56. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 10. maí 2017

56. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 10. maí 2017 og hófst hann kl. 09:15

 

Fundinn sátu:

Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði starfandi oddviti eftir því að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum:
Kröflulína 3: Beiðni um umsögn - 1703018
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við undir dagskrárlið nr. 8 og færast aðrir dagskrárliðir neðar sem því nemur.

 

1. Staða fráveitumála - 1701019

Föstudaginn 28. apríl s.l. samþykkti ríkisstjórnin beiðni umhverfisráðherra og fjármálaráðherra um að gengið yrði til samningaviðræðna við sveitarstjórn Skútustaðahrepps um aðkomu ríkisins að fráveitumálum í Skútustaðahreppi. Sveitarstjórn fagnar þeim áfanga heilshugar.
Mánudaginn 8. maí stóð sveitarstjórn Skútustaðahrepps að þremur fundum sem tengjast fráveitumálum og vöktun. Fyrst var haldinn fundur með Norðurorku um mögulega aðkomu þess að veitum sveitarfélagsins. Þá var haldinn fundur með Ramý, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlitinu um vöktun á Mývatni. Að lokum var haldinn fræðslu- og upplýsingafundur fyrir þá rekstraraðila sem Heilbrigðiseftirlitið hefur gert kröfu um gerð úrbótaáætlana í fráveitumálum sem skal skilað í síðasta lagi 17. júní n.k. Á fundinum var m.a. kynnt skýrsla Eflu sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið lét gera um fráveitumál í Mývatnssveit, flutt erindi ÍSOR tengt mögulegri niðurdælingu á frárennslisvökva og kynning á fyrirkomulagi fráveitumála í Borgarfirði. Jafnframt fór fulltrúi umhverfis- og auðlindaráðherra yfir stöðu mála varðandi aðkomu ríkisins. Þróun ástands í lífríki Mývatns á sér ekki einhlíta skýringu. Engu að síður er hugur sveitarstjórnar allur til þess að leysa fráveitumál af kostgæfni. Fram kom á fundinum hversu umfangsmikið og flókið verkefni bíður úrlausnar í fráveitumálum, kostnaður fyrir sveitarfélagið er varlega áætlaður um 500-700 m.kr. samkvæmt skýrslu Eflu og lykilatriði er að ríkið komi að fjármögnun eins og því ber samkvæmt verndarlögunum um Mývatn og Laxá.

 

2. Vöktun á lífríki Mývatns - 1704014

Sveitarstjórn hafði frumkvæði að fundi þann 8. maí s.l. með Ramý, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlitinu um vöktun á Mývatni í tengslum við fráveitumál. Forstöðumaður Ramý lagði fram minnisblað um vöktun á lífríki Mývatns og Laxár en hún felst m.a. í vöktun fuglalífs, fiskistofna, átustofna og botnþörunga í Mývatni. Jafnframt eru vaktaðir eðlisþættir s.s. efnasamsetning lindarvatns, vatnshiti, sýrustig og næringarefni í Mývatni. Í gangi er 10 ára rannsóknaverkefni þar sem fylgst er náið með lífríkissveiflum í Mývatni.
Í skýrslu samstarfshóps um Mývatn, ástand mála, orsakir vanda og mögulegar aðgerðir (útgefin í júní 2016) er í V. kafla fjallað um þörf á bættri vöktun, auknum rannsóknum og upplýsingagjöf. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps telur að í umræðu um ástand Mývatns, orsakir þess og mögulegar úrbætur sé það alger forsenda að aukinn kraftur verði settur í rannsóknir og vöktun. Í því samhengi er óskað formlegs samstarfs þeirra aðila sem málið snertir og aðgerðaáætlun, sem byggir að mati sveitarstjórnar á kostun ríkisvaldsins. Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir ársskýrslu á almennu máli um niðurstöður rannsókna og vöktunar á lífríki, efna- og eðlisþáttum Mývatns og Laxár, sambærilegt því sem gefið hefur verið út um silung í Mývatni. Slík útgáfa væri mikilvægur liður í að auka skilning almennings og farsælli umræðu um leiðir til verndunar.

 

3. Jarðböðin: Aðalfundur 2016 - 1704011

Aðalfundur Jarðbaðanna hf. var haldinn 28. apríl s.l. Greiddur var út 100% arður, hlutur Skútustaðahrepps var 5.024.319 kr.
Sveitarstjórn samþykkir að arðgreiðslan fari á breytingar á leikskóla og leikskólalóð og til ráðningar sumarstarfsmanns til ýmissa verkefna tengdum ásýnd og umhverfi.

 

4. Mývatnsstofa: Hlutafjáraukning - 1705002

Lagt fram bréf frá stjórnarformanni Mývatnsstofu ehf. Á aðalfundi Mývatnsstofu hinn 18. apríl sl var samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins um allt að 20 milljónir króna með sölu á nýjum hlutum á genginu 1. Jafnframt var samþykkt að afnema forkaupsréttarákvæði í samþykktum félagsins og gefa meðferð hluta frjálsa. Hlutafjáraukningin stendur til 30. júní nk.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggja Mývatnsstofu ehf. til skrifstofurými á hreppsskrifstofu sem verði metið sem hlutafé sem nemur áætluðu leiguverði.

 

5. Rekstraryfirlit: Janúar-mars 2017 - 1704012

Sveitarstjóri gerði grein fyrir rekstraryfirliti Skútustaðahrepps og stofnana fyrir tímabilið janúar til mars 2017. Reksturinn er að mestu leyti í samræmi við fjárhagsáætlun.

 

6. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála: Framkvæmdaleyfi vegna borhola á Kröflusvæði - 1705003

Bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, mál nr. 96/2015, kæra Landeigenda Reykjahlíðar ehf. á ákvörðun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá 30. september 2015 um að veita framkvæmdaleyfi vegna tveggja borhola á Kröflusvæði. Úrskurðarnefndin hafnar kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar Skútustaðahrepps um að veita fyrrgreint framkvæmdaleyfi.

 

7. Undirskriftalisti: Lækkun hámarkshraða sunnan Mývatns - 1705001

Lagður fram undirskriftalisti frá 16 íbúum í Garði, á Grænavatni og Sjónarhóli, þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórn að hún afturkalli beiðni um lækkun hámarkshraða úr 90 í 70 km/klst frá Skútustöðum að Vogum. Sveitarstjórn þakkar bréfið.
Rétt er að taka fram að sveitarstjórn hefur jafnframt borist jákvæð viðbrögð frá íbúum með nýja hraðatakmörkun.
Sveitarstjórn hefur reglulega fundað með fulltrúum Vegagerðarinnar, meðal annars vegna umferðaröryggis. Í því samhengi hefur þess verið óskað að útskotum á umræddum vegakafla yrði fjölgað til að auka umferðaröryggi í ljósi mikillar fjölgunar ferðamanna en því hefur Vegagerðin hafnað. Á fundi sveitarstjórnar með Vegagerðinni 15. júní 2016 var eina úrræðið til aukins umferðaröryggis talið lækkun á hámarkshraða. Þess var þá óskað að slíkar takmarkanir yrðu hluta úr ári, sem ekki reynist valkostur.
Sveitarstjórn harmar hvernig Vegagerðin stóð að innleiðingu breytingar á hámarkshraða, sem eðlilegt hefði verið að kynna íbúum formlega.
Rétt er að fram komi að til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda hefur sveitarstjórn ítrekað sótt um í framkvæmdasjóð ferðamannastaða um gerð göngu- og hjólreiðastígs umhverfis Mývatn en án árangurs fram til þessa.
Sveitarstjórn hafnar erindi um að óska þess við Vegagerð að hámarkshraði á umræddum vegakafla verði 90 km/klst en samþykkir samhljóða að taka málið aftur upp í haust í samráði við íbúa, þegar meiri reynsla er komin á þessa hraðatakmörkun út frá umferðaröryggissjónarmiðum. Jafnframt óskar sveitarstjórn þess við Vegagerðina að heimildir til framúraksturs verði aðlagaðar að breyttum hámarkshraða.

 

8. Kröflulína 3: Beiðni um umsögn - 1703018

Framhald frá síðasta fundi sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um viðbót við umsögn sveitarstjórnar um Kröflulínu 3 sem samþykkt var á 55. fundi sveitarstjórnar 26. apríl 2017:
"Fram til þessa virðist svo vera, sem litið hafi verið á línustæði Kröflulínu 2 sem óhagganlegt til framtíðar. Miðað við það, eru áform núverandi skipulagsáætlana og framlögð frummatsskýrsla um samsíða legu Kröflulínu 2 og 3 eftir að þær sameinast (vestan Skeiðflatar) skynsamlegasti kosturinn.
Í ljósi þess að mögulega verði Kröflulína 2 aflögð eða hún endurnýjuð innan 15 ára, óskar sveitarstjórn Skútustaðahrepps þess að frumskoðun verði gerð á þeim kosti að línustæði Kröflulínu 3 verði alfarið norðan þjóðvegar 1 innan umdæmis Skútustaðahrepps, þ.e. frá Kröflu að Jökulsá á Fjöllum. Ef miðað er við áframhaldandi legu nærri vegi austur í Víðidal, væri að líkindum um óverulega lengingu að ræða. Ef kosturinn er ákjósanlegur, væri skilyrði að ef ekki yrði af því að afleggja Kröflulínu 2 heldur kæmi að endurnýjun hennar, yrði hún lögð samsíða Kröflulínu 3 sbr. framangreinda hugmynd.
Með því móti yrði mannvirkjum þjappað á sama svæði, hefðu ekki áhrif á fjallasýn til suðurs á Mývatnsöræfum og lágmörkuðu rask á nútímahrauni og væntanlega þörf á uppbyggingu nýrra vegslóða. Aftur á móti þyrfti að gæta að sýnileika vegna nálægðar við alfaraleið."
Sveitarstjórn samþykkir viðbótar umsögnina samhljóða.

 

9. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

10. Menningarmiðstöð Þingeyinga: Aðalfundur 2017 - 1704020

Aðalfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2017 var haldinn þann 3. maí s.l. á Grenjaðarstað í Aðaldal. Lagður fram ársreikningur, fundargerð aðalfundarins, áætlun og verkefnaáætlun.

 

11. Héraðsnefnd Þingeyinga bs: Vorfundur 2017 - 1704021

Aðalfundur Héraðsnefndar Þingeyinga hf. var haldinn 1. maí s.l. á Grenjaðarstað í Aðaldal. Lögð fram ársskýrsla héraðsnefndar, skýrsla framkvæmdastjórnar, náttúruverndarnefndar Þingeyinga, ársskýrsla almannavarnanefndar, ársreikningur HNÞ, minnisblað fulltrúaráðs, erindisbréf barnaverndarnefndar Þingeyinga og tilnefningar í barnaverndarnefnd.
Sveitarstjórn tekur undir minnisblað fulltrúaráðs um möguleg ný verkefni byggðasamlagsins og lýsir áhuga á að þau verði skoðuð til hlítar.

 

12. Skólanefnd: Fundargerðir - 1611045

Fundargerð skólanefndar frá 4. maí 2017 lögð fram. Fundargerðin er í níu liðum.
Liður 3: Sveitarstjórn fagnar örri fjölgun barna í Skútustaðahreppi og væntir tillagna um leiðir til aukins leikskólapláss, svo fjölskyldum verði eftir fremsta megni gefinn kostur á vistun barna á leikskóla, samfélaginu og atvinnulífi til heilla.
Liður 6: Reykjahlíðarskóli: Útboð á skólaakstri
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar að ekki verði boðið upp á skólaakstur leikskólabarna á næsta skólaári þar sem ekki þykir forsvaranlegt að lengja tíma grunnskólabarnanna í bílnum miðað við núverandi aðstæður. Hins vegar er vilji hjá skólanefnd fyrir því að endurskoða þetta fyrir haustið 2018 í ljósi breytinga sem væntanlega verða þá á skipulagi skólaaksturs. Sveitarstjórn tekur undir bókun skólanefndar hvað þetta varðar.
Liður 8: Reykjahlíðarskóli: Erlent samstarf.
Óskað er eftir því að sveitarfélagið hafi aðkomu að skólaheimsókn finnsks grunnskóla í haust með fjárframlagi. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og óskar formlegra tillagna frá skólastjóra Reykjahlíðarskóla.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

13. Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1611037

Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2016 lagður fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020