskurðanefndarinnar sem eiga lögvarða hagsmuni tengda ákvörðun sem kæra á. Úrskurðarnefndin féllst á kröfu sveitarfélagsins og vísaði kærunni frá.

 

4. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála: Mál nr. 11/2017, frávísun - 1706008

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem Landvernd kærði ákvarðanir skipulags- og byggingafulltrúa Skútustaðahrepps um að samþykkja leyfi fyrir viðbyggingu við Sel-Hótel Mývatn. Skútustaðahreppur gerði kröfu um frávísun málsins, m.a. á þeim forsendum að þeir einir geti kært stjórnvaldsákvarðanir til úrskurðanefndarinnar sem eiga lögvarða hagsmuni tengda ákvörðun sem kæra á. Úrskurðarnefndin féllst á kröfu sveitarfélagsins og vísaði kærunni frá.

 

5. Starfsmannastefna og starfsmannamál - 1612034

Framhald frá síðasta fundi. Lagt fram minnisblað og drög stýrihóps að Mannauðsstefnu Skútustaðahrepps sem ætlað er að nýtist starfsmönnum til leiðsagnar og upplýsingar um ýmislegt er varðar starfsumhverfi, réttindi, skyldur, áherslur og samþykktir Skútustaðahrepps í málefnum sem varðar starfsfólk. Markmið með mannauðsstefnu Skútustaðahrepps er að mynda skýra umgjörð um þau starfsskilyrði sem sveitarfélagið býður starfsmönnum sínum, auk þess að lýsa þeim almennu kröfum sem þeir þurfa að uppfylla svo þeir geti sinnt hlutverki sínu sem best. Jafnframt að stuðla að þjónustuvitund og góðum vinnuskilyrðum þannig að Skútustaðahreppur hafi ávallt á að skipa framúrskarandi og áhugasömum starfsmönnum, sem geta veitt góða þjónustu og brugðist við síbreytilegum þörfum samfélagsins. Lögð er áhersla á samvinnu milli starfsmanna á öllum stigum starfseminnar og vellíðan á vinnustað, öryggi, þróun og jafnrétti þannig að ávallt megi laða hæfa umsækjendur að lausum störfum. Mannauðsstefnan gerir ráð fyrir að jafnrétti kynjanna til starfa og í launum sé í heiðri haft hjá Skútustaðahreppi.
Stýrihópinn sem vann að gerð Mannauðsstefnunnar skipuðu Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar og Jóhanna Jóhannesdóttir og Ólöf Þ. Gunnarsdóttir fulltrúar starfsfólks. Mannauðsstefnan var útfærð sem starfsmannahandbóksem lögð var fram til umsagnar hjá starfsfólki sveitarfélagsins. Samkvæmt minnisblaðinu er gert ráð fyrir að Mannauðsstefnan verði innleidd í áföngum.
Sveitarstjórn samþykkir Mannauðsstefnuna samhljóða.
Í tengslum við gerð Mannauðsstefnunnar samþykkir sveitarstjórn viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 625.000 kr. vegna heilsueflingar starfsfólks. Viðaukinn verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns og bókast í réttu hlutfalli á launalykla viðkomandi deilda.

 

6. Mývatnsstofa: Hlutafjáraukning - 1705002

Lagt fram bréf frá Mývatnsstofu ehf. þar sem kynnt er endurskipulagning á félaginu ásamt hlutafjáraukningu.
Sveitarstjórn samþykkir að leggja Mývatnsstofu ehf. til hlutafé í formi afnota af skrifstofuaðstöðu fyrir starfsmann til næstu tveggja ára, sem metin verði í formi áætlaðs leiguverðs að upphæð 1.680.000 kr.

 

7. Skútustaðir ehf: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - 1706002

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 2. júní s.l. þar sem Ingibjörg Björnsdóttir f.h. Skútustaða 2B sækir um rekstrarleyfi í flokki II, gististaður án veitinga.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
Sigurður Guðni Böðvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

8. Vatnajökulsþjóðgarður: Dettifoss, byggingaleyfisumsókn - 1705030

Framhald frá síðasta fundi þar sem afgreiðslu málsins var frestað. Undir þessum lið viku Helgi Héðinsson og Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir af fundi.
Lögð fram byggingaleyfisumsókn frá Vatnajökulsþjóðgarði, kt. 441007-0940, vegna hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn við Dettifoss, alls 118,1 ferm. Sveitarstjórn er tilbúin til þess að gefa út byggingaleyfi þegar málsaðilar hafa fundið lausn á málinu svo hægt sé að byggja upp glæsilega aðstöðu fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem leggja leið sína að Dettifossi.

 

9. Skútustaðahreppur: Heilsueflandi samfélag - 1611020

Á fundi 44. sveitarstjórnar 9. nóvember síðastliðinn lagði sveitarstjóri fram minnisblað um Heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum. Embætti landlæknis bauð upp á vinnustofur um þessa nálgun fyrir sveitarfélögin á Norðurlandi. Fyrir hönd Skútustaðahrepps mættu Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Soffía Kristín Björnsdóttir kennari og Jóhanna Jóhannesdóttir kennari. Lögð var fram hugmynd að næstu skrefum fyrir Skútustaðahrepp. Sveitarstjórn fagnaði verkefninu og óskaði þátttöku.
Lagður fram samningur Skútustaðahrepps og Embættis Landlæknis um að Skútustaðahreppur verði Heilsueflandi samfélag. Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti skrifaði undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins þann 8. júní síðastliðinn.
Settur verður á stofn stýrihópur sem heldur utan um verkefnið sem er í anda þeirrar lýðheilsustefnu sem unnið hefur verið að í sveitarfélaginu.

 

10. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

11. Náttúrustofa Norðausturlands: Ársskýrsla og ársreikningur 2016 - 1706005

Lögð fram ársskýrsla og ársreikningur Náttúrustofu Norðausturlands fyrir árið 2016.

 

12. Almannavarnanefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1706004

Lögð fram fundargerð frá stjórnarfundi Almannavarna Þingeyinga frá 23. maí 2017.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020