57. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 1. júní 2017

57. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 1. júní 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði starfandi oddviti eftir því að bæta fjórum málum á dagskrá með afbrigðum:
1705035 - Ferðaþjónustan Bjarg: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald
1705033 - Íslandshótel hf: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
1706001 - Ástand friðlýstra svæða 2016: Beiði um umsögn
1612009 - Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir
Samþykkt samhljóða að bæta málunum á dagskrá, tveimur fyrstu málunum undir dagskrárliðum nr. 8 og 9 og færast aðrir dagskrárliðir neðar sem því nemur, þriðja og fjórða mál fer undir lið 25 og 26.

 

1. Ársuppgjör 2016: Skútustaðahreppur og stofnanir - 1705022

Ársreikningur Skútustaðahrepps og stofnana fyrir árið 2016 er lagður fram til fyrri umræðu. Arnar Árnason, endurskoðandi hjá KPMG, kom á fundinn og fór yfir ársreikninginn og endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársins 2016 og svaraði fyrirspurnum.
Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 38,0 milljónir króna. Áætlun gerði ráð fyrir 10,0 milljónum króna í rekstrartap. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum reikningsskilum A og B hluta, var jákvæð um 44,6 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir 4,6 milljónum króna í rekstrartap. Munar þar mestu um að rekstrartekjur voru 60,0 milljónum króna yfir áætlun.
Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru:
- Útsvar og fasteignaskattur voru 28,5 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Framlög Jöfnunarsjóðs voru 9,2 milljónum króna hærri en áætlun.
- Aðrar tekjur voru 22,3 milljónum króna hærri en áætlun.
- Laun og launatengd gjöld voru 5,6 milljónum króna hærri en áætlun.
- Annar rekstrarkostnaður var 7,9 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Afskriftir voru 1,6 milljónum króna hærri en áætlun.
- Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru 5,1 milljónum króna hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir.
Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta voru 603,4 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar voru 250,1 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding nam 68,8 milljón króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 1,7 milljónir króna. Langtímaskuldir námu 81,2 milljónum króna og þar af eru næsta árs afborganir 7,1 milljónir króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum nam 353,3 milljónir króna og var eiginfjárhlutfall 59%.
Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nam 55% af reglulegum tekjum. Veltufé frá rekstri í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam 80,7 milljónum króna sem er 18% af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 24,0 milljónum króna.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2016, 73,8 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 72,8 milljónum króna.
Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 9,4 milljónir króna.
Handbært fé í árslok 2016 var 30,2 milljónir króna.
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi Skútustaðahrepps og stofnana hans fyrir árið 2016 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

 

2. Staða fráveitumála - 1701019

Fjármálaráðherra og umhverfisráðherra boðuðu fulltrúa sveitarstjórnar til fundar um fráveitumál í Skútustaðahreppi 24. maí s.l. í kjölfar þess að ríkisstjórnin samþykkti beiðni ráðherranna um að gengið yrði til samningaviðræðna við sveitarstjórn Skútustaðahrepps. Fyrir hönd sveitarstjórnar sátu fundinn þau Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Helgi Héðinsson sveitarstjórnarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar og Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi. Fulltrúar sveitarstjórnar lögðu til að í reglugerð um verndun Mývatns og Laxár yrði sett bráðabirgðaákvæði um aðkomu ríkisins á fjármögnun og rekstri fráveitu við Mývatn. Á grunni bráðabirgðaákvæðisins mætti gera samning milli ríkis og Skútustaðahrepps um verkefnið.
Fundurinn var gagnlegur og lofar góðu um framhaldið. Vinna við að skila inn umbótaáætlun til heilbrigðiseftirlitsins fyrir 17. júní gengur samkvæmt áætlun.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að gera verðkönnun um hönnun fráveitukerfis fyrir Reykjahlíð.

 

3. Norðurorka: Samningaviðræður - 1705012

Lagt fram minnisblað frá Norðurorku um næstu skref í samningaviðræðum Skútustaðahrepps og Norðurorku um veitumál.
Sveitarstjórn samþykkir að halda viðræðunum áfram á þeim grunni sem Norðurorka leggur til og felur sveitarstjóra og formanni skipulagsnefndar að fylgja málinu eftir.

 

4. Vöktun á lífríki Mývatns - 1704014

Á fundi fulltrúa sveitarstjórnar með fjármálaráðherra og umhverfisráðherra 24. maí s.l. um fráveitumál í Skútustaðahreppi greindi umhverfisráðherra frá því að ráðuneytið ætlar að setja aukið fjármagn í rannsóknir og vöktun Mývatns. Sveitarstjórn fagnar þessum áfanga. Sveitarstjórn hafði frumkvæði að fundi þann 8. maí s.l. með Ramý, Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlitinu um vöktun á Mývatni í tengslum við fráveitumálin. Í kjölfarið sendi sveitarstjórn formlegt erindi til þessara aðila og umhverfisráðuneytisins þar sem óskað var eftir aukinni vöktun á Mývatni sem umhverfisráðherra hefur nú brugðist við með jákvæðum hætti.
Sveitarstjórn ítrekar ósk um að stofnaður verði samstarfshópur um vöktun Mývatns líkt og gert er við Þingvallavatn.

 

5. Leikskólinn Ylur: Þróun barnafjölda - 1705006

Lagt fram minnisblað sem fór fyrir skólanefnd með yfirliti yfir barnafjölda og aldursskiptingu á leikskólanum Yl frá og með ágúst 2017, einnig yfir barnagildi, stöðugildi og rými leikskólans. Sú óvenjulega staða er uppi að nú er ekkert barn á elsta ári á leikskólanum sem fer í grunnskólann í haust og börnum hefur fjölgað mikið og verða þau 26 í haust og er leikskólinn þá full setinn. Eins og staðan er núna stefnir í að þrjú börn verði á biðlista fyrir áramót sem þarf að bregðast við en um tímabundið ástand er að ræða því haustið 2018 færast fimm börn upp í grunnskólann. Skólanefnd fól leikskólastjóra og sveitarstjóra að koma með tillögu að lausn og leggja fyrir næsta fund.
Lögð fram drög að minnisblaði leikskólastjóra og sveitarstjóra sem unnið var í samráði við skólastjóra Reykjahlíðarskóla. Málið verður unnið áfram af leikskólastjóra og sveitarstjóra í samráði við skólanefnd og skólastjóra.

 

6. Starfsmannastefna og starfsmannamál - 1612034

Lögð fram drög stýrihóps að Mannauðsstefnu Skútustaðahrepps. Samkvæmt minnisblaði sem lagt var fyrir á 48. fundi sveitarstjórnar 11. janúar síðastliðinn eru ýmis tækifæri til þess að efla mannauðsmál hjá Skútustaðahreppi. Hjá sveitafélaginu starfa vel á þriðja tug starfsmanna, flestir í þjónustu við börn. Vinnuveitendahlutverk Skútustaðahrepps er því viðamikið og ástæða til að efla mannauðsmál hjá sveitarfélaginu til að gera starfsumhverfið eftirsóknarverðara, ekki síst þar sem harðnandi samkeppni er um vinnuafl. Stýrihópinn skipuðu Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar og Jóhanna Jóhannesdóttir og Ólöf Þ. Gunnarsdóttir fulltrúar starfsfólks. Stýrihópurinn fundaði alls fimm sinnum. Mannauðsstefnan var útfærð sem starfsmannahandbóksem lögð var fram til umsagnar hjá starfsfólki sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með Mannauðsstefnuna og vísar henni til áframhaldandi umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

7. Hótel Gígur: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum. - 1705013

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 10. maí s.l. þar sem Páll L. Sigurjónsson f.h. Keahótela ehf. sækir um rekstrarleyfi í flokki IV, gististaður með áfengisveitingum, fyrir Hótel Gíg á Skútustöðum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

8. Ferðaþjónustan Bjarg: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - 1705035

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 18. maí s.l. þar sem Finnur Sigfús Illugason f.h. Ferðaþjónustunnar Bjargs ehf. sækir um rekstrarleyfi í flokki II, gististaður án veitinga.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

9. Íslandshótel hf: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - 1705033

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 26. maí s.l. þar sem Davíð Torfi Ólafsson f.h. Íslandshótela sækir um rekstrarleyfi í flokki IV, gististaður með áfengisveitingum, fyrir Fosshótel við Mývatn.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

10. Vegagerðin: Umsókn um framkvæmdaleyfi - 1704010

Sveitarstjórn samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi Kísilvegar þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við ákvæði Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023. Sveitarstjórn setur þó þau skilyrði fyrir leyfisveitingunni að samþykki landeigenda liggi fyrir.
Að mati sveitarstjórnar er framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum þar sem náman er opin og fyrirhuguð efnistaka muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif.
Sveitarstjórn felur sipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið að uppfylltum framangreindum skilyrðum í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

11. Vogajörðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 1705016

Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þannig að skilgreindir verði áningarstaðir við Vogagjá og Lúdentarborgir. Sveitarstjórn bendir jafnframt á yfirstandandi stefnumótunarvinnu í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa innkomna tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi Hverfjalls skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

12. Grænavatn: Umsókn um heimild til stofnunar lóðar - 1705019

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna stofnunar lóðarinnar í Fasteignaskrá.

 

13. Vatnajökulsþjóðgarður: Dettifoss, byggingaleyfisumsókn - 1705030

Undir þessum lið viku Helgi Héðinsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir og Elísabet Sigurðardóttir af fundi. Varamaðurinn Anton Freyr Birgisson tók sæti á fundinum.
Lögð fram byggingaleyfisumsókn frá Vatnajökulsþjóðgarði, kt. 441007-0940, vegna hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn við Dettifoss, alls 118,1 ferm. Húsið er staðsett við aðkomu ferðamanna að bílastæði nálægt Dettifossi vestan Jökulsár á Fjöllum, þar sem fyrirhuguð er frekari uppbygging þjónustu við ferðamenn og aðstaða fyrir landverði. Húsið er timburhús á steyptum sökklum og steyptri plötu. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru á svæði sem tekið var eignarnámi á grundvelli 37. gr. vegalaga nr. 80/2007.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins í ljósi eignarréttarlegs ágreinings og lögfræðilegrar óvissu, þannig er gætt þeirrar varfærni að ekki sé ráðist í mannvirkjagerð á meðan slík óvissa er til staðar.
Sveitarstjórn hvetur jafnframt málsaðila til þess að finna lausn á málinu svo hægt sé að byggja upp glæsilega aðstöðu fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem leggja leið sína að Dettifossi.

 

14. Vegagerðin: Heimreiðar - 1705026

Starfandi oddviti leggur fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn harmar hversu litlu fé er varið til vegamála af hálfu hins opinbera, sérstaklega hvað varðar viðhald og uppbyggingu tengi- og héraðsvega (heimreiðar) sem víða eru í svo slæmu ástandi að öryggi vegfarenda kunni að vera stefnt í hættu og leiðir til verulegra óþæginda og aukins kostnaðar fyrir íbúa.
Sveitarstjórn samþykkir bókunina samhljóða.

 

15. Leigufélagið Hvammur: Sala á hlutafé - 1705029

Fyrir sveitarstjórn liggur hluthafasamkomulag í Leigufélaginu Hvammi ehf. frá 23. maí sl. og viðauki við húsaleigusamning um forkaupsrétt leigutaka að Útgarði 4, Húsavík.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi hluthafasamkomulag.

 

16. Málefni Hofstaða - 1705025

Starfandi oddviti gerði grein fyrir fundi sem fulltrúar sveitarstjórnar áttu með dr. Kristínu Huld Sigurðardóttur forstöðumanni Minjastofnunar Íslands um málefni Hofstaða.
Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði þann 10. júní 2016 starfshóp til að greina möguleika og vinna tillögur að hugsanlegri uppbyggingu og skipulagi að Hofstöðum í Skútustaðahreppi, með það að markmiði að þar geti byggst upp sameiginleg starfsstöð stofnana og eftir atvikum annarra aðila sem hafa starfssemi í sveitarfélaginu. Hofstaðir hafa verið í eigu og umsjón ríkisins síðan í júlí 2015, eftir að bræðurnir Ásmundur og Guðmundur Jónssynir sem voru eigendur jarðarinnar, féllu frá án erfingja og erfðaskrár. Þar hafa farið fram víðtækar náttúru- og fornleifarannsóknir síðastliðna áratugi og studdu bræðurnir ötullega við þær rannsóknir m.a. með því að veita húsaskjól.
Sveitarstjórn samþykkir að fara þess á leit við Minjastofnun og Ríkiseignir að sveitarfélagið hafi umsýslu með þeim hluta jarðarinnar sem ekki fellur undir Minjastofnun. Jörðin Hofstaðir er landmikil jörð og talin vera um 1339 ha en ræktað land er 11,8 ha en samkvæmt Hofstaðaskýrslunni eru líklega möguleikar til meiri ræktunar og/eða annarra framkvæmda.

 

17. Umhverfisstofnun: Mývatn og Laxá, endurskoðun verndaráætlunar - 1705028

Umhverfisstofnun hefur í samráði við Skútustaðahrepp, Norðurþing og Þingeyjarsveit, Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Norðausturlands, Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn, Landvernd, Fjöregg, Fuglavernd og fulltrúa landeigenda á verndarsvæðinu, hafið vinnu við endurskoðun verndaráætlunar fyrir verndarsvæði Mývatns og Laxár.
Lagt fram til kynningar.

 

18. Kálfastrandarland: Framtíðarásýnd - 1705027

Starfandi oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn felur umhverfisnefnd, í samstarfi við landeigendur og Umhverfisstofnun, að vinna að framtíðarsýn varðandi ásýnd og aðgengi Kálfastrandarlands með sérstaka áherslu á þróun hágróðurs sem stefnir í að byrgja mönnum sýn innan fárra ára ef ekkert verður að gert.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

 

19. Eyþing: Kosning í fulltrúaráð - 1705031

Eyþing boðar til fundar í fulltrúaráði fimmtudaginn 8. júní n.k. Lögð fram tillaga um fulltrúa Skútustaðahrepps í fulltrúaráði Eyþings:
Böðvar Pétursson, aðalmaður.
Elísabet Sigurðardóttir, varamaður.
Sveitarstjórn samþykkir tilnefningarnar samhljóða.

 

20. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

21. Brunavarnarnefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Fundargerðir - 1705024

Lögð fram til kynningar fundargerð brunavarnarnefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar nr. 18 frá 16. maí 2017.

 

22. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Fundargerð skipulagsnefndar frá 15. maí 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 11 liðum.
Liðir 1, 4 og 8 í fundargerð skipulagsnefndar hafa þegar verið teknir fyrir og afgreiddir af sveitarstjórn (sjá liði 10, 11 og 12 í þessari fundargerði).
Liður 10: Hótel Reykjahlíð: Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Sveitarstjórn óskar svara frá Skipulagsstofnun um hvort hún muni heimila auglýsingu á aðalskipulagsbreytingunni samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Verði það svar jákvætt mun sveitarstjórn að loknu umsagnarferli taka málið til umfjöllunar þegar umsagnir hagsmunaaðila, þar á meðal íbúa, liggja fyrir.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

23. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð forstöðumannafundar Skútustaðahrepps frá 17. maí 2017 lögð fram.

 

24. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerð frá 295. stjórnarfundi frá 15. maí 2017 lögð fram til kynningar.

 

25. 1706001 - Ástand friðlýstra svæða 2016: Beiði um umsögn
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun um ástand friðlýstra svæða. Umhverfisstofnun tók saman í fyrsta skipti árið 2010 svokallaðan rauðan lista yfir friðlýst svæði í hættu. Markmiðið með listanum var að greina hvar þurfi að forgangsraða auðlindum og kröftum til að koma í veg fyrir að svæði glati verndargildi sínu.
Sveitarstjórn vísar erindinu til umsagnar hjá umhverfisnefnd og til náttúruverndarnefndar Þingeyinga.


26. 1612009 Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir
Fundargerð landbúnaðar- og girðinganefndar frá 30. maí 2017 lögð fram.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:35

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020